Morgunblaðið - 18.09.2008, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 25
MINNINGAR
✝ Bryndís Guð-jónsdóttir frá
Gunnarssundi 6,
Hafnarfirði, fæddist
14. ágúst 1926. Hún
andaðist á Landa-
koti, deild 2-K, að
morgni 5. septem-
ber sl.
Foreldrar hennar
voru hjónin frá
Gunnarssundi, þau
Arnfríður Jóns-
dóttir f. 19.2.1889,
Egilsstaðakoti,
Flóa, d .20.3. 1963
og Guðjón Gunnarsson f. 21.9.
1889 í Vola, Flóa, d. 24.2. 1961.
Systurnar frá Gunnarssundi voru
og Þorláks er Ástríður Halldóra f.
1956. Eiginmaður hennar er
Bjarni E. Thoroddsen. Þau eiga
þrjú börn og fimm barnabörn.
Bryndís og Þorlákur bjuggu
lengst af í Fossvogi þar sem þau
byggðu sér húsnæði en hin síðari
ár bjuggu þau í Garðabæ. Þau áttu
góða ævi saman.
Eftir hefðbundna skólagöngu
stundaði Bryndís nám við Flens-
borgarskóla. Hún starfaði allan
sinn starfsaldur við verslunar- og
þjónustustörf. Eftir Flensborg hóf
hún störf á Ljósmyndastofu Hafn-
arfjarðar hjá Önnu Jónsdóttur,
síðar hjá Magnúsi E. Baldvinssyni
sem nú er Meba, hjá Flugleiðum
og síðast við tískuvöruverslunina
Smart í Grímsbæ.
Bryndís verður jarðsungin frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag
kl.13.
sex og er ein þeirra á
lífi, sú yngsta, Hrafn-
hildur.
Bryndís giftist
Þorláki Guðmunds-
syni frá Seljabrekku,
f. 9.12. 1921, d. 30.12.
2007, þann 6.5. 1950.
Foreldrar hans voru
hjónin frá Selja-
brekku, þau Bjarn-
veig S. Guðjónsdóttir
f. 5.11. 1896 á Geirs-
eyri, d. 14.6. 1979 og
Guðmundur Þorláks-
son f. 29.11. 1894, d.
30.9. 1985. Þorlákur átti fimm
systur og er ein þeirra á lífi, sú
elsta, Þorbjörg. Dóttir Bryndísar
Sómakonan Bryndís Guðjónsdótt-
ir hefur kvatt þennan heim. Það leið
ekki langur tími á milli andláts henn-
ar og maka hennar til fjölda ára, en
eiginmaðurinn Þorlákur Guðmunds-
son andaðist um síðastliðin áramót.
Þau heiðurshjón voru gift í hartnær
60 ár og voru ætíð mjög samrýnd.
Það er nú svo að einhver ósýnilegur
kraftur okkur hulinn virðist leitast
við að sameina sumt fólk á ný.
Ég kynntist Bryndísi, Binnu eins
og hún var kölluð af öllum sem
þekktu hana, fyrir nærri 30 árum
þegar Ásta dóttir hennar og ég hitt-
umst og hófum búskap.
Það var eins og við manninn mælt
að frá fyrstu kynnum tókst með okk-
ur Binnu einstaklega gott og skiln-
ingsríkt samband sem varaði alla tíð.
Hógværð og umburðarlyndi var
Binnu í blóð borið og því einstaklega
gott og auðvelt að umgangast og
hafa samskipti við hana. Hún var þó
hrókur alls fagnaðar þegar því var
að skipta og leiddi okkur hin áfram
við söng og skemmtanahald.
Ég minnist með mikilli gleði allra
ferðalaganna sem við fórum í með
þeim hjónum, hvort heldur sem var
hér heima á Íslandi eða til annarra
landa Evrópu. Þá var oft glatt á
hjalla, t.d. á ferðum okkar í gamla
tjaldvagninum hér heima á Íslandi
eða þegar við þeystum um þvera og
endilanga Evrópu í þeim tilgangi að
sjá sem mest af heiminum og eiga
skemmtilegar og fróðlegar stundir
saman. Á þessum ferðalögum kom
best í ljós mikil aðlögunarhæfni og
þolinmæði Binnu til að umgangast
fólk við oft þröngar og erfiðar að-
stæður.
