Morgunblaðið - 18.09.2008, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„HANN fer ekki mikið en við fjöl-
skyldan verðum svolítið að halda líf-
inu áfram. Nú eru krakkarnir byrj-
aðir aftur í skólanum og þetta er
sérstaklega erfitt þar sem við búum
úti á landi,“ segir Lilja Sigríður
Jónsdóttir þar sem hún situr við
rúmstokk eiginmanns síns, Gísla
Sverrissonar, en hann hlaut hrygg-
brot og alvarlegan mænuskaða í
byrjun mánaðar. Gísli, sem er lam-
aður fyrir neðan brjóst, var fluttur á
Grensásdeild Landspítalans á
þriðjudag og er á fyrstu stigum
langrar og erfiðrar endurhæfingar.
Hann lætur þó engan bilbug á sér
finna.
Slysið varð 2. september sl. í
Kjarnaskógi sunnan við Akureyri.
„Við hjóluðum svolítið upp í skóginn
eftir hjólastígum. Biðum svo eftir að
allir kæmu upp, tíndum bláber og
nutum lífsins,“ segir Gísli. „Þegar
allir voru komnir dóluðum við okkur
svo af stað niður. Við fórum um mel,
en þar var ekki hjólastígur. Ég var
fremstur og einhvern veginn gerðist
það að ég fór fram af svona smá-
stalli. Framdekkið skall á barði og
ég steyptist fram yfir mig. Mér
fannst eins og ég hefði lent á grjóti
en veit ekki hvort það er rétt. Högg-
ið kom einfaldlega beint á hrygginn,
talsvert fyrir neðan hjálminn, og ég
fann strax að ég var stórslasaður.“
Gísli tekur fram að hann hafi hjól-
að mjög hægt og ekki hlotið aðra
skrámu á líkamann. Hann veltir því
einnig fyrir sér hversu oft hann hafi
nú dottið á hausinn á lífsleiðinni.
Erfið leið úr skóginum
Gísli var á ferð ásamt félögum
sínum í hjólahópi frá líkamsrækt-
arstöðinni Bjargi. Innan hópsins
voru m.a. læknir og geislafræð-
ingur. Fékk hann því fyrsta flokks
fyrstu hjálp. „Það var stórkostlegt
að hafa svona fólk í kringum sig,
aldrei nein taugaveiklun. Ég trúi því
varla sjálfur hvað ég var rólegur.“
Biðin eftir sjúkrabörum virtist þó
löng enda varð slysið frekar langt
inni í skógi og Gísli átti fremur erfitt
með andardrátt. Eftir erfiða leið
niður var hann fluttur með hraði á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
þar sem hann fór í röntgen-
myndatöku. Í kjölfarið var flogið
með hann til Reykjavíkur og á gjör-
gæsludeild.
Byrjaði á að æfa öndunina
Daginn eftir fór Gísli í aðgerð þar
sem beinin voru víruð saman. Brotið
var á milli neðsta hálsliðar og efsta
hryggjarliðar. Aðgerðin heppnaðist
vel en álagið á mænuna var gríð-
arlegt og er hún væntanlega enn
mjög bólgin. Afleiðingarnar eru því
ekki enn alveg ljósar.
Strax daginn eftir slysið hófst
endurhæfing. „Þá byrjaði ég að æfa
öndunina. Og það skiptir mjög
miklu máli. Hætta er á að neðsti
hluti lungnanna fylli sig ekki ef
maður er latur að æfa öndunina og
þá eykst hættan á lungnabólgu.“
Gísli hefur ekki náð fullum mætti í
hendurnar en sér fram á að fá mest-
an kraft í þær aftur. „Svo þarf að
þjálfa fæturna og reyna að liðka svo
þeir stífni ekki. Það er mjög mik-
ilvægt.“
Óhætt er að segja að lífið hafi tek-
ið stakkaskiptum hjá Gísla, sem er
47 ára. Hann hefur alla sína tíð ver-
ið mikill útivistarmaður, hlaupið og
hjólað auk þess að stunda líkams-
rækt af kappi. Hann segir það raun-
ar hjálpa sér í endurhæfingunni að
hafa verið í góðu formi.
„En svo veit maður ekki neitt
hvort einhver bati verður. Það er
hægt að segja að hendurnar komist
í samt lag, en fyrir neðan brjóst-
kassa; ekki er hægt að segja til um
það. Þetta snýst allt um hversu mik-
ill skaði hefur orðið á mænunni. Ef
það koma í ljós taugar sem eru í lagi
þegar bólgan hjaðnar yrði það til að
mynda mjög jákvætt.“
Gísli og Lilja eiga fjögur börn, Al-
dísi sem er í námi í Kaupmannahöfn
og Eyrúnu, Tómas og Bjarka sem
eru 18, 14 og 7 og búa enn heima.
Systir Gísla flutti inn á heimili
þeirra á Akureyri og er þar eins og
sakir standa svo Lilja geti verið í
Reykjavík hjá Gísla. „Það er ótrú-
legur stuðningur að fá þau í heim-
sókn,“ segir Gísli. „Nærvera þeirra
hefur hjálpað mér mikið. Svo er það
allur þessi velvilji sem maður finnur
fyrir.“
Sá velvilji hefur m.a. skilað sér í
að vinir og kunningjar hafa ákveðið
að efna til fjársöfnunar á laugardag.
Fjársöfnunin felst í Skíðastaða-
trimmi og verður gengið, hjólað eða
hlaupið upp í Hlíðarfjall. Lagt verð-
ur af stað frá Gúmmívinnslunni og
þátttökugjald er frjálst framlag.
Jafnframt hefur verið opnaður
söfnunarreikningur fyrir Gísla.
