Morgunblaðið - 06.09.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 06.09.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 29 ✝ Kristín HelgaSveinsdóttir fæddist í Ólafsvík 10. janúar 1911. Hún lést á Hraun- búðum í Vest- mannaeyjum 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Skúla- son bóndi í Króki í Eyrarsveit, f. í Fremri-Hrafna- björgum í Dalasýslu 7. júní 1871, d. í Ólafsvík 27. des. 1947 og Ingibjörg Hannesdóttir, f. í Höfðakoti í Eyrarsveit 17. júní 1868, d. í Rimabæ í Eyrarsveit 29. maí 1918. Þau eignuðust 9 börn. Systkini Kristínar eru Skúli, f. 19. nóv. 1895, d. 26. maí 1978, Guð- ríður, f. 28. okt. 1897, d. 19. júlí 1963, Hannes, f. 10. sept. 1900, d. 10. jan. 1981, Guðmundína, f. 22. ágúst 1903, d. 31. des. 1996, Sig- Guðmundsson, f. 17. júní 1951, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Pálmi átti son fyrir og á hann tvo syni. Sigurður Ingi, kjörsonur Lúðvíks, f. 10. mars 1944, maki Ástfríður Árnadóttir, þau skildu, þau eiga tvö börn og fjögur barna- börn. Sonur Kristínar og Helga Magnúsar Sigurjónssonar, f. í Hafnarfirði 10. september 1906, d. 3. ágúst 1960, er Hafsteinn Reynir Magnússon, f. 21. september 1936, maki Margrét Þórey Gunnlaugs- dóttir, f. 19. apríl 1944. Þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Kristín vann við ýmis störf sem til féllu til bæjar og sveita. Hún flytur til Vestmannaeyja 1951 og býr þar til ársins 1973 er þau flytja til Reykjavíkur. Hún dvaldi síð- ustu árinn á Dvalarheimilinu Hraunbúðum. Útför Kristínar verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. urást Anna, f. 19. júlí 1906, d. 18. okt. 1989, Guðmundur, f. 6. okt. 1907, d. 26. júní 1987, Ingibjörg, f. 9. ágúst 1909, d. 22. apríl 1948, og Kristján Júl- íus, f. 10. júlí 1912, d. 12. maí 1984. Árið 1918 missir Kristín móður sína og systk- inahópurinn tvíst- rast. Hún er tekin í fóstur til Hafliða Jó- hannssonar og Helgu Jónsdóttir sem bjuggu á Búðum í Eyrarsveit, Hún kemur til Reykjavíkur 1924 og fer þá til Skúla bróður síns og konu hans Hallfríðar sem reyndust henni alla tíð vel. Kristín giftist 30. ágúst 1951 Lúðvík Reimarssyni, f. í Vest- mannaeyjum 31. ágúst 1920. Börn þeirra eru: Anna Ingibjörg, f. 5. júlí 1953, maki Þorvaldur Pálmi Nú er mér ljóst, hvað átt ég hefi bezt, hver unni mér og hjálpaði mér mest, sem stríddi, svo ég fengi ró og frið og fúsast veitti mér í þrautum lið. Það var enginn, enginn nema þú, elsku móðir – glöggt ég sé það nú. Nú sé ég fyrst, að vinafár ég er, því enginn móðurelsku til mín ber. Þér þakka ég, móðir, fyrri trú og tryggð; á traustum grunni var þín hugsun byggð. Þú stríddir vel, unz stríðið endað var, og starf þitt vott um mannkærleika bar. Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst þreytt; þinni hvíld ei raskar framar neitt. Á þína gröf um mörg ókomin ár, ótal munu falla þakkartár. (Jóhann M. Bjarnason.) Takk fyrir allt, elsku mamma. Þín dóttir Anna Björg. Elsku amma, um þig á ég margar góðar minningar sem munu lifa með mér alla ævi. Ég man sérstaklega eft- ir því þegar ég kom að heimsækja ykkur afa í Maríubakkann, því þar voru móttökurnar alltaf góðar. Þér leiddist ekki að stjana í kringum mig og var alltaf eitthvað gott á boðstóln- um þegar ég kom í heimsókn til þín, sérstaklega man ég eftir lummunum góðu sem þú bakaðir svo oft. Það var alltaf eintóm gleði í kring um þig og jákvætt andrúmsloft, því neikvæðni var eitthvað sem ekki var til í þínu fari. Þú vildir ávallt hjálpa og gleðja fólkið í kring um þig, því fyrir þig skipti mestu máli að öllum liði vel. Við hlustuðum oft á tónlist saman því þú hafðir mikla unun af því að hlusta á góða músík og var útvarpsstöðin Bylgjan þar í miklu uppáhaldi. Ég gæti rifjað upp svo margar góð- ar minningar sem ég á um þig því þær eru ótæmandi, en fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að hafa kynnst þér og vil ég þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér. Ég bið góðan guð að geyma þig og vil ég kveðja þig með bæninni sem þú kenndir mér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Jónína Kristín Þorvaldsdóttir. Kristín Helga Sveinsdóttir ✝ Marinó Jónssonfæddist á Bakka í Bakkafirði 6. nóvember 1961. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Aðal- björg Jónasdóttir frá Brúarlandi Þistilfirði f. 24.10. 1941, d. 16.11. 1990 og Jón Höjgaard Marinósson frá Bakka í Bakkafirði f. 27.9. 1934, d. 18.1. 1981. Systkini Marinós eru: Anna Guðrún f. 19.7 1959 og Hafliði f. 23.9 1960. Marinó kvæntist 26.12 1984 eftirlifandi eiginkonu sinni Ólöfu Kristínu Arnmundsdóttur f. 6.8 1959. For- eldrar hennar eru Arnmundur Jónasson f. 16.8. 1928 og María og bjó þar til dauðadags. Hann gekk í barnaskóla á Skeggjastöð- um, í Vopnafjarðarskóla og lauk grunnskólaprófi frá Laugaskóla. Tvítugur keypti hann sína fyrstu trillu og stundaði útgerð upp frá því. Árið 1996 stofnuðu þau hjónin fyrirtækið Marinó Jónsson ehf. Fyrir nokkrum árum hófu þau að framleiða harðfisk, í fyrstu aðeins í tilraunaskyni en síðustu árin hefur harðfisk- framleiðslan verið fastur hluti í rekstri fyrirtækisins auk trilluút- gerðar. Marinó var virkur þátt- takandi í flestu því er fram fór í byggðarlaginu. Hann var í sveit- arstjórn Skeggjastaðahrepps og síðar Langanesbyggðar og í stjórn Landssambands smábáta- eigenda. Hann hafði mikinn áhuga á ýmsu sporti s.s. skot- og stangveiði. Árið 1992 veiddi Mar- inó stærsta lax sem veiðst hefur á stöng á Íslandi í Bakkaá í landi Bakka. Útför Marinós verður gerð frá Skeggjastaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Guðmundsdóttir f. 12.5 1930, d. 29.1 1982. Börn þeirra eru: 1) Jón Höjga- ard f. 16.4. 1983, maki Bjarnheiður Jónsdóttir f. 22.2. 1982. Synir þeirra eru: Ingimar Darri f. 14.11. 2004 og Marinó f. 18.4. 2008. 2) Sigurður f. 12.1. 1993. 3) Aðalbjörg María f. 30.10 1994. 4) Arnmundur f. 26.3. 1997. 5) Inga Lóa f. 3.9. 2001. Fyrir átti Mar- inó soninn Kristófer f. 1.9 1977, maki Bjargey Einarsdóttir f. 10.6 1971. Börn þeirra eru: Víkingur Ragnar f. 4.6. 1997 og Margrét Anna f. 30.10 2001. Móðir Krist- ófers er Sigurveig Jenný Ragn- arsdóttir f. 30.12.1960. Marinó ólst upp á Bakkafirði Það er stórt skarð höggvið í hina fámennu byggð við Bakkaflóann þegar Marínó Jónsson, útgerðar- maður á Bakkafirði, fellur frá langt fyrir aldur fram, svo ekki sé nú talað um áfallið þegar sex barna faðir og afi fellur frá í blóma lífsins. Þau eru mörg skörðin sem maðurinn með ljáinn hefur á undanförnum árum og nú með þessu höggvið í fjölskyldu- hópinn frá Brúarlandi. Eins gott að sú fjölskylda er stór og samheldin þegar á reynir. Ég man Marínó lítinn og fjörlegan strákhnokka með föður sínum á slát- urhúsinu á Þórshöfn fyrir margt löngu og í fjölskylduboðum á Brú- arlandi. Hann bar það snemma með sér að hann yrði atorkusamur eins og hann sannarlega reyndist, kom- inn til fullorðinsára. Hann kaus sér búsetu í sinni heimabyggð, stofnaði fjölskyldu og útgerð og varð einn af máttarstólpum samfélagsins á Bakkafirði og á Langanesströnd. Árin liðu og ég staldra þar næst við að sendinefnd kom til fundar við samgönguráðherra þegar þeir Bakkfirðingar höfðu orðið fyrir áfalli og miklu bátatjóni í óveðri enda barist við að gera út við því sem næst hafnleysu frá Bakkafirði á þeim árum. Í hópnum var Marínó og hitti frænda fyrir þar sem var und- irritaður. Ég hygg að Bakkfirðingar hafi farið heldur hýrari af þeim fundi en þeir komu til hans enda var þá stefnan tekin á að gera nú gang- skör að því að koma upp lífvænlegri og öruggri smábátahöfn undir bökk- unum sunnan við kauptúnið og slá á frest í bili hugmyndum um höfn sem gæti