Sérstaklega minnist ég ferðanna
sem við fórum saman í með börn-
unum okkar. Þar kom í ljós hversu
mikils virði það var fyrir börnin að
umgangast og læra af þessari góðu
og skilningsríku ömmu sem alltaf
var til staðar ef eitthvað bjátaði á.
Sumarhúsin á Þingvöllum og við
Vesturhópsvatn voru griðastaðir
þeirra hjóna Binnu og Dolla.Að
mínu mati átti Binna sínar bestu
stundir í fjölmörgum árlegum ferð-
um sem þau hjónin fóru á þessa staði
ásamt okkur og barnabörnum. Á sól-
ríkum dögum naut Binna þess að
sitja á veröndinni, lesa eða leysa
krossgátur og dreypa kannski á ör-
litlu hvítvíni. Á kvöldin var það regla
að taka í spil og ræða þau mál sem
efst voru á baugi hverju sinni. Minn-
ingin um þessar samverustundir á
eftir að lifa í hugum okkar allra um
aldur og ævi.
Að lokum vil ég þakka Bryndísi
tengdamóður minni fyrir allan þann
stuðning sem hún hefur veitt mér og
fjölskyldu minni síðastliðin 30 ár.
Hún hefur tekið þátt í hinu hvers-
dagslega lífi okkar og verið stoð og
stytta þegar áföll hafa steðjað að.
Sem amma barnanna og barna-
barnanna okkar hefur hún verið
ómetanleg.
Guð blessi minningu hennar og
styrki okkur öll á þessum erfiðu tím-
um.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson.)
Bjarni Thoroddsen.
Bryndís Guðjónsdóttir
✝ Halla KristrúnJakobsdóttir
fæddist á Kambi í
Veiðileysufirði í Ár-
neshreppi, 9. janúar
1931. Hún andaðist
á hjúkrunarheimil-
inu Sóltúni 8. sept-
ember síðastliðinn.
Hún var dóttir
Sigurborgar Jóns-
dóttur, f. 23. ágúst
1892, d. 17. desem-
ber 1958, og Jakobs
Guðmanns Magnús-
sonar, f. 2. ágúst
1888, d. 17. september 1945. Bróðir
Höllu, Kristinn, lést ungur úr
barnaveiki. Systir Höllu er Björg
Magndís, f. 19. apríl 1929, gift
Árna Kristni Bjarnasyni, f. 14.
september 1927, d. 22. ágúst 1995.
Synir þeirra eru Bjarni, Jakob og
2008. Dætur Guðmundar eru Elsa
Ýr, f. 1975, Inga María, f. 1980,
Katrín Ósk, f. 1983 og Linda Dögg,
f. 1989. Sonur Höllu og Friðriks er
Jakob Sigurður, f. 25. desember
1966, kvæntur Helgu Einarsdóttur,
f. 7. ágúst 1965, d. 31. júlí 2008.
Börn þeirra eru: Rósa Kristrún, f.
24. september 1989, unnusti Pétur
Már Sigurjónsson; Páll, f. 31. októ-
ber 1991 og Karl, f. 30. júlí 1999.
Halla bjó ásamt systur sinni og
foreldrum á ýmsum stöðum í Ár-
neshreppi, en flutti suður eftir að
faðir hennar dó. Hún vann við ýmis
störf og stundaði nám í kvöldskóla
KFUM og K. Hún vann meðal ann-
ars í Kassagerðinni í nokkur ár.
Árið 1956 hóf hún störf á langlínu-
miðstöð Landssíma Íslands þar
sem hún vann til ársins 1994 er hún
fór á eftirlaun. Halla var mikið
náttúrubarn, skapandi og listfeng,
auk þess að sinna börnum og búi.
Síðustu þrjú árin bjó Halla á hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni og naut þar
góðrar aðhlynningar.
Útför Höllu verður gerð frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Kristinn Ragnar.
