Morgunblaðið - 06.09.2008, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 06.09.2008, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 35 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ÆTLA ÚT AÐ HLAUPA ÉG ÆTLA AÐ VERA INNI OG BORÐA KLEINUHRINGI SVONA ER LÍFIÐ. HVER OG EINN GEGNIR ÁKVEÐNU HLUTVERKI KANNSKI ER ÉG AÐ SVEKKJA MIG ÚT AF ENGU ÉG GET EKKI LOGIÐ AÐ SJÁLFUM MÉR HÚN Á EFTIR AÐ FÁ ÓGEÐS- LEGAN KÖTT! KANNSKI FÆR FRÍÐA LÍTINN KETTLING... KETTLINGAR ERU SÆTIR OG SKEMMTILEGIR HOBBES, LOSUM OKKUR VIÐ ÞESSAR EFTIRMYNDIR. ÞÆR GERA EKKI ANNAÐ EN AÐ ÞAÐ HALDA ALLIR AÐ ÉG SÉ AÐ GERA ALLA ÞESSA HRÆÐILEGU HLUTI, EN ÞAÐ ERU EFTIRMYNDIRNAR SEM GERA ÞÁ! ÞÆR REYNA ALLTAF AÐ KOMA Á MIG SÖKINNI! FLJÓTIR! FELIÐ YKKUR! HÚN ER AÐ KOMA! ÉG HELD AÐ ÞÚ HAFIR GERT EITT- HVAÐ AF ÞÉR ÞAÐ VERSTA ER AÐ ÉG FÆ EKKI AÐ NJÓTA ÞESS AÐ GERA ALLT ÞAÐ SEM MÉR ER KENNT UM KOMA MÉR Í VANDRÆÐI VONANDI HÖLDUM VIÐ EKKI FYRIR YKKUR VÖKU MAGNAÐ AÐ ÞAU SKULI GETA SOFIÐ MEÐ OPIN AUGUN AF HVERJU FÓR ÉG AFTUR HINGAÐ INN? HVAR ER ÉG? ÞETTA ER EKKI HÚSIÐ MITT! VIÐ ERUM EKKI LENGUR ÞRÆLAR! VIÐ ERUM FRJÁLS! EN NÚNA ERUM VIÐ EIN ÚTI Í EYÐIMÖRKINNI! HVAÐ GETUM VIÐ GERT NÚNA? VEIT ÞAÐ EKKI. EN ÉG GET SAGT ÞÉR EITT EFTIR ÞRJÚ ÞÚSUND ÁR VERÐUR ÞETTA GÓÐ SAGA ÖDDU DREYMIR AÐ HÚN SÉ KOMIN AFTUR Í TÍMANN TIL EGYPTALANDS HÖGGIÐ SEM ÉG FÉKK Á HÖFUÐIÐ HEFUR RUGLAÐ KÓNGULÓAR- SKYNIÐ MITT ÞÁ VERÐ ÉG BARA AÐ FINNA DÖRU DORSET ÁN ÞESS! HÉRNA ER KONA KÓNGULÓARMANNS- INS, STJÓRI! EN ÉG ER EKKI... ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÞÚ SÉRT ÞAÐ EF ÞÚ VILT LIFA ÖRLÍTIÐ LENGUR ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ HANN FINNI HANA FLJÓTLEGA... Velvakandi GRANDAKAFFI er kaffistaður við gömlu höfnina í Reykjavík sem hefur verið starfandi lengi. Þar er notalegt að fá sér nokkra kaffidropa og horfa á litríku fiskibátana sem rugga við bryggjuna. Morgunblaðið/Valdís Thor Tíu dropar á Grandakaffi Tapað teppi Skólasystur Hús- mæðraskólans í Reykjavík fóru í ferð saman austur í Land- eyjar í sumar. Þegar heim var komið tók ég eftir að það hafði ein- hver gleymt teppinu sínu sem er brúnt og hvítt flísteppi. Eigandi getur haft samband við mig, Arnheiði Önnu, í síma 437-0028. Bíllyklar fundust HONDA bíllykill fannst 31. ágúst sl. á flóamarkaði við Laugarneskirkju. Eigandi getur vitjað hans í síma 5642139 og 8942139. Til ráðherra ÉG er afar ósáttur við mörg mál- efni sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. T.d. er eitt af þeim mál ljósmæðra, að þær skuli ekki fá greidd viðeigandi laun er afar sorglegt. Einnig finns mér eft- irlaunalögin vera til háborinnar skammar og ekki sæmandi nein- um. Hvar er Ingibjörg Sólrún sem fulltrúi þjóðarinnar og gæslukona? Hvað er hún að gera? Björn Indriðason. Nælonúlpa tapaðist SVÖRT nælonúlpa tapaðist í or- lofsferð húsmæðra 30. ágúst sl. lík- lega í rútu Guðmundar Jónassonar. Í vasa úlpunnar voru bæði lyklar og peningar. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 861-5168 Skapfúll matsöluvert í Hamraborg FYRIR nokkru síðan keypti ég mat fyrir 8 manns hjá taílenska staðnum Sukothai í Hamraborg. Ég hafði oft komið þangað áður og framanaf verið ánægður með mat og þjónustu. Þar sem grænmet- isætur voru í þessum 8 manna hópi, ákvað ég að kaupa 6 græn- metisrétti og 2 fisk- rétti. Ég fór á staðinn og pantaði af mat- seðli, undir liðnum „Grænmetisréttir“, bæði steiktar núðlur og steikt hrísgrjón með grænmeti. Þegar heim var komið, kom í ljós að