Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF TÓMAS Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri upplýs- ingasviðs Seðlabankans, segir Seðlabanka Íslands vinna eftir alþjóðlegum stöðlum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins þegar viðskiptajöfnuður er reiknaður út. Seðlabankinn var harðlega gagnrýndur í gær fyrir skekkjulið í reikningunum upp á 184 milljarða króna. Sá liður er hærri en sjálfur viðskiptahallinn upp á 128 milljarða króna. Tómas sagði þennan skekkjulið vera til staðar í hagtölum allra ríkja. Dæmið gengi hvergi upp eins og gefið var í skyn að ætti að vera í gær. Hann viðurkennir að skekkjan sé nokkuð stór núna og hann hafi aldrei séð skekkjuliðinn jafn stóran. „Það sem róar okkur er ef hann jafnast út yfir lengri tíma. Vegna þess að þá bendir það til þess að upplýs- ingar sem áttu að skila sér fyrr hafi skilað sér síðar,“ segir Tómas. Til dæmis vegi skekkjan nú upp nei- kvæðan skekkju síðustu fjögurra ársfjórðungs- uppgjöra. Það er ekki einsdæmi að skekkjan í greiðslujöfnuði landsins við útlönd sé svona mikil. Á fyrsta ársfjórð- ungi 2006 var skekkjuliðurinn neikvæður um 167 milljarða en jákvæður um 140 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2007. bjorgvin@mbl.is Fylgja alþjóðlegum staðli Morgunblaðið/Kristinn Aðferðafræði Tómas Örn Kristinsson segir skekkjuna einnig hafa verið mikla á fyrsta ársfjórðungi 2006. Skekkja í greiðslujöfnuði þekkist í flestum öðrum ríkjum      (                      ! "     )#$ *%&      +,               !!" "- %     "'( )'* " + , - )'*  ++ ./ , - )'* !0 )'* ,  1 + )'* '* !+- '2 3 4 5(   , - )'* 6 -7 3  + )'* 8 1 + 4  )'*  )'* 9:    ;   <'*1* )'* =  )'* .  -    "  ( "  "  ( 9   9> !+  + ?  + @)< )'*   )'* A   / )'* " *&    B  "   B*  ,  )'*  -< )'* /0 ,                                                              A+-   3  1 C +  3 6 -  ##D*E$#*FDG HE*HGD*D$F G&*%GE*GHE GFF*&#%*#DG GE#*DG&*HHF #$*DHE*$&& %*GIF G*H$$*&FE*HGG EDF*D#D*EE$ FH*&HH*GIG #&*EEI*FD& GHH*&E&*%DG $*%HF*EII & G*%%G*HF& #*GF#*HHF I*&&&*&%I ; ; ; ##$*DD$*&&& ; ; HJ$F %JE$ G$JG& HJEG #%JFH #GJG$ G&JF& HDHJ&& GGJD& IFJ$& FJG# IJH& D%JG& ; #$H$J&& G#GJ&& #$IJ$& ; ; ; F%F$J&& ; ; HJ$D %JI& G$J%& HJE$ #%J%$ #GJ%F G&J$& HDEJ&& GFJ&& I%J$& FJ$$ IJE& D%J%& ; #H$$J&& GF%J&& #H&J&& G#JI& ; IJ$& F%I$J&& #&J$& $J&& </ .+- #I G# D $H GE #G # #%E $I E F $F F ; $ % #% ; ; ; #G ; ;  3  3 .+*. $*D*G&&I $*D*G&&I $*D*G&&I $*D*G&&I $*D*G&&I $*D*G&&I $*D*G&&I $*D*G&&I $*D*G&&I $*D*G&&I $*D*G&&I $*D*G&&I $*D*G&&I G*D*G&&I $*D*G&&I $*D*G&&I $*D*G&&I #H*E*G&&I G$*I*G&&I F*H*G&&I $*D*G&&I #%*I*G&&I E*F*G&&I " " ÞETTA HELST ... ● Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 1,52% í gær, minnst Norrænna kauphalla. Stendur hún nú í 4.057,94 stigum. Eimskip lækk- aði um 7,19%, Exista um 6,01% og SPRON um 4,41%. Eina félagið á Aðallista sem hækkaði í verði er Eik Banki sem hækkaði um 3,77%. Krónan veiktist í gær um 2,0% og var lokagildi gengisvísitölunnar 164,9 stig. Gengi dollarans er nú 88,2 krónur. bjarni@mbl.is Lækkun í Kauphöll „VIÐ erum að breyta okkar við- skiptamódeli og taka út óarðbæra þjónustuþætti,“ segir Guðrún Blöndal, framkvæmdastjóri Arion verðbréfavörslu, sem hefur sagt upp samningum um bakvinnslu fyrir fjögur fjármálafyrirtæki. Hún segir að Arion muni eftir sem áður bjóða uppá vörslu- og uppgjörsþjónustu þó ekki verði boðið uppá verðbréfabakvinnslu. Það þýðir að þessi fjármálafyrirtæki, sem eru m.a. HF Verðbréf, Saga Capital og Auður Capital, munu þurfa að finna aðrar