Fyrri maður Höllu
er Sigurbjarni
Guðnason, f. 22. júlí
1931. Dóttir þeirra er
Sigurborg, f. 1. mars
1952, gift Pétri P.
Johnson, f. 14. febr-
úar 1946. Þau eiga
Margréti Höllu, f. 14.
ágúst 1995.
Eiginmaður Höllu
er Friðrik Eiríksson,
f. 5. október 1934.
Dóttir þeirra er Her-
dís Ólöf, f. 8. nóvem-
ber 1961, gift Guðmundi Þór Guð-
brandssyni, f. 5. maí 1957. Sonur
Herdísar og Andrésar Sigurðs-
sonar er Friðrik, f. 11. maí 1983,
maki Anna Kolbrún Jensen, f. 1.
janúar 1986, þau eiga tvö börn,
Mikael Frey, f. 2003 og Diljá, f.
Hvernig skrifar maður um
mömmu sína, sem á ákveðnum tíma
lífsins var allt sem máli skipti. Hvern-
ig skrifar maður um konu, sem var
mikill listamaður, en fáir vissu um og
hélt aldrei sýningar, eða hæfileikann
hennar til að skapa úr steinum og
jurtum, kuðungum og skeljum ævin-
týralega hluti? Hún saumaði út,
prjónaði eftir þörfum hvað sem var,
heklaði og saumaði á sig og börnin sín
ótrúlega flóknar flíkur, stundum upp
úr gömlu og bjó til dúkkur úr efnis-
afgöngum. Hún var mikil búkona, fór
vel með eins og sagt er, nýtti gæði
náttúrunnar, tók slátur, bakaði og
eldaði, ræktaði garðinn sinn. Þessi
kona vann úti mestan part ævi sinn-
ar, auk að vera mikil móðir og amma.
En hún átti líka góðan og harðdug-
legan mann, hann fóstra minn, og
saman byggðu þau sumarhús, sem
varð þeirra griðastaður lengi vel.
Mamma mín talaði oft um Reykj-
arfjörðinn þar sem hún ólst upp, um
fólkið, sem þá bjó á Kúvíkum, Djúpu-
vík og í Kjós, um lífsbaráttuna, kröpp
kjör fólks, en líka gleðina. Síldarverk-
smiðjan skapaði atvinnutækifæri og
betri afkomu, en slys urðu þar eins og
annars staðar og afi minn fékk sem-
entspoka yfir sig í uppskipun og lam-
aðist. Þá herti amma mín sig við
þvottana og gekk frá Kjósinni til
Djúpuvíkur oft daglega. Í mínum
huga eru Strandirnar töfraheimur,
ótrúleg fegurðin er svo sterk og
krafturinn þvílíkur að það er næstum
áþreifanlegt.
Töfrar Landsímahússins við Aust-
urvöll eru líka ógleymanlegir, spenn-
andi og líka ógnvekjandi völundarhús
fyrir lítið hjarta. Sérstaklega fannst
mér lyftan í aðalbyggingunni dular-
full. Ég man léttinn við að finna og
koma aftur inn í þægilegt skvaldrið á
langlínunni þar sem mamma vann
með stuttum hléum á fjórða áratug.
Þar var allt ævintýri, línurnar, snúr-
urnar og takkarnir og það voru land-
símastöðvar út um allt land og hver
með sitt nafn og tengingu í símaborð-
unum. Þarna var góð og notaleg lykt
og vinnusamar og góðar konur með
vingjarnleg andlit. Þær stóðu saman
að ýmsu, jafnvel jólaböllum fyrir
börnin sín og voru þá allt í öllu, meira
að segja aðalgæinn í rauðu fötunum.
