Morgunblaðið - 13.09.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 33
FRUMVARP til
laga um sjúkratrygg-
ingar sem heilbrigð-
isráðherra, Guðlaugur
Þór Þórðarson lagði
fram sl. vor varð að
lögum á Alþingi mið-
vikudaginn 10. sept-
ember og því fagna
ég. Við þriðju um-
ræðu lögðu tveir þingmenn Vinstri
grænna í heilbrigð-
isnefnd þingsins, þær
Þuríður Backman og
Álfheiður Ingadóttir,
fram nefndarálit og
því fylgdu þrjú fylgi-
skjöl, erindi Göran
Dahlberg frá Svíþjóð
og Allyson M. Pollock
frá Bretlandi sem og
greinargerð Rúnars
Vilhjálmssonar, pró-
fessors við HÍ. Þess
ber að geta hér að
fylgiskjölin öll voru
ágætis lesning og þar
var ýmsu hreyft sem vert er að
skoða við innleiðingu nýrra laga.
En það sem vakti mig sérstaklega
til umhugsunar um fræðimennsku
og vísindi eru viðhorf Allyson M.
Pollack til skýrslu OECD er segir
að óbreytt fyrirkomulag heilbrigð-
isþjónustunnar og öldrun þjóð-
arinnar kalli í framtíðinni á aukin
útgjöld heilbrigðisþjónustunnar.
Viðhorf Allyson M. Pollock til
skýrslu OECD kristallast í svörum
hennar er hún segir m.a.:
að skýrsla OECD sé ekki sér-
lega rökrétt og vel unnin
að þetta með aldurssamsetningu
samfélagsins og aukin útgjöld séu
hrein og klár rökleysa að vera
þurfi á varðbergi gagnvart því sem
segir í skýrslu OECD
að skoða þurfi hverjar heimildir
eru og heimildarmenn að gögnin í
skýrslu OECD séu hlægileg.
Satt best að segja er afar erfitt að
flokka slík viðhorf undir fræði-
mennsku og vísindi og ber að líta á
sem persónulegar skoðanir sér-
fræðingsins sem hafa allt annað
vægi en fræðilegar rökstuddar full-
yrðingar.
Það sem vekur enn fremur at-
hygli er að BSRB kostaði komu
þessara tveggja sérfræðinga hing-
að til lands sem og bæklingana tvo
með erindunum þýddum yfir á ís-
lensku og þar með fylgiskjöl þing-
manna Vinstri grænna. Það er
vissulega virðingarvert af hálfu
BSRB að gefa félagsmönnum sín-
um tækifæri til að hlýða á og ræða
við sérfræðinga og taka síðan af-
stöðu til frumvarpa er liggja fyrir
Alþingi. En hefði þá ekki verið rétt
að kalla til sérfræðinga með ólíka
sýn til þess að gefa félagsmönnum
BSRB enn betra tækifæri til að
taka afstöðu til ólíkra sjónarmiða
„óháðra“ sérfræðinga og taka síð-
an afstöðu til frumvarpa er liggja
fyrir Alþingi? Formaður BSRB
Ögmundur Jónasson, sem jafn-
framt er formaður þingflokks
Vinstri grænna, hefur nefnt í
tengslum við komu þessara tveggja
sérfræðinga BSRB og erinda
þeirra að Verslunarráð/Við-
skiptaráð hafi flutt inn og kostað
fyrirlesara til að koma sjón-
armiðum sínum á framfæri. En á
þessu tvennu er reginmunur því
BSRB eru opinber félagasamtök
og í þau greiða opinberir starfs-
menn sín félagsgjöld sem þeim ber
samkvæmt lögum og geta ekki
annað en félagsmenn Viðskiptaráðs
eru þar að eigin ósk og geta farið
úr þeim samtökum þegar þeim
hentar. Þetta veit formaður BSRB
og formaður þingflokks Vinstri
grænna Ögmundur Jónasson
mætavel en kýs að líta framhjá.
Það hefði að mínu mati verið
heppilegra fyrir þingflokk Vinstri
grænna að kosta sjálfur komu
þessara tveggja sérfræðinga og
þýðingu erinda þeirra til þess að
nýta sér síðan í pólitískri umræðu
á Alþingi máli sínu til stuðnings.
Það hefði skorið á alla umræðu um
óheppileg hagsmunatengsl þing-
flokks Vinstri grænna og BSRB.
Hagsmunatengsl þingflokks
Vinstri grænna og BSRB?
