Morgunblaðið - 06.09.2008, Side 43

Morgunblaðið - 06.09.2008, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 43 vinbudin.is E N N E M M /S ÍA /N M 33 16 1 TÉKKNESKI plötusnúðurinn DJ Lucca heldur tónleika á Nasa í kvöld, en samkvæmt upplýsingum frá Techno.is, sem stendur að tón- leikunum, er hún „einn heitasti og færasti kvenplötusnúður heims“. Lucca hefur áður spilað á Íslandi, en það gerði hún á Nasa haustið 2006. „Það var rosalega gaman, það var allt fullt af fólki og mér sýndist fólk skemmta sér mjög vel,“ segir hún, en bætir því við að kvöldið í kvöld verði enn betra. „Ég er líka orðin aðeins þekktari en ég var þegar ég kom síðast. Svo veit ég að fullt af tékkneskum vinum mínum á Íslandi ætla að koma, þannig að þetta lítur vel út.“ En hvað ætlar Lucca að spila í kvöld? „Ég mun bara spila þau lög sem mér finnst skemmtilegust í dag. Þarna verður bæði mýkra teknó og svo framsækið, en ég sé svo bara hvernig fólk bregst við því sem ég spila, og bregst við því. Vonandi fæ ég fólkið til að dansa mikið og öskra.“ Vilja ekki vera þreytulegar Aðspurð segir Lucca að stundum sé erfitt að vera kvenmaður í plötu- snúðabransanum, hann sé mikið karlaveldi. „Það getur líka verið erf- itt því maður er á stöðugum ferða- lögum, og er oftast að spila um miðja nótt. Konur hafa ekki alveg eins mikið úthald og karlmenn, þeir geta spilað, sofið í þrjá tíma og stokkið svo upp í flugvél. Við stelpurnar er- um ekkert hrifnar af því, við viljum ekki líta þreytulega út,“ segir hún og hlær. Þá segist hún nota kynþokkann óspart þegar hún kemur fram á tón- leikum, en eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd er stúlkan bráðmyndar- leg. „Tónlistin mín er kynþokkafull þannig að ég geri mitt besta til að vera líka kynþokkafull uppi á sviði. Þetta helst allt í hendur og smitar út frá sér út á dansgólfið,“ útskýrir hún. Lucca kemur til landsins í dag, spilar í kvöld og nótt og fer svo strax aftur heim til Prag klukkan sjö í fyrramálið. Einn heitasti kvenplötusnúður heims spilar á Nasa í kvöld Allar nánari upplýsingar um tón- leikana má finna á techno.is. Notar kynþokk- ann óspart Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is BANDARÍSKA söng- og leikkonan Jessica Simpson segist ekki ætla að leika í fleiri kvik- myndum í bráð. Simpson hefur leikið í myndum á borð við The Dukes of Hazzard, Blonde Ambi- tion og Employee of the Month, en myndirnar hafa fengið fremur dræmar viðtökur hjá bæði gagnrýnendum og áhorfendum. Simpson segist hafa misst áhuga á kvikmyndum í kjölfarið. „Ég er ekkert að loka á kvikmyndirnar end- anlega. En í augnablikinu vil ég einbeita mér að tónlistinni. Mig langar ekkert að leika núna. Það yrði að minnsta kosti að vera undir stjórn einhvers frábærs leikstjóra og með æðislegum leikurum,“ segir Simpson sem sendir brátt frá sér sveitatónlistarplötuna Do You Know (án spurningarmerkis) í næstu viku. Hætt að leika í bili Leikur ekki Simpson BANDARÍSKA tónlistarkonan og ekkja Kurts Cobain, Courtney Love, eyddi nýverið jafnvirði 23 milljóna íslenskra króna í 16 ára afmælis- veislu dóttur sinnar og Cobains, Frances Bean. Veislan var haldin á veitingahús- inu House of Blues í Los Angeles og var einskonar dauðaþema í sam- kvæminu. Þannig var Love í kjól sem leik- konan Angelica Huston klæddist í kvikmyndinni The Add-ams Family og afmælisbarnið var í fötum sem Cobain var í á tónleikum á Reading- hátíðinni fyrir margt löngu. Dýrt afmæli Love Með dóttur sinni Bean.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.