Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „VIÐ byrjuðum að selja þetta [ í gær] og það gekk mjög vel. Fólk er mjög ánægt,“ segir Hjálmar Jóns- son, eigandi Sveinsbakarís, um brauð ársins, en sala á því hófst í gær í flestum bakaríum á höf- uðborgarsvæðinu. Brauðið var val- ið í samkeppni sem Landssamband bakarameistara og Kornax héldu nýlega í samstarfi um brauð ársins. Bakarar gátu spreytt sig í keppn- inni og var þátttaka mjög góð. Sigurvegarinn í Brauðakeppni Kornax 2008 var Sveinsbakarí með Sportbrauð eftir Kristján P. Sig- mundsson bakara. Kristján fékk í verðlaun fyrir brauðið gistingu fyr- ir tvo ásamt 3ja rétta máltíð á ein- hverjum af Icelandair-hótelunum á Íslandi, bikar og viðurkenning- arskjöld. Í sigurbrauðinu er m.a. hveiti og rúgsigtimjöl, graskersfræ, skorinn rúgur og ristað sesam. Þá er salt og sítrónupipar, ger og vatn og í brauðinu. „Þetta er gróft og hollt brauð, en það er það sem gildir í dag. Brauðið er sykur- og smjörlík- islaust og fullt af alls kyns korni,“ segir Hjálmar. Þá er notaður hveit- isúr í brauðið, en að sögn Hjálmars gerir hann brauðið skorpumeira. „Þetta er gömul hefð sem gerir brauðið líka bragðmeira,“ segir Hjálmar sem er ánægður með þessa viðurkenningu, en Sveinsbakarí fagnar 100 ára afmæli í ár. Hjálmar segir að brauðið verði selt í flestum bakaríum næsta hálfa mánuðinn. Miðað við viðtökurnar sem það hafi fengið í Sveinsbakaríi hafi hann mikla trú á að það verði áfram í sölu að hálfa mánuðinum loknum. elva@mbl.is Sveinsbakarí bar sigur úr býtum í keppni bakarameistara um brauð ársins Morgunblaðið/Kristinn „Gróft og hollt brauð það sem gildir í dag“ Vinsælt Hjálmar Jónsson, eigandi Sveinsbakarís, selur áhugasömum viðskiptavini brauð ársins 2008. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is GUNNAR I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, veltir fyrir sér hvort pólitík hafi blandast inn í umræðu tengda íbúasamtökum í Kópavogi. Hann segir afstöðu bæj- aryfirvalda gagn- vart íbúasamtök- um almennt vera ágæta. Mjög gott sé að fólk sé með- vitað um sitt nán- asta umhverfi. „Það sem okkur þykir hins vegar skrítið er að nú hafa verið haldnir tveir fundir og fulltrúar bæjarins hafa ekki verið beðnir að koma og skýra út málið varðandi þetta skipulag [við Skógarlind] og koma þeirra jafnvel verið afþökkuð. Svo er farið með rangt mál varðandi ýmsar tölur og staðreyndir,“ segir Gunnar. Íbúasamtökin sem stofnuð voru á fimmtudagskvöld eru þriðju íbúasam- tökin sem stofnuð eru í Kópavogi á ör- fáum árum. Sameiginlegt markmið allra samtakanna er að berjast gegn skipulagshugmyndum yfirvalda. Gunnar tekur fram að komið hafi verið til móts við óskir samtakanna Betri byggðar á Kársnesi á sínum tíma. „Svo þegar það var búið sneru þau sér á móti tillögunum, sem voru í góðu samræmi við það sem þau vildu sjá!“ Þetta segir Gunnar verða til þess að samtökin missi tiltrú. Ef þau vilja ekki hlusta á sjónarmið bæjarins „… til hvers eru þau þá?“ spyr Gunn- ar með áherslu. Ekki eingöngu fyrir Kópavog Hann bendir á að umferð á Reykja- nesbraut sé ekki eingöngu vegna um- ferðar í Kópavogi. „Uppbyggingin er líka gríðarleg í Garðabæ og ennþá meiri í Hafnarfirði.