Morgunblaðið - 18.09.2008, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VINNUVÉLAR
Glæsilegt sérblað um vinnuvélar,
jeppa, atvinnubíla, fjölskyldubíla o.fl.
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn
3. október.
Meðal efnis er:
• Vinnuvélar, það nýjasta á markaðnum.
• Atvinnubílar.
• Fjölskyldubílar.
• Pallbílar.
• Jeppar.
• Fjórhjól.
• Verkstæði fyrir vinnuvélar.
• Varahlutir.
• Græjur í bílana.
• Vinnulyftur og fleira.
• Dekk.
• Vinnufatnaður fyrir veturinn.
• Hreyfing og slökun gegn daglegu álagi
og áreiti.
Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni
og fróðleiksmolum.
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16,
mánudaginn 27. september.
ÖSSUR Skarp-
héðinsson iðnað-
arráðherra telur
að Íslendingar
eigi einstaka
möguleika meðal
þjóða heims á að
rafvæða allar
samgöngur á
landi á skömmum
tíma – og það án
þess að byggja
nýjar virkjanir. Þetta hefði í för með
sér forystuhlutverk Íslendinga á
sviði orkuskipta frá olíu til raf-
magns. „Árið 2010 er gert ráð fyrir
því að fjöldaframleiddir rafbílar
með háþróuðustu gerð rafhlaðna
komi á markað,“ bendir Össur á.
„Við erum að ræða við rafbílafram-
leiðendur um að Íslendingar njóti
forgangs þegar fjöldaframleiddum
bílum verður hleypt af stokkunum.
Þessi ökutæki verða mjög eftirsótt
og því afar mikilvægt að við tryggj-
um okkur flota,“ segir hann
„Hingað til hefur það hamlað vel-
gengni rafbílanna hversu skamm-
drægar rafhlöðurnar hafa verið auk
þess sem það hefur tekið tiltölulega
langan tíma að hlaða þær og loks
hafa þær ekki enst vel. En nú er að
líta dagsins ljós árangur af þróun-
arvinnu í rafhlöðuframleiðslu sem
hefur notið gríðarlegs fjármagns í
heimskapphlaupinu um að leysa
loftslagsvandann. Á nýju rafhlöðun-
um er hægt að aka 160 km miðað við
bíl sem kemur á almennan markað
2010 og það tekur ekki nema 5–15
mínútur að hlaða þær að því
ógleymdu að hægt er að skipta um
þær með einu handtaki.“
Össur nefnir þrjár forsendur fyrir
skjótri rafvæðingu bílaflotans hér-
lendis. Í fyrsta lagi þurfi tæknilega
fullkomnir og fjöldaframleiddir
bílar að koma inn á markaðinn og í
öðru lagi þurfi ríkisvaldið að ryðja
nýju tækninni braut í formi nýrra
skattareglna. „Ég tel nauðsynlegt
að ríkisvaldið láti rafbíla njóta sömu
kosta og metanbíla, þ.e. að fella nið-
ur innflutningsgjöld á þeim,“ segir
hann.
Tryggja þarf innviðina
„Í þriðja lagi þurfa stjórnvöld í
samráði við fyrirtæki og markaði að
tryggja innviðina þegar rafbílavæð-
ingin hefst. Tryggja þarf að þeir,
sem kjósa rafbíla, geti komist allra
sinna ferða og í því skyni þarf að
setja upp fjölorkustöðvar í þéttbýli
jafnt sem dreifbýli. Ráðuneyti mitt
er nú í viðræðum við sveitarfélög,
orku- og dreifingarfyrirtæki um
þessa hluti.“ orsi@mbl.is
Rafmagnsbílarnir
eru skammt undan
Iðnaðarráðuneyti ræðir við bílaframleiðendur um að setja Ís-
lendinga fremst í röðina þegar rafbílavæðing hefst að fullu
Í HNOTSKURN
»Össur Skarphéðinssonsegist sannfærður um að
það sé ekki óskhyggja að ætl-
ast til þess að Íslendingar geti
orðið algerlega óháðir olíu og
bensíni í samgöngum.
