Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 33 Atvinnuauglýsingar Veitingastjóri/ yfirþjónn Veitingahús í Reykjavík leitar að veitinga- stjóra/yfirþjóni. Viðkomandi þarf að sjá um starfsmanna- hald, vaktaplön og þess háttar. Góð laun í boði fyrir rétta manneskju. Umsóknir skal senda á box@mbl.is merktar: ,,Veitingar - 21830”. Raðauglýsingar 569 1100 Kennsla Harmónikukennsla Get bætt við mig nemendum í harmónikuleik, byrjendum eða lengra komnum. Kenni á C-grip (sænskt grip) og píanóborð. Upplýsingar í síma 861 4678. Uppboð Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Austurvegur 36, fnr. 216-8304, Seyðisfirði, þingl. eig. JónTorfi Gunn- laugsson, gerðarbeiðendur nb.is-sparisjóður hf. og S24, miðvikudaginn 10. september 2008 kl. 14:00. Fjörður 4, fnr. 216-8422, Seyðisfirði, þingl. eig. Birna Svanhildur Pálsdóttir, gerðarbeiðendur BYR Sparisjóður, útbú 1175 og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 10. september 2008 kl. 14:00. Holt, landnr. 157007, Fljótsdalshéraði, 6,6700% eignarhl. gerðarþola, þingl. eig. Arnfinnur Bragason, gerðarbeiðandi Hraðhreinsun Austur- lands ehf., miðvikudaginn 10. september 2008 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 5. september 2008. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Álakvísl 26, 204-3551, Reykjavík, þingl. eig. Erla Harðardóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., miðvikudaginn 10. september 2008 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 5. september 2008. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Háberg 7, 205-1100, Reykjavík, þingl. eig. Sigrún Jónsdóttir og Azam Khan, gerðarbeiðendur Birkir Már Benediktsson, Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., Reykjavíkurborg og Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib., fimmtudaginn 11. september 2008 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 5. september 2008. Tilboð/Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 9. september 2008, kl 13 -16 í porti bak við skrifstofu okkar að Borgartúni 7 og víðar. 1.stk Ford Focus 4x2 bensín 07.2004 1.stk Volvo S80 4x2 dísel 06.2005 1.stk Volvo S80 4x2 dísel 02.2004 1.stk Volvo S80 4x2 dísel 06.2003 1.stk Skoda Octavia station 4x2 bensín 03.2004 1.stk Hyundai Santa Fe 4x4 bensín 05.2003 1.stk Land Rover Defender 4x4 dísel 04.2003 1.stk Suzuki Vitara 4x4 bensín 08.1999 1.stk Mitsubishi Pajero Sport 4x4 bensín 09.2001 2.stk Ford Ranger Double cab4x4 dísel 04.2003 1.stk Nissan Double cab 4x4 dísel 05.2003 1.stk Mazda B Double cab 4x4 dísel 04.2004 1.stk Mazda B Double cab 4x4 dísel 04.2002 1.stk Mazda B Double cab m/ pallhúsi 4x4 dísel 02.2001 1.stk Isuzu Trooper 4x4 dísel 03.1999 1.stk Nissan Terrano 2 4x4 dísel 04.2001 1.stk Nissan Terrano 2 ( skemmdur eftir umf,óhapp ) 4x4 dísel 11.1998 1.stk Mitsubishi Lancer station4x4 bensín 03.2000 1.stk Suzuki Baleno Station 4x2 bensín 03.2000 1.stk Audi A-4 4x2 bensín 06.1995 1.stk BMW 525( óskráður ) 4x2 bensín 00.1989 3.stk Opel Vectra-B 4x2 bensín 05.2000 2.stk Opel Vectra-B (biluð vél) 4x2 bensín 05.2000 1.stk Opel Omega 4x2 bensín 05.2000 1.stk Ford Escort station 4x2 bensín 02.1998 1.stk Ford Escort fólksbifreið 4x2 bensín 07.1998 1.stk Ford Escort fólksbifreið 4x2 bensín 08.1998 1.stk Ford Econoline 4x2 bensín 09.1992 1.stk Volkswagen Transporter Panel van 4x4 dísel 04.2001 1.stk Mercedes Benz 412D Sprinter, hópbifreið 