Morgunblaðið - 13.09.2008, Page 26
Skrautlegt Pífur og litríki var
áberandi hjá Betsey Johnson.
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Fatahönnuðirnir Marc Jacobs og Betsey John-son buðu gestum á New York tískuvikunni,sem nú er í þann mund að ljúka, upp á sann-kallaða veislu fyrir augað.
Hjá Betsey var klæðnaðurinn líflegur og litríkur að
venju, pífur, blúndur og jafnvel krínólínur sem sumar
hverjar hefðu sómt sér vel í einhverju búningadramanu
á BBC. Litabræðingurinn, ásamt fjörlegri, og á köflum
allt að því teiknisöguleg nálgun, í sniðagerð og form-
myndun ítrekar þó að Betsey telji að tískuna beri ekki
að taka of alvarlega.
Mikið var sömuleiðis um að vera hjá Marc Jacobs.
Sýningarpallarnir fullir af smáatriðum og tilvísunum
sem efalítið eiga mörg hver eftir að rata á flíkur ann-
arra og minni spámanna á komandi misserum.
Tískuspekúlantar hafa líka lofað sýninguna einróma og
talað um einstæða sýn hans á bandarískar konur. Já, og
jafnvel blandað baráttu Hillary Clinton fyrir tilnefningu
sem forsetakandidat Demókrataflokksins, baráttu
kvenna fyrir kosningarétti og atvinnuþátttöku þeirra í
fyrri heimsstyrjöldinni í málið. Greinilega djúp tíska
þar á ferð. Aðrir létu sér nægja að benda á vísanir í
Mary Poppins, samba söngkonuna Carmen Miranda og
Joan Crawford.
Pils í anda súffragettanna, aðsniðnir skólastýrujakk-
ar og flatkollóttir stráhattar voru alla vegna meðal þess
sem fyrir augu bar hjá Marc Jacobs, ásamt litríkum
mittislindum, gráum buxnadrögtum, silkitúrbönum og
síðkjólum. Það verður síðan forvitnilegt að sjá hver
þessara ævintýralegu stílbrigða munu birtast í hillum
íslenskra fataverslana á vordögum.
Litríkt Leikurinn er aldrei
fjarri hjá Betsey Johnson.
Krínólína Sögu-
legar vísanir
sem hæfa bún-
ingadrama.
Reuters
Fjölbreytileiki Vor og sumarlína fathönnuðarins Marc Jacobs var sannkölluð veisla fyrir augað.
Kómík og kvenréttindi
Pífukjóll Ljós
og sumarlegur
fyrir sólina.
Morgunblaðið/Golli
Litla húsið Við Suðurgötuna á Siglufirði stendur hús með sögu sem er óvenju stórt að innan.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Okkur hjónum þykir ákaf-lega vænt um þettagamla hús og við höfumlagt mikinn metnað í að
halda því við.
Við keyptum húsið af foreldrum
mínum árið 1971 en þá vorum við
komin með þrjú börn og síðan
bættust tvö við. Auðvitað var
stundum þröngt með allan þennan
hóp en allt bjargaðist þetta, enda
léku börn sér þá meira úti við en í
dag og eldri börnin fóru að heiman
í framhaldsskóla. Til marks um
það hvað tímarnir og kröfurnar
breytast, þá er það svo að nú þeg-
ar við hjónin erum orðin tvö í
kotinu, þá finnst okkur vanta eitt
herbergi undir tómstundaiðju,“
segir Ómar Möller um æskuheimili
sitt, lítið hús við Suðurgötu á
Siglufirði þar sem hann býr ásamt
konu sinni Mögnu Sigbjörns-
dóttur.
Byggt af alþýðufólki
Foreldrar Ómars, þau Kristinn
Möller verkamaður og Sigrún
Björnsdóttir byggðu húsið árið
1946. Það var danskur verkfræð-
ingur að nafni Spanneberg í
danska sjóhernum teiknaði húsið,
en hann var að vinna nokkrar vik-
ur við að mæla upp landið í Siglu-
firði. Nokkur hús á Siglufirði eru
byggð eftir sömu grunnteikningu
en það er misjafnt hvernig her-
bergjaskipan í þeim er.
„Þetta hús er byggt af alþýðu-
fólki stuttu eftir lok seinni heims-
Síldarárin á Sigló ógleymanleg
|laugardagur|13. 9. 2008| mbl.is
daglegtlíf
tíska