Morgunblaðið - 18.09.2008, Page 4

Morgunblaðið - 18.09.2008, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Í FLJÓTU bragði lít ég svo á að vegið sé að formanni flokksins með þessari samþykkt,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Norð- vesturkjördæmis og formaður þing- flokks Frjálslynda flokksins, um áskorun miðstjórnar þess efnis að Jón Magnússon verði formaður þingflokksins. Á mánudag samþykkti miðstjórn- arfundur Frjálslynda flokksins um- rædda áskorun, sem Eiríkur Stef- ánsson lagði fram. Í greinargerð með ályktuninni kemur fram að lög flokksins kveði skýrt á um að flokk- urinn eigi að leggja áherslu á aukið lýðræði og valddreifingu í samfélag- inu. Í því ljósi sé óviðunandi að þing- maður FF í Reykjavík skuli ekki hafa verið gerður að formanni þing- flokksins eftir síðustu alþingiskosn- ingar og flokkurinn þannig stuðlað að auknu lýðræði og valddreifingu innan þeirra kjördæma landsins þar sem FF fékk kjörna alþingismenn árið 2007. Kristinn H. Gunnarsson bendir á að þetta sé í annað sinn sem vegið sé að Guðjóni Arnari Kristjánssyni, formanni flokksins, úr flokknum á rúmri viku. „Hann lagðist gegn ályktuninni og þeir keyra yfir hann engu að síður.“ Í þingflokki Frjálslyndra eru fjór- ir menn; Guðjón, Kristinn, Jón og Grétar Mar Jónsson. Kristinn var ekki á miðstjórnarfundinum en áréttar að verkaskipting í þing- flokknum sé málefni þingflokksins en ekki miðstjórnar og málið verði ráðið til lykta á þeim vettvangi en ekki annars staðar. Kristinn segir um skrif Össurar að hann líti svo á að hann skrifi af góðum hug og sér þyki vænt um það. „En ég ætla bara að halda mínu striki, kynna mér málin og sjá hverju fram vindur. Ég á svo sem ekki von á neinu öðru en að þetta verði í svipuðu horfi og verið hefur. Formaður flokksins mun hafa lagst gegn þessari ályktun og ég veit ekki um nein áform um breytingar á stjórn þingflokksins.“ Spurður hvort hann sé á leið úr flokknum segir Kristinn stutt og laggott: „Nei.“ Segir vegið að formanninum  Kristinn H. Gunnarsson hefur ekki heyrt af áformum um breytingar á stjórn þingflokksins  Miðstjórnin skorar á þingflokkinn að skipta um formann Kristinn H. Gunnarsson Grétar Mar Jónsson Jón Magnússon Guðjón A. Kristjánsson Í MJÓAFIRÐI í Ísafjarðardjúpi urðu rof og skemmdir víða á þjóðveginum í fyrri- nótt. Eins höfðu ræsi undir veginum í Ísa- firði í Djúpinu ekki undan vatnsflaumnum og þar urðu töluverðar vegarskemmdir á um hálfs kílómetra kafla, að sögn Geirs Sigurðssonar, rekstrarstjóra Vegagerð- arinnar á Ísafirði. Vegurinn um Djúp var opnaður í gær og bráðabirgðaviðgerðum lýkur í dag. Töluvert var kallað til af tækj- um og mannskap til að laga þjóðveginn á þessum stöðum. „Þetta virðist hafa verið óhemju vatns- magn í nótt og ummerki um að það hafi gengið gríðarlega mikið á,“ sagði Geir síð- degis í gær. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MIKLAR vegaskemmdir urðu víða á Vest- fjörðum í vatnsveðrinu í fyrrinótt. Unnið var að viðgerð í gær og lögðu starfsmenn Vegagerð- arinnar kapp á að opna vegina á ný fyrir um- ferð. Þorskafjarðarheiði var eini vegurinn sem ekki tókst að opna en aðrar leiðir sem skemmd- ust voru að minnsta kosti orðnar færar jeppum og stærri bílum í gærkvöldi. „Þetta er með því verra sem komið hefur í fleiri, fleiri ár,“ sagði Eiður B. Thoroddsen rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Patreksfirði. Hann sagði að mörg hundruð rúmmetrar af vegfyllingu hefðu sópast úr nýjum vegi sem liggur upp á Kleifaheiði, í botni Patreksfjarðar. „Við erum að reyna að gera fært fyrir vöru- bíla