Morgunblaðið - 18.09.2008, Page 10

Morgunblaðið - 18.09.2008, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Avion Group-ævintýrið magalentimeð ósköpum, eins og fréttir síðustu daga hafa endanlega stað- fest.     Margir urðu þó til að spá félaginuglæstri framtíð á sínum tíma. Trúin á útrásinni og snilld þeirra, sem að henni stóðu, var nánast tak- markalaus.     Til marks umþetta var ræða, sem Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Ís- lands, flutti við opnun höf- uðstöðva Avion Group í Bretlandi í febrúar 2005.     Forsetinn spáði fyrirtækinu gríð-arlegri velgengni á heimsvísu og greip til frasa úr smiðju Hollywood: „You ain’t seen nothing yet!“     Það má reyndar segja að það hafigengið eftir, bara ekki alveg á þann veg sem það var þá hugsað.     Ólafur Ragnar velti því fyrir sér afhverju Íslendingum gengi svona vel í flugrekstri og sagði að kannski væri það „vegna arfleifðar okkar frá víkingatímanum, sem landkönnuðir og landafundamenn fyrir þúsund ár- um, er við sigldum yfir ókunn úthöf og tókst að finna ósnortnar lendur.“     Avion Group var, með orðum for-setans (í lauslegri þýðingu), „krúnudjásnið, einstakt dæmi um hnattrænt afrek […] frábær sönnun þess hvað er mögulegt, að sannar- lega er allt undir himninum innan seilingar.“     Kannski ætti forseti vor í framtíð-inni að vera ögn lágstemmdari í orðavali um snilld íslenzkra kaup- sýslumanna, svona í ljósi örlaga Avion Group. STAKSTEINAR Ólafur Ragnar Grímsson Fljúgum hærra                      ! " #$    %&'  (  )                  *(!  + ,- .  & / 0    + -                   !"#$ 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (           % %        % %       :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   %  &% &%     % % % &% &%                                   *$BC                   !  "   #$ %$ & '       (     ) *  !   "    *! $$ B *! ' (  ) # ( # $  "# *" <2 <! <2 <! <2 '$#)  +  ,-".  $ -            *  D B  D" 2      +       ,  ) -    "     /    ($       ( .   / (  0    12  ( 3 <7    (  *    .    & 3       $    ,    4   ) *  !   "     /0  "11  "# 2 " "+  Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞAÐ leynir sér ekki að Jeffrey M. Smith, einn þekktasti andstæðingur erfðabreyttra matvæla í heiminum, er mjög áfram um að berjast gegn erfðabreyttum matvælum. Og það er ekki síst árangurinn af barátt- unni sem knýr hann áfram. Á næsta ári væntir Smith þess að bandarísk- ur almenningur muni fara að snúast gegn slíkum matvælum, líkt og evr- ópskir neytendur hafi gert undir lok síðasta áratugar. Næsta skref sé að binda enda á notkun erfðabreytts fóðurs. Inntur eftir rökum fyrir þeirri spá segir Smith að neytendur vestanhafs geri sér sífellt ljósari grein fyrir skaðsemi erfðabreyttra matvæla. Þúsundir rannsókna víða um heim vitni um að neysla slíkra matvæla geti haft afar skaðleg áhrif á heilsu manna og átt þátt í ófrjó- semi og ofnæmi, svo eitthvað sé nefnt. Borið hefur á því sjónarmiði að sú áskorun að fæða vaxandi íbúafjölda jarðar kalli á notkun líftækni, svo anna megi eftirspurninni eftir mat. Spurður um þetta sjónarmið seg- ir Smith að þessi rök líftækniiðn- aðarins hafi margsinnis verið hrak- in. Öllum megi vera ljóst að erfða- breytt matvæli séu slæm fyrir hagkerfið, hafi heilsuspillandi áhrif og að erfðabreytt fræ geti valdið skaða á oft á tíðum viðkvæmu líf- ríki. Hörmuleg reynsla Ástrala af ræktun Canola-fræja sé aðeins eitt af ótal vítum til að varast. Karl Bretaprins, sem hefur lengi látið sig umhverfismál varða, hvatti ekki alls fyrir löngu til þess að horf- ið yrði frá framleiðslu á erfðabreytt- um matvælum. Í kjölfarið skoruðu bresk stjórn- völd á ríkisarfann að færa nánari rök fyrir þessu sjónarmiði. Sam- starfsmenn Smith höfðu veður af þessum umræðum og settu sig í samband við skrifstofu ríkisarfans, eins og rakið er í nýlegri grein í tímaritinu Intelligent Life, syst- urriti The Economist. Feikinóg af sönnunum Spurður um ræðuna sagði Smith inntak hennar hafa verið tvíþætt. „Hann lagði megináherslu á þann skaða sem erfðabreytt matvæli hefðu valdið á umhverfinu og hag bænda. Það er feikinóg af gögnum sem renna stoðum undir hvort tveggja. Ég hjó eftir því að hann fjallaði ekki um skaðlegu áhrifin á heilsuna, en legg áherslu á að til er nóg er gögnum um þau. Hann dró athyglina að þeirri staðreynd að tæknin að baki er hættuleg, skrefið í átt til hennar í besta falli vanhugsað, áður en við skildum erfðaefnið og þau áhrif sem breytingar á því kynnu að hafa. Af þessum sökum erum við að taka áhættu með heilsu fólksins.