þjónað stærri skipum. Þetta gekk eftir og þaðan hafa Bakkfirð- ingar síðan gert út af dugnaði og atorkusemi og ekki við þá að sakast að skilyrði smábátaútgerðar og staða minni sjávarplássa hefur verið jafn erfið og raun ber vitni. Þar bera aðrir og þó einkum stjórnvöld mesta ábyrgð. Marínó og samheldin fjölskylda hans stóðu myndarlega að sinni út- gerð og byggðu auk þess upp fisk- verkun í snotru fyrirtæki sem gam- an hefur verið að fylgjast með og ég var svo heppinn að heimsækja nú fyrir skömmu meðan Marínó var enn við þokkalega heilsu og á staðn- um til að stjórna verkunum. En nú berst okkur þessi ótíma- bæri haustboði með vindinum að Marínó sé allur, á besta aldri. Hann mátti ekki við ofurefli hins illvíga sjúkdóms. Er því ekki annað að gera en að heiðra minninguna um góðan dreng og votta aðstandendum, konu hans, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og stórfjölskyldu allri samúð og vona að guð og góðar vættir styrki þau á þessum erfiðu stundum. Steingrímur J. Sigfússon. Mikil sorg og söknuður sækir á. Marinó systursonur minn er fallinn frá eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Við höfum verið sam- ferða alla tíð og er ein af mínum fyrstu minningum um hann; Dúa systir er að þvo eldhúsgólfið á Brú- arlandi og Marinó sem er í pössun hjá okkur hleypur fram og til baka yfir blautt gólfið. Dúa tekur hann upp og setur upp á skáp þar sem hann getur sig hvergi hreyft. Ekki var hann nú ánægður með þetta. Mikill samgangur var á milli heimila okkar og var farið eins oft á milli og tækifæri gáfust til á þeim tíma. Við saman unglingarnir að skemmta okkur; ég, Anna, Hafliði, Marinó og Jói bróðir jafnvel að keyra okkur á bláu bjöllunni. Marinó var einn af þessum dugnaðarmönnum sem aldr- ei féll verk úr hendi. Strax ungur að árum þurfti hann að horfast í augu við þennan skelfi- lega sjúkdóm þar sem báðir foreldr- ar hans létust úr honum langt fyrir aldur fram. Ekki kom til greina að vera með neina uppgjöf. Marinó keypti sér ungur bát og fór að gera út frá Bakkafirði. Um svipað leyti tekur hann saman við Distu sína og stofna þau heimili sitt á staðnum. Þau eignast fimm efnileg börn og fyrir átti hann Kristófer sem Marinó hélt alltaf góðu sambandi við. Með miklum dugnaði og áræði hafði hann komið ár sinni vel fyrir borð. Á seinni árum stofnaði hann líka harð- fiskvinnsluna sem rekin hefur verið af miklum myndarskap. Marinó var mikil félagsvera og hafði gaman af því að hafa fólk í kringum sig. Hann mætti alltaf með sitt lið á fjölskyldumótin okkar á Kátum dögum og öll ættarmótin. Hann var alltaf svolítið á undan okk- ur hinum. Einhverju sinni þegar all- ir voru enn í venjulegum tjöldum mætti hann með svo stórt hústjald að það þurfti hálfa fjölskylduna til að hjálpa honum að koma þessu upp. Þegar við hin fórum að kaupa stærri tjöld var hann kominn með fellihýsi og síðar hjólhýsi. Marinó naut sín vel á svona stundum og það er gam- an að sjá hann fyrir sér kátan og glaðan á kafi við að grilla ofan í allt sitt lið. Núna í vor þegar hann var að vinna við skúrbygginguna heima á Brúarlandi ásamt fleiri körlum í ættinni hafði hann endilega viljað að gert yrði ráð fyrir því að hægt væri að tengja heitan pott í ættarreitn- um. Framsýnn fram á síðustu stundu. Hver veit nema fjölskyldan eigi eftir að njóta þess. Elsku Dista, Anna, Hafliði og allir afkomendur, guð veiti ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Sigrún Lilja. Okkur systkinin langar til að minnast Marinós frænda okkar í ör- fáum orðum. Ótímabært fráfall hans skilur eftir söknuð í hjarta okkar, og eftir standa minningar um skemmti- legar samverustundir. Marinó ólst upp og bjó á Bakkafirði og var trúr þorpinu sínu, snemma kom í ljós að hann var sjómaður í húð og hár, reri á bátnum sínum af miklum dugnaði og myndarskap