Ragnheiður Rík-
harðsdóttir skrifar í
tilefni af samþykkt
laga um sjúkra-
tryggingar
»Það hefði skorið á alla
umræðu um óheppi-
leg hagsmunatengsl
þingflokks Vinstri
grænna og BSRB.
Ragnheiður
Ríkharðsdóttir
Höfundur er alþingismaður.
BÆJARYFIRVÖLD
í Kópavogi hafa í við-
tölum og skrifum fundið
það upp að tortryggni
sé höfð að leiðarljósi
þegar íbúar taka hönd-
um saman og stofna
íbúasamtök til að
standa vörð um gildandi
deiliskipulag hverfa
sinna. Bæjaryfirvöld
hljóta að taka frumkvæði íbúa með
opnum örmum í stað þess að gefa í
skyn að pólitískir flokkadrættir ráði
þar för. Bæjaryfirvöld hljóta einnig
að sjá nýjan vettvang til samráðs við
íbúa og geta talað til sem flestra ef
ekki allra íbúa í viðkomandi hverfum
eða bæjarhlutum Kópavogs.
Í grein sem birtist í dagblaðinu
24stundum vegna skipulagsmála á
Kársnesi og rituð er af bæjarstjóra
Kópavogs, Gunnari I. Birgissyni,
hinn 25. júlí er að finna skilgreiningu
á íbúasamráði og hlutverki bæj-
arstjórnar. Þar stendur: „Skipulags-
valdið er í höndum bæjarstjórnar og
þar með ábyrgðin. Því nær hugtakið
íbúasamráð betur yfir það að gera
íbúum kleift að hafa áhrif á stefnu-
mótun og ákvarðanir í skipulags-
málum. Slík tilhögun greiðir fyrir
sátt um stefnu og framkvæmdir og
eykur þar með skilvirkni. Forsenda
fyrir því að almenningur myndi sér
skynsamlega skoðun á nýjum áform-
um um skipulag á Kársnesi er að
hugmyndirnar séu rækilega kynntar.
Jafnframt er íbúum auðveldað að
koma á framfæri ábendingum og at-
hugasemdum. Þannig geta þeir haft
áhrif á mótun umhverfis síns.“
Með stofnun Íbúasamtaka Linda-
hverfis er slegið smiðshöggið á vett-
vang fyrir íbúasamráð gagngert til
að hafa áhrif á þær hugmyndir sem
settar hafa verið fram um aðal- og
deiliskipulag á Glaðheimasvæði og
Skógarlind Lindir IV. af hálfu bæj-
aryfirvalda. Slíkur vettvangur er
kjörinn til að tryggja rækilegar
kynningar á hugmyndum bæjaryf-
irvalda og þeirra sem vilja byggja á
þeim svæðum sem kynnt eru.
Skipulagsvaldið er í höndum bæj-
aryfirvalda eins og þau eru mönnuð
hverju sinni. Þegar íbúar vilja koma
á framfæri vinsamlegum at-
hugasemdum, ábendingum og áskor-
unum um hverfi sín þá á það vera
hægt án þess velja þurfi vini með
hægri eða vinstri hendi. Ef við skipt-
um út „Kársnesi“ í tilvitnunni hér að
ofan má allt eins setja nöfn annarra
hverfa inn í textann og líta svo á að til
okkar allra sé ritað. Það finnst mér
og geri ráð fyrir að ykkur sem þetta
lesið finnist hið sama. Það er nú samt
svo að allt er breytingum háð og tím-
inn einn leiðir í ljós um það hver
kembir hærur sínar á sama stað og
síðast.
Mér þykir rétt að
setja ályktanir stofn-
fundar Íbúasamtaka
Lindahverfis frá 4.
september 2008 hér
inn til að koma í veg
fyrir misskilning eða
að eitthvað hafi misfar-
ist. Ályktanir og áskor-
anir þessar voru ein-
róma samþykktar af
fundarmönnum.
1. Fundurinn ítrekar
allar fyrri áskoranir
íbúafundar Linda-
hverfis
frá 28. ágúst 2008 til bæjaryf-
irvalda, ráða og nefnda og þakkar
skjót viðbrögð yfirvalda.
2. Fundurinn skorar á bæjaryf-
irvöld að kynna með ítarlegri hætti,
meðal annars á íbúafundi, hug-
myndir þær er bæjaryfirvöld hafa
um þróun skipulags í þeim hverfum
sem liggja að Reykjanesbraut. Þess
er óskað að þetta verði framkvæmt
sem fyrst.
