Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 37 Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Skilaboðaskjóðan Sun 7/9 kl. 14:00 Ö Sun 14/9 kl. 14:00 Lau 20/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Sun 5/10 kl. 13:00 ath. breyttan sýn.atíma Sun 12/10 kl. 14:00 Sun 19/10 kl. 14:00 Ástin er diskó - lífið er pönk Fös 5/9 kl. 20:00 Ö Lau 6/9 kl. 20:00 Ö Lau 13/9 kl. 20:00 Fös 19/9 kl. 20:00 Lau 20/9 kl. 20:00 Sun 28/9 kl. 20:00 Fös 3/10 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Engisprettur Fös 26/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Fim 9/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Leikhúsperlur - afmælishátíð Atla Heimis Sun 21/9 kl. 16:00 Kassinn Utan gátta Þri 21/10 fors. kl. 20:00 Ö Mið 22/10 kl. 20:00 Ö Fim 23/10 kl. 20:00 Ö Fös 24/10 frums. kl. 20:00 U Lau 25/10 kl. 20:00 Fös 31/10 kl. 20:00 Lau 1/11 kl. 20:00 Ath. takmarkaðan sýningatíma Kúlan Klókur ertu - Einar Áskell Sun 7/9 kl. 11:00 U Sun 7/9 kl. 12:30 U Lau 13/9 aukas. kl. 12:30 Sun 14/9 kl. 11:00 U Sun 14/9 kl. 12:30 U Sun 21/9 kl. 11:00 Ö Sun 21/9 kl. 12:30 Sun 28/9 kl. 11:00 Sun 28/9 kl. 12:30 Brúðusýning fyrir börn Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 10:00-18:00, miðvikudaga til föstudaga kl. 10:00-20:00, og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00-20:00 Fló á skinni (Stóra sviðið) Fös 5/9 frums kl. 20:00 U Lau 6/9 kl. 19:00 U 2. kortas Sun 7/9 kl. 20:00 U 3. kortas Þri 9/9 aukas kl. 20:00 U Mið 10/9 aukas kl. 20:00 U Fös 12/9 kl. 19:00 U 4. kortas Fös 12/9 kl. 22:00 Ö ný aukas Lau 13/9 kl. 19:00 U 5. kortas Lau 13/9 ný aukas kl. 22:00 Sun 14/9 aukas kl. 20:00 U Fim 18/9 aukas kl. 20:00 U Fös 19/9 kl. 19:00 U 6. kortas Lau 20/9 kl. 19:00 U 7. kortas Lau 20/9 kl. 22:30 Ö 8. kortas Fim 25/9 kl. 20:00 U 9. kortas Fös 26/9 kl. 19:00 U 10. kortas Fös 26/9 kl. 22:00 Ö ný aukas Lau 27/9 kl. 19:00 U 11. kortas Lau 27/9 ný aukas kl. 22:00 Fim 2/10 kl. 20:00 U 12. kortas Fös 3/10 kl. 19:00 U 13. kortas Fös 3/10 aukas kl. 22:00 U Lau 4/10 kl. 19:00 U 14. kortas Lau 4/10 aukas kl. 22:00 U Ath! Takmarkaður sýningarfjöldi. Tryggðu þér miða í áskriftarkortum. Gosi (Stóra sviðið) Sun 7/9 aukasýnkl. 14:00 Ö Sun 14/9 aukasýnkl. 14:00 Ö Sun 21/9 aukasýn kl. 14:00 Sun 28/9 aukasýn kl. 14:00 Síðustu aukasýningar. Fýsn (Nýja sviðið) Fim 11/9 fors. kl. 20:00 U Fös 12/9 frums. kl. 20:00 U Lau 13/9 kl. 20:00 Ö 2. kortas Sun 14/9 kl. 20:00 Ö 3. kortas Fös 19/9 4. kortas kl. 20:00 Lau 20/9 kl. 20:00 Ö 5. kortas Sun 21/9 6. kortas kl. 20:00 Ekki við hæfi barna. Almenn forsala hafin. Tryggðu þér sæti í áskriftarkortum. Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið) Þri 7/10 forsýn kl. 20:00 U Mið 8/10 forsýn kl. 20:00 U Fim 9/10 forsýn kl. 20:00 U Fös 10/10 frumsýn kl. 20:00 U Lau 11/10 kl. 19:00 Sun 12/10 2. kortas kl. 20:00 Forsala hefst 24. september, en þegar er hægt að tryggja sæti í áskriftarkorti. Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Óvitar (LA - Samkomuhúsið ) Fös 5/9 aukas kl. 20:00 Ö Lau 6/9 aukas kl. 20:00 Ö Sun 7/9 aukas kl. 15:00 Ö Lau 13/9 kl. 20:00 Ö ný aukas Fjölskylduskemmtun Fool for love (Samkomuhúsið) Fim 11/9 frums. kl. 20:00 U Fös 12/9 kl. 19:00 U 2. kortas Fös 12/9 aukas kl. 21:00 U Lau 13/9 kl. 19:00 U 3. kortas Lau 13/9 kl. 21:00 U 4. kortas Sun 14/9 kl. 20:00 Ö 5. kortas Fim 18/9 kl. 20:00 Ö 6. kortas Fös 19/9 kl. 19:00 Ö 7. kortas Lau 20/9 kl. 19:00 Ö 8. kortas Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Maddid (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fös 5/9 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 7/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Sun 14/9 kl. 20:00 síðustu sýningar Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Cavalleria Rusticana og Pagliacci Fös 19/9 frums. kl. 20:00 Ö Sun 21/9 kl. 20:00 Fim 25/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00 Forsala miða hafin á www.opera.is! Janis 27 Fös 3/10 frums. kl. 20:00 Ö Fim 9/10 kl. 20:00 Lau 11/10 kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Lau 18/10 kl. 20:00 Forsala miða hafin á www.opera.is! Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Mammút Tónleikar Fös 5/9 kl. 20:00 Bergþór , Bragi og Þóra Fríða Tónleikar Sun 21/9 kl. 16:00 Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Duo (Litla svið) Fim 16/10 1. sýn kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Fös 24/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 6/9 kl. 15:00 Ö Lau 6/9 kl. 20:00 Ö Sun 7/9 kl. 16:00 Ö Fös 3/10 kl. 20:00 U Lau 4/10 kl. 15:00 U Lau 4/10 kl. 20:00 Ö Lau 11/10 kl. 15:00 Ö Lau 11/10 kl. 20:00 U Sun 12/10 kl. 16:00 Sun 2/11 kl. 16:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 25/10 kl. 20:00 Fös 31/10 kl. 20:00 Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið EINS og greint var frá í gær hefur einum allra helsta tónleikastað Reykjavíkur, Organ, nú verið lok- að. Þetta er óneitanlega mikið áfall fyrir íslenska popp- og rokktónlist- armenn, enda góðir tónleikastaðir ekki á hverju strái í höfuðborginni. Nokkrir eru þó eftir: Nasa Ókrýndur konungur tónleika- staða í Reykjavík. Gallinn er hins vegar sá að hann er of stór fyrir margar hljómsveitir, og sömuleiðis of dýr. Iðnó Einn fallegasti salur í Reykja- vík, en þar hefur ekki þótt við hæfi að halda alvöru rokktónleika, enda húsnæðið viðkvæmt. Þá er salurinn stór, og leiga há. Grand rokk Þar hefur mikill fjöldi rokktónleika verið haldinn með góðum árangri, en einhverra hluta vegna hefur lítið verið um tónleika á staðnum að undanförnu. Rúbín Einn nýjasti staðurinn í flór- unni. Stærðin er hæfileg, en marg- ar rokksveitir setja það þó fyrir sig að Rúbín er í Öskjuhlíðinni. Þá þyk- ir staðurinn fullfínn fyrir „sveittar“ rokksveitir. Ellefan Þar hafa verið haldnir kröftugir rokktónleikar með góð- um árangri. Staðurinn er þó lítill. Tunglið Ágætur staður sem er þó fyrst og fremst ætlaður fyrir elektróníska tónlist og hvers konar klúbbakvöld. Café Hljómalind Lítill staður við Laugaveg sem hentar vel fyrir minni sveitir og trúbadora. Café Oliver Þar hafa verið haldnir tónleikar með nokkuð góðum ár- angri, þótt aðstaða fyrir áhorf- endur sé ekki of góð. Þá er hann í fínni kantinum. Domo Er með aðstöðu til tónleika- halds í kjallaranum, en þar hafa fyrst og fremst verið haldnir djass- tónleikar og aðrir tónleikar í ró- legri kantinum, enda fínn staður. Rósenberg Nýjasti staðurinn í tón- leikastaðaflórunni. Staðurinn hefur alla burði til að taka við hlutverki Organ, enda af svipaðri stærð. Café Amsterdam Fínn staður fyrir villta rokktónleika, en sumum þyk- ir staðurinn fullsubbulegur. Þjóðleikhúskjallarinn