Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 17 MENNING Endalaust heyrir maður fólkþrefa um það hvaða tónlistsé merkilegri en önnur – jafnvel æðri. Erfiðara reynist þó þrösurunum að festa fingur á það hvar skilur á milli feigs og ófeigs í þeim efnum. „Klassísk tónlist er æðri dægurtónlist.“ Þetta lærði maður vissulega í tónlistarskóla, og undrar kannski engan. Klassísk tón- list krefst gríðarlegs aga og æfinga og kunnáttu á ýmsum þáttum tón- listarinnar. Það á auðvitað líka við um það að semja tónlist sem byggð er á klassískum grunni. En hvað er það sem gerir tónlist góða? Við því hef ég ekkert einfalt svar, en veit þó, að einn stærsti þátt- urinn í því að hvers konar tónlist geti talist sígild er sá að fólk vilji heyra hana aftur og aftur – ekki bara í mánuð, þrjá mánuði eða ár, heldur yfir enn lengri tíma. Það er til dæmis sérstakt gleðiefni að Árni Heimir Ingólfsson, nýskipaður tón- listarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, skuli hafa raðað á eina tón- leika, nú 26. september, sex íslenskum verkum, sem ég veit með vissu að marga langar að heyra, og vildu gjarnan hafa heyrt mun oftar. Þau eru einfaldlega góð. Það hefur sárvantað í dagskrá Sinfó til þessa að skapa „repertoire“ okkar bestu verka. Allt of oft hefur maður þurft að una við það að heyra góð íslensk verk aðeins einu sinni.    Öðru máli gegnir um aðrar teg-undir tónlistar, sérstaklega þær sem geta lifað góðu lífi og notið vinsælda í gegnum miðla eins og geisladiskinn, útvarp og rafræna miðla. Þau tónverk sem í daglegu tali kallast „lög“ lifa annars konar lífi og eiga annars konar möguleika á vinsældum. Um alla tónlist gildir þó, að flest deyr, hverfur í gleymsku – enginn nennir að hlusta á hana til langframa, árum og öldum saman. Ef mælikvarðinn „góð“ á við um tón- list sem fólk vill heyra aftur og aftur og aftur, er þá nokkuð ósanngjarnt að segja að sú sem við gleymum fljótt og höfum ekki áhuga á að rifja upp sé „vond“? Hvaða aðra mæli- kvarða ættum við annars að nota? Vissulega fer mikill tími, dýr menntun og umfangsmikil þekking í það að semja tónverk í þeim flokki sem sumir vilja kalla „æðri“. Það eitt og sér getur þó aldrei gar- anterað „gæði“. Tónlist verður ein- faldlega að hafa í sér einhvers lags innblásinn skáldskap til þess að fólk vilji hlusta, til þess að hún verði sí- gild – og góð. Þar á öll tónlist jafna möguleika. Að tala um æðra og óæðra út frá mismunandi undirbún- ingi og menntun þeirra sem semja tónlistina er tímaskekkja og í raun þankagangur sem hefur ekki hingað til verið varinn með viðunandi rök- um.    Ég sé ekki eðlismun á því hlusta áElísabetu Schwarzkopf syngja Frühlingsglaube og Buddy Guy syngja Done Got Old, hvort tveggja svalar sömu þörf fyrir endurtekna músíkupplifun og nautninni sem fylgir því að hlusta á góða músík. Hvort er þá æðra hinu? Hver getur fullyrt að Sinfónía nr. 6 eftir Carl Czerny sé „betri“ músík en Leyndarmál eftir Þóri Bald- ursson, Imagine eftir John Lennon eða Inte omri eftir Uum Kulthum. Þótt Czerny hafi verið klassískt menntaður, gríðarlega fær og getað samið verk í stíl eldri tónskálda og allt hvað eina, þá efast ég um að stór hópur fólks þrái oft að heyra tónlist hans, meðan það á sannarlega við um öll hin „tónskáldin“. Það að flokka tónlist í æðri og óæðri hlýtur að snúast um einhver önnur verðmæti en tónlistina sjálfa. Hvað gerir tónlist góða og vonda? Gæði Hver getur fullyrt að Sinfónía nr. 6 eftir Carl Czerny sé „betri“ músík en Leyndarmál eftir Þóri Baldursson … » Að tala um æðra ogóæðra út frá mis- munandi undirbúningi og menntun þeirra sem semja tónlistina er tímaskekkja … AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir FERTUGASTI og sjöundi starfs- vetur SÍ í Háskólabíói – og vonandi síðasta heila vertíðin þar áður en Tónlistarhúsið nýja við höfnina kemst í gagnið – rann upp á fimmtu- dagskvöld. Stútfullt kvikmyndahúsið lofaði góðu um sætanýtingu hinnar þriðjungi stærri framtíðaraðstöðu, þó óvíst sé hvort einleikari kvöldsins hafi ráðið úrslitum hjá öllum