En mamma mín fór ekki varhluta
af erfiðleikum lífsins. Hún var oft
veik og þurfti að fara í alls kyns að-
gerðir, en eftir að hún hætti að vinna
tapaði hún smám saman áttum. Við
skildum ekki hvað hún var að ganga í
gegnum því hún gerði sitt besta til að
leyna vanlíðan sinni. Alzheimer er
skelfilegur sjúkdómur, en þrátt fyrir
töluverða erfiðleika við greiningu var
vel um mömmu mína hugsað; á Hlí-
ðabæ, Foldabæ, Landakoti og Sól-
túni, þar sem hún átti sitt skjól í rúm
þrjú ár. Það verður aldrei nógsam-
lega þakkað það sem vel er gert, því
sjúkdómurinn getur tekið á sig ólík-
legustu myndir. Í samskiptum skiptir
öllu nærveran og kærleikurinn. Ég
kveð mömmu mína, sem ég elska af
öllu hjarta, um stund með þakklæti
fyrir allt, líka það sem mér fannst öm-
urlegt á sínum tíma, en kenndi mér
það sem ég þurfti að læra. Fyrstu ár
ævi minnar var hún mér allt, en svo
duttum við í lukkupottinn þegar hún
hitti fóstra minn og svo komu systkini
mín, sem eru mér svo óendanlega
dýrmæt.
Hjartans mamma mín, við sjáumst
í ljósinu eilífa.
Sigurborg.
Þegar ég kvaddi Höllu frænku á
Sóltúni fyrir skömmu, sá ég að hún
var þrotin að kröftum. Hinn illvígi
sjúkdómur hafði tekið sinn toll.
Halla var atorkukona og vinnusöm
með afbrigðum. Aldrei féll henni verk
úr hendi meðan hún hafði orku til.
Ennþá á ég peysurnar og sokkana
sem hún prjónaði, en ekki síður minn-
inguna um hugulsemina sem hún
sýndi öllum þeim sem á vegi hennar
urðu. Sjálfsagt átti þessi vinnu- og
eljusemi rætur að rekja til bernsku-
áranna á Ströndum. Bernskuárin
hafa ekki verið neinn dans á rósum og
allir orðið að leggja sig fram eftir
megni til að afla lífsviðurværis.
Halla var alltaf stolt af uppruna
sínum og þótti afar vænt um æsku-
slóðir sínar. Ein ánægjulegasta end-
urminningin er frá ferð fjölskyldunn-
ar á Strandirnar í kringum 1990. Það
var ekki bara fegurðin í Árnes-
hreppnum sem blikaði í augunum
heldur frekar ljómi samverunnar
með allri fjölskyldunni á þessum fal-
lega og afskekkta stað.
Þannig var Halla, hún mat fjöl-
skylduna mest og naut sín best í
faðmi hennar. Enda var Halla gæfu-
kona í einkalífinu – dæturnar Sigur-
borg, Herdís og svo sonurinn Jakob.
Öll bera þau merki móður sinnar um
elju, heiðarleika og hógværð. Friðrik,
kletturinn í lífi hennar, sem stóð við
hlið hennar öllum stundum og ekki
síst þegar mest á reyndi þegar tók að
bera á veikindum hennar. Svo barna-
börnin, sem veittu henni alla gleðina
og hún ætlaði að njóta meiri samvista
við eftir að starfsævinni lauk hjá Sím-
anum.
Öllum þeim færi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Lífshlaup alþýðukonu, sem lifði
tímana tvenna er lokið, en eftir lifir
minningin um yndislega konu, sem
var allt í senn fyrirmynd að eljusemi,
hógværð og lifði í sátt við menn, mál-
leysingja og náttúruna. Megi góður
Guð geyma Höllu frænku og styrkja
fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.
Jakob Árnason.
Þegar undirritaður minnist Höllu
K. Jakobsdóttur, eða Höllu frænku,
eins og hún var alltaf kölluð, eru þær
minningar bjartar og fullar þakklæt-
is.
Halla frænka átti sérstakan sess í
hjarta mínu, sakir umhyggju hennar
og væntumþykju í minn garð. Var
hún nánast eins og mín eigin mamma
í huga mínum, alltaf tilbúin að hjálpa,
hlusta og aðstoða eins og kostur var.
Ófá voru matarboðin sem við bræð-
urnir þáðum hjá henni og Friðriki
manni hennar, þegar foreldrar okkar
voru erlendis vegna starfa föður okk-
ar. Í þeim boðum var ekkert til spar-
að, enda þau hjónin höfðingjar heim
að sækja. Hjálpsemi og hlýja þeirra
beggja í okkar garð var einstök.