„Þetta er hreint út sagt ótrúlegt
og við viljum skila endalausu þakk-
læti,“ segir Gísli og Lilja bætir við.
„Við vissum og vitum ekkert út í
hvað við erum að sigla en vinir okk-
ar voru fljótir að átta sig á því að
þetta eru stórar breytingar á lífi
okkar og hafa brugðist vel við.
Þau vilja einnig þakka fyrir frá-
bæra umönnun, bæði á gjörgæslu-
deild og á heila-, tauga- og æða-
skurðdeild í Fossvoginum sem þau
segja vera fyrsta flokks.
Tekur bara einn dag í einu
Gísli Sverrisson hlaut hryggbrot og alvarlegan mænuskaða eftir reiðhjólaslys í byrjun mánaðar
Hann er á fyrstu stigum langrar og erfiðrar endurhæfingar en lætur engan bilbug á sér finna
Í HNOTSKURN
»Áætlað er að um 3,5-4,5milljónir manna í heim-
inum búi við mænuskaða
vegna slysa. Á Íslandi eru það
um hundrað manns.
»Mænuskaði er einn alvar-legasti skaði sem ein-
staklingur getur hlotið.
»Vinir og velunnarar Gíslahafa hafið söfnun fyrir
hann. Reikningsnúmerið er
0565-14-400216.
Kt. 180561-7069.
Morgunblaðið/Frikki
Saman Lilja Sigríður Jónsdóttir víkur ekki frá eiginmanni sínum, Gísla Sverrissyni, en hann er á Grensásdeild.
Mænuskaðastofnun Íslands var
stofnuð 11. desember á síðasta ári.
Markmið hennar er að stuðla að
því með öllum tiltækum ráðum að
lækning á mænuskaða verði að
veruleika. Og vekja athygli á mál-
efninu á alþjóðavettvangi.
Stofnunin fór nýverið af stað
með landssöfnun sem nær há-
marki annað kvöld. Þá verður bein
sjónvarpsútsending á Stöð 2 þar
sem m.a. koma fram landsþekktir
skemmtikraftar, mænuskaddaðir
einstaklingar segja sögu sína sem
og aðstandendur þeirra.
Einnig er hægt að leggja stofn-
uninni lið með kaupum á gesta-
þrautum úr tré sem meðal annars
eru seldar í líkamsræktarstöðvum
World Class, þjónustuverslunum
N1, flestum sjúkrahúsum og fleiri
stöðum. Auk þess verður sérstakt
söluátak í verslunarmiðstöðvunum
Smáralind og Kringlunni á morg-
un.
Söfnunarféð verður notað til að
styrkja rannsókn en til þess þarf
80 milljónir króna. Fáist fjár-
magnið er hægt að senda átta
sjúklinga í tilraunameðferð.
Landssöfnun í beinni útsendingu annað kvöld
ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir um-
hverfisráðherra og Framtíðar-
landið opnuðu í gær náttúrukort Ís-
lands.
Tilgangur kortsins er að vera
fræðandi og upplýsandi miðill um
virkjunaráform á Íslandi, sam-
kvæmt frétt Framtíðarlandsins.
Kortið verður endurskoðað og upp-
fært reglulega, en á kortinu eru
merkt þau svæði sem þegar hafa
verið virkjuð og svæði sem áætlað
er að virkja. Eins kemur fram hvar
í virkjunarferlinu fyrirhuguð virkj-
unarsvæði séu, þ.e. hvort fram-
kvæmdir séu hafnar, hvort þar sé
spáð í raforkuframleiðslu eða hvort
svæðið sé óraskað.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umhverfisráðherra opnar
náttúrukort Íslands
MITSUBISHI i MiEV er fyrsti
fjöldaframleiddi rafmagnsbíll heims
og var frumsýning á honum á Hilton
Reykjavík Nordica hóteli í gær í
tengslum við alþjóðlega ráðstefnu
um orkugjafa framtíðar sem fer
fram á hótelinu í dag og á morgun.
Bíll framtíðarinnar
Bíllinn kom beint frá framleiðend-
unum og verður til sýnis á ráðstefn-
unni en síðan verður farið með hann
á bílasýninguna Paris Motor Show.
Rafmagnsbíllinn er sagður bíll
framtíðarinnar. Hann er knúinn
næstu kynslóð líþíumrafhlaðna fyrir
bíla sem gefur honum akstursdrægi
upp á 150-180 kílómetra og hefst
fjöldaframleiðsla á honum á næsta
ári.
Á ráðstefnunni verður líka raf-
magnsmótorhjólið Killacycle til sýn-
is en það er sagt kraftmesta mót-
orhjól veraldar. Hjólið er knúið
líþíumrafhlöðum eins og margir
helstu bílaframleiðendur heims
hyggjast setja í tvinn-, tengiltvinn-
og rafbíla sína á næstu árum.
Auk þess verða rafbílar Orkuveitu
Reykjavíkur til sýnis sem og rafhjól
og rafvespur.
Sérfræðingar
Forseti Íslands Ólafur Ragnar
Grímsson opnar ráðstefnuna í dag og
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borg-
arstjóri í Reykjavík, slítur henni síð-
degis á morgun. Sérfræðingar í raf-
væðingu samgangna og sjálfbærum
lausnum meðal annars frá Toyota,
Ford, Mitsubishi Motors, Vattenfall,
Dong Energy, Mitsubishi Heavy
Industries, Better Place, Shell
Hydrogen og MIT flytja erindi á
ráðstefnunni.
Fyrsti fjöldaframleiddi
rafmagnsbíllinn sýndur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bíll framtíðarinnar Komið var með fyrsta fjöldaframleidda rafmagnsbíl
heims, Mitsubishi i MiEV, á Hilton Reykjavík Nordica-hótelið í gær.