tónleikagest- um frekar en tvö af vinsælustu verk- um Tsjaíkovskíjs. En ætli flestir hafi samt ekki látið sig laða af rísandi frægðarsól rúss- neska stjörnufiðlarans, er þegar kvað talinn meðal hinna fimm fremstu í heimi. Því trauðla gat hin nær ókunna 2. sinfónía D’Indys höfðað til annarra en forvitnustu og æv- intýragjörnustu hlustenda er oftast mynda afgangsþátt í áætlunum kons- erthaldara. Þó er aldrei að vita hvort verkið, sem sofið hefur þyrnirós- arsvefni í meira en hálfa öld, hafi ýtt við einmitt þeim er þykir fyrri tvö at- riði fulloft kveðin. Konsertforleikurinn Rómeó og Júlía frá 1869/80 er eitt fárra dæma um klassískt meistaraverk samið eft- ir tilsögn; í þessu tilviki frá Balakirev, sjálfskipuðum gúrú hinna „Fimm“, rússneska tónskáldahópsins fræga. Er kostulegt að lesa hversu langt Tsjaíkovskíj fylgdi fyrirmælum læri- föðurins – á tímum þegar kröfur um sjálfstæðan frumleika voru í háveg- um – og raunar enn furðulegra hversu vel til tókst. Enda þykir for- leikurinn við ástir og örlög elskend- anna alkunnu úr leikriti Shake- speares snjallasta framlag Tsjaíkovskíjs til þeirrar tóngreinar og spannar gríðarvítt tilfinningasvið, en ávallt af innblásnum skáldskap. Því miður fannst mér útlegging Rumons Gamba ekki skila þeim skáldskap sem vera bar. Túlkunin bar keim af allt að því þjösnalegri færibandsyfirferð án þess að staldra nægilega vel við á kyrrlátustu ögur- stundum. Var engu líkara en ljúka þyrfti þessu af fyrir tilsettan tíma, og útkoman stressuð eftir því. Betur gekk með Fiðlukonsertinn í D-dúr Op. 35 frá 1878 (sama ári og álíka vinsæll konsert Brahms), enda vitanlega í samræmi við nálgun ein- leikarans. Kom nokkuð á óvart hvað sú reyndist einlæg og prímadonnu- sneydd, þrátt fyrir tæknisnilld í þver- pokum. Því þó að mótun síberska virtúóssins væri ekki alltaf sú hefð- bundnasta – t.a.m. stundum anzi snögg upp á lagið í hraðabreytingum – þá var hún fullkomlega trúverðug í samræmi við credó hans um að sólisti eigi fyrst og fremst að miðla óskum höfundarins. Að vísu náðu fæstir nema útvarps- hlustendur fáguðustu fínessum Rep- ins í styrkbrigðum, og sízt í fyrsta skipti að gestaspilari áttar sig ekki á bíóakústík er nánast útheimtir „kom- pressor“-spilamennsku. En heildin var að vonum glæsileg, og stór- spaugilegt aukanúmerið, Feneysku kjötkveðjutilbrigði Paganinis („Min hat den har tre buler“ upp á skandin- avísku) að viðbættu tvíhljóma und- irplokki strengjasveitar, reif áheyr- endur upp úr stólum. Vincent D’Indy (1851–1931) var á sínum tíma mikilsvirt tónskáld og kennari, en ekki að sama skapi tíð- fluttur í dag. Sinfónía hans nr. 2 í B- dúr (1903) var mér jafnókunn og flestum nærstaddra, en á móti vissu- lega spennandi að fá tækifæri til að meta hvort þau örlög hennar væru verðskulduð. Þetta reyndist nokkuð sérkennilegt verk og víða glæsilega orkestrað, en á sama tíma furðuleit- andi í stíl þar sem síðrómantískt upp- hafið varð smám saman útvíkkaðra í tónalíteti (eða „tœni“) unz föstu for- merkin (2 b) virtust nærri óþörf. Ólíkt snaggaralegum afdrifum þeirra skötuhjúa Rómeós og Júlíu var túlk- un Rumons Gamba hér hin víðfeðm- asta og skilaði inntaki hljómkvið- unnar með sannkölluðum glæsibrag, að því er bezt varð fundið við fyrstu heyrn. Starfsveturinn 2008-9 fór óhætt að segja myndarlega af stað með þess- um upphafstónleikum. Hann er jafn- framt sá fyrsti á ferli nýráðins tónlist- arstjóra, Árna Heimis Ingólfssonar, og verður forvitnilegt að sjá hverju það fær áorkað á aðþrengdum tímum sígildrar tónlistar. Enda vonir manna miklar eftir undangengið kynning- arframlag hans í ræðu og riti, þar sem prógrammskrif kvöldsins voru með þeim fróðlegri. Mætti þess vegna alveg snúa þekktu slagorði í „Það er meira í tónleikaskrám SÍ!