Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ 595 10 00 www.heimsferdir.is www.vivacuba.se • www.cubatravel.cu Við erum komin með efni íarfbera. Þeir verða aðsækja námskeið og haldasér við, til þess að geta miðlað þekkingunni til annarra,“ segir Sigríður Sigurðardóttir, safn- stjóri Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ. Fornverkaskólinn í Skagafirði sem safnið á aðild að stendur fyrir námskeiðum um hand- verk við byggingararf Íslendinga, ekki síst við torf, grjót og timbur. Tilgangurinn er að miðla þekkingu á vinnubrögðum til næstu kynslóða. Skólinn hefur einstæða aðstöðu til námskeiðahalds, gömlu torfhúsin á Tyrfingsstöðum á Kjálka. Ekki hef- ur verið búið í bænum í þrjátíu ár og þar eru allar gerðir af útihúsum úr torfi. Nemendur á námskeiðunum byggja bæinn upp. Þurfa að vera rétt hugsandi Helgi Sigurðsson, torfhleðslumað- ur á Stóru-Ökrum kennir á grjót- og torfhleðslunámskeiðunum. Hann var á Tyrfingsstöðum að kenna sautján þátttakendum í verkefninu „Arfleifðin afhjúpuð“, að rista torf og hlaða upp veggi fjárhúsanna. Venjulega eru fáir á námskeiðunum, ekki fleiri en sex, til þess að hægt sé að sinna hverjum og einum betur. „Við náðum að gera heilmikið,“ seg- ir Helgi um evrópska verkefnið. Þó nokkrir Íslendingar hafa þekk- ingu á vinnubrögðum við hleðslu grjót- og torfveggja, ekki síst eldri menn, en aðeins um tíu menn vinna við það að einhverju ráði. Helgi er einn þeirra en hann rekur fyrir- tækið Fornverk og hefur unnið mik- ið fyrir Þjóðminjasafnið að viðhaldi gamalla húsa. Síðasta stóra verk- efnið hans var að endurnýja sautján hús á Núpsstað í Fljótshverfi. „Það hefur verið lengi rætt um að reyna að koma þessu handverki til fleiri manna. Ég hef reynt mark- visst að fá í vinnu menn sem hafa áhuga fyrir þessu,“ segir Helgi og bætir því við að námskeið Forn- verkaskólans séu góð leið til þess að vekja áhuga á gamla handverkinu. „Menn sem fara í þetta þurfa að vera rétt hugsandi. Bera virðingu fyrir því sem fyrir er, leyfa því að halda sér sem hægt er og líkja eftir því sem fyrir er þegar nauðsynlegt er að byggja upp á nýtt,“ segir hann. Sömu sögu má segja um trésmíð- ina í íslensku torfbæjunum. Þeim fer fækkandi sem hafa þekkingu á henni. Tveir menn sem lengi hafa unnið að viðhaldi gamalla húsa kenna við tréiðnaðardeild Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra og var það hin kveikjan að námskeiða- haldinu. Torfbæir hafa varðveist betur norðanlands en sunnan, líklega vegna veðurfars. Byggðasafn Skag- firðinga hefur í áratug safnað mark- visst upplýsingum úr hleðsluleifum í héraðinu. „Það hefur margt farið á síðustu tíu árum en við höfum þó náð góðum upplýsingum um ýmis hleðsluafbrigði,“ segir Sigríður Sig- urðardóttir. Tyrfingsstaðir á Kjálka er einn þessara staða. Byggðasafnið hefur fengið afnot af húsum jarðarinnar fyrir námskeiðahaldið. Nemendur Fornverkaskólans hafa hlaðið upp fjárhús og eru að vinna í öðrum. Þá er búið að mæla upp bæjarhúsin og aðeins byrjað að eiga við þau. Áætl- að er að hlaða öll húsin upp á þrem- ur árum. „Við ætluðum að tyrfa upp litlu húsin og fá okkur kindur þegar Sirrý kom að þessu með sínum mikla krafti. Okkur leist vel á hug- myndir hennar og þetta skemmti- lega verkefni,“ segir Sigurður Marz Björnsson á Sauðárkróki, sambýlis- maður Kristínar Jóhannsdóttur sem á Tyrfingsstaði. Þau ætla að fá sér kindur í fjárhúsin sem búið er að hlaða upp og þannig hefst búskapur á Tyrfingsstöðum að nýju næsta sumar. Landeigandinn fær húsin þegar nemendur Fornverkaskólans hafa lokið sér af en Sigurður segir óvíst um notkun bæjarhúsanna að viðgerð lokinni. Helgi og Sigríður eru ánægð með námskeiðin og eru vongóð um að þau skili tilætluðum árangri. „Þetta er allt úrvalsfólk, sem hefur komið. Menn leggja sig ekki eftir þessu nema hafa mikinn áhuga,“ segir Helgi Sigurðsson. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Galdurinn að baki torfhleðslunni Þeim fer aftur fjölgandi sem áhuga hafa á íslenska byggingararfinum. Helgi Sigurðsson torfhleðslumaður leiðbeinir erlendum áhugamönnum við hleðslu gamalla fjárhúsa á Tyrfingsstöðum, en Helgi kennir bæði grjót- og torfhleðslu. Kynning Fornverkaskólinn er með þjálfunarbúðir á Tyrfingsstöðum. Sigríður Sigurðardóttir í Glaumbæ (t.v.) og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir á Hólum (t.h.) segja frá starfseminni. Á milli þeirra eru Bryndís Zoëga skráningarstjóri og Björg Baldursdóttir kennari. Áhugafólk um bygging- ararfinn kemur á nám- skeið hjá Fornverkaskól- anum í Skagafirði til að púla við torfhleðslu. Helgi Bjarnason kynnti sér starfsemi skólans og kom við á Tyrfings- stöðum. daglegt líf Friðrik Steingrímsson í Mývatns-sveit fór í réttir og hitti þar Hjálmar Freysteinsson. Ekki fór hjá því að úr yrði kveðskapur: Réttarstemming ríkuleg ríkti og þar var dreypt af stútum, þar var Hjálmar, þar var ég og þó nokkuð af öðrum hrútum. Bjarni Stefán Konráðsson greip þetta á lofti: Úr réttum fátt til frétta bar, en framarlega þetta var að frændur góðir fundust þar; fóru að líta á gimbrarnar. Þá Davíð Hjálmar Haraldsson: Þar er drukkið stíft af stút, stökur ortar, hundar glíma, en þegar mætir Hjálmar hrút hjala þeir um fengitíma. Og Björn Ingólfsson: Rekið var í réttirnar rollur, lömb og gemlingar kátir sáust karlar þar kumra framan í gimbrarnar. Eiríkur Brynjólfsson rifjaði upp vísu föður síns, Hauks Hafstað úr Vík í Skagafirði, er hann las vísu Hjálmars Freysteinssonar um Herðubreið, drottningu íslenskra fjalla. Hann segir að Haukur hafi oft sé Herðubreið tilsýndar, aldrei komist upp á hana og ort þessa vísu um löngun sína: Helvíti er hún Herðubreið hrikalega ferleg. Einhvern tíma alla leið upp á hana fer ég. Af hrútum og réttum VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Hvað er Fornverkaskóli? Fornverkaskólinn í Skagafirði er á sínu öðru starfsári. Að honum standa Byggðasafn Skagfirðinga, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Hólaskóli – Háskólinn á Hólum. Fornverkaskólinn heldur námskeið í hleðslu torf- og grjótveggja, grind- ar- og gluggasmíði og vinnslu reka- viðar. Alls hafa tæplega sextíu manns komið á þessi námskeið. Um hvað snýst verkefnið Arfleifðin afhjúpuð? Byggðasafn Árnesinga á aðild að verkefninu „Unlocking Hidden Her- itage“ (Arfleifðin afhjúpuð) ásamt félögum og stofnunum í fimm öðr- um Evrópulöndum. Verkefnið er á sviði þjóðfræði og fornleifafræði. Þátttakendur fara milli landanna til að kynna sér gamla verkþekkingu sem er að glatast. Þeir hafa meðal annars unnið við þakskífugerð í Slóvakíu, körfugerð á Kýpur og tjörugerð í Þýskalandi, auk torf- hleðslu á Íslandi. Verkefninu lýkur með útgáfu bókar þar sem reynsla hópsins er skráð. S&S Þjálfa arfbera gamals handverks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.