Morgunblaðið - 18.09.2008, Side 8

Morgunblaðið - 18.09.2008, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG vænti mikils af samstarfi landanna,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaða- mannafundi á Bessastöðum í gær sem haldinn var í tilefni af op- inberri heimsókn Yoweris K. Musevenis, forseta Úganda, til landsins. Á fundinum kom fram að mark- mið heimsóknar Úgandaforseta hingað til lands væri einkum að kynna sér nýtingu jarðhita hér- lendis, þróun sjávarútvegs, mennt- un í upplýsingatækni og beitingu hennar í þágu opinberrar stjórn- sýslu. Löng hefð fyrir að nota heita hveri til lækninga í Úganda Í máli Musevenis kom fram að tildrög þess að hann sækir Ísland heim nú sé símtal sem hann átti við Ólaf Ragnar fyrir tveimur ár- um þar sem þeir ræddu um mögu- leikana í nýtingu jarðvarma. Mus- eveni minnti á að Ísland og Úganda ættu það sammerkt að í báðum löndum mætti finna heita hveri. Sagði hann langa hefð fyrir því í Úganda að nota heitu hverina sér til lækninga, en að sú þekking hefði dvínað á síðustu árum og væri í dag af flestum talin bábilja ein. Sagðist hann því afar ánægður með að sjá að Íslendingar stæðu framarlega í því nýta heita hveri í lækningaskyni, en Museveni mun í heimsókn sinni m.a. kynna sér starfsemi Bláa lónsins og lækn- ingamiðstöðina þar. Gefa ekki upp afstöðu sína Aðspurður hvernig Úgandamenn gætu lært af reynslu Íslendinga á sviði þróunar sjávarútvegs sagði Museveni ofveiði því miður tals- vert vandamál, sérstaklega við strendur Viktoríuvatns, en vatnið á landamæri að og er undir stjórn þriggja landa, Úganda, Tansaníu og Kenía. Aðspurður hvort Úganda styddi framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sagði Mus- eveni það mál enn órætt milli þeirra forseta. Ólafur Ragnar minnti á að mörg lönd gefi ekki upp afstöðu sína opinberlega til framboðsins fyrirfram, en bætti við að vissulega gerðu menn sér væntingar um stuðning. Síðdegis í gær heimsótti Mus- eveni Alþingi og átti þar fund með fulltrúum utanríkismálanefndar. Í dag mun Museveni heimsækja höf- uðstöðvar Actavis sem og fisk- vinnslufyrirtækið Vísi í Grindavík. Vilja nýta jarðvarma Úgandamenn horfa til reynslu Íslendinga í fiskveiðistjórnun Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon Á Bessastöðum Íslensku forsetahjónin buðu forsetahjónum Úganda, Yoweri K. Museveni og Janet Museveni, til hátíðarkvöldverðar í gær. LJÓSMÆÐUR á heilsugæslustöðvum og Miðstöð mæðraverndar hafa þessa dagana í nógu að snú- ast. Ekki aðeins þurfa þær að sinna þeim verðandi mæðrum sem eiga bókaða tíma í vikunni heldur bætast við konur sem áttu pantaða tíma í mæðra- skoðun í síðustu viku. Sökum tveggja sólarhringa verkfalls ljósmæðra féll öll mæðravernd niður á fimmtudag og föstudag. „Það er nóg að gera í mæðraverndinni,“ segir Ragnheiður Bachmann, ljósmóðir á Miðstöð mæðraverndar. Hún gerir ráð fyrir að mest verði að gera í þessari viku en ástandið komist í samt lag í næstu viku. „Ljósmæðurnar eru vanar að hliðra til og forgangsraða,“ segir Ragnheiður og bætir við að verðandi mæðurnar hafi sýnt ástandinu mikinn skilning. „Þær eru besti kúnnahópur sem maður getur fengið.