“ Þrídældi hatturinn TÓNLIST Háskólabíó Tsjaíkovskíj: Rómeó og Júlía; Fiðlukons- ert. D’Indy: Sinfónía nr. 2. Vadim Repin fiðla; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórn- andi: Rumon Gamba. Fimmtudaginn 4. september kl. 19.30. Sinfóníutónleikarbbbmn Ríkarður Ö. Pálsson Ljósheimar fyrir huga, líkama og sál Verið hjartanlega velkomin í Ljósheima Brautarholti 8, 2.h.t.v. - sími 551 0148 - www.ljosheimar.is Ljósheimadagur Opið hús á morgun sunnudaginn 7. september milli 14-18 Boðið er upp á prufutíma gegn vægu gjaldi í þeim með- ferðum sem unnið er með í Ljósheimum; bowen, heilun, nudd, EMF jöfnunartækni, árujöfnun og árulestur með LIFE system tækinu. EInnig verður heilunarpýrmamídinn upp í salnum og gefst fólki kostur á að prófa hann endurgjalds- laust. Haustdagskráin verður kynnt og tehúsið verður glæsilegt að vanda. Sérstakir tilboðsdagar í versluninni hefjast á sunnudaginn, 20-50% afsláttur af hinum ýmsu vörum. Dagskrá í sal: 15:00 Kynning á EMF jöfnunartækni 16:00 Kynning á Ljósheimaskóla 17:45 Hugleiðsla Í ANNAÐ sinn leiða þeir Pjetur Stefánsson og Þór Sigmundsson saman hesta sína í sal Íslenskrar grafíkur. Uppbygging sýningarinnar nú er ekki ósvipuð þeirri í fyrra- haust þarsem Pjetur sýndi ljós- myndir af leit að nál í heystakki með kertaloga og Þór stóran stein- skúlptúr sem vísaði til kistu og grafreits. Ef hverfulleikinn var í fyrirrúmi í fyrra þá einbeita félagarnir sér núna að áþreifanlegri og vís- indalegri tilraunum með kómískum undirtóni. Ljósmyndaröð Péturs sýnir einskonar gjörning í tímaröð þar sem tilraun er gerð til að mæla þversnið kertaloga með tommu- stokki með fyrirsjáanlegum en myndrænt áhugaverðum afleið- ingum. Þór býður upp á sex út- gáfur af steinferningi sem vekja upp mismunandi huglægar teng- ingar eftir efnismeðferð, form- mótun og áferð, en skúlptúrarnir eru einhvers staðar á mörkum myndlistar, iðnaðar og arkitektúrs. Samspil verkanna kemur vel út í rökkvuðu rýminu og sýningin býð- ur upp á kyrrð og íhugun. Húmor og léttleiki, (jafnvel í þungum steinverkunum) yfirborðsins gefa í skyn dýpri undirliggjandi hug- myndir sem þó er ekki unnið meira úr. Sýningin vísar á yf- irborðinu í listastefnur, form- alisma Bauhausstefnunnar og skráningaraðferð konseptlist- arinnar, um leið og samtíminn not- ar allt aðrar lestraraðferðir svo eftir standa eilítið misþroska myndlistarverk með þeim tak- mörkunum og kostum sem því fylgja. Hvernig er hægt að mæla ást, eld eða sköpunarkraft án þess að eiga það á hættu að brenna mælistikuna? Logandi mælistika og sértæk formtilraun MYNDLIST Grafíksafn Íslands Sýningin stendur til 7. Sept- ember. Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00 – 18.00. Aðgangur ókeypis. Þór Sigmundsson & Pjetur Stefánsson, steinskúlptúr, ljósmyndir bbbnn Grafíksafn Íslands Samspil verkanna kem- ur vel út í rökkvuðu rýminu og sýningin býður upp á kyrrð og íhugun. Þóra Þórisdóttir EDDUKVÆÐI og forn trú eru þeim Baltasar og Kristjönu Samper innblástur að samsýningu í DaLí Galleríi á Akureyri. Baltasar sýnir málverk og Kristjana skúlptúra úr kalksteini, raku, akrýlsteypu og járni. Myndefnið endurómar í titlum verka þeirra; eins og Hræsvelgur, Hrím- þursi, Huginn og Muninn. Hræsvelgur nefnist í Gylfaginningu jötunn einn í arnarham, frá honum er vindurinn upprunninn og það blæs um verur þær og þursa sem birtast á mál- verkum Baltasars. Litaskali málarans byggist eins og oft áður mikið á svarthvíta rófinu, en það glittir í til dæmis blátt og gult. Málverkin eru unnin af krafti með nokkuð grófum strokum, markmiðið er meðal annars að skapa stemningu og til- finningu fyrir sögu og frásögn og tekst það með ágætum. Málverkin kallast vel á við skúlptúra Kristjönu, en sérstaklega er kalksteinsmynd hennar grípandi og með sterka, milda nærveru. Það er ekki hægt að segja að vinnuað- ferðir, úrvinnsla eða nálgun sé frumleg og viðfangsefnið er sígilt og margnotað. Engu að síður er hér um ræða persónu- lega listamenn sem saman skapa heil- steypta og grípandi sýningu. Kallað er upp dramatískt andrúm fornra kvæða og verkin eru afar aðgengileg. Kólgubakkar á lofti MYNDLIST DaLí Gallerí Akureyri Til 14. september. Opið fös. og lau. frá kl. 14–17. Aðgangur ókeypis. Baltasar og Kristjana Samper, höggmyndir og málverk bbbnn Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.