svo þeir komist í Baldur,“ sagði Eiður síð- degis í gær. Hann kvaðst ekki hafa átt von á að þessi vegur færi nær því í sundur. Þarna hvarf 6-7 metra há vegfylling undir bundnu slitlagi á löngum köflum. Eiður áætlaði að það tæki tvo til þrjá daga að laga veginn. Víða féllu skriður á vegina Mikil skriða féll í Patreksfirði, á veginn sem liggur út í Örlygshöfn við fjörðinn sunnan- verðan. Skriðan var um 50 metra breið og allt að sjö metra þykk. Í Fossfirði, einum af innfjörðum Arn- arfjarðar, rann vegfyllingin frá báðum endum brúarinnar við Foss og vöruflutningabíll fór á hliðina í Þernudal í firðinum. Þá féllu þrjár nokkuð stórar aurskriður á Hrafnskagahlíð í Fossfirði og að minnsta kosti aðrar þrjár á á Sunnhlíðinni, á leiðinni í Trostansfjörð. Unnið var að því að ryðja skriðunum burt í gærkvöldi. Einnig grófst vegurinn í sundur í Trostansfirði og tókst að gera hann jeppafæran í gærkvöldi. Á Dynjandisheiði fór vegurinn í sundur við Dynjandisá. Þar varð jeppafært í gærkvöldi. Vegurinn yfir Þorskafjarðarheiði fór í sundur og varð hún ófær. Vatnselgur rauf veginn á um 10 metra kafla og ruddi burt þremur met- ersvíðum hólkum undir veginum. Enn er lokað þar og verður ekki reynt að gera við skemmd- irnar fyrr en elgurinn sjatnar, að sögn Jóns Harðar Elíassonar, rekstrarstjóra Vegagerð- arinnar á Hólmavík. Ljósmynd/Halldór Þórðarson Skemmdir Mörg hundruð rúmmetrar af efni runnu úr nýlegum vegi í botni Patreksfjarðar. Vegurinn liggur upp á Kleifaheiði og er mikilvæg sam- gönguleið. Þar var reynt að gera veginn færan svo flutningabílar kæmust að og frá ferjunni Baldri. Fullnaðarviðgerð tekur nokkra daga. Skriður og skornir vegir Ljósmynd/Eiður B. Thoroddsen Viðgerð Í Fossfirði þurfti að ryðja nýju efni að brúnni þar sem vegurinn hafði skolast í burtu. Miklar vegaskemmdir urðu víða á Vestfjörðum í vatnsveðrinu sem gekk yfir í fyrrinótt Þorskafjarðarheiði er enn lokuð en aðrar leiðir a.m.k. jeppafærar ÖSSUR Skarp- héðinsson iðn- aðarráðherra fjallar um áskor- un miðstjórnar Frjálslynda flokksins varð- andi formann þingflokksins á vef sínum í gær. Hann segir þing- menn Frjáls- lyndra hafa sett fremst í forgangs- röð sína að tæta eigin flokk í sundur með innbyrðis illdeilum og býður Kristin H. Gunnarsson velkominn í þingflokk Samfylkingarinnar. „Langbesti leikur Kristins H. Gunnarssonar í þessari stöðu er að skera á festar og sækja um inn- göngu í þingflokk Samfylkingar- innar,“ skrifar Össur. „Hann á ekki að láta öfgamennina í Frjálslynda flokknum niðurlægja sig með því að hrekjast úr embætti þingflokks- formanns.“ Kristinn velkominn Össur Skarphéðinsson Ljósmynd/Halldór Þórðarson Vatnsósa Ár og lækir margfölduðust í vatnsveðrinu og höfðu ræsi og brýr ekki undan. Þá féllu víða skriður og sumar á vegi svo að þeir lokuðust. EKKERT ferðaveður var víða í fyrrinótt eins og mátti raunar sjá fyrir af veður- spám. Samkvæmt veðurstöð Vegagerð- arinnar við brúna yfir Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi slógu vindhviður í 44 m/s eft- ir miðnætti í fyrrinótt. Enn hvassara varð þó á Gjögurflugvelli á Ströndum en samkvæmt sjálfvirkri at- hugunarstöð þar fór sterkasta vindhviðan í 47 m/s og meðalvindur í 29 m/s, að því er fram kom á vefnum strandir.is. Sam- kvæmt veðurmæli á Ennishálsi fóru vind- hviður mest í 40 m/s en meðalvindur í 30 m/s á þriðja tímanum í fyrrinótt. Rafmagn fór af í sveitunum sunnan við Hólmavík eftir kl. 23 í fyrrinótt og var þar rafmagnslaust fram eftir nóttu. 47 m/s vind- hviða á Gjögri Djúpvegurinn lokaðist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.