Morgunblaðið - 06.09.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.09.2008, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÁIN er bókstaflega stöppuð af laxi,“ sögðu fjórir lukkulegir veiðifélagar sem voru að taka saman við Ytri- Rangá. Þeir voru í fyrsta maðkaholl- inu, þar sem veiðin var með ólík- indum góð. Þeir fengu 112 laxa á tvær stangir á þremur dögum. „Á bestu vaktinni fengum við 25 á tveimur tímum,“ sögðu þeir. Í fyrsta maðkahollinu veiddust 1.119 laxar á 18 stangir, eða 62 að meðaltali á stöng! Jafnast það á við meðal-sumarveiði í ám eins og Mið- fjarðará og Laxá í Dölum. Svona töl- ur hafa ekki sést í stangveiði hér. Þegar er metveiði í ánni, 9.154 laxar, en 7.497 veiddust í Eystri-Rangá í fyrra. „Ætli þetta sé ekki heims- met,“ sagði einn veiðimannanna. Þegar morgunvaktinni lauk renndi hver bíllinn af öðrum að skráningarhúsinu, þar sem Matthías Þorsteinsson veiðivörður tók á móti veiðimönnum, vó og mældi hvern fisk og skráði í veiðibókina. Veiði- menn tíndu laxa úr bílunum og þeg- ar myndaðist röð þar sem beðið var skráningar. Það var hálftíma ferli. Fólk skiptist á sögum af vaktinni. Einn fékk þrjá neðan við Ægis- síðufoss og missti tvo, annar landaði tveimur á Rangárflúðum en setti í sjö sem láku af. Veiðin fékkst ýmist á flugu, maðk og spún. „Það er ofboðslega mikið af fiski hér,“ sagði einn. „Hann stekkur um allt en er ekki eins viljugur að taka maðkinn og hjá fyrsta maðkahollinu. Ég heyrði af einni stöng sem fékk 300 þá. Nú virkar allt agn vel.“ Svo lækkaði hann röddina: „Kannski er bara allt of mikið af fiski í ánni.“ Þegar skráningu lauk og veiði- menn voru farnir í mat taldi Matth- ías laxa morgunsins. Þeir voru 78. „Það var meira síðustu dagana.“ Svo brosti hann og sagði: „En þetta er frábær veiði og mikið gaman.“ Morgunblaðið/Einar Falur Landburður Löng röð veiðimanna með laxa myndast við skráningarborðið við Ytri-Rangá í vaktarlok. „Stöppuð af laxi“ Átök Stefnir Helgason togast á við vænan lax í kvöldsólinni á Rangár- flúðum. Félagarnir voru komnir með 15 á stöngina eftir þrjár vaktir.  1.119 laxar veiddust í fyrsta laxahollinu í Ytri-Rangá  „Ætli þetta sé ekki heimsmet,“ sagði einn veiðimannanna JÓNMUNDUR Guðmarsson, bæjarstjóri Sel- tjarnarness, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, og Anna K. Jóhannsdóttir, ritari Læknafélags Reykjavíkur, tóku fyrstu skóflustunguna að byggingu Lækningaminjasafns Íslands í gær. Safnið mun rísa á safnasvæði Sel- tjarnarness við Nesstofu. Bygging og rekstur Lækningaminjasafns Ís- lands er samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar, menntamálaráðuneytis, Þjóðminjasafns Íslands, Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags Ís- lands. Byggingin verður á tveimur hæðum. Á jarðhæð er gert ráð fyrir sýningar- og fundarsölum, kaffi- stofu og safnbúð auk skrifstofurýmis og bóka- safns. Kjallarinn verður nýttur undir geymslur og tæknirými. Gert er ráð fyrir að safnhúsið sem að auki mun nýtast undir aðra menningartengda starfsemi Seltjarnarnesbæjar verði risið árið 2010. Stungið fyrir safni á Nesinu Morgunblaðið/Kristinn Lækningaminjasafn Fyrsta skóflustungan var tekin í gær. Safnið á að vera risið árið 2010 og verður á safnasvæði Seltjarnarness við Nesstofu. Steingrímur J. Sigfússon hafðiverið í átta ár á Alþingi þeg-ar Össur Skarphéðinssonvar fyrst kjörinn á þing. Báðir hafa þeir gegnt embætti ráð- herra og setið sem formenn sinna flokka. Þetta eru litríkir stjórn- málamenn sem hafa upplifað hæðir og lægðir á sínum ferli. Þeir hafa lagst í dvala en risið upp að nýju; fíl- efldir og skeinuhættir andstæðingum sínum. Eflaust hafa þeir báðir rennt hýru auga til annarra og valdameiri ráðuneyta en þeir hafa fengið tæki- færi til að stýra. Össur og Stein- grímur hafa barist hlið við hlið en líka hvor á móti öðrum. Þeir eru með betri ræðumönnum þingsins, stál- minnugir og vita hvar á að leita þegar kemur