leiðir í umsýslu verð- bréfa fyrir viðskiptavini. Mun verða stofnað nýtt félag í tengsl- um við það eða verkefnin unnin innanhúss eftir því sem Morgun- blaðið kemst næst. Í því felst nokkur kostnaður, meðal annars við starfsmannahald og reksturs tölvukerfis. Arion er sjálfstætt starfandi fyrirtæki í eigu Kaupþings. Guð- rún segir 80 manns starfa við bak- vinnsluna. Innan Glitnis og Lands- bankans starfar annar eins hópur við þetta. Viðmælendur Morgunblaðsins voru á því að hægt væri að hag- ræða í rekstri bankanna ef sjálf- stætt félag gæti boðið uppá þessa þjónustu fyrir fleiri en einn banka. bjorgvin@mbl.is Arion hættir bak- vinnslu verðbréfa ● Forstjóri Ice- land-verslana Baugs í Bretlandi hefur rætt við stærsta hluthafa Woolworths um möguleg kaup á verslunum félags- ins. Áður hefur eigandinn, Ardeshir Naghshineh, sagst styðja stjórn Woolworths að hafna tilboði Malcolms Walkers, forstjóra Iceland sem leiðir málið í Bretlandi. Financial Times segir óvíst hvert viðræðurnar leiða en þær kveiki aft- ur von um að fyrirætlanir Baugs gangi eftir. bjorgvin@mbl.is Baugur einu skrefi nær Woolworths ● Kaupþing hefur keypt 15,6% hlut í alþjóðlega olíufyrirtækinu Circle Oil.. Kaupþing bauð 10 milljónir punda, andvirði 1,5 milljarða króna á gengi gærdagsins, í hlutinn í hlutafjárútboði sem lauk nýlega. Fjárfestingasjóður í eigu stjórn- valda í Líbýu keypti fyrir 19 millj- ónir punda og á eftir útboðið 29,7% hlut samkvæmt frétt Reuters. Í tilkynningu frá Circle Oil kemur fram að féð verði notað til þess að fjármagna olíu- og gasleit í Mar- okkó, Túnis og Egyptalandi. bjorgvin@mbl.is Kaupþing í olíuleit með Líbýumönnum Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „EFNAHAGSÞRÓUNIN er sem stendur fremur ógnvænleg. Mikill viðskiptahalli kallar á frekari lækkun krónunnar sem er þá nauðsynleg til þess að viðskiptajöfnuður náist og þjóðin geti byrjað að jafna stöðu sína gagnvart útlöndum. Slík gengislækk- un mun koma illa við skuldsett heimili og fyrirtæki,“ segir Gylfi Zoëga pró- fessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann gagnrýnir tölulegar upplýs- ingar um viðskiptajöfnuð við útlönd á öðrum ársfjórðungi sem Seðlabank- inn gaf út í fyrradag. „Mikilvægt er að allar tölulegar upplýsingar opinberra aðila séu sem réttastar og viðhlítandi skýringar gefnar á því sem þar kem- ur fram. Gríðarstórir skekkjuliðir eru ekki til þess fallnir að auka traust á Seðlabankanum og skortur á útskýr- ingum á þróun efnahagsmála er til þess fallinn að auka óvissu og ótta al- mennings.“ Umdeild skekkja Í tölum Seðlabankans er óútskýrð- ur skekkjuliður upp á tæpa 184 millj- arða króna. Sjálfur viðskiptahallinn mældist 128 milljarðar króna. Stærsta skýringin felst í neikvæðum þáttatekjum, sem er hluti af við- skiptajöfnuði, upp á 117,7 milljarða króna. Á einföldu máli eru þátta- tekjur tekjur Íslendinga af eignum erlendis. Ef þær eru neikvæðar er tap á þessum eignum. Í kjölfar birtingar talnanna veiktist krónan um 2% í gær og úrvalsvísital- an lækkaði um 1,5%. Það var í takt við það sem gerðist í Evrópu og á Norð- urlöndunum í gær þar sem hluta- bréfaverð féll víðast hvar um meira en 2%. