Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 36
Við stelpurnar erum ekkert of hrifnar af því, við viljum ekki líta þreytulega út… 43 » reykjavíkreykjavík ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem hefst 25. september og stendur til 5. október, mun heimsfrumsýna heimildarmyndina, The Frontier Gandhi: Badshah Khan, A Torch for Peace, en leik- stjóri myndarinnar Teri McLuhan er gestur hátíðarinnar ásamt tón- skáldinu og tónlistarmanninum Dav- id Amram, sem samdi tónlistina við myndina. David Amram mun einnig standa fyrir sérstökum tónleikum á eigin verkum í tengslum við frum- sýningu myndarinnar. The Frontier Gandhi er þriðja kvikmynd leikstjórans og rithöfund- arins Teri McLuhan í fullri lengd, en myndin var 21 ár í framleiðslu. Fyrri myndir McLuhan (The Shadow Catcher og The Third Walker) hlutu mikla alþjóðlega athygli þegar þær komu út og góðar viðtökur víðsvegar um heiminn. Bækur hennar hafa ekki síður vakið hrifningu, en hún hefur skrifað fimm metsölubækur. Gleymdur friðarpostuli David Amram hefur samið meira en 100 tónverk fyrir sinfóníur og kammersveitir, hann hefur samið tónlist fyrir ótal söngleiki, leikverk og kvikmyndir, þar á meðal fyrir myndirnar Splendor in the Grass og The Manchurian Candidate. Einnig er David þekktur tónlistarmaður, en hann hefur spilað á tónleikum með mönnum á borð við Dizzy Gillespie, Thelonious Monk og Tito Puente. Nýlega samdi hann tónverk sem flutt var með barnakór a landsþingi demókrata i Denver í Colorado. The Frontier Gandhi segir frá hinum einstaka friðarsinna Badshah Khan sem ólst upp í hinu herskáa Pashtun samfélagi í Pakistan. Ma- hatma Gandhi lýsti yfir að Badshah væri kraftaverk í lifanda lífi, en sá síðarnefndi afrekaði það að safna að sér rúmlega 100.000 manna „her“ friðarsinna umkringdur ofbeldi og stríðsátökum þar sem landamæri Afghanistan og Pakistan eru í dag. Badshah var tvisvar sinnum til- nefndur til friðarverðlauna Nóbels, en saga þessa manns hefur nú fallið í gleymsku og dá víðast hvar. hoskuldur @mbl.is Heimsfrumsýning á RIFF Friðarpostular Mahatma Gandhi og Badshah Khan. Kahn var tvívegis til- nefndur til friðarverðlauna Nóbels en er nú flestum gleymdur og grafinn. Leikstjórinn Teri McLuhan vann að kvikmyndinni í 21 ár  Það tók ekki nema 20 mínútur að seljast upp á minningartón- leika um Vilhjálm Vilhjálmsson þegar miðasala hófst í gær. Um fjögur þúsund mið- ar voru í boði og ruku þeir út eins og um erlenda stórstjörnu væri að ræða … eða bíddu nú við … illa hef- ur gengið að selja miða á stór- tónleika með erlendum rokk- stjörnum. Dylan, Simon og Clapton héldu tónleika hér á landi og eng- um þeirra tókst að selja alla þá miða sem í boði voru. Hvað skyldi ráða þessu? Varla er það miðaverð- ið því ódýrasti miðinn á minning- artónleikana er á fimm þúsund krónur og sá dýrasti á svokölluðu A+-svæði er á 12 þúsund kall. Getur verið að íslenskir tónleika- haldarar sjái það nú loksins að Ís- lendingar eru frekar reiðubúnir til að hlýða á landa sína en erlendar prímadonnur? Í það minnsta er bú- ið að bæta við aukatónleikum laug- ardaginn 11. október og hefst miða- sala næsta föstudag. Miðar á minningartón- leika Villa Vill ruku út  Mikið Face- book-æði ríður nú yfir landann. Einn af kostum þessa nýja sam- skiptakerfis er hversu létt og leikandi það er í vinnslu (ólíkt My- space) og auk þess er það galopið. Þannig er hægt að sjá skondin sam- skipti á milli bókaútgefandans JPV og rithöfundarins Guðmundar Andra