Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Útgjöld hinsopinberabólgna út og hefur hlutfall opinberra umsvifa af landsframleiðslu aukist um 10% á undanförnum áratug. Vöxturinn virðist stjórnlaus og fremur markast af fjár- ráðum og innbyggðri út- þenslutilhneigingu en þörfum. Í nýrri skýrslu Viðskipta- ráðs Íslands, sem kynnt var á morgunverðarfundi þess í fyrradag, kemur fram að í fyrra námu opinber útgjöld 43% af landsframleiðslunni. Segir þar að góða skuldastöðu ríkis og sveitarfélaga megi ekki þakka aðhaldi í rekstri, heldur megi nær eingöngu rekja til stóraukinna tekna. Árlega er kvartað undan því í skýrslum ríkisendurskoð- unar að opinberar stofnanir fari fram úr heimildum sínum. Ætla mætti að stofnunum væri umbunað fyrir að halda sig við áætlun. Raunin er að fram- úrkeyrslunni fylgir umbun, en aðhaldi refsing. Það er kominn tími til að þessu verði snúið við og slegið verði á eðlislægar þenslutilhneigingar opinberra stofnana fyrir alvöru. Í skýrslu Viðskiptaráðs er lagt til bindandi útgjaldaþak fyrir hvert ráðuneyti yfir heilt kjörtímabil til að draga úr pólitískum þrýstingi á aukin útgjöld. Jafnframt myndi það verða til að draga úr sveiflum í hagkerfinu. Þar er einnig talað um þörf á útgjalda- reglu fyrir sveit- arfélögin. Sigurður Snævarr borg- arhagfræðingur, sem setið hefur í samráðsnefnd Sam- bands íslenskra sveitarfélaga um efnahagsmál, sagði á morgunverðarfundinum að með þessu myndu útgjöld sveitarfélaga ekki hækka eða lækka eftir því sem tekjur þeirra ykjust eða minnkuðu. Þá myndi verða til afgangur í góðæri, sem nýttist þegar harðnaði á dalnum. Eins og málum er nú háttað er freistandi fyrir stjórn- málamenn að leggja fé í fram- kvæmdir þegar vel árar. Ef út- gjaldasveiflur hins opinbera fylgja hins vegar sveiflum í efnahagslífinu almennt er af- leiðingin sú að topparnir verða hærri og lægðirnar dýpri. Það getur meira að segja gerst þegar gripið er til sérstakra aðgerða til að draga úr skelli í efnahagslífinu að áhrifin koma ekki fram fyrr en uppsveifla er hafin á ný. Það er því góð ástæða til að fara rækilega yfir það með hvaða hætti er annars vegar hægt að draga úr útgjalda- vexti, sem er að því er virðist stjórnlaus, og um leið hemja sveiflur í opinberum út- gjöldum til að jafna sveiflur í efnahagslífinu. Þarf að setja þak á opinber útgjöld? }Stjórnlaus vöxtur Í umræðunumum kjaradeilu ljósmæðra við hið opinbera hefur iðulega verið vís- að í fyrirheit úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að end- urmeta beri sérstaklega „kjör kvenna hjá hinu op- inbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta“. Aðrir hafa hins vegar ekki viljað tengja kjaradeiluna þessu ákvæði stjórnarsáttmálans. Í Morgunblaðinu í gær birtist frétt með fyrirsögn- inni „Ekki kvennaleiðrétting, heldur barátta fyrir mati menntunar“. Þar segir Guð- laug Kristjánsdóttir, formað- ur BHM, að gæta þurfi þess að blanda ekki umræðunni um að jafna kjör kynjanna of mikið í baráttuna fyrir laun- um í samræmi við menntun, þótt kynbundinn launamunur hafi eflaust eitthvað að segja um lág laun stéttarinnar. Þessi afstaða kann að henta í þessari kjarabaráttu, en þá er horft fram hjá merg málsins. Þegar viðurkennt var að konur ættu að standa jafn- fætis körlum og njóta jafnréttis vöknuðu vonir um að konur myndu fá sömu laun fyrir sambærileg störf og karlar. Þegar það gekk ekki eftir átti menntun að skila launajafn- réttinu. Ef konur sæktu sér menntun næðist það grund- vallarmarkmið að skapa jafn- rétti milli kynjanna í launum. Það stóðst ekki heldur. Hvað eiga konur þá að gera til að ná fram rétti sínum? Samkvæmt Kjararann- sóknarnefnd opinberra starfsmanna eru með- algrunnlaun ljósmæðra hjá hinu opinbera með sex ára háskólamenntun að baki rúm- lega 300 þúsund krónur á mánuði, en meðalgrunnlaun verkfræðinga hjá hinu opin- bera með fimm ára háskóla- menntun að baki