þegar veður gaf. Sennilega hefur hann oft horft til hafs, tekið veðrið og hugsað hvar væri best að leggja netin. Margar góðar stundir áttum við frændsystk- inin saman því stutt var í hláturinn hjá honum, og minnumst við þess, þegar ættin kom saman, hversu mikið var hlegið og kátt á hjalla. En eftir bjartan daginn kemur nótt seg- ir í textanum og lýsir vel tilfinning- um okkar þegar við fréttum að Mar- inó hefði veikst af illvígum sjúkdómi, en af æðruleysi sigldi hann fleyi sínu í gegnum veikindin, þótt oft hafi gef- ið á bátinn.Við þökkum fyrir sam- verustundirnar og vottum fjölskyldu Marinós innilega samúð. Kristjana og Jónas (Kidda og Jonni). Látinn er Bakkfirðingurinn Mar- inó Jónsson. Marinó var einn af hornsteinum atvinnulífs í sínu byggðarlagi, með dugnaði og krafti dreif hann aðra með sér. Maður sem hinum dreifðu byggðum sem í vök eiga að verjast er nauðsynlegur. Marinó og Ólöf áttu og gerðu út smábátinn Digranes með miklum ágætum. Marinó var fiskinn með af- brigðum, það var sama hvar borið var niður, færa-, línu- eða netaveið- ar, hann var jafnvígur á þær allar. Fengsæld hans var viðbrugðið og hún ekki bundin við sjóinn, því seint verður veiddur stærri lax en hann fékk í Bakkaánni 26. júní 1992. Ég kynntist Marinó gegnum starf mitt sem framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Nokkra fundina hafði ég setið hjá Fonti áður en ég sá Marinó. Hann birtist mér sem hlédrægur maður, staðfastur og við fyrstu kynni orð- fár. Að nokkrum fundum liðnum breyttist þetta og áður en varði var Marinó búinn að taka að sér trún- aðarstörf fyrir trillukarla á fé- lagsvæði Fonts, Kópasker – Vopna- fjörður. Marinó var kosinn formaður Fonts 23. september 2003 og gegndi því til 2006 er hann var kjörinn sem fulltrúi félagsins í stjórn landssambandsins. Í stjórn LS var hann þar til yfir lauk. Þessi störf rækti Marinó af mikilli ábyrgð þar sem hagur svæðisins var hafður að leiðarljósi. Símtöl urðu tíð milli okkar og var Marinó óspar á fréttir af miðunum og gangi mála. Oft rataði efni þess- ara símtala inn á stjórnarfundi hjá Fonti og í ályktanir sem félagið sendi frá sér og eða sem fréttir á heimasíðu LS. Þá skal þess minnst hversu gott var að leita til hans um verkefni sem þurfti að vinna. Greiðasamur með afbrigðum þar sem ekkert spurðist til um gang mála fyrr en verkefninu var lokið. Það var kraftur í Marinó. Auk þess að stunda róðra, þar sem nú hin síðari ár var veitt með land- beittri línu, setti hann á stofn harð- fiskframleiðslu. Harðfiskinn seldi hann meðal annars í fiskbúðir hér í Reykjavík þar sem ég næli mér gjarnan í poka. Greinilegt var á gæðum fisksins að vandað var til allrar framleiðslunnar, úrvals fisk- ur. Auk þessa alls sem hér er upp tal- ið sat Marinó í hreppsnefnd Langa- nesbyggðar samfara fleiri trúnaðar- störfum í sinni heimabyggð. Það er þyngra en tárum taki þeg- ar eiginmaður og faðir sex barna greinist með krabbamein. Þau hjón- in komu hér á skrifstofuna í júní í fyrra og greindu okkur frá þessum óvægna gesti sem glíma þyrfti við. Hófst nú barátta sem stóð óslitið. Marinó bar sig vel þegar ég heyrði frá honum þó ég hafi vitað að bar- áttan var hörð. Hann kvartaði ekki og sinnti störfum sínum allt fram til þess síðasta. Réttri viku fyrir lokin sótti hann fisk til Þórshafnar sem hann hafði keypt á markaðnum til flökunar fyrir fiskverkunina hjá sér. Fyrir hönd Landssambands smá- bátaeigenda þakka ég Marinó fyrir hans framlag í réttindabaráttu trillukarla. Fjölskyldu hans og að- standendum votta ég samúð og að minningin um traustan og góðan mann megi styrkja þau um alla framtíð. Örn Pálsson. Marinó Jónsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GERHARDS ROLANDS ZELLER, Grettisgötu 76, Reykjavík. Sunnefa Gerhardsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.