Thorssonar, þar sem JPV skammar Guðmund fyrir að láta sig ekki vita að hann væri nýbúinn að gifta sig. Guðmundur svarar því þá til að hann hafi nú bara verið að fylla út reitinn hvað hjúskaparstöðu varð- ar. Fleiri viðlíka dæmi er að finna, og ekki amalegt að geta fylgst með fræga fólkinu í „einkasamtölum“. Verst að fésbókin var ekki komin til sögunnar á tímum Laxness og Hemingway... Galopin fésbók SAMMI segist enn á leiðinni „niður“ eftir túr- inn og er í því markmiði að vinna að eigin hlutum en í gær spilaði sveit hans Funky Stuff á Glaumbar. „Við höfum verið að keyra þessi kvöld viku- lega í sumar,“ segir hann. „Þetta er einslags klúbbur. Ég er að reyna að halda utan um þessa senu sem hefur verið að leggja sig eftir hrynheitri tónlist á borð við fönk, soul, döbb og hvaðeina sem henni tengist.“ Sammi lenti á landinu á mánudaginn eftir þriggja mánaða volk um öll heimsins höf. Hans hlutverk á túrunum var að stýra blást- urssveitinni The Horny Brazzdards og segir hann að allt hafi í raun gengið einsog smurð vél. „Það var mikil fagmennska í gangi og það er her manna að vinna í kringum þetta. Þegar ég er að ferðast með mínar sveitir er ég sjálf- ur t.d. ökumaður, túrstjóri og rótari allt í senn. Eina babbið sem kom í bátinn var þegar Orri veiktist og einhverju sinni þurftum við að bíða af okkur þrumuveður í Omaha. Það var allt og sumt.“ Fereykið Sigur Rós Sammi segir að stemningin hafi verið einkar góð í hópnum. „Það eru allir orðnir svo þroskaðir að það var leikur einn að láta þetta ganga upp, en það er sosum ekki hlaupið að því í svona stöð- ugu návígi. Stemningin náði svo hámarki á 17. júní í New York en þá fór þjóðarrembing- urinn upp úr öllu valdi.“ Umboðsmaður Sigur Rósar, John Best, hef- ur haldið skemmtilegar dagbækur yfir túrinn og segir Sammi að hann hafi þrýst á sig um að gera slíkt hið sama. „Ég hélt reyndar dagbók, en bara fyrir mig persónulega. Hlutir gleymast svo fljótt. Til- finningarnar eru vissulega blendnar núna þegar þessu er lokið og það er skrítið að stíga úr svona loftbólu. Það var skemmtilegt að takast á við þetta en ég er líka feginn að geta einbeitt mér aftur að mínum hlutum.“ Sammi hefur nú lokið sínum þætti í túrnum en Sigur Rós fer ein til Bandaríkjanna í haust, án blásturs- og strengjasveitar. „Þetta verður bara rokk og ról hjá þeim. Mjög spennandi. Ég held að ég hafi síðast séð þá fjóra á sviði á Gauknum fyrir tíu árum síð- an,“ segir Samúel að lokum en hlær þó ekki eins og venjan er í viðtölum af þessu tagi. Stigið út úr loftbólu Sammi í Jagúar er ný- kominn úr túr með Sigur Rós. „Það var skemmti- legt að takast á við þetta,“ segir hann blaða- manni, „en það er líka gott að fá lífið sitt aftur.“ Innblásnir Hornaflokkurinn The Horny Brazzdards í MoMA í New York. Sammi er lengst til hægri. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „Ég var veskis- og vegabréfslaus þegar ég fór frá Írlandi til Skotlands eftir gigg þar en komst inn í landið þar sem ég var steinsofandi í rút- unni. Ég hafði týnt þessu á tónleikunum. Afar undarlegt, því að ég get ekki einu sinni kennt svalli um, ég var mjög prúður þetta kvöldið. Góðvinir okkar í Franz Ferdinand, sem höfðu verið að spila með okkur í Írlandi, fundu þetta svo og komu þessu til mín, en blessunarlega voru þeir líka að spila með okkur í Skotlandi. Aðrar sögur eru óbirtingarhæfar en verða allar í ævisögunni sem kemur út eftir 30 ár!“ Franz fann veskið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.