Mjög góður tónleikastaður af hæfilegri stærð. Þar hafa þó ekki verið haldnir tón- leikar í langan tíma. Dillon Fyrst og fremst bar, en þar hafa þó verið haldnir tónleikar. Lítill. Hressó Ágætur staður fyrir minni tónleika. Tónleikastaðir í Reykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „EÐLILEGA er þetta mjög slæmt fyrir hljómsveitir, og það liggur við að það sé ekki hægt fyrir litlar sveit- ir að koma sér á framfæri. Það er ekkert hægt að vera lítið band í Breiðholti og panta Nasa,“ segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, Finni í Dr. Spock, um þróun mála í tónleika- staðamenningu í Reykjavík í kjölfar þess að Organ hefur nú verið lokað. „Það eru reyndar nokkrir staðir sem eru ekki eiginlegir tónleika- staðir, en hafa samt verið að halda tónleika. Það eru til dæmis stundum tónleikar á Dillon, Prikinu eða Kaffi- barnum. Þetta eru ekki bestu stað- irnir til að halda tónleika á, en þeir geta samt verið drulluskemmti- legir.“ Nasa gerir rétt Finni segir undarlegt að hið op- inbera styðji ekki betur við gras- rótina í íslensku tónlistarlífi. „Það er dálítið steikt að þetta list- form, sem er í rauninni búið að skila mestu í kassann í sambandi við land- kynningu í gegnum Björk og Sigur Rós, sé ekki bakkað betur upp af hinu opinbera. Þeir eru borgandi einhverjar trilljónir í Þjóðleikhúsið og það, en geta ekki gert út einn tón- leikastað. Um leið og einhver tónlist- armaður slær í gegn erlendis er það einhver besta landkynning sem hægt er að fá.“ Þá segir Finni að þeir staðir sem eftir eru í Reykjavík þurfi sumir hverjir að breyta sínum starfs- aðferðum. „Við höfum til dæmis ver- ið að spila í New York, og þar borgar maður fyrir staðinn. Þú selur inn, og þeir taka bara ákveðið af miðunum. En ef það er stútfullt hætta þeir því, og svo öfugt – ef það er tómt, þá eru þeir með tryggingu,“ segir Finni og bætir því við að staður á borð við Nasa geri þetta rétt. „Þeir geta valið og hafnað hvað þeir fá í húsið. Þótt þú sért ekki með nema 300 manna stað verður bara að kosta inn. Og ef hljómsveitin vill hafa frítt inn borgar hún bara. Ef það gengur vel og það kemur fullt af fólki má svo gera sér- stakan samning.“ Menn redda sér Finni hefur lengi verið viðloðandi tónlistarlífið í Reykjavík, en áður en hann stofnaði Dr. Spock ásamt fé- lögum sínum var hann m.a. í hljóm- sveitinni Quicksand Jesus sem stofnuð var í kringum 1990. Að- spurður segir Finni að meira úrval hafi verið af tónleikastöðum þegar hann var að byrja í þessum bransa. „Maður spilaði til dæmis á Hressó, Blúsbarnum, á́ gamla Gauknum, í Rósenbergkjallaranum og auðvitað á Tunglinu sem var svona eins og Nasa er í dag. En ég held að með peningunum hjá þjóðinni hafi bara komið dýrir og fínir staðir, sem eru bara ekki nógu subbulegir. Það vantar subbulegan rokkstað, sem samt er rekinn af manni með heilabú. Það vantar svona stað fyrir bönd til að byrja á. En rokkið finnur reyndar alltaf sínar leiðir, menn redda sér alltaf,“ segir Finni að lok- um. „Það vantar subbulegan rokkstað“ Finni í Dr. Spock segir að tónleika- staðir þurfi að breyta starfsað- ferðum sínum Morgunblaðið/Kristinn Sveitt Finni í miklum ham með Dr. Spock. „… rokkið finnur reyndar alltaf sínar leiðir, menn redda sér alltaf.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.