eru tæplega 430 þúsund krónur. Mun- urinn er rúmlega 100 þúsund krónur á mánuði. Baráttan fyrir mati mennt- unar er líka barátta fyrir kvennaleiðréttingu. Baráttan fyrir mati menntunar er líka barátta fyrir kvennaleiðréttingu} Laun, kyn og menntun Í ritröðinni „Íslenzkar ljósmæður. Ævi- þættir og endurminningar“ skrifar séra Sveinn Víkingur árið 1962: „konur hafa veitt aðstoð og hjálp við fæðingar hér allt frá landnámsöld og til þess einkum valizt þær konur, er öðrum voru fremri að handlagni, nærgætni og fórn- arlund, um nafnlausa minningu þeirra leikur fögur birta, ekki síður en um heitið sem þeim var valið – ljósmóðir.“ Í aðdáun bætir Sveinn við að ljósmæður hafi, „í kyrrþey og án tillits til launa“, lagt fram „sérstakan og ómet- anlegan skerf til íslenzks líknarstarfs og menningar.“ Þessi litla og magnaða stétt er nú risin upp í einhuga samstöðu, eftir langlundargeð og bið- lund í gegnum árin, áratugina og aldirnar. Fyrsta verkfall íslenskra ljósmæðra frá upphafi er stað- reynd. Uppsagnir um helmings ljósmæðra taka gildi um næstu mánaðamót. Þrátt fyrir að samningar takist getur verið að fyrir sumar sé það oft seint, þær hafa ráðið sig annað. Ef ekkert er hins vegar að gert er elsta fagstétt íslenskra kvenna að hruni komin. Gera ráðamenn sér grein fyrir alvöru málsins? Frá stofnun Ljósmæðrafélags Íslands, sem á næsta ári fagnar 90 ára afmæli, var markmið félagsins að sjálf- sögðu að standa að launa– og réttindabaráttu ljósmæðra, enda ekki vanþörf á. En hitt ber að hafa í huga að Ljós- mæðrafélagið hafði frá upphafi mikinn metnað til að bæta menntun og þjálfun ljósmæðra og var því ekki síð- ur umhugað um skyldur ljósmæðra við sam- félagið allt. Þar hefur tekist framúrskarandi vel til, öllum barnshafandi konum og fjöl- skyldum þeirra til heilla. Menntun ljósmæðra á Íslandi er ein sú besta á byggðu bóli. Bakgrunnur þeirra er 6 ára háskólanám, og flestar hafa auk þess starfsreynslu við hjúkrunarstörf áður en þær hefja framhaldsnám í ljósmóðurfræðum. Með sanni má segja að ljósmæður hafi sýnt óheyrilega biðlund í að kjör þeirra séu leið- rétt. Um leið hafa þær verið sérlega fram- sæknar og duglegar við að afla sér frekari þekkingar, víðtækrar reynslu og færni. Þær eru ein af lykilstéttum heilbrigðisþjónustu sem státar hér af lægsta ungbarnadauða í heimi og mæðravernd eins og hún gerist best. Ljósmæður fortíðar unnu þrekvirki í okkar strjálbýla landi og þjóðin öll á ljósmæðrum í nútíð og fortíð skuld að gjalda. Framtíðin mun ekki bíða þess bætur ef við greiðum ekki þá skuld nú þegar, þótt víst sé að hún verði aldrei öll gerð upp sem skyldi. Á hverjum degi bera ljós- mæður tvö mannslíf í hendi sér og taka á móti á stór- fenglegustu stund allra mæðra og feðra. Þær hjálpa okk- ur í heiminn. Ábyrgð hverra er meiri? Það á ekki að þurfa að nauðbeygja stjórnvöld til að efna eigin loforð. Nú er tækifæri fyrir ríkisstjórnina til að ganga fram fyrir skjöldu og koma fram af reisn. Ef við sem samfélag ráðum ekki við þetta verkefni, við hvað ráðum við þá? glg@althingi.is Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Frá Sveini Víkingi til Árna Matt FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is E nn hefur Landsvirkjun tekist að fá náttúru- verndarsinna marga hverja upp á móti sér. Nú hafa spurst út áform um að setja Bjallavirkjun inn á lista fyrir rammaáætlun um virkj- unarkosti, sem stjórnvöld eru að vinna að. Virkjunin er rétt norðan við friðlandið að Fjallabaki, í Tungnaá of- an Sigöldustöðvar. Með því að stífla Tungnaá myndast miðlunarlón í far- vegi árinnar, allt að 30 ferkílómetrar, og telst það svæði vera á náttúru- minjaskrá. Gæti slík virkjun framleitt árlega um 46 MW. Ekki ný hugmynd Unnið hefur verið að frumhönnun síðustu mánuði og var Náttúrufræði- stofnun fengin til að fara yfir vist- fræði og þá náttúrufarsskoðun sem hafði áður farið fram á