»Einn kostur er lífeldsneytien nú þegar er framleitt
metan sem dugar sem elds-
neyti á 3–4000 bíla og séð er
fram á enn meiri framleiðslu.
Össur
Skarphéðinsson
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
„ÞAÐ var aldrei mokfiskirí en við
veiddum vel allan tímann; fengum
40-60 tonn á sólarhring en mest voru
veidd og unnin 90 tonn einn sólar-
hringinn,“ sagði Páll Rúnarsson við
Morgunblaðið. Hann var skipstjóri á
Brimnesi RE 27 í mettúr sem lauk í
fyrradag. Afli skipsins í túrnum er
að verðmæti 185 milljónir króna.
„Við erum auðvitað allir gríð-
arlega ánægðir með túrinn. Þetta
gerist ekki nema maður sé með
mjög gott skip og mjög góðan mann-
skap. Það er algjör forsenda,“ sagði
Páll skipstjóri.
Veiddu 1.252 tonn
Hann sagði afköst „karlanna“
geysilega góð. „Það eru ekki nema
18 menn um borð og verðmætin því
meiri á hvern haus en á hefðbundnu
frystiskipi þar sem fiskurinn er flak-
aður enda venjulega 26 karlar um
borð þar.“ Brimnesið, sem er í eigu
Brims hf., var að veiðum í 37 daga og
alls veiddust 1.252 tonn.
Páll skipstjóri segir að hluta
aflans hafi verið landað á Akureyri
fyrir skemmstu. „Við köllum það
millilöndun, en svo heldur túrinn
áfram með sömu áhöfn,“ sagði hann.
Samtals lönduðu þeir Páll 900 tonn-
um af afurðum, allt heilfrystum fiski,
að hluta til hausuðum. Aflinn var að
stærstum hluta ufsi, 420 tonn, en
nærri 170 tonn af þorski, 130 af ýsu
og afgangurinn var karfi.
„Við vorum mikið fyrir vestan og
norðan land, á hefðbundnum slóð-
um; fyrst á Halamiðum og síðan
vestur af Látrabjargi, í kringum
Víkurálinn,“ sagði skipstjórinn.
Páll segir Brimnesið mjög gott
skip. „Það er svo sem ekki komin
mjög mikil reynsla á það hjá okkur,
ekki nema rúmt ár því Brim keypti
skipið í endaðan júlí í fyrra en það er
löngu vitað að þetta er gríðarlega
öflugt skip og veiðigetan mikil. Þetta
var eitt af flaggskipum Norð-
manna.“ Skipið hét áður Vesttind.
Met af Íslandsmiðum?
Eftir því sem næst verður komist
er verðmæti afla Brimnessins að
þessu sinni það mesta eftir einn túr
þar sem eingöngu er veitt á Íslands-
miðum. „Við fórum góðan túr í Bar-
entshafið þar sem Brim á kvóta;
veiddum fyrir 145 milljónir í norsku
lögsögunni. En þetta er besti túr
sem ég hef heyrt um hér á Íslands-
miðum.“
Í tilefni þessa góða túrs var áhöfn
og skipi fært málverk eftir Bjarna
Jónsson, blómvöndur og terta, þegar
komið var til hafnar í Reykjavík
snemma á þriðjudagsmorgun.
Gott skip og góðir menn
Brimnes að öllum líkindum með mesta aflaverðmæti af Ís-
landsmiðum Veiddu og unnu mest 90 tonn á sólarhring
Í HNOTSKURN
»Venus hf., sem er í eigu HBGranda, hefur komið með
mesta aflaverðmæti íslenskra
togara að landi eftir því sem
best er vitað. Verðmæti afla
Venusar, þegar hann kom úr
Barentshafi í mars á þessu ári,
var 250 milljónir króna. Sá afli,
mestmegnis þorskur, var allur
veiddur innan norsku lögsög-
unnar.
Til hamingju Guðmundur Kristjánsson afhenti áhöfninni málverk að gjöf. Páll Rúnarsson skipstjóri er til vinstri.