Morgunblaðið - 13.09.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.09.2008, Qupperneq 28
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Við sitjum að sumbli áGrandakaffi, Halla Mar-grét Árnadóttir óp-erusöngkona og ég. Á með- an við hrærum í þunnri uppáhellingunni, heitu vatni með kaffibragði og mikilli mjólk, hlæjum við að því hversu góð tilfinning það er þó að drekka svona sull. „Ég get drukkið endalaust af þessu sulli, enda finnst mér þetta vera besta kaffihúsið í borginni,“ seg- ir Halla Margrét sem hefur vanið komið sínar hingað enda uppalin Þingholtadama og KR-ingur. „Ég fæ aldrei svona kaffi á Ítalíu og nú bara á stöku stað á Íslandi,“ segir hún hlæjandi og við sammælumst um að bragðið veki minningar um allt annað Ísland, aðra Reykjavík en þegar Halla Margrét fór út í hinn stóra heim fyrir áratug síðan og gott betur. „Það er alltaf gott að koma til Ís- lands – „heim“ – en mér finnst margt hafa breyst. Það er meiri stórborgar- bragur á þessari litlu borg lengst úti á hjara veraldar. Hin alþjóðlegu áhrif eru að mörgu leyti jákvæð en mér finnst þau stundum vera að gleypa landið dálítið. Það er meiri stofnana- bragur á öllu.“ En kaffið á Granda er enn rammíslenskt og taugar Höllu Margrétar til landsins eru enn mjög sterkar þrátt fyrir að hafa búið á Ítal- íu í rúm 10 ár, þar sem hún starfar óperusöngkona. Lundakaffi í Parma Halla Margrét hefur þó fleiri járn í eldinum þar því hún rekur í borginni Parma barinn Lundakaffi, Caffet- teria la Pulcinella, ásamt eiginmanni sínum til þriggja ára, Paolo Divita. Þar er ekki bara kaffimenningin önn- ur heldur stemningin einnig og ekki á eins hljóðlátum nótum og á Grand- anum. „Barinn er í Oletretorrente hverf- inu en það er sögufrægt hverfi og íbúar flestir vinstra megin í pólitík- inni. Þar var andspyrnan sterk á tím- um Mussolinis, sem jafnaði hluta þess við jörðu með jarðýtum. Pólitík- in spilar stóra rullu í lífi Ítala, al- menningur er yfirleitt óánægður með stjórnmálamennina, háa skatta og spillingu. Það er svo mikill munur á því hvort þú sért Jón eða séra Jón og litla manninum finnst hann endalaust þurfa að borga fyrir bruðlið,“ segir Halla Margrét og heldur áfram. „Það má eiginlega segja að það séu tveir þættir í ítölsku þjóðlífi sem virka eins og öryggisventlar, svo ekki brjótist hreinlega út borgarastyrjöld eða stjórnarkreppa. Það er ítalski fót- boltinn og ítölsku hverfisbarirnir. Fólk fer annars vegar á völlinn, öskr- ar og úthúðar leikmönnum og hins vegar á barina, þar sem það hittist, fær sér kaffi og eys úr skálum reiði sinnar yfir stjórnmálaástandinu. Þar kemur saman allt litróf mannlífsins, rétt eins og í heitu pottunum í sund- laugunum á Íslandi. En svo gerist aldrei neitt. Á Ítalíu fer almenningur ekki í mótmælagöngur eða segir mik- ið opinberlega. Það má því segja að þetta tvennt hafi stjórn á almúg- anum, 60 milljónum. En Ítalir eru yndislegir og mjög skemmtilegir, enda búa þeir yfir mikilli kímnigáfu og hlátri.“ Brýtur reglurnar við ánægju Óperusöngkonan á sér þann draum að kynna ítalska matarmenn- ingu fyrir Íslendingum – og þjóð- félag. „Það er svo gaman að búa á Ítalíu þótt það sé stundum erfitt því þar dettur maður um mannkynssög- una eins og um þúfurnar á Íslandi.“ Þegar Halla Margrét stendur ekki á óperusviðinu tekur hún stundum vaktina á barnum. „Matur skiptir Ítala miklu máli og Parmasvæðið er eitt mesta matvæla- svæði í Evrópu og þar fer fram gríð- arlega mikil matvælaframleiðsla. Líflegar umræður Paolo Divita, eiginmaður Höllu er ófeiminn við að vera á öndverðum meiði við viðskiptavini sína. Morgunblaðið/Eggert Söngkonan „Það eru ákveðnar reglur sem Ítalinn brýtur ekki. Þeir myndu til dæmis aldrei setja ananas á pitsu eins og við. Í þeirra huga er ananas ávöxtur og ávextir fara ekki á mat,“ segir Halla Margrét Árnadóttir. Kemst upp með að brjóta reglurnar Þegar hún er ekki að syngja tekur hún stundum vaktina á kaffihúsi þeirra hjóna, Lundakaffi, þótt hún sleppi því að taka lagið. Óperusöngkonuna Höllu Margréti Árnadóttur dreymir þó líka um að kynna ítalska matarmenningu fyrir landanum. daglegt líf 28 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Guðmundur Björnssonlandlæknir, Gestur, orti undir gömlu tvísöngslagi: Vermenn sitja og sýta, sjó-læða þá mæðir, lútir líta á gjótinn, lang-þjakaðir vaka. Fátt er um fína drætti, fengir góðir engir; síðla mun nú á seyði sex-flakandi skata. Þvílíkar skötur sjást ekki lengur að dugi í sex flök, svo að menn verða að láta sér tindabikkju nægja á Þorlák! Hér kemur svo gamall húsgangur að norðan: Háa Þóra heitir fjall hæst í Þorgeirsfirði. Oddur kleif það einsamall, upp á þann háa klettastall! Steindór Steindórsson frá Hlöðum var skemmtilegur kennari og fróðleiksbrunnur. Hann krydd- aði mál sitt gjarna með smásögum og vísum. Þessi er um Smjör- vatnsheiði: Enn sá heiðarandskoti! ekkert strá né kvikindi, hundrað milljón helvíti af hnullungum og stórgrýti. Kerling er hæsta fjall í Eyjafirði en Blámannshattur hæsti hnjúkur við utanverðan Eyjafjörð að austan. Halldór Blöndal orti: Kerling reisir höfuð hátt mót sól, hattinn tekur blámaðurinn ofan. Í sumar brá hún sér í nýjan kjól og sópar stássleg gamla fjallakofann. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Kerling og skatan 595 10 00 www.heimsferdir.is www.vivacuba.se • www.cubatravel.cu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.