Halla var framúrskarandi húsmóð-
ir, rausnarleg og gjafmild svo að af
bar. Vinnusöm og samviskusöm var
hún úr hófi fram. Um þau bæði gilti
að ósérhlífnari og duglegri mann-
eskjur hef ég vart hitt fyrr eða síðar.
Þau hjónin höfðu unun af að bjóða
fjölskyldunni heim og vorum við þar
ávallt með og áttum saman góðar og
eftirminnilegar stundir. Við bræður
söknum Höllu frænku mikið, nú þeg-
ar hún hefur fengið hvíldina, eftir erf-
ið og löng veikindi, en vitum að Drott-
inn leggur líkn með þraut.Við vitum
að Halla frænka fékk að reyna það
sem segir í Passíusálmi 48, versi 12
og 14;
Lífsins dyr á síðu sinni
setur Jesús opnar hér,
svo angruð sála aðstoð finni,
öll þá mannleg hjálpin þver.
Hver sem hefur þar athvarf inni,
frá eilífum dauða leystur er.
Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má.
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna og sjá.
Hryggðarmyrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.
Og andsvarið verður þá eins og
segir í Passíusálmi 2, versi 20;
Jesú, þín grátleg grasgarðspín
gleður örþjáða sálu mín.
Þitt hjartans angur hjartað mitt
við hryggð og mæðu gjörði kvitt.
Því skal míns hjartans hjartaþel
heiðra þig, minn Emanúel.
Blessuð sé minning kærrar
frænku, Höllu K. Jakobsdóttur.
Bjarni Árnason.
Elsku Halla, þið mamma voruð
æskuvinkonur og því varð ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast þér og
fjölskyldu þinni. Nú þegar kemur að
kveðjustund rifjast upp margar ljúf-
ar minningar en efst í huga mínum er
þakklæti. Það er svo margt sem ég á
eftir að þakka þér fyrir, elsku Halla
mín. Þegar dætur mínar fæddust
bjuggu foreldrar mínir úti á landi en
ég hafði þig mér til halds og trausts.
Ætíð varstu boðin og búin að gefa
mér góð ráð og leiðbeiningar. Alltaf
gat ég leitað til þín og aldrei þreyttist
þú á að svara ótal spurningum og
vangaveltum um hvernig best væri
að annast svona lítil kríli. Aðstoð þín
og hjálpsemi var mér ómetanleg. Þú
varst mikil listakona og aldrei hef ég
séð jafn fallega vettlinga, peysur og
sokka eins og þú prjónaðir fyrir okk-
ur systurnar og seinna fyrir dætur
mínar. Fyrir þetta allt langar mig að
þakka þér.
Sumarið 1994 fóruð þið Friðrik í
ferð með mér og fjölskyldu minni á
Strandir. Þarna vorum við komin á
æskuslóðir ykkar mömmu. Minning-
in um þessa ferð er dýrmæt og mikið
skemmtum við okkur vel. Það var
bæði ánægjulegt og fróðlegt að heyra
ykkur mömmu segja frá árunum
ykkar á Djúpavík og hversu margar
góðar minningar þið áttuð þaðan
saman.
Hjartans þakkir fyrir allt. Fjöl-
skyldunni þinni sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur og megi
góður Guð veita henni styrk á þess-
um erfiðu tímum.
Jóhanna Sigurjónsdóttir.
Halla Kristrún
Jakobsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Hlíf 2,
Ísafirði,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar
mánudaginn 8. september, verður jarðsungin frá
Ísafjarðarkirkju laugardaginn 20. september
kl. 14.00.
Þráinn Sigurðsson, Pigitsa Sigurdsson,
Eiríkur Kr. Jóhannsson, Jóhanna Bj. Aðalsteinsdóttir,
Svanhvít G. Jóhannsdóttir, Ólafur Þór Gunnlaugsson,
Jóhann I. Jóhannsson, Beata Joó,
G. Salmar Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabarn.