Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 15 ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is JOHN McCain lagði áherslu á að breyttir og betri tímar væru í nánd í Washington í ræðu sem hann flutti á landsfundi repúblikana þeg- ar hann varð formlega forsetaefni flokksins í kosningunum í nóvem- ber. Í ræðunni lagði McCain allt kapp á að sannfæra bandaríska kjós- endur um að gamlir vendir sópuðu best: þótt hann væri orðinn 72 ára gamall og hefði setið á Bandaríkja- þingi í aldarfjórðung væri hann betur til þess fallinn að hreinsa til í Washington en Barack Obama, sem er 47 ára og var kjörinn í öld- ungadeild Bandaríkjaþings fyrir tæpum fjórum árum. McCain gagnrýndi flokkadrætt- ina í Washington og umbótasinna í eigin flokki, sem hann sagði hafa farið til höfuðborgarinnar til að knýja fram breytingar en breyst sjálfir. „Ég er sagður einfari, maður sem gengur í takt við eigin trumbu- slátt,“ sagði McCain. „Stundum er það meint sem hrós og stundum ekki. Það sem þetta þýðir í raun er að ég skil fyrir hvern ég vinn, ég vinn ekki fyrir flokk, ekki í þágu sérhagsmuna, ekki fyrir sjálfan mig – ég vinn fyrir ykkur öll.“ Líktist stjórnarandstæðingi Í ræðunni leitaðist McCain við að halda sér í hæfilegri fjarlægð frá óvinsælli stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta án þess að styggja harðasta kjarnann í Repúblikanaflokknum sem styður enn forsetann. Á köflum var engu líkara en McCain hefði verið í stjórnarandstöðu síðustu átta árin. Ljóst er þó að hann er í erfiðri stöðu sem boðberi breytinga í kosningabaráttunni því hann er þegar öllu er á botninn hvolft for- setaefni flokks, sem hefur verið við völd í Hvíta í tvö kjörtímabil, og tekur við keflinu af mjög óvinsæl- um forseta. „Það eina sem Obama þarf að segja er „Bush-McCain, Bush-McCain,“ sagði einn af póli- tískum ráðgjöfum demókrata. McCain er þó betur til þess fall- inn en nokkur annar forystumaður repúblikana að boða breytingar vegna þess að hann hefur getið sér orð fyrir að vera sjálfstæður og ekki eins bundinn á klafa flokksins. Obama hefur dregið í efa að þetta orðspor standist því að McCain hefur tekið afstöðu með meirihluta repúblikana í nær 90% tilvika í at- kvæðagreiðslum á þinginu. Í ræðunni beindi McCain orðum sínum fyrst og fremst að óháðum kjósendum og miðjumönnum úr röðum demókrata, kjósendahópum sem talið er að ráði úrslitum í kosn- ingunum í nóvember. AP Boðar umbætur John McCain á landsfundi repúblikana þegar hann var formlega tilnefndur forsetaefni flokksins í kosningunum í nóvember. „Breyting er í vændum“ McCain reynir að sannfæra bandaríska kjósendur um að nýir vendir sópi ekki alltaf best og hann sé betur til þess fallinn en Obama að knýja fram umbætur RÆÐA McCains þótti mjög lágstemmd og tilþrifalítil, jafnvel leiðinleg, í samanburði við háfleygt málskrúð ræðusnillingsins Baracks Obama á landsfundi demó- krata í vikunni sem leið. Ræða McCains var einnig í andstöðu við kröftugt ávarp sem varaforsetaefni hans, Sarah Palin, flutti á landsfundi repúblikana í fyrradag. Palin tendraði þá loga í brjóstum landsfundarmanna með kaldhæðnis- legri gagnrýni á Obama og álitsgjafa sem telja að hún hafi ekki næga reynslu til að geta gegnt embætti varaforseta. Palin er sögð hafa blásið nýju lífi í Repúblikanaflokkinn og renna stoðum undir þann málflutning McCains að breytinga sé að vænta í Hvíta húsinu fari þau með sigur af hólmi í kosningunum. Margir repúblikanar telja það kost að hún hefur aldrei starfað í Washington og hún yrði fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta í Bandaríkjunum. Ólík kröftugri ræðu Palin Sarah Palin CONDOLEEZZA Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kom í gær til Trípolí í Líbýu þar sem hún mun eiga fund með Moammar Gadd- afi, leiðtoga landsins. Var um að ræða fyrsta áfangann í ferð hennar til ríkja í Norður-Afríku. Bandarískur utanríkisráð- herra hefur ekki komið til Líbýu í hálfa öld. Talið er, að með heimsókn- inni vilji Rice sýna stjórnvöldum í Ír- an og Norður-Kóreu, að það sé í þeirra eigin þágu að semja sátt við vestræn ríki og fara að dæmi Líb- ýumanna, sem hafa fallið frá áform- um um smíði kjarna-, lífefna- og efnavopna. Bandaríkjamenn hættu öllum samskiptum við Líbýustjórn 1981 og sökuðu hana um að styðja hryðju- verkastarfsemi. Þótti hún síðan sanna það sjálf er útsendarar hennar grönduðu bandarískri þotu yfir Lockerbie í Skotlandi. svs@mbl.is Rice til fundar við Gaddafi Óbein skilaboð til Írans og N-Kóreu Condoleezza Rice ÁKÖF neyðaróp frá konu, „hjálp, hjálp, hjálp“, bárust frá húsi nokkru í New Jersey í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum og voru nágrann- arnir þá ekki seinir á sér að kalla á lögregluna. Er laganna verði bar að knúðu þeir dyra en þegar enginn varð til að opna brutu þeir upp útihurðina. Þegar inn var komið var þar ekki sálu að sjá, þ.e.a.s. engan nema páfa- gauk, sem öskraði í sífellu á hjálp. