Morgunblaðið - 18.09.2008, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Helga CharlotteJónsson fæddist
í Königsberg í
Þýskalandi 15. júlí
1926. Hún andaðist
á Hrafnistu í
Reykjavík 10. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Alberta
Klitsch, f. 11.10.
1893, d. 1947 og
Franz Klitsch, f.
22.5. 1891, d. 1978.
Systkini Helgu voru
1) Heinz, 2) Irmg-
ard, 3) Gerhard, 4) Sigfrid, 5)
Erna og 6) Eva, sem öll eru látin
nema Erna, sem býr í Bremen í
Þýskalandi. Í kjölfar stríðsins var
faðir Helgu kallaður í landherinn
og móður hennar og fjórum systk-
inum var hjálpað til Þýskalands.
Einu ári áður hafði Helga, þá átján
ára gömul farið ásamt Irmgard til
vinnu hjá Rauða krossinum í Lü-
beck.
Helga kom 9. júní 1949 ásamt
öðrum Þjóðverjum með Esjunni til
Íslands í atvinnuleit. Hún fékk
vinnu í Brautarholti í Borgarfirði.
kvæntur Önnu Finnbogadóttur,
hann á einn son og tvær fóstur-
dætur. 5) Stefán, f. 12.6. 1964,
kvæntur Theodóru Marinósdóttur
og eiga þau þrjú börn.
Helga ólst upp í Þýskalandi hjá
foreldrum sínum og systkinum,
faðir hennar var skógarhöggs-
maður og móðir hennar húsmóðir.
Þar kynntist Helga sveitalífinu og
hvernig lifa má af afurðum náttúr-
unnar. Seinna meir bar heimili
hennar og garður þess merki að
mikil þekking var þar á ferð. Feg-
urðarskyn hennar var ótakmark-
að og færði hún allt á betri veg.
Helga var húsmóðir af líf og sál en
vann utan heimilis við ýmis störf
og var hún rómuð fyrir dugnað og
glæsileika hvar sem hún kom.
Helga og Jón Ingimar bjuggu alla
tíð í Reykjavík, lengst af í Miðtúni.
Helga og Jón áttu land á Selströnd
í Steingrímsfirði með elju og
dugnaði byggðu þau sér sumar-
bústað og eyddu flestum sumrum
með börnum sínum þar. Helgu leið
þar mjög vel og helst með hamar
og sög í hönd. Alla tíð hefur Helga
haldið bústaðnum við sjálf þó að
heilsa og aldur hafi færst yfir. Eft-
ir að Helga varð ekkja fluttist hún
fljótlega í Gullsmára 11 í Kópa-
vogi. Árið 2002 flutti Helga á
Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Helgu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Síðar réð hún sig hjá
kaupfélagsstjóranum
í Borgarnesi. Þar
kynntist hún Jóni
Ingimari Jónssyni
múrara, f. 12.1. 1917,
d. 5.2. 1988. Þau
giftu sig 9. desember
1949. Foreldrar hans
voru Guðbjörg Gests-
dóttir húsfreyja, f.
12.10. 1895, d. 3.8.
1968 og Jón Konráðs-
son bóndi og smiður,
f. 23.9. 1891, d. 7.9.
1961. Þau voru frá
Hafnarhólma á Selströnd í
Strandasýslu. Börn Helgu og Jóns
Ingimars eru: 1) Reynir Hólm, f.
25.8. 1951, kvæntur Önnu Stefáns-
dóttur, þau eiga þrjú börn og fjög-
ur barnabörn. 2) Sigrún Hólm, f.
3.12. 1953, gift Benedikt Arasyni,
þau eiga tvö börn og eitt barna-
barn. 3) Haukur Franz, f. 11.8.
1957, á einn son úr fyrra hjóna-
bandi með Henný Rós. Haukur er í
sambúð með Auði Hafsteins-
dóttur, hún á tvær dætur sem
Haukur hefur gengið í föðurstað.
4) Jón Ingimar, f. 12.11. 1961,
Elsku mamma, tengdó.
Alltaf barstu þig vel þrátt fyrir
vanlíðan vegna svima og háþrýst-
ings. Varst sjaldnast rúmföst og þú
vildir alltaf vera á ferðinni. Þó
skrokkurinn væri bilaður og gamall
þá var höfuðið frekar ungt. Þú
varst alltaf svo hugmyndarík í
hugsun og fylgdist með öllu.
Þú sagðir okkur sögur frá því
þegar þú varst ung og þurftir að
flýja undan stríðinu. Hvernig þú
fékkst vinnu hjá hernum og þegar
þú faldir þig í skóginum ásamt öðru
fólki á daginn og svo ferðaðist þú á
nóttinni með birgðir fyrir flugher-
inn. Hvernig þú týndir fjöldskyld-
unni og vinum í marga mánuði og
hve einmanalegt og erfitt það hafi
verið. En í sama stað gerði þetta
þig sjálfstæða og ákveðna.
En þú sagðir að besta gæfan fyr-
ir þig hafi verið að koma til Íslands.
Þú varst orðin mikill Íslendingur
og varst mikið fyrir íslenskan mat.
Heimili þitt og pabba var alltaf til
fyrirmyndar og þú vannst mikið.
Keyptir þér skrautmuni og varst
alltaf að fegra heimili þitt. Garð-
urinn þinn var ótrúlegur og var
alltaf mikið fallegri en hjá öðrum.
Þú elskaðir að fara á Strandirnar
með fjöldskyldunni til að verja
sumrunum þar í friðsælli nátt-
úrunni . Þar hafðir þú líka alltaf
nóg að gera, bæta og fegra bústað-
inn og byggja við ný herbergi. Og
löngu eftir að þú varst orðin ekkja
þá hélst þú áfram með hamarinn og
sögina.
