Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Leg að láni Settur verður á laggirnar hópur til að skoða hvort leyfa eigi stað- göngumæðrun hér á landi. Þetta kom fram í svari Guðlaugs Þ. Þórðarsonar, heil- brigðisráðherra, við fyrirspurn Ragnheiðar El- ínar Árnadóttur, Sjálfstæðisflokki, á Alþingi í gær. Ragnheiður og Guðlaugur voru sam- mála um að koma þyrfti af stað um- ræðu og að hún þyrfti að taka mið af læknisfræðilegum, siðferðilegum og lögfræðilegum álitaefnum. Þá taldi Guðlaugur almenning og kirkjuna einnig eiga að koma að umræðunni. Deilt um póstinn Sótt var að Kristjáni L. Möller, sam- gönguráðherra, frá hægri og vinstri á Alþingi í gær vegna málefna Íslands- pósts. Jón Bjarnason, VG, hafði þungar áhyggjur af versnandi póst- þjónustu á landinu en Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálf- stæðisflokki, taldi ríkisfyrirtækið hins vegar hyggja á „grímulausa samkeppni“ við einkaaðila. Kristján kom Íslandspósti til varnar. Sagði breytingarnar einungis vera í takt við tímann, með nútímalegri pósthúsum en einnig öðruvísi þjón- ustu þar sem hefðbundnum póst- sendingum hefur fækkað. Ragnheiður Elín Árnadóttir. ÞETTA HELST … Í lok ágúst tilkynnti ég vinum og fjölskyldu hátíðlega að samvistir við mig yrðu takmarkaðar fyrri hluta septembermánaðar. Ég gæti ekki komið í venjubundnar heimsóknir eða hangið yfir tebolla á síðkvöldum. Nú væri þingið að byrja, eða réttara sagt því að ljúka, með tilheyrandi kvöldfundum og löngum vinnudög- um fyrir þingfréttaritarann. Fram- an af lét ég líka eins og það væri al- veg brjálað að gera, þar til ég áttaði mig á því að fundir stóðu hreint ekk- ert fram á kvöld og ég var yfirleitt búin á kristilegum tíma. Samningar um hvaða mál yrðu kláruð á þessum septemberþing- fundum virðast hafa skilað sínu og dagskráin hefur gengið greitt fyrir sig. Þó hafa aðeins tvö stór mál verið afgreidd, þ.e. frumvarp um þróun- arsamvinnu og sjúkratrygginga- frumvarpið. Það fyrra í samstöðu en hið síðara var umdeilt. Þingmenn eiga það stundum til að falla í sömu gryfju og atvinnu (bílstjóra)mótmælendurnir gerðu á vordögum og tala um vilja „fólksins í landinu“. Fólkið í landinu, eða al- menningur, líður ekki hitt eða þetta eða vill einhverjar breytingar sem viðkomandi þingmanni þykja góðar. Þó að þingmenn séu margir hverjir duglegir að ferðast um landið og ræða við fólk þá er deginum ljósara að þeir munu seint vita hvað öllum landsmönnum finnst – ekki síst þar sem aðeins takmarkaður hópur fólks gefur sig yfirleitt á tal við þingmenn. Öðru máli gegnir að styðja mál sitt með skoðanakönnunum, sem vit- anlega geta gefið góðar vísbend- ingar um vilja meirihluta Íslendinga. Kjaradeila ljósmæðra hefur sett mark sitt á fundi Alþingis þessar tvær vikur og Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, hafði t.a.m. áhyggj- ur af því í gær að Alþingi yrði sent heim og í millitíðinni bráðabirgðalög sett á ljósmæður til að stöðva verk- fallsaðgerðir. Geir H. Haarde sagði hins vegar engin áform vera uppi um það. Hvað má lögsókn kosta? Talsvert hefur verið herjað á Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, jafnt innan þings sem utan, vegna ljós- mæðradeilunnar og kallað eftir fögr- um kosningaloforðum Samfylking- arinnar. Nú er vel skiljanlegt að beðið sé efnda á loforðunum en engu að síður er dálítið ósanngjarnt að stilla Ingibjörgu upp sem geranda í ljósmæðradeilunni. Vitanlega getur hún, eins og allir aðrir ráðherrar, beitt sér fyrir því að eitthvað verði gert í málum en utanríkisráðherra mun seint ganga til samninga við ljósmæður. Alma Lísa Jóhannsdóttir, vara- þingmaður VG, kom hins vegar með athyglisverða spurningu á Alþingi í gær: „Hvað mega málaferli gegn ljósmæðrum kosta ríkissjóð?