Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 19 Framsóknarflokknum líði ekki vel í stjórn- arandstöðu. Við höfum miklar skyldur eftir áfall innan flokksins. Það þarf að fara í grasrótina og byggja flokkinn upp á nýjan leik sem sóknarafl. Sá sem tapar kosn- ingum tapar oft meiru eftir þær því fáir vilja vera í liði taparans. Lausafylgið hefur því ekki verið okkar. En við erum að kom- ast í gegnum það tímabil og erum á upp- leið. Fylgi flokksins er komið í tveggja stafa tölu, orðið 10 prósent og við stefnum að því að verða 20 prósent í næstu kosn- ingum. Það er skylda okkar. Ég trúi því að okkur takist að ná vopnum okkar og getum með markvissum hætti á næstu árum byggt Framsóknarflokkinn upp. En það er misskilningur að stjórnarand- staða þurfi að vera samhent í öllum málum. Það er ekki hlutverk hennar. Mikilvægast er að bera á borð þjóðþrifamálin okkar og berjast fyrir framgangi þeirra. Það er hins vegar hlutverk ríkisstjórnarflokkanna að vera samstiga. Þar er mikill misbrestur á, því ríkisstjórnarflokkarnir nú eru einungis sammála um að brosa framan í þjóðina og vernda sína valdastóla. Samstaðan nær ekki lengra, og það í mörgum mikilvægustu málum þjóðarinnar í dag. Almenningur þarf svo að súpa seyðið af því. Það er því stjórnarmeirihlutinn sem er aumur, þó þingstyrkurinn sé mikill.“ Engin flokkslína í Evrópumálum Hvernig ætlarðu að efla flokkinn á höf- uðborgarsvæðinu? Er Framsóknarflokk- urinn ekki bara landsbyggðarflokkur? „Nei, Framsóknarflokkurinn er þjóð- arflokkur. Hann er þjóðarafl. Framsýnasti maður allra tíma í íslenskum stjórnmálum var Jónas frá Hriflu sem stofnaði Fram- sóknarflokkinn og sömuleiðis Alþýðuflokk- inn. Framsóknarflokkurinn hefur búið við þann áróður að vera sagður landsbyggð- arflokkur eða bændaflokkur. Hann stendur auðvitað með sinni landsbyggð og sínum bændum sem eru mikilvægt afl í íslensku samfélagi, eins og hver einasti maður nán- ast veit. Framsóknarflokkurinn þarf að snúa þessum áróðri við og minna á að hann er flokkur allrar þjóðarinnar. Við eigum að tala til þess hógværa, öfgalausa og miðju- sinnaða fólks í samfélaginu. Á höfuðborg- arsvæðinu á Framsóknarflokkurinn að eiga öruggt um 15-20 prósent fylgi. Þetta er fylgi þeirra sem eru ekki vinstri grænir, ekki sjálfstæðismenn og eru í eðli sínu ekki kratar. Á síðustu árum höfum við misst þetta fólk frá okkur en nú munum við leita að þeim hópi fólks á höfuðborgarsvæðinu sem er framfarasinnað og fordómalaust og gerir sér grein fyrir því að við þurfum öfl- ugt, kröftugt og fjölbreytt atvinnulíf sem undirstöðu mennta- og velferðarkerfis á heimsmælikvarða. Þetta er sama fólkið og Sigurður Geirdal fann og gerði Framsókn- arflokkinn í Kópavogi að 30 prósent flokki.