Morgunblaðið - 06.09.2008, Page 8

Morgunblaðið - 06.09.2008, Page 8
8 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UM 20.000 nemendur eru skráðir í háskólanám á Íslandi í haust og hafa aldrei verið fleiri. Þeir voru rúmlega sjö þúsund haustið 1997 og hefur fjölgað jafnt og þétt síð- an, en 17.449 voru skráðir til leiks í fyrrahaust, samkvæmt upplýs- ingum Hagstofunnar. Háskólanám fer ekki eingöngu fram í staðbundnu námi í háskól- um heldur er boðið upp á það með ýmsum hætti eins og til dæmis með miðlun háskólanáms í gegn- um símenntunarmiðstöðvar, þekk- ingarsetur og í einhverjum til- fellum í gegnum fræðasetur Háskóla Íslands. Sjö háskólar eru á Íslandi og þar af þrír í Reykjavík, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands. Hinir eru Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum og Háskólinn á Akureyri. Mikil fjarkennsla Nær allir háskólarnir bjóða upp á fjarkennslu, oftast í samvinnu við símenntunarmiðstöðvar. Í sumum tilfellum eru háskólar með sérstakar starfsstöðvar og er Há- skóli Íslands til dæmis með starfs- stöð að Laugarvatni, þar sem há- skólanám í íþróttafræðum fer fram. Háskólinn á Akureyri býður upp á nám í hjúkrunarfræðum á Vest- fjörðum auk þess sem fleiri mið- stöðvar miðla námi frá skólanum. Nýverið hófst heildstætt, stað- bundið meistaranám í Háskóla- setrinu á Ísafirði. Símenntunar- miðstöðvar eru níu talsins. Í Reykjanesbæ, á Selfossi, í Vest- mannaeyjum, á Ísafirði, í Borgar- nesi, á Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík og Egilsstöðum. Námið fer oftast þar fram, en símenntun- armiðstöðvar og fræðslunet eru oft með útstöðvar og miðla þaðan háskólamenntun. Fræðslunetið á Egilsstöðum er til dæmis með út- stöðvar í sínum landshluta og rannsókna- og fræðasetur Vest- fjarða í Bolungarvík er með starfsstöð á Patreksfirði. Fræðasetur HÍ eru ekki beint með háskólanám heldur er um að ræða rannsóknar- og þróunar- vinnu. Í sumum tilfellum eru við- komandi forstöðumenn eða starfs- fólk setranna með meistara- og doktorsnema undir sinni hand- leiðslu. Þannig fer akademísk starfsemi fram víða um land og í því samhengi má benda á að slík starfsemi er í átta náttúrufræði- stofum. Eins má nefna að til stað- ar eru setur, söfn eða menningar- tengd ferðaþjónusta sem hafa vaxið hratt á undanförnum árum.                                           !"         !      #  !"   $     %     " &     !     "#     $ %  ! % &  Straumur í háskóla  Fjöldi skráðra háskólanema hérlendis hefur nær þrefaldast frá því haustið 1997  Símenntunarmiðstöðvar, þekkingarsetur og fræðasetur viðbót við háskóla Í HNOTSKURN » Háskólanemendum hér-lendis hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. » Háskólar hafa greitt sam-tals tugi milljóna króna fyrir auglýsingar í sumar. » Skólagjöld eru frá 45.000kr. við HÍ upp í 472.500 kr. við Háskólann á Bifröst. Morgunblaðið/Ásdís FULLTRÚAR Samfylkingar- innar í borgar- stjórn óttast hvaða áhrif ný- upptekin þjón- ustutrygging muni hafa á börn innflytj- enda. „Það hefur sýnt sig erlendis að það eru hlutfallslega fleiri kon- ur af erlendum uppruna sem þiggja svona greiðslur, þó þær dugi ekki fyrir framfærslu,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í leik- skólaráði. „Það sem gerist, þegar börn eru lengur heima, er að þegar þau koma loks inn í skólakerfið eru þau ótalandi og það getur haft mikil neikvæð, félagsleg áhrif á aðlögunarferli þeirra.“ Þjónustu- tryggingin hljóðar upp á 35 þús- und krónur á mánuði. Þjónustutrygging „plástraleið“ Þá segir Bryndís það gagnrýnivert að formaður leikskólaráðs, Þor- björg Helga Vigfúsdóttir, hafi kynnt þjónustutryggingarnar þannig að þær standi aðeins þeim til boða sem fái ekki dagvistarúr- ræði að fæðingarorlofi loknu og falli þær niður um leið og úrræði bjóðist. Í raun geta foreldrar fram að 2 ára aldri barns „valið að nýta sér þjónustutryggingu í stað leik- skólapláss eða niðurgreiðslu frá Leikskólasviði vegna annarra dag- vistunarúrræða,“ eins og segir í reglum sem leikskólaráð sam- þykkti. Í raun sé um heimgreiðslur að ræða, sem reynsla nágranna- þjóða sýni að ýti undir gamaldags hlutverkaskiptingu kynjanna. Minnihlutinn telur að þeim 312 milljónum króna, sem verja á í verkefnið fram til ársins 2011, sé betur varið í framtíðarlausnir, s.s. að hraða uppbyggingu leikskól- anna, lækka leikskólaaldur og fjölga leikskólaplássum. Þjónustu- tryggingin sé aðeins tímabundin „plástraleið“. ylfa@mbl.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Slæm áhrif á inn- flytjendur HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær heim í hérað kröfu Jóns Ólafssonar at- hafnamanns um að Sigurður G. Guðjónsson og Ragnar Aðalsteins- son verði verjendur vegna meintra skattalagabrota. Misskilningur kom upp milli sak- sóknara og dómara og verjandans Ragnars Aðalsteinssonar en Ragn- ar taldi að hann ætti að fá að gera grein fyrir máli sínu áður en dómur yrði kveðinn upp. Dómari las hins vegar upp úrskurðinn um leið og þinghald hófst. Ragnar taldi þetta réttarfarsleg mistök. Úrskurður dómara var að Sig- urður gæti ekki varið Jón þar sem hann kynni að verða kallaður fyrir sem vitni í málinu. Þessi úrskurður var kærður til Hæstaréttar sem nú hefur ómerkt hann og vísað málinu aftur heim í hérað. Verjendadeilu vísað heim ÚTSKRIFAÐIR verða hátt í 100 nemendur frá Háskólanum á Bif- röst á morgun, laugardag. Við at- höfnina, sem hefst klukkan 14, verður flutt tónlist og verðlaun veitt fyrir góðan námsárangur. Dr. Ágúst Einarsson rektor flytur há- tíðarræðu. Nemendur Háskólans á Bifröst hafa aldrei verið fleiri, en þeir eru nú á haustdögum rúmlega 1.300 talsins. Hundrað nemar útskrifaðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.