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings gagn- rýnir mikla óvissu í tölum Seðlabank- ans vegna skekkjuliðsins. Það sama gerir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Þeir sem Morgunblaðið ræddi við í gær segja jafnvel betra að sleppa birtingu þessara talna en að birta svo ófullkomin gögn sem síðan verða túlkuð á versta veg erlendis. Var mörgum mjög heitt í hamsi vegna þessa og sökuðu Seðlabankann um óvönduð vinnubrögð. Aðrir segja þetta benda til þess að stoðir hagkerf- isins séu veikar og boði frekari þreng- ingar í efnahagslífinu. Slæm áhrif á eigið fé „Efnahagsþróunin hefur síðustu árin einkennst af gríðarlegum lántök- um sem notaðar hafa verið til þess að kaupa eignir innan lands og utan. Eignaverð hafa verið mjög hátt er- lendis og sérstaklega innan lands vegna mikils framboðs af ódýru lánsfé í heiminum. Fjármálakreppan hefur síðan haft þau áhrif að þessi verð hafa lækkað innan lands og utan. Þetta hefur haft slæm áhrif á eigið fé banka og fyrirtækja og er ekki séð fyrir endann á þeirri þróun,“ bendir Gylfi á. Hann segir tölur Seðlabankans sýna þróun sem ekki komi á óvart en tölfræðin líti hins vegar undarlega út. „Tap af erlendri fjárfestingu verður nú til þess að þáttatekjurnar verða gríðarlega óhagstæðar þannig að þótt vöruskiptahallinn hafi farið minnk- andi undanfarið þá sjáum við ekki fram á jöfnuð í viðskiptum við útlönd. Tölfræðin er hins vegar undarleg vegna þess að við höfum samtímis halla á viðskiptajöfnuði og halla á fjármagnsjöfnuði,“ segir Gylfi. Þessir liðir eigi venjulega að stefna hvor í sína áttina. „Það er að segja, þegar maður lifir um efni fram þá þarf að taka lán. En þetta kemur ekki fram í gögnunum. Þess í stað er gríð- arlega stór skekkjuliður upp á 184 milljarða sem er stærri en allur inn- flutningur á vöru og þjónustu. Þetta krefst nákvæmari skýringa til þess að róa markaðina á næstunni.“ Ógnvænleg efnahagsþróun  Krónan veiktist um 2% í gær  Frekari lækkun mun koma illa við skuldsett heimili og fyrirtæki  Skekkja í hagtölum Seðlabanka Íslands harðlega gagnrýnd RABOBANK gaf í gær út krónu- bréf að andvirði 13 milljarða króna. Líftími bréfanna er 1 ár og vextir 10,25%. Þetta hafði þau áhrif að krónan veiktist minna en ella í dagsbyrjun. Umsjónaraðili útgáfunnar er TD-Securities, sem miðlar krónubréfunum til fjárfesta í Evrópu. Greining Glitnis telur útgáf- una vera til að mæta öðrum bréfum á gjalddaga. bjorgvin@mbl.is Beat Siegenthaler hjá TDC. Krónubréf til eins árs Vann gegn veikingu krónunnar í gær JÓHANN Ólafsson og Co., umboðs- aðili OSRAM á Íslandi, undirritaði í fyrradag samning við Ríkiskaup um sölu á ljósaperum til liðlega 650 fyrirtækja og stofnana á vegum rík- is og sveitarfélaga, sem í dag eiga aðild að rammasamningakerfi Rík- iskaupa, samkvæmt tilkynningu. Samningurinn er til tveggja ára. bjorgvin@mbl.is Selja ríkinu ljósaperur „ÞAÐ er vel- þekkt þumal- puttaregla að gjaldeyrisvara- forðinn eigi að duga fyrir inn- flutningi 3 mán- aða. Slíkur inn- flutningur hefur numið um 100 milljörðum króna,“ bendir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á í bloggpistli. Hann segir athyglisvert að gjald- eyrisviðbúnaður Seðlabankans dugi núna fyrir 15 mánaða innflutningi. bjorgvin@mbl.is Athyglisverður viðbúnaður Ágúst Ólafur Ágústsson ● Atvinnuleysi mælist nú 6,1% í Bandaríkjunum og er þetta mesta at- vinnuleysi þar í landi í fimm ár. Störf- um fækkaði um 84 þúsund í ágúst og þykir þetta merki um að efnahags- líf landsins sé í miklum vanda. Í júlí mældist atvinnuleysið 5,7% og fækkaði störfum um 60 þúsund. Í júní fækkaði störfum um 100 þús- und. Síðustu þrjá mánuði hefur því störfum í Bandaríkjunum fækkað um 244 þúsund. Það hefur haft áhrif á væntingar og hlutabréfaverð hefur fallið síðustu daga. bjorgvin@mbl.is Störfum fækkar um 244 þúsund frá júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.