Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „VIÐ finnum að það eru vaxandi erf- iðleikar á þessu ári hjá fólki með að láta enda ná saman. Fólk leitar til okkar, til Ráðgjafarstofu heimilanna og til bankanna sinna,“ segir Hall- dór Sævar Guðbergsson, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Stjórn félagsins sendi á fimmtu- dag frá sér ályktun þar sem lýst er þungum áhyggjum yfir bágri fjár- hagsstöðu fjölda öryrkja og sjúk- linga vegna sívaxandi verðbólgu og hækkandi verðlags. Vísað er í stjórnarsáttmála Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks þar sem fram kemur að hlúa eigi sér- staklega að þeim sem minnstar tekjur hafa. Skorar ÖBÍ á stjórnvöld að bregðast við vanda þeirra sem verst eru settir. Erfitt að ná endum saman „Það sem okkur finnst verst í þessu varðandi kjarasamningana í vor er að þar eru slitin úr samhengi kjarasamningar og bæturnar. Þetta hefur haldist í hendur síðustu ár, þangað til núna í ár,“ segir Halldór. Misjafnt sé hvað öryrkjar fái í líf- eyri en algengt sé að fólk hafi á bilinu 110-130.000 eftir skatta. „Það þarf engan snilling til að átta sig á því að það er erfitt að ná endum saman með þessa peninga milli handanna,“ segir Halldór. Öryrkjar leita eftir aðstoð Greiðslur hafa ekki haldist í hendur við hækkanir á almennum markaði og verðbólgan reynist þungur baggi Í HNOTSKURN »Stjórn ÖBÍ bendir á að lágmarkslaun hafi hækk- að um 18.000 krónur í ný- gerðum kjarasamningum, en lífeyrir almannatrygginga einungis um 7%. »Það gerir 9.000 krónahækkun ef einstaklingur hefur fulla greiðslu úr öllum fjórum bótaflokkum al- mannatrygginga. »Kveðst stjórnin treystaþví að á fjárlögum fyrir næsta ár verði að finna um- talsvert auknar fjárhæðir til handa þeim sem verst standa. MAÐURINN sem slasaðist þegar hann féll af reiðhjóli ofan Ak- ureyrar á þriðjudagskvöldið hlaut alvarlegan mænuskaða. Hann heitir Gísli Sverrisson, er 47 ára, kvæntur og fjögurra barna faðir. Gísli liggur á Land- spítalanum þar sem hann fór í aðgerð og er enn á gjörgæslu- deild. Vinir Gísla hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til styrktar hon- um og fjölskyldunni. Mikill útivistarmaður Gísli er mikill útivistarmaður, gengur gjarnan á fjöll og er í hópi fólks sem hjólar vítt og breitt um Eyjafjörð tvisvar í viku. Það er sá hópur sem hrind- ir af stað söfnuninni. Gísli hefur mátt í höndum en ekki fyrir neð- an brjóst, enn sem komið er. Reikningur vegna söfnunar- innar hefur verið stofnaður hjá Glitni. Númerið er 0565-14- 400216. Reikningurinn er skráð- ur á nafn og kennitölu Gísla, 180561-7069. skapti@mbl.is Hlaut alvarlegan mænuskaða Fjallagarpur Gísli Sverrisson í 24 tinda göngunni sumarið 2007. Myndin er tekin á Vindheimajökli, ofan Akureyrar. Fjársöfnun til styrkt- ar fjölskyldunni STAÐAN er óbreytt í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna og hefur næsti fundur verið boðaður á mið- vikudag. Fulltrúar LÍÚ, Sjómannasam- bands, Íslands, Farmanna- og fiski- mannasambandsins og VM-Félags vélstjóra og málmtæknimanna áttu fund hjá ríkissáttasemjara í fyrra- dag, þó deilunni hafi ekki verið vís- að formlega til sáttasemjara. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambandsins, segir að ekkert hafi gerst og ekki séu miklar líkur á ár- angri á meðan útvegsmenn standi fast á kröfum sínum um aukna kostnaðarþátttöku sjómanna í slysatryggingu og olíu. Sævar segir að lagfæra þurfi ýmis mál og það helsta sé að endurskoða alla verð- myndun á fiski. Sjómannafélag Íslands hefur vís- að kjaradeilu sinni til sáttameð- ferðar og bíður eftir fundarboði. steinthor@mbl.is Pattstaða hjá sjómönnum Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is AGNESI Bragadóttur blaðamanni Morgunblaðsins hefur nú verið birt stefna vegna ummæla sinna um Árna Johnsen í morgunþættinum Í bítið á Bylgjunni hinn 9. júlí síðastliðinn. Í þættinum sagði Agnes meðal ann- ars að Árni ætti að hafa vit á því að „halda kjafti“. „Mér fannst þessi grein Árna náttúrlega algjört regin- hneyksli enda finnst mér