kjöt var í öllum græn- metisréttunum, ýmist kjúklingur eða svína- kjöt. Ég hringdi strax til að kvarta yfir þessu en var sagt að eigandinn væri ekki við. Afgreiðslumað- urinn sem svaraði, sá sami og ég pantaði hjá, tók niður nafn og símanúmer hjá mér og lof- aði að eigandinn myndi hringja. Það gerðist aldrei. Stuttu síðar kom ég þar aftur og nefndi þetta við sama afgreiðslu- manninn, en þá var eigandinn svo upptekinn að hann gat ekki sinnt þessu, svo ég greiddi fullt verð fyr- ir matinn. Svo kom ég aftur í síð- ustu viku og hafði orð á þessu í þriðja skiptið, en þá brá svo við að eigandinn sagði þvert nei, hann vildi ekki hlusta á þetta, því hann væri upptekinn. Því skilaði starfs- maðurinn til mín. Ég var ósáttur, gekk í eldhúsdyrnar og spurði vertinn hvort ég fengi virkilega engar bætur fyrir þetta klúður þeirra. Brást eigandinn hinn versti við og sagði ólundarlega að hann hefði nóg að gera, ég gæti bara verslað annars staðar ef ég væri ósáttur. Þetta var góð ráðlegging eigand- ans, því ég fór beint á veitingastað- inn Thailand í Engihjalla og fékk frábæra þjónustu og mun bragð- betri mat og betur útilátinn... og með bros á vör. Ég fer ekki framar með peningana mína á fyrrnefnda ólundarstaðinn í Hamraborg og hvet alla aðdáendur taílenskrar matargerðar til að versla við Thail- and í Engihjalla. Gunnar Sigurjónsson    Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Bólstaðarhlíð 43 | Hverfahátíð á Mikla- túni kl. 14-16. M.a. línudanshópur Benna og Siggu. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Uppselt er í Þýskalandsferðina 22. sept. nk. á vegum Flækjufótar og Bændaferða. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan í Gullsmára er opin á mánud. og miðvikud. kl. 10-11.30, s. 554-1226, í Gjá- bakka á miðvikud. kl. 15-16, s. 554-3438. Félagsvist er í Gullsmára og Gjábakka. Nánar á www.febk.is Félag eldri borgara í Kópavogi, ferða- nefnd | Farið verður í Skaftholtsrétt – Gnúpverjahreppi föstud. 12. sept. Brott- för frá Gjábakka kl. 8 og Gullsmára 8.15. Ekið um Skeiðin. Takið smánesti með. Boðið upp á kjöt og kjötsúpu í Félags- heimilinu Árnesi eftir réttirnar. Skráning og nánari uppl. í félagsheimilunum. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Postulíns- námskeið hefst 10. sept. kl. 10, kennari Sigurbjörg Sigurjónsd. Mánud. kl. 8.15 og föstud. kl. 13 er leikfimi o.fl. í ÍR heimilinu v/ Skógarsel, á eftir er kaffi og spjall. Kóræfing hjá Gerðubergskór er á mánud. kl. 16 og föstud. kl. 14.30. Hæðargarður 31 | Enn er hægt að skrá sig í námskeið. Leiðbeiningar á tölvu, skylmingar, smörrebrödsn., skapandi skrif, þegar amma var ung... og afi líka, hláturhópur, orkering, veðurhópur og einkaþjálfun í World Class Laugum. Sími 411-2790. Opið kl. 9-16 virka daga. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælands- skóla v/Víðigrund kl. 9.30. Uppl. í síma 564-1490, 554-2780 og 554-5330. Orkustofnun | Kórstarfið hefst mánud. 8. sept. kl. 16 á Grensásvegi 9. Kirkjustarf Háteigskirkja – starf eldri borgara | Félagsvist kl. 13 á mánud, kaffi miðvikud. „Stund“ í kirkjunni kl. 11. Súpa, brids kl. 13. Brids kl. 13 á föstud., aðstoð fyrir dömur. Kaffiveitingar. Kristniboðsfélag kvenna | Haustmark- aður kristniboðsins er kl. 11-14 á Grens- ásvegi 7. Til sölu verður grænmeti, ávext- ir, heimabakaðar kökur, sultur, matvörur o.fl. Allur ágóði rennur til starfs kristni- boðsins í Eþíópíu og Keníu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.