“ Yfirbókað í sónarskoðanir Einnig er nóg að gera á fósturgreiningardeild Landspítalans þar sem sónarskoðanir fara fram. Anna Sampsted, ritari deildarinnar, segir að hver einasti tími sé fullbókaður og stoppi síminn ekki þar sem verið sé að athuga með lausa tíma. Sumir dagar séu yfirbókaðir en í næstu viku ætti allt að fara í samt horf. Anna segir að verðandi mæður hafi í síðustu viku verið afar skilningsríkar vegna verkfallanna. „Það vantaði ekki. Ljósmæður fengu fullan stuðningur allra kvenna sem hringdu.“ Sónarskoðanirnar féllu þó ekki að fullu niður meðan á verkföllunum stóð heldur skertist þjón- ustan einungis. Það má rekja til þess að ein ljós- móðir deildarinnar er í Félagi íslenskra hjúkrun- arfræðinga og gat því sinnt starfi sínu áfram. Þá héldu sérfræðingar spítalans áfram sónarskoðun- um á konum í áhættumeðgöngu. ylfa@mbl.is Ljósmæður önnum kafnar Vegna verkfallsins í síðustu viku þar sem öll mæðravernd féll niður hafa ljósmæð- ur á heilsugæslustöðvum og á fósturgreiningardeild LSH nú í nógu að snúast BJÖRN Óli Hauksson hefur verið ráðinn for- stjóri Keflavík- urflugvallar ohf., nýs opinbers hlutafélags sem tekur við rekstri Flugmálastjórn- ar Keflavíkur- flugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 1. janúar nk. Umsækjendur um stöðuna voru 55 talsins. Björn Óli hefur undan- farin sex ár unnið að uppbyggingu flugmála í Kósóvó, m.a. sem for- stjóri Pristina International Air- port J.S.C. Hann setti þar á laggir flugmálastjórn Sameinuðu þjóð- anna. Björn Óli er 47 ára að aldri og með meistaragráðu í rekstrarverk- fræði frá Álaborgarháskóla. Forstjóri Keflavíkur- flugvallar Björn Óli Hauksson SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir hef- ur afhent Michaëlle Jean, land- stjóra Kanada, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kanada. Sigríður Anna er fyrsta konan til að gegna embætti sendiherra í Kan- ada frá því að sendiráð var stofnað þar árið 2001. Í umdæmi sendiráðsins eru auk Kanada eftirtalin ríki: Belís, Bólivía, Ekvador, Hondúras, Kosta- ríka, Kólumbía, Panama, Perú, Úrúgvæ, Venesúela og Níkaragva, að því er fram kemur á vef utan- ríkisráðuneytisins. Sendiherra í Kanada Fundur Sigríður Anna Þórðardóttir og Michaëlle Jean landstjóri. BÆJARSTJÓRN Akraness hefur samþykkt einróma tillögur um breytingar á drögum fyrir starfs- leyfi Sementsverksmiðjunnar. Þær verða lagðar til grundvallar um- sögn bæjarins til Umhverfisstofn- unar vegna starfsleyfistillögunnar, en auglýstur frestur rennur út á föstudaginn. Helstu áherslur í breytingar- tillögum starfshópsins eru að leyfið verði eingöngu miðað við starfsemi á Akranesi og einskorðað við sem- entsframleiðslu. Lögð er áhersla á að í starfsleyfi komi skýrt fram, að ekki sé um brennslu að ræða á úr- gangi, heldur mun eldsneyti sem unnið er úr úrgangi utan verk- smiðjunnar leysa kol af hólmi að hluta til. Gerð er krafa um að brennsla beina- og/eða kjötmjöls og annars lífræns úrgangs verði felld út. Gerð er krafa um að eldsneyti í föstu formi skuli flutt til verksmiðj- unnar í lokuðum og rykþéttum vögnum. egol@mbl.is Samþykktu starfsleyfi ÞÝSKUR karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í áfram- haldandi gæsluvarðhald til 7. októ- ber vegna rannsóknar lögreglu á tilraun til smygls á 20 kg af hassi og 1,7 kg af amfetamíni sem fundust í bíl hans á Seyðisfirði í byrjun mán- aðarins. Varðhaldið framlengt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.