Morgunblaðið - 18.09.2008, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.09.2008, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 23 Vistvæn tilþrif Mörður Árnason varaþingmaður lætur ekki sitt eftir liggja í samgönguviku sem nú stendur og fylgist með viðgerð á hjólinu sínu hjá Erni Óskarssyni í Borgarhjólinu. Um 2.000 evrópskar borgir standa að samgönguviku og er yfirskrift hennar að þessu sinni „Hreint loft fyrir alla“. Árni Sæberg Blog.is Halla Rut | 17. september Er vantrú trúarbrögð? Ég fór í viðtal í dag á leik- skóla sem yngsti sonur minn (3,5 ára) er að byrja á. Ég var þar innt eftir mín- um trúarbrögðum og sagð- ist ég hafa engin. Þá var ég spurð hvort sonur minn mætti taka þátt þegar djákni frá nærliggjandi kirkju kæmi að tala og syngja með börnunum einu sinni í mánuði og hvort sonur minn mætti taka þátt í kristilegum jólaathöfnum og syngja kristilega jólasöngva. Ég svaraði þessu á þá leið að það skipti mig engu máli því ég hefði ENGIN trúarbrögð og stundaði ekki heldur þau trúarbrögð að trúa ekki. Þetta svar mitt kemur til vegna þess að á undarförnum árum verð ég alltof oft vör við að sumir eru orðnir svo heitir í því að trúa EKKI að það nálgast trúarbrögð í sjálfu sér. Þá leið ætla ég ekki að fara. Ég hef kosið leið frelsis og góðs siðferðis í mínu lífi og mun standa þar. Ég ætla ekki að fylgja leiðbeiningum frá öðrum um hvernig ég á að lifa mínu lífi. Ég er frjáls og læt því ekki einhverja uppskrift eða ein- hvern sjálfkjörinn leiðtoga segja mér til um hvað ég má og hvað ég ekki má. Margur vantrúaður gæti við þessu sagt: en það er verið að ljúga að barninu þínu. Viltu að einhver fylli hausinn á honum með þessari vitleysu og rangfærslum? Ég segi við þá á móti: Við ljúgum að börnum okkar alla daga. Við teljum þeim í trú um jólasveininn, ég segi mínum börnum að kisa komi og borði matinn ef þau borða hann ekki. Við segjum ekki alltaf satt um hvert við erum að fara eða rétt til um til- gang ýmissa daglegra athafna eða gjörða okkar. Meira: hallarut.blog.is Vilberg Helgason | 17. september Hjólalestir og Tjarnar- spretturinn 2008 Núna er komið að því að bestu götuhjólreiðamenn landsins leiða saman hjól- hesta sína í æsilegustu og skemmtilegustu götu- hjólakeppni ársins. Í ár er von á metfjölda áhorfenda þar sem hjólalestir hafa aldrei verið fleiri sem leggja leið sína frá öllum hlutum höf- uðborgarsvæðisins að tjörninni til að sjá þennan spennandi viðburð. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að skipt er niður í karla- og kvennaflokka og hjóla karlar 15 hringi í kringum tjörnina á meðan konur hjóla 10 hringi. Útsláttarfyrirkomulag er á keppninni sem virkar þannig að ef fremsti maður fer framúr keppanda sem kominn er hring . . . Meira: vilberg.blog.is FRÉTTATÍMI Ríkissjónvarpsins mánu- dagskvöldið 15. september var um margt mjög athyglisverður og innihaldsríkur. Þar var í löngu máli sagt frá alvarlegri stöðu á fjármálamörkuðum, bæði hér heima og er- lendis, og fullyrt að útlitið hefði ekki verið jafnsvart í um 60 ár. Það eru merk tíðindi. Þá var í fréttatímanum sagt frá alvarlegri stöðu Eimskipa, vandræðum fólks vegna gjaldþrots XL, hugsanlegri virkjun í Mý- vatnssveit, líkamsárás í Þorlákshöfn, hug- myndum um kafbát í Eyjafirði, stjórn- arslitum í Færeyjum og svona mætti lengi telja. Svo kom frétt um Breiðholtsdaga. Þeir eru nú haldnir í 6. sinn. Og þá allt í einu birtist texti á skjánum um leið og þulur las, rétt eins og þyrfti að þýða á íslensku það sem hann segði. Hvað var nú á seyði? Þetta hafði ekki gerst áður í þessum fréttatíma. Og skýr- ingin kom í lok inngangs fréttaþular. Jú, heyrnarlaus myndlistarmaður sýnir verk sín á Breiðholtsdögum. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins ákvað sem sagt að af því að heyrnarlaus maður er hluti af dagskrá Breiðholtsdaga þá skuli sú frétt textuð, svo heyrnarlausir geti nú horft á þá frétt og skilið um hvað sú frétt snýst. Þessi verknaður fréttastofu Ríkissjón- varpsins lýsir að mínu viti botnlausri fyr- irlitningu á heyrnarlausu fólki. Hvað er í raun verið að segja heyrnarlausu fólki? Jú, eitthvað á þessa leið: „Ykkur kemur lítt við hvernig heimsskútan vaggar og veltur frá degi til dags, en af því að í þessari frétt er fjallað um einn af ykkur, þá skulum við texta hana svo þið getið nú fylgst með ykkar fólki.“ Annað í þessum fréttatíma kom heyrnarlausu fólki ekki við, enda var ekkert fjallað um heyrnarlaust fólk í öðrum fréttum kvöldsins. Það verður gleðilegur dagur í lífi heyrnar- lauss fólks þegar stjórnendur Ríkissjónvarps- ins uppgötva að heyrnarlaust fólk er upp til hópa jafn vel gefið og annað fólk og þegar þeir uppgötva að heyrnarlaust fólk hefur jafnmikinn áhuga á samfélagi sínu og annað fólk. Vegna þess að þá hætta þessir stjórn- endur kannski að texta bara fréttir af Breið- holtsdögum og gefa þessum Íslendingum kost á að fylgjast með öllum fréttum í sjónvarpi allra landsmanna (ekki bara hinna heyrandi). Jóhann Hlíðar Harðarson Þetta kemur ykkur við, annað ekki! Höfundur er faðir heyrnarlauss manns sem hefur áhuga á samfélagi sínu. HINAR hráu kapít- alísku hugmyndir um óheft frelsi fjármagns- ins ofar réttindum launamanna og sam- félagslegum gildum og nauðsyn markaðs- og einkavæðingar til að ryðja brautina byrjuðu sem jaðarsjónarmið fá- menns hóps í Banda- ríkjunum. En boðskap- urinn reyndist eiga greiðan aðgang að eyrum margra borgaralega sinnaðra stjórnmála- manna og hagfræðinga en þó eink- um peningamanna. Og frjáls- hyggjan fyllti upp í ákveðið hug- myndafræðilegt tómarúm sem skapaðist á 8. og 9. áratugnum. Heimskreppan um 1930 var gleymd, „New Deal“ orðið rykfallið og jafn- vel gullaldarár norræns velferð- arsósíalisma virtust að baki. Loks féll Berlínarmúrinn, Sovétríkin hrundu og hrokafullir hægri menn töluðu um endanlegan hugmynda- fræðilegan sigur. Ekki meira um það, metum stöð- una og horfum fram á veginn. Og þá kemur stóra spurningin: Hvað erum við að upplifa þessa dagana? Eru það ekki ragnarök nýfrjálshyggj- unnar, hins óhefta græðgiskapítalisma sem á endanum er að kollsigla sjálfan sig? Taumlaus gróðafíkn og siðblind græðgi hefur rekið menn áfram og fram af brúninni. Sókn í sífellt hraðari og meiri skyndigróða hefur leitt til óhóflegrar áhættu- sækni, svo ekki sé sagt hreinnar glæfra- mennsku í viðskiptum. Hugmyndafræðileg drottnun nýfrjáls- hyggjunnar, dyggilega undirbyggð af helstu stofnunum og máttarvélum hins kapítalíska heims, hefur blind- að mönnum sýn. Að sjálfsögðu réru stórfyrirtækin undir meðan þau í nafni hnattvæðingar lögðu heiminn að fótum sér. Þessi múgsefjun og samvirkni fjármálaaflanna, stærsta hluta stjórnmálalífsins og fjöl- miðlanna leiddi til aðhaldsleysis og gagnrýnisleysis. Menn gengu á lag- ið. Öllum hugmyndum um reglu- setningu, eftirlit og takmarkanir var ýtt út af borðinu sem fjandsamleg- um, úreltum eða gamaldags. Alvitur og óskeikull markaðurinn einn skyldi ráða. Annað kemur nú á daginn. Ný- frjálshyggjubyltingin er að éta börn- in sín. Ýmsir spámenn og æðstu páf- ar hafa að undanförnu farið að viðra efasemdir sínar og munar um minna en menn eins og Bill Gates, George Soros, Alan Greenspan og Warren Buffett. Með mismunandi hætti hafa þeir og ótalmargir fleiri sagt að ým- islegt þurfi a.m.k. endurskoðunar við. Og vel að merkja: þessir menn gera það ekki sérstaklega út af áhyggjum sínum af umhverfinu eða vaxandi misskiptingu og ójafnri dreifingu auðs og velsældar um hnöttinn, heldur einfaldlega vegna þess að þeir skynja að mótorinn sjálfur, hinn vestræni heimskapítal- ismi, er tekinn að hiksta; það er kominn sandur í legurnar. Vaxandi umræður eru nú bæði austan hafs og vestan um að ekki verði umflúið að horfast í augu við staðreyndir, læra af mistökum und- anfarinna ára og grípa í taumana. Lausnin er augljóslega ekki fólgin í að ríkisvaldið hlaupi til aðstoðar markaðnum, sem ekkert vildi af því hinu sama ríkisvaldi vita meðan allt lék í lyndi. Það væri himinhrópandi heimska og ranglæti að dæla pen- ingum úr almannasjóðum til að koma nýfrjálshyggju-kapítalism- anum aftur á lappirnar í óbreyttri mynd. Þó það sé vissulega spaugi- legt að sjá hægri sinnaðar ríkis- stjórnir í Bretlandi, Bandaríkj- unum og víðar þjóðnýta banka og dæla fé úr seðlabönkum inn í fjár- málageirann til að afstýra lausa- fjárskorti er öllum ljóst að þar er ekki um varanlega lækningu að ræða. Umræðan er á þeim nótum að endurskoða þurfi leikreglurnar, færa vald á nýjan leik frá mark- aðnum og peningamönnunum til lýðræðislega kjörinna stjórnvalda og undir endurskoðað og hert regluverk. Fleiri láta í sér heyra. Í Bretlandi hefur hópur manna sem kallar sig „real industrialists“ eða raunverulegir atvinnurekendur minnt á sig og sagt: Þarna sjáið þið hvaða vit verður í fjármálaheim- inum og viðskiptalífinu ef það eru eingöngu peningamennirnir og hið gráðuga áhættufjármagn sem ráða en áherslur hefðbundins atvinnu- rekstrar gleymast. Og er hér ekki að sannast þá hið fornkveðna að markaðurinn, góður til síns brúks sem hann getur verið, er um leið ófreskja sem þarf að temja og hafa í böndum því annars fer illa? Hér skal það fullyrt að almenn- ingur upp til hópa vill ekki samfélag frumskógarlögmála og blindrar gróðahyggju. Það þarf leikreglur auk lýðræðislegs og sterks aðhalds. Stjórnvöld þurfa að hafa í sínum höndum völd og úrræði til að gæta almannahagsmuna þannig að þeir verði ekki fyrir borð bornir í þágu taumlausra einkagróðasjónarmiða. Þeir sem talað hafa fyrir fé- lagslegum áherslum og varað við af- leiðingum óheftrar nýfrjálshyggju sjá auðvitað ekkert nýtt í þessum boðskap. Þetta teljum við okkur hafa verið að segja undanfarin 10- 20 ár, sem höfum varað við en talað fyrir daufum eyrum. Nú þegar þessi ragnarök nýfrjálshyggju- kapítalismans ganga yfir er stóra spurningin hvort ekki sé lag. Svo notað sé gamalt en gott orðalag: að manngildið verði á nýjan leik sett ofar auðgildinu og samfélag manns- ins sjálfs í öndvegi en ekki einir saman gróðahagsmunir fjármagns- eigenda og þeirra sem braskað hafa með annarra fé eða myndað froðu- gróða í sýndarheimi afleiðu-, vafn- inga- og lánsviðskipta. Það er svo efniviður í aðra grein að ræða þessi tímamót í hinu séríslenska sam- hengi. Eftir Steingrím J. Sigfússon »Eru það ekki ragna- rök nýfrjálshyggj- unnar, hins óhefta græðgiskapítalisma sem á endanum er að koll- sigla sjálfan sig? Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Ragnarök nýfrjálshyggjunnar Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.