“ Spurður um dæmi um það hvern- ig Bandaríkjamenn séu að snúa baki við afurðum líftækniiðnaðarins vísar Smith til þess að hætt hafi verið að nota hormónaefnið rbGH til að bæta nyt kúa, eftir að í ljós kom að mjólkurafurðir kúa sem höfðu innbyrt efnið voru skaðlegar mönnum. „Fyrir skömmu seldi líftækniris- inn Monsanto frá sér þann hluta starfseminnar sem sá um söluna á rbGH. Þetta var táknrænt. Topp- inum var náð fyrir tveimur og hálfu ári, þegar það fór að verða fyrirtækjum til trafala að nota hormónið við framleiðslu sína.“ Starbucks sneri baki við notkun hormónsins Smith heldur áfram. „Síðan þá hafa 40 stærstu mjólkurframleiðendur í Banda- ríkjunum byrjað að nota efnið í framleiðslu sinni. Verslanakeðjan hætti að selja mjólk sem innihélt efnið, líkt og kaffihúsakeðjan Starbucks, eftir vel heppnaða upp- lýsingaherferð um skaðsemi efnis- ins á meðal neytenda.“ Þá sé það dæmi frægt þegar breska stjórnin hafi beitt sér fyrir því að lífefnafræðingnum Arpad Pusztai við Rowett-vísindastofn- unina var sagt upp störfum fyrir þá uppgötvun sína að neysla erfðabreyttra kartaflna hefði afar skaðleg áhrif á líffæri tilraunar- ottna og að gögn hefðu síðar sýnt fram á þá ætlun stjórnvalda að eyðileggja mannorð hans í kjölfar- ið. Aðspurður að lokum hvernig hann svari þeim sem kunni að líta svo á að hann sé haldinn þrá- hyggju segir Smith að það sem haldi sér gangandi sé sá árangur sem náðst hafi af áralöngu starfi sínu, svo sem þegar stjórnvöld í Suður-Afríku hafi bannað inn- flutning á erfðabreyttu korni eins og hann hafi þá ráðlagt fulltrúum stjórnarinnar að gera.  Einn þekktasti andstæðingur erfðabreyttra matvæla í heiminum telur að næsta ár muni marka tímamót í baráttunni  Bandaríkjamenn muni þá byrja að snúast gegn slíkum matvælum  Fagnar orðum Karls Bretaprins um umhverfisskaðann Erfðabreytt matvæli á útleið Morgunblaðið/G. Rúnar Baráttumaður Jeffrey Smith hefur tvívegis fundað með stjórnvöldum. AP Jeffrey M. Smith hefur gefið út vinsælar bækur um skaðsemi erfðabreyttra matvæla. Meðal þeirra eru „Seeds of Deception“ og „Genetic Roulette: The Documented Health Risks of Genetically Engineered Foods“ (sjá kápumyndir). Sú síðarnefnda er á við síma- skrá með harðspjöldum að stærð, en þar eru hin neikvæðu áhrif erfðabreyttra matvæla á lífríkið og heilsufar manna rakin með vís- indalegum niðurstöðum. Smith segir að líftæknifyrir- tækin hafi enn sem komið er ekki getað hrakið niðurstöðurnar. Breytingar á erfðaefni séu stórmál sem geti haft víðtæka keðjuverkun í náttúrunni. Því beri að fara gaumgæfilega yfir tilraunir í þessa veru og sýna um leið fram á hversu hættulegar þær geta verið. Vinsæll höfundur VEÐUR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR Karl Bretaprins er þekktasti talsmaður Breta fyrir lífrænni ræktun og sjálfbærni í landbún- aði og hefur beitt sér fyrir því að horfið verði frá framleiðslu á erfðabreyttum matvælum. Ríkisarfinn sagði í liðnum mánuði að ræktun erfðabreyttra nytjaplantna í þróunarlöndum væri mesta umhverfisslys allra tíma. Prinsinn sagði að fjöl- þjóðleg stórfyrirtæki hefðu hafið „feiknarmikla tilraun með nátt- úruna og allt mannkynið og sú tilraun hefur farið alvarlega úr- skeiðis“, að því er fram kemur í breska dagblaðinu The Indep- endent. Eftir þessi ummæli skor- uðu bresk stjórnvöld á ríkisarf- ann að færa nánari rök fyrir þessu sjónarmiði. Mesta umhverfisslys sögunnar? Reuters Ríkisarfinn Karl prins leggst gegn erfðabreyttum matvælum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.