4x2 dísel 06.1999 1.stk Massey Ferguson dráttarvél ( sprungin blokk ) 4x2 dísel 05.1988 Til sýnis hjá Vegagerðinni Borgarbraut 66, Borgarnesi: 1.stk Veghefill Champion 720A 6x4 dísel 00.1997 Til sýnis hjá Bílaverkstæði Borgþórs Egilsstöðum: 1.stk Toyota Hi Lux Double cab m/pallhúsi (vél ónýt ) 4x4 dísel 03.2001 Tilkynningar Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2007/2008 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa fyrir byggðarlagið: Strandabyggð (Hólmavík) Um úthlutunarreglur í ofangreindum byggðarlögum vísast til reglugerðar nr. 605, 24. júní 2008 auk sérstakra úthlutunarreglna í hlutaðeigandi byggðarlögum sbr. auglýsingu nr. 851/2008 í Stjórnartíðindum. Þessar reglur eru einnig að finna á heima- síðu Fiskistofu, www.fiskistofa.is Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðu- blaði sem er að finna á heimasíðu stofnun- arinnar. Umsóknarfrestur er til og með 19. september 2008. Fiskistofa, 4. september 2008. Félagslíf 7.9. Baula, 934 m Brottför frá BSÍ kl. 09:30. V. 4600/5300 kr. Vegal. 9 km. Hækkun 600 m. Göngut. 5-6 klst. 12. - 14.9. Breiðbakur - jeppadeild Brottför: kl. 19:00. V. 7200/8300 kr. Þátttaka háð samþykki farar- stjóra. 18. - 21.9. Laugavegurinn, hraðferð á tveimur göngudögum Brottför frá BSÍ kl. 20:00. V. 29.900/34.400 kr. 0809LF01 Hraðferð um Laugaveginn er hefðbundinn lokapunktur á sumardagskrá Útivistar. Á eftir rösklegri göngu úr Land- mannalaugum bíður fólks grill, varðeldur og ósvikin Básastemning. Fararstj. Grétar William Guðbergsson. 19. - 21.9. Grill og gaman í Básum Brottför frá BSÍ kl. 20:00. V. 14.100/16.200 kr. 0809HF01 Farið í gönguferðir um svæðið ásamt því sem mikið er lagt upp úr grillmáltíðinni, varðeldinum og kvöldvökunni. Fararstj. Jóhanna Benedikts- dóttir og Emilía Magnúsdóttir. Skráning á utivist@utivist.is eða í síma 562 1000. Sjá nánar www.utivist.is HANNES Hlífar Stefánsson er Ís- landsmeistari í skák í tíunda sinn, oft- ar en nokkur skákmaður í sögunni. Hannes vann Jón Viktor Gunnarsson í viðureign þeirra í 9. umferð og hélt þar með vinnings forskoti á Henrik Danielssen sem vann Þröst Þórhalls- son. Þessir tveir hafa verið í forystu allt mótið og þarf ekki að koma á óvart því þeir eru jafnframt stiga- hæstu keppendurnir. Staðan þegar tvær umferðir voru eftir var þessi: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 7 ½ v. 2. Henrik Danielsen 6 ½ v. 3. Stefán Kristjansson 6 v. 4. Þröstur Þórhalls- son 5 v. 5. – 8. Guðmundur Kjart- ansson, Jón Viktor Gunnarsson, Björn Þorfinnsson og Bragi Þor- finnsson 4 ½ v. 9. Magnús Örn Úlf- arsson 4 v. 10. Róbert Lagerman 3 ½ v. 11. Þorvarður Ólafsson 2 v. 12. Jón Árni Halldórsson 1 ½ v. Þetta mót er vel skipað en hefði sennilega orðið meira spennandi ef Héðinn Steingrímsson hefði getað verið með en hann var skráður til leiks. Hann tekur sæti í ólympíuliði Íslands í Dresden í nóvember. Guð- mundur Kjartansson kom í stað Héð- ins og hefur staðið sig vel og bætt sig mest allra keppenda á stigum. Að öðru leyti hefur fátt komið á óvart og fjórir efstu menn raða sér í réttri röð eftir alþjóðlegum stigum. Sigurbjörn og Omar Salama efstir í áskorendaflokki Sigurbjörn Björnsson og Omar Sa- lama urðu efstir og jafnir í áskor- endaflokki Skákþings Íslands en keppni þar lauk á fimmtudagskvöld- ið. Sigurbjörn mátti bíta í það súra epli að tapa fyrir Jóhanni Ragnars- syni í lokaumferðinni og við það komst Omar Salama upp við hliðina á honum. Þeir fá báðir þátttökurétt í landsliðsflokki að ári. Þetta eru nokk- uð sanngjörn úrslit því þessir tveir eiga fullt erindi þangað. En lokanið- urstaðan hvað varðar efstu menn varð þessi: 1. – 2. Sigurbjörn Björnsson og Omar Salama 7 v. 3. – 4. Sævar Bjarnason og Jóhann Ragnarson 6 ½ v. 5. Lenka Ptacnikova 6 v. 6. Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir 5 ½ v. 7. – 12. Halldór Brynjar Halldórsson, Tómas Björnsson, Patrekur Maron Magnússon, Hörður Garðarsson, Kristjan Örn Elíasson og Helgi Brynjarsson 5 ½ v. Aukaverðlaun eru veitt fyrir best- an árangur skákmanna undir 2000 stigum og þar varð Jóhanna Björg hlutskörpust. Friðrik Þjálfi Stefáns- son náði bestum árangri skákmanna undir 1600 stigum. Bestum árangri skákmanna undir 16 ára náði Patrek- ur Maron Magnússon og bestum ár- angri kvenna náði Lenka Ptacnikova. Framkvæmd þessa Íslandsmóts var með miklum ágætum enda skák- stjórnin í góðum höndum þeirra Páls Sigurðssonar, Ólafs Ásgrímssonar og Gunnars Björnssonar. Eitthvað var um það að skákir væru ekki tefld- ar án gildrar ástæðu. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir vakti mesta athygli fyrir góða frammistöðu gegn þrautreyndum skákmönnum. Í fimmtu umferð lagði hún Halldór Brynjar Halldórsson að velli, einn sterkasta skákmann Norð- lendinga. Í skákinni sem hér fer á eft- ir sést Halldóri yfir vendingu svarts í 14. leik og situr upp með óteflandi stöðu. Hann gafst upp í stað þess að reyna að verjast tveim peðum undir en rétt áður gat Jóhanna unnið mann með 31. … Bc4+ og 32. … e5. Áskorendaflokkur; 5. umferð: Halldór Brynjar Halldórsson – Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Dc7 6. o–o Rf6 7. a4 d6 8. Kh1 Rbd7 9. Rc3 b6 10. He1 Bb7 11. f4 Be7 12. e5 dxe5 13. fxe5 Rxe5 14. Bf4 14. … Rxd3 15. Bxc7 Rf2+ 16. Kg1 Rxd1 17. Haxd1 bc5 18. Kf1 Hc8 19. Be5 Rg4 20. Bf4 O–O 21. h3 Rf6 22. Rf3 Hfd8 23. Re5 Bb4 24. Bg5 Hxd1 25. Hxd1 Bxc3 26. Bxc3 Re4 27. Be3 f6 28. Hd7 Bd5 29. Rf7 b5 30. axb5 axb5 31. Bd4 Rg3+ 32. Kf2 Rf5 33. Rd6 Rxd6 34. Hxd6 Kf7 35. g3 Be4 36. Hb6 e5 – og hvítur gafst upp. Topalov efstur í Bilbao Venselin Topalov vann Magnús Carlsen í þriðju umferð „Stóru slemmu“ í Bilbao á Spáni. Þrjú stig eru gefin fyrir sigur á mótinu og hef- ur Topalov hlotið fimm stig, Magnús fjögur, Anand, Radjabov og Ivant- sjúk eru allir með þrjú sig og Aronjan rekur lestina með tvö stig. Stórmeistararnir sex í Bilbao tefla undir hljóðeinangruðum glerhjálmi á „Nýja torgi“ sem er í miðju gamla bæjarins. Með sigrinum skaust Topalov upp fyrir Carlsen sem hafði unnið Lev Aronjan með svörtu í 1. umferð. Í umfjöllun um mótið er greint frá því að Magnús hafi orðið sér úti um flensu á hraðskákmótinu í Moskvu á dögunum en þar sigraði Vasilí Ivantsjúk og næstir komu Kramnik í 2. sæti og Magnús í 3. sæti. Í orrustu getur enginn verið veikur, er haft eftir Napóleon sem var mikill skákunnandi. Magnús má þrátt fyrir allt vel við sinn árangur una. Mótið hefur farið rólega af stað og jafnteflishlutfallið rösklega 75%. Venjan er þó sú að baráttan harðni eftir því sem líður á keppnina. Tíundi Íslandsmeistaratitill Hannesar í höfn Morgunblaðið/Ómar Á sigurbraut Hannes Hlífar Stef- ánsson að tafli á Skákþingi Íslands. Helgi Ólafsson | helol@simnet.is SKÁK TR, Faxafeni Skákþing Íslands 26. ágúst – 6. september 2008

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.