“ Það eru gríðarlega skiptar skoðanir um Evrópumál innan Framsóknarflokksins, þar eru áhrifamenn sem eru stuðningsmenn Evrópusambandsins eins og til dæmis Val- gerður Sverrisdóttir. Verður þú ekki að gefa eftir í afstöðu til Evrópusambandsins? „Framsóknarflokkurinn er fjöldahreyfing tólf þúsund félagsmanna og eins og í öðrum fjöldahreyfingum eru skiptar skoðanir um Evrópumál í svo stórum félagsskap. Við er- um framsóknarmenn af því að við eigum okkur sameiginlegar hugsjónir og lífsskoð- anir. Evrópumálin eru í eðli sínu þannig að skoðanir fólks á þeim endurspegla ekki endilega hvaða stjórnmálaflokk fólk á end- anum kýs að styðja. Við framsóknarmenn höfum verið í fararbroddi flokka í að gaum- gæfa þessi mál og kanna kosti og galla að- ildar að Evrópusambandinu, enda flokkur sem leitar jafnvægis og málamiðlana eins og við erum þekkt fyrir í samfélaginu. Það hyggjumst við gera áfram. Ferli umræð- unnar innan Framsóknarflokksins er sem fyrr ábyrgt og skynsamlegt, að meta ís- lenska hagsmuni mikils. Í ræðu minni á miðstjórnarfundi okkar framsóknarmanna fór ég vandlega yfir þessi mál og taldi að menn yrðu að vera sammála um að vera ósammála um þetta stóra grundvallaratriði. Það er ekki til „flokkslína“ í þessu máli þar sem andstæð sjónarmið eru svo jöfn að burðum, hvorki innan okkar raða né innan annarra flokka. Önnur skoðunin er ekki rétthærri hinni og því taldi ég eðlilegast að þjóðin ætti lokasvarið í þessu máli, að lokn- um nauðsynlegum lagasetningum, breyt- ingu á stjórnarskrá og vandaðri umfjöllun um kosti og galla aðildar. Ég hlaut mikinn stuðning við þessi sjónarmið mín og raunar samþykkti miðstjórnin einróma ályktun í þessa veru. Það er því ekkert að því að stjórnmálamenn hafi ólíkar áherslur í þessu máli. Mikilvægast er að lýðræðisleg nið- urstaða fáist og menn geti staðið á sinni sannfæringu, stjórnmálamenn og almenn- ingur. Ég tel mig því síður en svo þurfa að gefa eftir í neinu varðandi þessa nið- urstöðu.“ Eina færa leiðin Framsókn er komin í meirihluta í borg- inni. Þið Geir Haarde eruð sagðir hafa hannað þennan nýja meirihluta. Er það ekki rétt? „Nei, það er ekki rétt. Við Geir erum ekki höfundar að þessum nýja meirihluta. Við verðum að gefa þeim sem takast í hendur og ákveða að ganga heilir til sam- starfsins allan heiðurinn. En það má kannski kalla okkur Geir eins konar guð- feður að þessu gæfusambandi sem ég vona að verði. Við Geir ræddum málið tvívegis. Þegar ljóst var að samstarf sjálfstæðismanna við Ólaf F. Magnússon væri í uppnámi þá töl- uðum við Geir lítillega um að möguleiki væri á samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borginni. Við vissum þá hvorugur hvort það yrði raunin. Þegar Ósk- ar Bergsson og Hanna Birna voru sest að samningaborðinu áttum við Geir alvöru samtal um að mikilvægt væri fyrir Reyk- víkinga að vel tækist til. Við vorum sam- mála um að þetta samstarf í borginni væri eina færa leiðin. Reykvíkingar áttu ekki kost á öðrum meirihluta sem hefði gengið í verkefnin af ábyrgð og festu. Það var eng- inn Tjarnarkvartett á borðinu, Ólafur F. var ekkert að fara inn í þann meirihluta og hann var ekki að fara út úr borgarstjórn, fullyrðingar um það voru bara klækjapólitík og áróður af hálfu Vinstri grænna og Sam- fylkingar. Ég hef fulla trú á þessum nýja meirihluta sem ég er viss um að muni vinna sér traust borgarbúa á skömmum tíma.