3. Fundurinn skorar á bæjaryf-
irvöld að láta framkvæma án tafar
fyrirhugaðar mælingar á hljóð-
mengun, loftmengun og umferð á
Reykjanesbraut og nærliggjandi
stofnbrautum og kynna niðurstöður
fyrir íbúum Lindahverfis og annarra
nærliggjandi hverfa.
4. Þess er krafist að ekki verði
gerðar frekari breytingar á gildandi
aðal- og deiliskipulagi fyrr en mæl-
ingar þær, sem tilgreindar eru hér að
ofan, hafa farið fram, þær kynntar
íbúum og hlutaðeigandi yfirvöldum,
sem og spár um aukna hljóðmengun,
loftmengun og umferð tengda fyr-
irhuguðum breytingum á skipulagi.
5. Þess er krafist að gerðir verði
útreikningar á skuggavarpi fyrirhug-
aðs turns í Skógarlind 2 á Melalind
og Núpalind og þeir kynntir íbúum
hverfisins og að þeir verði lagðir til
grundvallar ákvörðun bæjaryf-
irvalda.
Ég vil líka nota tækifærið hér til
þess að þakka bæjayfirvöldum það
frumkvæði nú að vinna að bækl-
ingagerð til okkar íbúa Lindahverfis.
Betra er seint en aldrei þar sem stutt
er í 22. september en þá rennur út-
frestur til að skila inn til bæjaryf-
irvalda athugasemdum um svonefnt
Glaðheimasvæði. Þetta framtak er
bæjaryfirvöldum til sóma og sýnir að
bæjaryfirvöld vilja vel til vina og set-
ur stefnuna inn framtíðina.
Við sem að samtökunum stöndum
hlökkum til að eiga góða og upp-
byggjandi fundi með bæjaryf-
irvöldum og hvetjum alla íbúa til hins
sama. Við viljum virkja íbúalýðræðið
vel og er máttur samtaka mikill.
Íbúasamtök Lindahverfis hafa skýrt
markmið: Upplýst umræða íbúa
Lindahverfis án flokkadrátta eða
misvísandi handabanda. Með vin-
semd og þakklæti.
Þarf að velja vini með hægri
eða vinstri hendi?
Sigurður Þór Sig-
urðsson fjallar um
skipulagsmál í
Kópavogi
» Bæjaryfirvöld í
Kópavogi ættu að
taka frumkvæði íbúa að
stofnun samtaka með
opnum örmum í stað
þess að gefa í skyn að
flokkadrættir ráði þar
för.
Sigurður Þór
Sigurðsson
Höfundur er viðskiptafræðingur
MBA og einn af forsvarsmönnum
Íbúasamtaka Lindahverfis.
Glæsilegt 192,3 fm. enda-raðhús, þar af 28 fm. bílskúr, gróinn garður og 56 fm sólpall-
ur. Húsið er á tveimur hæðum og vandað hefur verið til innréttinga og frágangs. Gólf
eru öll með vönduðu eikarparketi. Rúmgóð stofa/borðstofa, með stórum glggum og
tvöfaldri hurð, þaðan er útgengt á sólverönd. Þrjú svefnherbergi. Eldhús er með vand-
aðri innréttingu. Flísalögð baðherbergi eru á báðum hæðum. Bílskúr með, þriggja fasa
rafmagnstengli. Skjólgóður garður og sólpallur, lagnir fyrir heitan pott.
Andrés sími 893 0011 sýnir
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15 OG 16
GVENDARGEISLI 118
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á 3ja nátta ferð til Kraká þann
17. eða 20. október. Borgin er ein best varðveitta borg Póllands og
er stór hluti hennar á minjaskrá UNESCO. Kraká er afar lífleg og
skemmtileg borg sem heillar alla sem þangað koma. Fjöldi
veitingahúsa, bara, skemmtistaða og verslana er í borginni, ekki
síst í kringum stóra markaðstorgið, Rynek Glówny, sem er nafli
Kraká.
Bjóðum frábært sértilboð á Hotel Chopin ***.
Ath. aðeins örfá herbergi í boði á þessum kjörum.
Verð frá kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í
3 nætur á Hotel Chopin*** með
morgunverði, 17.-20. okt..
Aukagjald fyrir einbýli kr. 14.000.
Verð frá kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
í 3 nætur á Hotel Chopin***
með morgunverði, 20.-23. okt..
Aukagjald fyrir einbýli kr. 14.000.
M
b
l1
04
63
61
Þriggja nátta ferð
Kraká
Síðustu sætin
í október!
frá kr. 39.990