Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is S tjórnmálamenn sem halda að allir sigrar séu unnir í ræðustól á Alþingi lifa í misskilningi. Það er skylda stjórnmálaforingjans að fara út á meðal fólksins,“ segir Guðni Ágústsson sem er nýkominn úr fundaherferð um landið. „Ég fékk gríð- arlega góðar viðtökur, fólk kom til mín og vildi ræða um pólitík og Framsóknarflokk- inn og þær áhyggjur sem það ber út af þjóðmálum. Ég finn að það er þreyta í garð ríkisstjórnarinnar sem fólki finnst vera að- gerðarlítil á erfiðleikatímum.“ Ráðherrar í innbyrðis hanaslag Er hluti af efnahagsvandanum ekki arfur frá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks? „Jú, jú, mesta hagsældartímabil Íslend- inga skildi líka eftir vaxtarverki og verð- bólga var of mikil tvö síðustu árin. En það er skipstjórinn og áhöfnin um borð hverju sinni sem takast á við þau breytilegu veður sem verða í efnahagsmálum. Við framsókn- armenn tókumst á við vandann þegar við vorum í ríkisstjórn. Niðursveiflan er í raun alfarið þessa kjörtímabils og þessarar rík- isstjórnar. Mikill árangur náðist í hjöðnun verðbólgu frá haustinu 2006 til vorsins 2007, en ábyrgð þeirra sem nú stýra rík- isstjórn er sú að þeir uggðu ekki að sér. Ríkissjóður var skuldlaus og ráðherrarnir töldu að allt myndi gerast af sjálfu sér. Þenslan var of mikil og við bættist al- þjóðleg fjármálakreppa. Offararnir í at- vinnu- og bankakerfinu kenna krónunni um allt. Árinni kennir illur ræðari. Rík- isstjórnin situr sem lömuð á milli Seðla- bankans, atvinnulífsins og verkalýðshreyf- ingarinnar. Þess vegna stöndum við frammi fyrir erfiðleikum sem eru farnir að reyna verulega á heimilin og fyrirtækin. Lítil skref nú kallast seint í rassinn gripið. Verðbólgan og ofurvextirnir eru að ræna fólk og fyrirtæki eignum og atvinnu. Við framsóknarmenn höfum af ábyrgð- artilfinningu lagt fram efnahagstillögur til að leiðbeina þessari ríkisstjórn. Geir Haarde er hinn vænsti maður og hefur vegnað vel í pólitík en blessaður forsætis- ráðherrann hefur sennilega ekki trúað því hvað væri að gerast og ekki gáð að sér. Það hefði átt að lækka vexti strax í vor og koma til móts við fólkið og atvinnulífið, ekki bara með vaxtalækkunum heldur ekki síður með framkvæmdum í samgöngu- málum og atvinnumálum sem nú er verið að tefja fyrir, eins og í sambandi við álverið á Bakka og atvinnuuppbyggingu í Þorláks- höfn. Hundrað milljarða fjárfesting sem var í kortunum með þúsund störfum fyrir Íslendinga er fyrir bí þar. Það gengur ekki að ráðherrar í ríkisstjórn séu í innbyrðis hanaslag og geti sett lappirnar fyrir hin og þessi mikilvæg verkefni, eins og Samfylk- ingarráðherrar leyfa sér. Það er útflutn- ingur og framleiðslustefna sem við fram- sóknarmenn setjum á oddinn. Það er alvarlegt efnahagsástand á Ís- landi. Samfylkingin hefur verið algjörlega stikkfrí í því máli. Nánast enginn í hennar röðum hefur talað um efnahagsmál eftir að fór að þrengja að. Það eru pólitísk hyggindi og klókindi að láta Sjálfstæðisflokkinn svitna við þær aðstæður – og hann gerir það sannarlega. Þessi ríkisstjórn starfar aðeins þetta kjörtímabil, inn við beinið þola flokkarnir ekki hvor annan.“ Sálrænn sigur forsætisráðherra Breytir hið nýja gjaldeyrislán ekki ein- hverju? „Jú, það er skref, þyrfti að vera stærra en er smá sálrænn sigur fyrir forsætisráð- herra. Það er nauðsynlegt að framhald verði á eflingu gjaldeyrisforðans. Þessu gera flestir sér grein fyrir. Fjöldi hagfræð- inga hefur bent á að til framtíðar þyrfti gjaldeyrisforðinn enn að vaxa til mikilla muna. Þótt fyrstu viðbrögð markaðarins við fréttum af lántökunni hafi verið góð hefur krónan þrátt fyrir allt haldið áfram að veikjast og úrvalsvísitalan einnig og hefur hún fallið um 50 prósent í tíð þessarar rík- isstjórnar og það er gríðarlega alvarlegt mál.“ Þú ert nýkominn úr ferðalagi um landið. Hvernig á að efla landsbyggðina? „Þrennt skiptir máli til að byggja lands- byggðina upp. Samgöngumál eru grundvall- aratriði. Það þarf að halda áfram með stór- huga samgöngubætur. Ég sé til dæmis fyrir mér jarðgöng um Vaðlaheiði, og vest- ur undir Tröllaskaga sem býr til gríðarlega sterkt Mið-Norðurland. Það eru til tveir hálendisvegir, Sprengisandur og Kjölur og það mun breyta landinu mikið að fá annan þennan veg byggðan upp sem fyrst. Tvö- földun frá Reykjavík í Reykjanesbæ, á Sel- foss og í Borgarnes eru lífæðar í öryggi, búsetu og atvinnu. Vegabætur á Vest- fjörðum og Austfjörðum liggja í jarð- gangagerð, það á að fara undir fjöllin en ekki yfir þau, það eru leifar frá hestaöld- inni. Það hljómar kannski undarlega að segja það en í byggðastefnu skiptir miklu máli að byggja borgir. Við þurfum sterka og öfluga byggðakjarna úti á landsbyggðinni. Ekki af því að leggja eigi litlu staðina af heldur til að fólk geti nálgast þjónustu og notið henn- ar. Framhaldsskólar, háskólar, heilbrigð- isþjónusta, almenn þjónusta við fólk og fyr- irtæki, íþrótta- og æskulýðsstarf býr um sig í stórum bæjum en dreifbýlið eða sveit- in stækkar og blómstrar sé slík starfsemi í seilingarfjarlægð. Svo eru það auðvitað atvinnumálin í víð- asta skilningi númer eitt tvö og þrjú. Þar eru einnig fjarskiptamálin lífsspursmál fyr- ir uppbyggingu atvinnulífsins og búsetu fólks í dag.“ Á Reykjavíkurflugvöllur að fara eða vera? „Flugvöllurinn í Reykjavík er Íslandi gríðarlega mikilvægur og á að vera í Vatns- mýrinni, þótt ég útiloki ekki að einhver hluti hans gæti þegar tímar líða farið út í Skerjafjörðinn. Það er fagnaðarefni að sjá hvað höfuðborgarbúar eru skynsamt fólk, samkvæmt skoðanakönnunum vilja yfir 70 prósent að hann verði á þessum stað. Flug- völlurinn er Reykvíkingum jafn mikilvægur og landsbyggðarfólkinu til þjónustu og ferðalaga. Þessari óvissu og vitleysu á að ljúka, ég treysti Óskari Bergssyni og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til þess.“ Andspyrnupólitík Vinstri grænna Stjórnarandstaðan virðist ekki sterk, hún er ekki samheldin og það er greinilegt að Framsóknarflokknum líður ekki vel í stjórnarandstöðu. „Stjórnarandstaðan er gerð úr gjör- ólíkum flokkum. Framsóknarflokkurinn er ekki vinstri grænn. Róttækasta liðið úr Al- þýðubandalaginu stýrir Vinstri grænum. Það fólk hefur rekið harða andspyrnu- pólitík árum og áratugum saman. Vinstri grænir er mjög róttækur flokkur, raunar rauður sem okkur Framsóknarmönnum hugnast ekki, en það er búið að ljúga því að einhverjum landsmönnum að Vinstri græn- ir séu einhvers konar Framsóknarflokkur. Ef saga Framsóknarflokksins er skoðuð þá er hún gjörólík sögu Vinstri grænna því Framsóknarflokkurinn hefur frá upphafi barist fyrir jafnvægi í samfélaginu og upp- byggingu, framförum og gróandi þjóðlífi á öllum sviðum. Frá upphafi hefur hann sett atvinnumál á oddinn. Það var hins vegar reynt að skrökva að þjóðinni, ekki síst af Vinstri grænum, að álver væri komið eða á leið í hvern einasta fjörð og búið væri að sökkva Íslandi. Ég sá þegar ég fór um mitt fallega land á dögunum að enn rís það hátt og fagurt og álverin eru bara á þremur stöðum, tvö hérna við Reykjavík og eitt austur á Reyðarfirði. Og blessuð Samfylkingin þóttist svo skyndilega sjá að Ísland væri fagurt. Fagra Ísland, hrópaði hún í fögnuði yfir nýrri og óvæntri uppgötvun sinni. Íslendingar hafa vitað í þúsund ár að land þeirra er fagurt. Samfylkingin uppgötvaði þau sannindi rétt fyrir síðustu kosningar. Það kann vel að vera að fólki finnist að Í skotlínu á köldum Bjartsýnn formaður „Ég er bjartsýnismaður og finn að ég á mikinn stuðning í Framsóknarflokknum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.