svæðinu. Bjallavirkjun er nefnilega ekki ný hugmynd. Hún hefur verið til í hirsl- um Landsvirkjunar frá árinu 1980 þegar hún varð hluti af svonefndri mynsturáætlun Orkustofnunar. Fyrstu hugmyndir gerðu þá ráð fyrir mun stærra miðlunarlóni og því yrði miðlað um opna skurði í inntakslón og þaðan til stöðvarhúss. Átti sá virkj- unarkostur að geta útvegað allt að 70 MW. Sú Bjallavirkjun þótti hins veg- ar ekki hagkvæmur kostur og ekki samkeppnishæf við aðrar virkjanir sem þá voru til skoðunar. Áformin voru lögð til hliðar. Fyrir fáum árum fóru verkfræð- ingar Landsvirkjunar að gefa þessum möguleika gaum á ný, m.a. með því að notast meira við jarðgöng. Hið nýja miðlunarlón, Tungnaárlón, nýtist að auki fleiri virkjunum, bæði í Tungnaá og Þjórsá, og Landsvirkjunarmenn telja lónið spila vel með Þórisvatni. Að sögn Eysteins Hafberg, verk- fræðings hjá Landsvirkjun, þótti sjálfsagt að reyna að koma þessum kosti að í þeirri rammaáætlun um virkjunarkosti sem verið er að vinna að. Hann segir að Bjallavirkjun megi líkja við virkjanir í neðri hluta Þjórs- ár, þ.e. Urriðafoss-, Hvamms- og Holtsvirkjun. Þó að hún sé ekki stór geti hún reynst ágætis búbót og góð söluvara fyrir mögulega raforku- kaupendur ef sátt næst um hana. Rammaáætluninni er ætlað að raða upp þeim virkjunarkostum sem í boði eru. Hljóti Bjallavirkjun náð fyrir augum þeirra sem um áætlunina fjalla er ekki þar með sagt að hún verði reist. Við tekur verkhönnun, umhverfismatsferli og vinna við framkvæmdaleyfi og útboðsgerð sem allt gæti tekið nokkur ár. Í fullri alvöru? Andstæðingar virkjana geta ekki sakað Landsvirkjun um að ætla að leyna þessum virkjunarkosti. Í tengslum við undirbúning að ramma- áætlun hafa áformin verið gerð opin- ber en spurt er hvort þau séu sett fram af fullri alvöru. Miðað við stað- setningu Bjallavirkjunar og nálægð við friðland og vinsæla ferðamanna- staði á borð við Landmannalaugar benda viðmælendur Morgunblaðsins á að afar ólíklegt megi teljast að áformin gangi í gegn. Þau séu meira sett fram til að beita þrýstingi á að ná fram öðrum kostum. Meðal þeirra sem á þetta benda er Bergur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Land- verndar. Hann gerir fyrst og fremst athugasemd við staðsetninguna og nálægðina við friðlandið að Fjallabaki og Vatnajökulsþjóðgarðinn. Um þennan kost náist aldrei sátt, í „and- dyri“ Landmannalauga. „Því fleiri virkjanir sem settar verða inn í rammaáætlunina því fleiri kostir verða í umræðunni. Síðan verð- ur þetta notað sem skiptimynt fyrir eitthvað annað sem Landsvirkjun fær ekki núna,“ segir Bergur en hvort hann hefur rétt fyrir sér á eftir að koma í ljós. Gamall virkjunarkost- ur hringir bjöllum      !!  " # !       $%&'( ! # $ %       )"*    +   &   "  &  +    ,  -          Er Bjallavirkjun stór? Nei, ekki í samanburði við flest- ar þær vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist. Hugmyndir Landsvirkjunar ganga út á 46 MW uppsett afl Bjallavirkjunar. Til samanburðar er stærð Vatnsfellsvirkjunar 90 MW, Blönduvirkjun og Sult- artangavirkjun er 150 MW hvor, Hrauneyjarfossvirkjun 210 MW, Búrfellsvirkjun 270 MW og Kárahnjúkavirkjun er sú lang- stærsta, eða 690 MW. Hvenær má byrja að virkja? Virkjunin er enn aðeins hug- mynd á blaði. Verði virkjunin hluti af rammaáætlun fer hún í verkhönnun og umhverfismat. Ásamt þeirri vinnu og undirbún- ingi fyrir framkvæmdaleyfi og útboðsgerð gæti virkjunin í fyrsta lagi verið tekin í gagnið árið 2015-2016. Bjalla hvað? Bjallavirkjun tekur nafn sitt af Bjallavaði í Tungnaá, sem aftur vísar til hólanna Austur- og Vestur-Bjalla. Skaftfellingar fóru yfir Bjallavað á leið sinni til Veiðivatna forðum. Þótti það ströng dagleið úr byggð og vað- ið illfært sökum sandbleytu. Orðið bjalli merkir samkvæmt orðabók hæð eða ás, sem ekki eru mikil um sig en frekar brött. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.