að því að hanka andstæðing- inn á gömlum yfirlýsingum. Þess vegna var stórskemmtilegt að fylgjast með þeim eigast við í um- ræðum um virkjana- og stóriðjumál á Alþingi í vikunni. Steingrímur náði sér lítið á strik síðasta vetur og virtist satt að segja alls ekki hafa gaman af hinu pólitíska harki lengur. Í ræðu- stóli á miðvikudag kom hann til baka. „Þegiðu Guðni,“ sagði Steigrímur við framsóknarframmíköllum á milli þess sem hann rifjaði upp hátíðleg loforð Samfylkingarinnar um nátt- úruvernd ofar öllu. Össur gerði Steingrími hins vegar þann grikk að rifja upp gömul um- mæli um virkjanir og álver. Rimman varð hin skemmtilegasta og ekki síst þegar gripið var til fótboltalíkinga- máls. Það finnst mér alltaf gaman. Já eða nei við hráu kjöti Svo virðist sem ágætlega hafi tek- ist til við að semja um hvaða mál hljóta lokaafgreiðslu á þessu þingi sem nú er að klárast. Hið umdeilda matvælafrumvarp fær að bíða næsta þings en um Evróputilskipun er að ræða sem felur m.a. í sér að innflutn- ingur á hráu kjöti yrði heimilaður. Ís- land hefur hingað til haft ákveðnar undanþágur þegar kemur að við- skiptum með landbúnaðarvörur en verði frumvarpið að lögum þurfa ís- lenskir matvælaframleiðendur að fylgja öllum reglum Evrópusam- bandsins um meðhöndlun landbún- aðarafurða. Bændur og matvælaframleiðendur hafa lagst mjög harðlega gegn frum- varpinu og ýmsir orðið til að lýsa áhyggjum sínum af því að smit- sjúkdómar eigi greiðari leið inn í landið verði það að lögum. Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna og flokkslínur ráða ekki endilega öllu. En þá vaknar spurningin: Eigum við val? Staðreyndin er nefnilega sú að hafni Alþingi frumvarpinu er EES- samningurinn kominn í uppnám. Sú ákvörðun myndi því aldrei snúast einvörðungu um umrætt frumvarp heldur væri um mjög róttæka breyt- ingu á stöðu Íslands innan Evrópu að ræða. Það kviknaði ljós Ljósmæðradeilan er að verða hin vandræðalegasta fyrir ríkisstjórn- arflokkana. Ljósmæður segja kostn- að ríkisins við að verða við óskum þeirra nema um tíu milljónum króna á mánuði. Það eru 120 milljónir á ári. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG, setti þetta í samhengi við her- æfinguna Norðurvíking, sem nú stendur yfir á Íslandi, en samhliða henni sinnir bandarísk flugsveit loft- rýmiseftirliti hér á landi. Kostnaður- inn er 100 milljónir. Nú kunna að heyrast þau rök að ekki sé hægt að bera ólíka út- gjaldaliði saman á þennan hátt. Stað- reyndin er hins vegar sú að stjórnmál snúast um forgangsröðun og stjórn- völd verða að standa með því hvernig þau hátta henni. Síðan getur fólk ver- ið ósammála um forgangsröðunina og beint atkvæði sínu í kosningum eftir því. Kliður fór um þingsal undir ræðu Ástu Möller, formanns heilbrigð- isnefndar, á fimmtudagsmorgun þeg- ar hún lýsti yfir stuðningi við kröfur ljósmæðra og minnti á loforð stjórn- arsáttmálans um að leiðrétta kyn- bundinn launamun. Á sínum tíma töldu sumir Ástu eiga meira erindi í embætti heilbrigðisráðherra en Guð- laug Þór Þórðarson, enda með mikla reynslu úr heilbrigðisgeiranum. Guð- laugur átti hins vegar tilkall til ráð- herrastóls vegna góðs gengis í próf- kjöri og Ásta mátti víkja. Embætti heilbrigðisráðherra fer ekki alltaf vel með þá sem því gegna enda gríðarlega viðamikið og að sumu leyti vanþakklátt embætti. Á meðan Guðlaugur hefur hvergi verið sjáanlegur á Alþingi þessa vik- una stelur Ásta senunni með því að styðja konur sem fá menntun og hæfni ekki metna til fjár. Samfylkingin kemur illa út úr ljós- mæðradeilunni þó að hvorki heil- brigðis- né fjármálaráðuneytið sé á hennar valdi. Tal um jafnréttisþing í haust er máttlítið þegar ljósmæður eru í verkfalli með tilheyrandi óþæg- indum og óvissu fyrir verðandi mæð- ur, feður og ófædd börn. „Tækifærið er núna,“ segir stjórnarandstaðan. Og það er rétt. Hrátt kjöt og fjársveltar konur ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.