“ Nú ert þú gagnrýndur fyrir að hafa breytt ræðu þinni í þinginu um kristilegt siðgæði fyrir birtingu í Alþingistíðindum. Af hverju gerðir þú það? „Ég á mína barnstrú og það væri fárán- legt af manni sem hefur verið gæfusamur að þakka ekki forsjóninni og einhverju afli sem maður finnur í kringum sig. Það finna margir að yfir þeim er vakað. Umrædd ræða í þinginu var þannig að ég gekk full- langt og það hefði verið auðvelt að stimpla mig öfgamann. Ég sagði þar að í rauninni væri ekkert annað siðgæði til en kristið sið- gæði. Ég breytti svo textanum og sagði að ekkert hefði bætt heiminn jafn mikið og kristið siðgæði. Auðvitað eiga ýmsar trúarhreyfingar og trúlausir menn með sér göfuga siðgæðisvit- und. Ég vildi sýna þeim þá virðingu að níða ekki þeirra lífsskoðanir, en hins vegar er ég sannfærður um að ekkert siðgæði hefur breytt veröldinni jafnmikið og kristið sið- gæði. Þetta er það sem ég vildi sagt hafa og leyfði mér að breyta ræðunni samkvæmt því.“ Lagður af stað í mikið ferðalag Ætlarðu skilyrðislaust að halda áfram sem formaður Framsóknarflokksins? „Ég varð formaður Framsóknarflokksins tiltölulega óvænt þegar Jón Sigurðsson fór frá borði. Ég er bjartsýnismaður og finn að ég á mikinn stuðning í Framsóknarflokkn- um. Ég er lagður af stað í það mikla ferða- lag með mínu fólki að byggja Framsókn- arflokkinn upp sem stóra og sterka einingu. Ég hygg að við getum stækkað fyrr en við ætluðum. Sjálfstæðisflokkurinn er enginn miðju- flokkur og frjálshyggja hans er að bíða skipbrot. Samfylkingin er sundrað bandalag úr mörgum áttum. Gömlu kratarnir, mjög ábyrgir menn, eiga sér engan flokk. Þeir eru móðurlausir á þessari jörð. Vinstri grænir er flokkur sem fyrst og fremst er stjórnarandstöðuflokkur í flestum þjóðþing- um heimsins. Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur, byggður upp sem fé- lagshyggjuafl, á samvinnuhugsjón og ung- mennafélagshugsjón. Hann hefur í sínum röðum margt af besta og skemmtilegasta fólki á Íslandi. Hann getur verið stoltur af sögu sinni og verkum. Það á að vera auð- velt að byggja hann upp. Eitt erfiðasta verkefni sem einn maður tekst á við er að vera formaður stjórn- málaflokks. Þar standa menn á köldum tindi og eru í skotlínu. Ég hræðist það ekki. Ég er umdeildur maður eins og allir for- menn stjórnmálaflokka eru. Það sem gefur mér styrk er að ég finn samhljóm milli mín og fólksins í landinu.“ tindi Morgunblaðið/Golli » Það er alvarlegt efnahagsástandá Íslandi. Samfylkingin hefur verið algjörlega stikkfrí í því máli. Nánast enginn í hennar röðum hefur talað um efnahagsmál eftir að fór að þrengja að. Það eru pólitísk hyggindi og klókindi að láta Sjálfstæðisflokkinn svitna við þær aðstæður – og hann gerir það sannarlega. Þessi ríkisstjórn starfar aðeins þetta kjörtímabil, inn við beinið þola flokkarnir ekki hvor annan.“ » Eitt erfiðasta verkefnisem einn maður tekst á við er að vera formaður stjórnmálaflokks. Þar standa menn á köldum tindi og eru í skotlínu. Ég hræðist það ekki. » Það var hins vegar reyntað skrökva að þjóðinni, ekki síst af Vinstri grænum, að álver væri komið eða á leið í hvern einasta fjörð og búið væri að sökkva Íslandi. Ég sá þegar ég fór um mitt fallega land á dögunum að enn rís það hátt og fagurt og álverin eru bara á þremur stöðum, tvö hérna við Reykjavík og eitt austur á Reyðarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.