Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 25
UMFERÐIN á morgnana inn á mið- svæði Reykjavíkur og frá svæðinu síðdegis er þung og á verstu tímum er jafnvel um- ferðarteppa. Á sama tíma og þetta ástand er þá er ljóst að bæði byggð og stofnunum mun fjölga á mið- svæði Reykjavíkur, Vatnsmýrarsvæðinu. Í dag eru helstu umferðaræðar ofsetn- ar á álagstímum. Flugvöllurinn í Vatns- mýrinni a.m.k. minnk- ar. Þetta eykur rými til nýbygginga á svæðinu. Það er verið að byggja nýjan Há- skóla Reykjavíkur í Vatnsmýrinni. Það er áætlað að stækka Landspítala Háskóla- sjúkrahús. Háskóli Íslands stækkar og dafnar. Þannig er og verður vaxandi þörf fyrir nýja umferðartengingu inn á þetta svæði. Það gildir bæði fyrir fólk á leið til og frá vinnu og námi en ekki síður fyrir öruggt aðgengi að Land- spítalanum. Í þessu sambandi er eðlilegt að skoða að tengja með vegi, brú eða göngum, frá sunnanverðu Sjá- landi Garðabæjar til Bessastaðaness, til Kársness og yfir í Vatnsmýrina. Á hjá- lagðri mynd er ein hugmynd að slíkri leið. Hagsmunamál margra Tenging yfir Skerjafjörðinn sem styttir vegalengdir margra til og frá vinnu eru mikið framtíðar hagsmunamál fyrir íbúa Kópavogs, Garða- bæjar, Álftaness, Hafnarfjarðar og jafn- vel Suðurnesja. Ekki síður er þetta hags- munamál fyrir íbúa mið- og vesturbæjar Reykjavíkur sem og Seltirninga þar sem slík framkvæmd gerir leiðina greiðari til Keflavíkur. Sem Álftnesingur tel ég lyk- ilatriði að slík umferðartenging fari ekki í gegnum byggðina á Álfta- nesi, heldur austan við hana. Nú- verandi valdhafar á Álftanesi hafa sagt að framtíðargolfvöllur ætti að vera á Bessastaðanesi. Með slíkri framkvæmd kæmi vegtenging við Bessastaðanesið að austan til. Slík vegtenging ætti því að geta verið ein forsenda fyrir tryggu aðgengi að Bessastaðanesinu sem gæti ver- ið forsenda fyrir því að draumur núverandi valdhafa um framtíðar golfvöll á Bessastaðanesi verði að veruleika. Umhverfismál Þegar umferð er mest fara svif- ryksmælingar yfir heilsuvernd- armörk við helstu umferðaræðar borgarinnar. Ný leið inn á mið- svæðið, yfir Skerjafjörðinn minnk- ar álag á þær stofnæðar sem fyrir eru og minnkar þar væntanlega svifryk. Það bætir loftgæði í borg- inni. Tenging yfir Skerjafjörðinn myndi stytta vegalengd margra til og frá vinnu og námi. Styttri vega- lengd til vinnu eða náms þýðir dag- lega minni útblástur frá bílum sem er mikið umhverfismál en stytting vegalengda er einnig beinlínis þjóð- hagslega hagkvæm. Það eru mörg efnisleg rök fyrir að setja á dagskrá tengingu yfir eða undir Skerjafjörð. Það er mik- ilvægt að slík framkvæmd verði gerð í sátt við náttúru Skerja- fjarðar. Þetta er mikið hagsmuna- mál fyrir allan suðurhluta höf- uðborgarsvæðisins. Eftir Gísli Gíslason »Mörg efn- isleg rök fyrir að setja vegteng- ingu úr suðri yfir eða undir Skerjafjörðinn inn á Vatnsmýr- arsvæðið Gísli Gíslason Umferðartenging í Vatnsmýrina úr suðri Höfundur er lífefnafræðingur og í stjórn Sjálfstæðisfélags Álftaness. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 25 Rónni raskað Fólkinu brá nokkuð þegar ljósmyndarinn flaug yfir, þar sem það baðaði sig í heitum læk fyrir ofan Hveragerði. RAX Blog.is Hallur Magnússon | 5. september Hefði ekki verið nær að hafa hóflegri fjárlög í fyrra? Hefði ekki verið nær að hafa hóflegri fjárlög í fyrra til að hafa eitthvað uppi í erminni fyrir fjár- lög næsta árs – fjárlög sem fyrirsjáanlegt var að þyrftu að taka tillit til nýrra samninga við ýmsar opinberar stéttir? Við erum meðal annars að súpa seyðið af verðbólgufjárlögum ársins í fyrra þegar Samfylkingin fór á eyðslu- fyllerí af gleði yfir að komast í rík- isstjórn – og Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í fjörinu! Við skulum ekki gleyma því að þar var 20% raunaukning á útgjöldum á fjárlögum í fyrra – einmitt þegar allir málsmetandi aðiljar hérlendis og er- lendis bentu á að aðhalds væri þörf! Nú situr ríkisstjórnarparið í þynn- kunni – og horfir fram á erfiða fjár- lagagerð – þar sem tekjur hafa dregist saman – en útgjaldaþörfin aukist! Kannske heldur ríkisstjórnarparið að það geti bjargað málum með því að níðast á nokkrum ljósmæðrum sem berjast fyrir eðlilegri leiðréttingu launa sinna. Það væri eftir því enda liggur ljósmæðrastéttin vel við höggi – þetta er jú kvennastétt! Meira: hallurmagg.blog.is ÞJÓÐFÉLAG okkar hefur fengið þungan dóm. Ljósmæður eru komnar í verkfall. Við höfum kallað yfir okkur bölvun sem ekki verður auðvelt að losa sig við. Hvernig gátum við látið þetta gerast? Að láta mæður ljóssins þurfa að biðja feður landsins um sanngjörn laun? Hvernig getur ein ríkisstjórn boðið verðandi for- eldrum upp á óvissuferð á fæð- ingardeildina? „Gangi ykkur vel! Vonandi verður einhver á vakt! Ha ha.“ Kaldur er hásætishlátur. Hvað værum við tilbúin að borga fyrir góða fæðingarþjónustu á frjálsum markaði? Hundrað þúsund, þrjú hundruð þúsund, milljón? Peningar eru afstæðir þegar lífið er annars vegar. Við erum auðvitað til í að borga HVAÐ SEM ER fyrir að fæðandi móðir og barn hennar séu í traustum höndum. Hættum því að karpa við ljósmæður um krónur og aura. Borgum þeim sanngjörn laun og gott betur en það. Höfum þær ánægðar. Styggjum ekki sjálfa lífsverðina. Á meðan dagblöðin birta myndir af forystukonum ljósmæðra á leið í Karp- húsið til fundar við sjálfan stofnfjáreig- andann í efnahagsbyr undanfarinna ára, standa reffilegir karlmenn á kjól- fötum neðar á síðunni, í daglegum aug- lýsingum útfararþjónustanna. Og við vitum öll hvað þeir taka fyrir þjónustu sína. Um það bil mánaðarlaun ljósmóður fyrir kistu, kistulagningu, líksnyrtingu, líkgeymslu, lík- keyrslu og litla vélgröfu með manni. Við borgum það sama fyrir að fá tuttugu börn í heiminn og að pota einum gamlingja í gröfina. Það er í þessu sem öðru. Gildismat okkar er allt á haus. Ástæðan er auðvitað sú að ríkið sér um fæð- ingar en einkaframtakið um jarðarfarir. Lífið er krati en dauðinn er kapítalisti. En einmitt vegna þess að fæðingin er í boði okkar skattgreiðenda krefjumst við þess að hún sé hafin yfir karp um launakjör. Eða er okkur virkilega ekkert heilagt lengur? Setjum ekki verðmiða á lífið. Í guðanna bænum drífið í því að semja við ljósmæður. Ég vil ekki búa í þjóðfélagi sem neyðir ljósmæður í kjarabar- áttu. Ljósmæður og landsfeður Hallgrímur Helgason vill að stjórnvöld komi til móts við kröfur ljósmæðra » Við erum auðvitað til í að borga hvað sem er fyrir að fæðandi móðir og barn hennar séu í traustum höndum. Hallgrímur Helgason Höfundur er rithöfundur. Guðmundur Jónas Kristjánsson | 5. sept. Bág staða öryrkja ... Aðalstjórn Öryrkja- bandalags Íslands lýsir þungum áhyggjum sín- um yfir slæmri fjárhags- stöðu öryrkja. Aðal- ástæðan sé vaxandi verðbólga sem geri ör- yrkjum illmögulegt að láta enda ná saman. En þetta á ekki bara við ör- yrkja, þetta á við alla sem standa höll- um fæti í þjóðfélaginu. Kjör þessa fólks hafa snarversnað sl. ár, þrátt fyrir ýms- ar aðgerðir stjórnvalda til að bæta kjör þessara þjóðfélagshópa. Má segja að staða þessara hópa hafi aldrei verið verri í áratugi. Og allt skuli þetta gerast undir stjórn og á ábyrgð jafnaðarmanna- flokks Íslands, Samfylkingarinnar. Flokks sem lofaði stórbættum kjörum til handa hinum verr settu fyrir kosn- ingar. ... Meira: zumann.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.