“ Gróflega áætlað keyra u.þ.b. 35.000 bílar á dag fram hjá Smáralind. Gunnar veltir því fyrir sér hvort stofnun íbúasamtakanna í Linda- hverfi eigi sér pólitískar rætur. „Guðríður Arnardóttir [Samfylkingu] stóð alltaf þarna fyrir utan dyrnar og Sigurður Þór [formælandi samtak- anna] fór alltaf út og leitaði ráða hjá henni,“ segir Gunnar. „Málið er þá allt í einu orðið pólitískt og verið að toga íbúana inn í pólitískar erjur,“ segir Gunnar og klykkir út með því að Samfylkingin hafi alltaf verið „á móti öllum góðum skipulagsmálum í Kópa- vogi“. Af pólitískum rótum sprottið? Gunnar I. Birgisson Morgunblaðið/RAX Breytingar Víða hefur verið deilt um skipulagsmál í Kópavogi, m.a. um nálægð nýs Nýbýlavegar við íbúðarblokk í hinu nýja Lundarhverfi. „OKKAR upplifun á Kársnesinu er mjög neikvæð,“ segir Arna Harð- ardóttir, sem er í forsvari fyrir íbúa- samtökin á Kárs- nesi. Hún segir málið allt eigin- lega vera sorg- arsögu. „Það voru lagðar fram hugmyndir í fyrra sem voru svo dregnar til baka, eftir mót- mæli frá íbúum. Síðan voru marg- ítrekuð loforð um samráð og þar fram eftir götunum,“ segir hún. Samtökin hafi verið kölluð á þrjá fundi og þang- aði hafi fulltrúar frá Kópavogsbæ mætt með fullmótaðar tillögur. „Þær voru algjörlega á ská og skjön við það sem íbúar höfðu verið að gagnrýna hálfu ári áður og þegar við komum því á framfæri að þetta væri alls ekki í takt við það sem íbúarnir vildu var viðræðum slitið,“ segir Arna. Hún segir að vonir hafi kviknað hjá samtökunum fyrst eftir að uppruna- legar tillögur voru slegnar af. „Já, al- gjörlega. Við vorum vongóð og mætt- um bænum full bjartsýni og mjög samstarfsfús. Einhvern veginn reikn- uðum við með því að það sama yrði uppi á teningnum hinum megin borðsins.“ Arna segir vonbrigðin þess vegna gríðarleg. „Það virðist hrein- lega ekki vera á dagskránni að taka tillit til sjónarmiða íbúanna.“ Barátt- an, segir Arna, er enn í fullum gangi. „Eiginlega sorgarsaga“ Arna Harðardóttir ÁRNI Jónsson hefur verið for- mælandi samtaka sem stofnuð voru til að mótmæla framkvæmdum við Nónhæð. „Það eru bæði kostir og gallar á þessu samstarfi við bæj- aryfirvöld,“ segir Árni. „Margt hefur gengið ágæt- lega, við höfum átt ágætis samræður við bæjarfulltrúa. Sumt hefur mætt skilningi en svo hefur það þótt sjálf- sagt að gera það sem bæjaryfirvöld vilja á hæðinni. Okkur finnst það ekki vera í takt við nútímann að setja hausinn undir sig og gera það sem menn ætla sér.“ Árni segir að hugmyndir sem kynntar voru í framhaldi af því að upprunalegar hugmyndir um Nón- hæð voru slegnar út af borðinu séu annars vegar sama byggingarmagn og hins vegar tillögur langt frá því sem rætt var um við bæjaryfirvöld. „Það sem hefur kannski ekki komið fram er að yfirvöld vilja ekki taka slaginn við okkur fyrr en eftir næstu kosningar. Það lá í orðum þeirra að setja þetta á bið, láta þetta malla og sjá svo hvort við yrðum ekki búin að gleyma þessu,“ segir Árni. Engar tillögur um mótvægisaðgerðir Hann segir að tilfinning íbúanna sé sú að bærinn leyfi