maðurinn vera reginhneyksli. Hann er eiginlega hálfgert stórslys þessi maður,“ sagði Agnes aðspurð um blaðagrein Árna um Baugsmálið og bætti við: „Hann er dæmdur glæpamaður. Hann var mútuþægur, dæmdur fyrir umboðs- svik í tveggja ára fangelsi og svo stíg- ur hann fram, maðurinn sem aldrei iðraðist, hafði aldrei gert neitt rangt og upphefur sjálfan sig …“ Árni krefst þess í kærunni að Agnes greiði honum 5 milljónir kr. í miskabætur vegna þess skaða sem hann hafi orðið fyrir vegna ummæl- ana. Þá krefst hann 500.000 kr. í birt- ingarkostnað á dómnum í þremur dagblöðum auk þess að málskostnað- ur falli á Agnesi. Agnesi Bragadóttur stefnt fyrir meiðyrði Kæru Árna Johnsen verður þinglýst hinn 9. september Í HNOTSKURN »6. febrúar 2003 dæmdiHæstiréttur Árna Johnsen í 2 ára fangelsi fyrir fjárdrátt, mútuþægni og umboðssvik. » Í ágúst 2006 veittu svohandhafar forsetavalds Árna uppreisn æru. Agnes Bragadóttir Árni Johnsen RAUÐUR símklefi var formlega af- hjúpaður á nýju Lundúnatorgi í Reykjanesbæ á Ljósanæturhátíð- inni í gærkvöldi en torgið er annað í röð fimm torga sem öll verða nefnd eftir þekktum heimsborgum. Fyrir er Reykjavíkurtorg með listaverki eftir Ásmund Sveinsson. Verkið sem afhjúpað var er ná- kvæm eftirlíking af breskum síma- klefa en hugmyndin, útfærsla og önnur vinna við verkið var unnin af Þorsteini Jónssyni og Katrínu Haf- steinsdóttur hjá fyrirtækinu Kator. Það var sendiherra Breta, Ian Whitting, sem afhjúpaði verkið og var það eitt af hans fyrstu embætt- isverkum. Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Lundúnatorg á Ljósanótt „ÉG finn mikinn mun frá áramótum. Hækkanir á mat og öðrum nauð- synjavörum haldast ekkert í hendur við það sem öryrkjar fá útborgað,“ segir Stefán Þórðarson. Hann er ör- yrki og býr í 32 fermetra íbúð í Há- túni. „Maður hefur horft upp á 30- 60% hækkun á sumum vöruflokkum. Pulsupakki sem kostar 270 krónur er kominn upp í 310 krónur,“ bendir Stefán á. Öryrkjar hafi fengið 6.000 króna hækkun um áramót en svo hafi ekk- ert gerst. Menn hafi vonað að hækk- anir sem urðu á almennum vinnu- markaði skiluðu sér til öryrkja en það hafi ekki gerst. Stefán, sem er 55 ára, fær fram- færslu sína frá Tryggingastofnun. Hann hefur um 140.000 krónur á mánuði, en rúmar 10.000 krónur af „Hækkanir haldast ekki í hendur við laun öryrkja“ þeirri upphæð er svonefnd aldurs- tengd hækkun á greiðslunum. Hann borgar um 32.000 krónur á mánuði í húsaleigu. Stefán hefur hug á að komast í stærri íbúð, en þá hækkar leigan um 20.000 á mánuði. Stefán segir að það sem hann hefur milli handanna hrökkvi til, enda sé hann ekki mikið á ferðinni. Þeir öryrkjar sem vilji stunda félagslíf af ein- hverju tagi, eða reka bíl, séu hins vegar fljótir að verða blankir. Hann segir þröngt í búi fram- undan í haust hjá mörgum ör- yrkjum. Nú fari ástandið í þjóðfélag- inu að skella á fólki með fullum þunga. „Fólk er kannski búið að vera að skuldsetja sig smám saman [á árinu], en það má ekkert við því. Róðurinn þyngist því smám saman.“ LÖGREGLAN á Blönduósi fram- kvæmdi í gær húsleit að undan- gengnum úrskurði Héraðsdóms Norðurlands vestra. Ástæðan var grunur um vörslu, neyslu, sölu og dreifingu fíkniefna á svæðinu. Við húsleitina naut lögreglan á Blönduósi aðstoðar fíkniefnalög- reglumanna frá lögreglunni á Akur- eyri. Við leitina voru notaðir fíkni- efnaleitarhundar lögreglunnar á Blönduósi sem og á Akureyri. Nokk- ur grömm af ætluðum kannabisefn- um fundust. Við yfirheyrslur játuðu mennirnir að eiga fíkniefnin og hafa neytt þeirra. Gripnir með fíkniefni BÚIÐ er að veiða 37 hrefnur af 40 dýra kvóta, sem gefinn var út fyrr á þessu ári. Hrefnuveiðibáturinn Njörður KÓ hefur verið að veiðum í Faxa- flóa síðustu daga og kom með þrjú dýr í land á miðvikudag og tvö í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Fé- lagi hrefnuveiðimanna er stefnt að því að klára kvótann í september, en heimilt er að veiða út árið 2008. Kvótinn að klárast Búið er að veiða 37 hrefnur í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.