Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 9 Talsmaður samtakanna Örn Sigurðsson, einn af talsmönnum Samtaka um betri byggð, var rang- lega sagður formaður samtakanna í frétt í blaðinu í gær. Formaður er Guðrún Jónsdóttir arkitekt. Þetta leiðréttist hér með. Blótsyrðin kærð Kæra þeirra sem kærðu auglýsingu Vodafone, Skítt með kerfið, til siða- nefndar SÍA, snerist ekki um orðið „skítt“ eins og ranglega var sagt í fyrirsögn á fimmtudag. Það voru blótsyrði í textanum sem voru kærð. Afkoma Sampo Í umfjöllun um viðskiptajöfnuð sagði að afkoma Sampo á öðrum ársfjórð- ungi hefði verið neikvæð, en hið rétta er að félagið skilaði umtals- verðum hagnaði á tímabilinu. LEIÐRÉTT TVEIR karlmenn hafa verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til 10. september á grundvelli rannsókn- arhagsmuna, grunaðir um gripdeild í skartgripaverslun á Laugavegi um hádegisbil í fyrradag. Mennirnir, sem eru íslenskir, voru handteknir í fyrrakvöld og voru leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjavík- ur í gær, sem kvað upp sinn úrskurð. Að sögn lögreglu gekk fór einn maður inn í verslunina og lét greip- ar sópa. Maðurinn ógnaði engum í búðinni heldur gekk að skúffunni og tók skartgripina og fór út. Stálu skartgripum „AÐ gefnu tilefni skal áréttað að á fundi sem forsætisráðuneytið og Við- ar Már Matthíasson prófessor áttu með stjórn Breiðavíkursamtakanna og lögmanni þeirra 11. ágúst sl. kom fram að til stæði að leggja frumvarp um bótagreiðslur fyrir ríkisstjórn á næstu vikum,“ segir í fréttatilkynn- ingu, sem forsætisráðuneytið sendi frá sér í gær. „Sagt hefði verið frá frumvarps- drögunum í ríkisstjórn sl. vor en eftir væri að útfæra frumvarpið endanlega og því væri svigrúm fyrir samtökin að koma athugasemdum að. Ráðuneytið óskaði eftir því að fundarmenn virtu trúnað um efni frumvarpsdraganna þar til athugasemdir samtakanna hefðu borist og ráðuneytið tekið af- stöðu til þeirra. Á fundi starfsmanns ráðuneytisins með lögmanni samtak- anna 29. ágúst sl. var farið yfir ýmsar mögulegar leiðir til að koma til móts við sjónarmið samtakanna eins og þau birtust í bréfi þeirra frá 15. ágúst sl. og áréttað að viðbrögð ráðuneyt- isins væru væntanleg. Það eru því vonbrigði að ráðuneytið skyldi ekki fá nauðsynlegt svigrúm til að svara at- hugasemdum samtakanna áður en farið var með málið í fjölmiðla með þeim hætti sem gert var. Ráðuneytið mun ekki svara frekari yfirlýsingum af hálfu samtakanna op- inberlega heldur halda áfram að leita leiða til að leysa málið með fullnægj- andi hætti,“ segir í tilkynningu ráðu- neytisins. Ráðuneytið ítrekar vonbrigði Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050             Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Ný sending Sparikjólar og -jakkar Opið mánud.-föstud. 10-18 Opið í Bæjarlind laugard. 10-16 Opið í Eddufelli laugard. 10-14 Lokaútkall Brúnar og svartar buxur galla og spari, str. 36-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 t í s k u h ú s Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Nýjar haustvörur Fallegar haustvörur og glæsilegur sparifatnaður Opið virka daga 10-18 Ath. breyttan opnunartíma á laugardögum 11-15 Útsölulok Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Farið verður í haustferð 23.-26. okt. næstkomandi. Flogið verður til Frankfurt, ekið til Trier, gist þar í 2 nætur. Skoðunarferðir um Luxemborg, Móseldal og Rínardal, gist síðusu nóttina í Wiesbaden. Innifalið: flug, flugvallagjöld, gisting, morgun- og kvöldverður, akstur, skoðunarferðir og íslensk fararstjórn. Bókun og nánari upplýsingar á ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar í s. 5111515. Farið verður í jólaferð 4.-7. desember næstkomandi. Flogið verður til Wiesbaden, gist þar í 3 nætur. Innifalið: flug, flugskattar, rúta til og frá flugvelli, gisting með morgunverði, dagsferð til Rüdesheim og íslensk fararstjórn. Bókun og nánari upplýsingar hjá Bændaferðum í síma 5702790. Nefndin. kínversk hugræn teigjuleikfimi · taichi · kung fu einkatímar · hóptímar S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.