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem blaðurskjóðan Luna, sem er 10 ára gömul, kemst í kast við lögin ef svo má segja. Fyrir sjö árum heyrðist mikill barnsgrátur í húsinu, tím- unum saman, og þá var að sjálfsögðu kallað á fulltrúa barnaverndar- nefndar. Eigandinn segir, að úr vöndu sé að ráða því að Luna tíni upp úr sjón- varpinu alls kyns hljóð og eigi síðan til að festast í sumum, sem henni lík- ar trúlega vel við. svs@mbl.is Bara bull í blaðurskjóðu Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is MIKIÐ verður um dýrðir í Svasí- landi um helgina en þá eiga kóngur- inn, hann Mswati III, og ríkið sjálft 40 ára afmæli. Talan 40 á raunar einkar vel við í Svasílandi: Þar er at- vinnuleysið 40%, 40% fullorðins fólks eru eyðnismituð og aðeins einn af hverjum fjórum landsmönnum er líklegur til að ná 40 ára aldri. „Upp á hvað erum við að halda? 600.000 manns, 60% landsmanna, svelta. Við eigum heimsmet í eyðni- smiti og heilbrigðis- og skólakerfið eru hrunin til grunna. Af hverju höf- um við að státa?“ Þannig spyr Philile Mlotshwa, baráttumaður fyrir bættum hag eyðnismitaðra, en hann hefur beitt sér fyrir mótmælum gegn fjáraustr- inum í afmælishátíðina. Opinberlega er sagt, að hátíða- höldin muni kosta um 220 millj. ísl. kr. en talið er, að þau verði fimmfalt dýrari. Munu margir afrískir leið- togar, t.d. Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, koma til landsins og vegna þess hafa stjórnvöld tekið á leigu stóran flota af lúxuskerrum. Mlotshwa og samherjum hans finnst þó einna blóðugast, að átta af 13 eig- inkonum konungsins skuli hafa farið með þotu til Dubai í innkaupaferð. „Á sama tíma er fólk að deyja úr hungri og sjúkdómum,“ segir Mlotshwa en 70% landsmanna, sem eru ein milljón, eru undir fátæktar- mörkum. Fimmti hver maður lifir á því, sem alþjóðlegar hjálparstofn- anir miðla honum. Frá 1998 hafa lífs- líkur landsmanna næstum helm- ingast og eru nú innan við 31 ár. 10.000 berbrjósta stúlkur Mswati tók við konungdómi af föður sínum, Sobhuza II, 1986 og hefur raunar þótt fremur mildur stjórnandi. Hann hefur hins vegar ekki aflýst lögum um neyðarástand, sem faðir hans setti 1973, en sam- kvæmt þeim er starfsemi stjórnar- andstöðuflokka bönnuð. Þótt ástandið sé slæmt er allt með kyrrum kjörum í Svasílandi og landsmenn eru hreyknir af menn- ingu sinni, ekki síst hinum árlega reyrdansi. Þá dansa 10.000 ber- brjósta stúlkur fyrir kónginn og hér áður var hann vanur að velja eina úr hópnum sem næstu eiginkonu. Það þótti þó ekki lengur viðeigandi í þessu eyðnihrjáða landi. „Upp á hvað erum við að halda?“ Talan 40 verður í sviðsljósinu í hátíðahöldunum í Svasílandi um helgina AP Mótmæli Hér segir, að afmælistertan frá Taívan muni kosta 22 m. ísl. kr. ÞÆR fyrirætlanir norsku ríkis- stjórnarinnar að draga verulega úr straumi flóttamanna til Noregs virð- ast njóta mikils stuðnings meðal landsmanna. Í skoðanakönnun, sem birtist í norskum fjölmiðlum í gær, kemur fram, að 67% norskra kjósenda eru hlynnt tillögum stjórnvalda og vilja draga úr straumi flóttamanna til landsins. 18% voru þeim andvíg og 14% höfðu ekki gert upp hug sinn. Harðari afstaða Jens Stoltenbergs forsætisráðherra og leiðtoga jafnað- armanna hefur aukið vinsældir hans og Verkamannaflokksins. Kemur það fram í könnun um fylgi flokk- anna en Verkamannaflokkurinn nýt- ur nú aftur mests fylgis og fær 28,8%. Framfaraflokkurinn, sem hefur verið efstur á blaði hjá norsk- um kjósendum um hríð, dalar nokk- uð og fær 27,9%. Eftir sem áður fengju borgaraflokkarnir meirihluta á þingi væri kosið nú. svs@mbl.is Norðmenn vilja færri flóttamenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.