“ Þessu mættu aðhaldssömu ráð- herrarnir svara. Skilvirkt þing, ljósmæður og fólkið í landinu ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is RÁÐHERRAR heita ennþá ráðherrar hvort sem þeir eru karlar eða konur og léttvín og bjór eru ekki væntanleg í verslanir á næstunni. Þingmálin sem að þessu lutu rötuðu inn í nefndir en aldrei út úr þeim og þ.a.l. kom ekki til þess að þingmenn þyrftu að sýna alþjóð af- stöðu sína með því að greiða um þau atkvæði. Fundum Alþingis var frestað í gær en nýtt þing kemur saman 1. október nk. Eins og áður hlutu afskaplega fá mál sem þingmenn lögðu fram afgreiðslu og þau þarf því að leggja fram aftur. Þá hefst ferlið að nýju: Aftur er þrætt um skaðsemi áfengissölu í búðum, málið svo sent til nefndar og þar getur það sofnað værum blundi. Suðurnesjalögreglan óbreytt Oft er það þannig að málin sem valda hvað mestum deilum eru ekki afgreidd. Þannig var því t.a.m. háttað með uppstokkun lög- reglustjóraembættisins á Suðurnesjum. Drög að frumvarpi voru samþykkt í þingflokki Sjálf- stæðisflokks en sömu sögu var ekki að segja þegar málið rataði á borð Samfylkingarinnar. Þar kúrir það enn og fer ekki lengra. Á þinginu sem nú er lokið urðu 115 stjórn- arfrumvörp, þ.e. frumvörp sem koma frá ráð- herrum, að lögum. Sex voru aldrei rædd og fimmtán dagaði uppi í nefndum. Þar má nefna frumvarp um brunavarnir sem m.a. fól í sér að Brunamálastofnun yrði lögð niður og frumvarp sem hefði gert það að verkum að sjóstangveiði- fyrirtæki þyrftu að kaupa sér aflaheimildir. Viðamikið frumvarp dómsmálaráðherra til al- mennra hegningarlaga varð heldur ekki að lög- um að sinni og umhverfisnefnd komst aldrei að niðurstöðu um ný skipulagslög. Ekki voru þingmenn jafn lukkulegir og ráð- herrarnir en aðeins sex þingmannafrumvörp voru samþykkt. Þar af komu tvö frá forseta Al- þingis og sneru að breytingum á þingsköpum og fjögur frá fastanefndum, m.a. um venju- bundna veitingu ríkisborgararéttar. Eftirlaunin standa enn Frumvarp Jóns Magnússonar um að veitingastaðir mættu hafa sérstök reyk- herbergi var ekki rætt og frumvarp Daggar Pálsdóttur um sameiginlega forsjá kom aldrei út úr allsherjarnefnd. Ekki verður heldur gerð breyting á eftirlaunum æðstu ráðamanna í bili þrátt fyrir að frumvarp frá Valgerði Bjarna- dóttur liggi fyrir þinginu. Þingmenn fengu átta þingsályktunartillögur samþykktar, m.a. um að fordæma bæri fanga- búðirnar í Guantanámo og um að komið skyldi á fót skáksetri helgað afrekum Bobbys Fischer og Friðriks Ólafssonar. Efling íslenska geit- fjárstofnsins bíður hins vegar enn um sinn sem og heilsársvegur yfir Kjöl og heimkvaðning ís- lenskra friðargæsluliða frá Afganistan. Ráðherrar eru ráðherrar og ráða Morgunblaðið/G. Rúnar Nýtt þing, sama fólk, Alþingi kemur að nýju saman 1. október nk. Í HNOTSKURN » 36 konur tóku sæti á 135. löggjaf-arþingi en 53 karlar, ef varaþing- menn eru taldir með. » Karlarnir töluðu samtals í 530klukkustundir en konurnar í 185. Þetta jafngildir því að hver karl hafi tal- að í tíu klukkustundir en hver kona í fimm. » Mest talaði Steingrímur J. Sigfús-son, þingmaður Vinstri grænna, en hann deildi skoðunum sínum með þing- heimi í samtals tæpar 33 klst. » Minnst þingmanna sem sitja að jafn-aði á þingi talaði Herdís Þórð- ardóttir, Sjálfstæðisflokki, eða aðeins í 28 mínútur samanlagt. Mjög fá þingmannamál hljóta afgreiðslu Alþing- is en flest stjórnarfrum- vörp fljúga í gegn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.