verktökum að skipuleggja sínar lóðir en leggi ekki fram tillögur um hvernig skuli brugðist við, t.d. mótvægisaðgerðir í sambandi við hávaða, loftmengun, umferðarmagn og slíkt. „Það hefur orðið fátt um svör þegar slíkra spurninga er spurt,“ segir hann. Árni bendir á að í raun séu fimm íbúasamtök í gangi í Kópavogi. Lundarsamtökin hafi verið fyrst, svo Kársnessamtökin, nokkrir aðilar í Skógarhjalla hafi verið að vinna í þessum málum með lögfræðing á sínum snærum, þó að ekki sé um formleg samtök að ræða þar, auk Nónhæðarsamtakanna og nýstofn- aðra Lindasamtaka. „Þetta hlýtur að vekja spurningu um það hvort við kusum núverandi bæjarfulltrúa til að standa í stappi við alla íbúa bæj- arins,“ segir hann. Ekki í takt við nútímann að setja haus- inn undir sig Árni Jónsson WWW.EBK.DK EBK Huse A/S býður hér með til byggingarfundar 8. september 2008 í Reykjavík. V/ BELLA CENTER: +45-32 52 46 54, C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København Mán.- mið. og lau. 13-17, Sun. og helgidaga 11-17 83 59 Ert þú í byggingarhugleiðingum? DANSKIR GÆÐASUMARBÚSTAÐIR (HEILSÁRSBÚSTAÐIR) Á þessum fundi þar sem hægt er að fá einkaviðtöl getum við kynnt þig fyrir þeim byggingarmöguleikum sem í boði eru fyrir þig miðað við húsin okkar, byggingaraðferðir og afgreiðsluskilyrði við að reisa hús á Íslandi. Gerum tilboð samkvæmt ykkar hugmyndum og óskum. Skráning í einkaviðtal á www.ebk.dk eða beint hjá söluráðgjafa: Anders Ingemann Jensen eða Trine Lundgaard Olsen í síma +45 32 52 46 54 eða netfang: island@ebk.dk. Vinsamlegast virðið tímaskráningu. OPIÐ HÚS – Sunnudaginn 7. september kl. 13.00-16.00 Hestland lóð nr. 2 Komdu og kynnstu danskri hágæðaframleiðslu, orlofshúsum sem teiknuð eru af arkitektum og sniðin að óskum viðskiptavinarins sem og íslenskri veðráttu. Sort Søholm húsið er 93 fm og býður upp á spennandi og opinn arkitektúr með 15 fm yfirbyggðri verönd, 3 herbergjum og stóru og björtu stofu- og borðstofurými. Tveir sölu- og byggingaráðg- jafar okkar sem eru dönsku- og enskumælandi, verða á staðnum og veita þér nánari upplýsingar um möguleika og tilhögun. Ef þú ert með ákveðnar byggingarhugmyndir um orlofshús getur þú einnig rætt þær við okkur. Húsið sem er til sýnis er í einkaeign og ekki til sölu. Leiðarvísir: Rétt vestan við Selfoss er afleggjari til norðurs, Biskupstungnabraut, nr. 35. Ekið er fram hjá Þrastarlundi, fram hjá Kerinu og u.þ.b. 5 km. lengra þar til skilti merkt “Kiðjaberg” (Hraunborgir) er á hægri hönd birtist. Vegur 353. Þá eru 8 km að golfskála Kiðjabergs. Þegar komið er að skálanum er sveigt til vinstri niður í lægð og gegnum golfvöllinn, brautir sem er á hvorri hlið, upp brekku þangað til skilti í hestlíki birtist. 100-150 metrum lengra stendur húsið á hægri hönd. EBK Huse A/S hefur meira en 30 ára reynslu af því að byggja og reisa sumarbústaði úr tré.Þekkt dönsk gæðahönnun. EBK Huse er meðal leiðandi fyrirtækja á markaðinum, með 4 útibú í Danmörku og 4 útibú í Þýskalandi. Höfum einnig margra ára reynslu af sumarhúsbyggingum á Íslandi, Þýskalandi og Færeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.