Við hlógum alltaf þegar þú fékkst
jólakort frá Húsasmiðjunni því þar
voru allir farnir að þekkja þig, full-
orðna konuna.
Börnin þín, tengdabörn og
barnabörn hafa aldeilis notið góðs
og verða helst að fara þangað á
hverju ári.
Kveðjum þig nú og hvíl í friði,
elsku mamma mín og tengda-
mamma.
Jón Ingimar og Anna.
Elsku Helga, nú ertu farin frá
okkur. Okkar kynni byrjuðu fyrir
11 árum, þegar við Haukur, sonur
þinn, kynntumst og síðar byrjuðum
að búa saman. Á þessum tímamót-
um rifjast upp fjölmargar góðar
minningar frá ánægjulegum stund-
um, sem við fjölskyldan áttum sam-
an með þér. Þessar minningar
munum við varðveita í hjarta okkur
um ókomna tíð.
Þú varst góð, hörkudugleg og
ákveðin kona og ef eitthvað þurfti
að framkvæma, varð það alltaf að
gerst strax. Þú gast ekki beðið. Þú
varst vön að framkvæma hlutina
sjálf í staðinn fyrir að bíða, þó að
börnin þín og aðrir væru ekki alltaf
ánægð með það. Þegar þú tókst
ákvörðun, varð þér ekki haggað.
Okkur er minnistætt fyrir um
fjórum árum, að þú vildir komast
norður á Strandir í sumarbústaðinn
þinn, sem var þér mjög kær. Við
gátum ekki gefið þér ákveðið svar
um það hvort eða hvenær við ætl-
uðum norður, þannig að þú varst
ekkert að bíða heldur keyrðir bara
sjálf alla leið á bílnum þínum eins
og þú varst áður vön að gera. En
þessi ferð var heldur erfiðari, þar
sem aldurinn var farinn að segja til
sín. Og eins og þú sagðir sjálf, þá
vissirðu ekki hvernig þú fórst að
því, en á leiðarenda komstu án
áfalla. Okkur leist hins vegar ekki á
blikuna og fórum við því á eftir þér
og keyrðum bílinn þinn til baka.
Við eigum erfitt með að trúa því,
að þú sért farin frá okkur, ekki síst
þar sem þú ert búin að tala um það
sl. 10 ár að þú eigir ekki eftir að
fara aftur í sumarbústaðinn þetta
árið eða lifa önnur jól. Við erum svo
afskaplega glöð að hafa drifið okk-
ur öll saman norður á Strandir í
sumarbústaðinn s.l. júní þar sem þú
fékkst að njóta þín í síðasta sinn og
að sjálfsögðu varstu á fullu allan
tímann. Þó að aldurinn og heilsa
þín hafi aðeins verið farin að hafa
áhrif á dugnaðinn og framkvæmda-
semina, léstu það ekki á þig fá, þú
kunnir ekki að taka því rólega. Þú
varst eins og stormsveipur þegar
þú komst norður. Vildir helst gera
allt á sama augnablikinu. s.s. að
laga til, elda mat, baka pönnuköur,
smíða og laga til í garðinum.
Við eigum eftir að sakna þín,
elsku Helga okkar og munum við
minnast allra góðu samverustund-
anna okkar þegar þú komst í mat
heim til okkar Hauks og ekki síst
stundanna norður á Ströndunum.
Þú tókst á móti fósturdætrum
Hauks eins og þær væru þín eigin
barnabörn og alltaf fannst þér
gaman að gefa og gleðja og varst
vön að lauma einhverju smáræði til
dætranna, þegar við hittumst. Þeg-
ar dætur okkar voru yngri vildu
þær svo gjarnan fara í heimsókn til
þín, því þær vissu að þú áttir alltaf
til eitthvað gott í gogginn. Elsku
Helga, nú þegar þú ert farin frá
okkur eigum við eftir að sakna þess
mikið að geta ekki glatt þig með því
að baka smákökur fyrir jólin, búa
til rúsínublóðmör og annan mat
sem þér þótti svo góður og varst
svo glöð þegar við færðum þér
þetta.
Ástar- og saknaðarkveðja, elsku
mamma, amma og tengdó. Minning
þín er ljóslifandi í huga okkar allra.
Haukur, Auður, María Björk
og Sandra Dögg.
Nú þegar ég fylgi Helgu tengda-
móður minni hinstu sporin er
margt sem flýgur í gegnum hug-
ann. Helga C. Jónsson er fædd í
Helga Charlotte
Jónsson
✝ Árni IngvarMagnússon
prentmyndasmiður
fæddist á Þórodds-
stöðum í Grímsnesi
18. október 1928.
Hann lést á Land-
spítalanum 12.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Magnús
Eyjólfsson frá
Snorrastöðum í
Laugardal og síðar
bóndi á Þórólfs-
stöðum og organ-
isti, f. 12.7. 1891, d. 1.6. 1983, og
Hallbjörg Ingvarsdóttir, f. í Mið-
dal í Laugarvatnshreppi 30.4.
1893, d. 2.3. 1985. Bjuggu þau
hjónin á Þóroddsstöðum en 1936
fluttu þau til Reykjavíkur og
stunduðu kúabúskap og mjólkur-
sölu en síðar brugðu þau búi og
bjuggu ávallt eftir það á Nönnu-
götu í Reykjavík.
Árni kvæntist 1.7. 1955 Guð-
Árni hóf nám í prentmynda-
smíði í Leiftri hf. 1945 og lauk
sveinsprófi frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1949. Hann stofnaði
síðan ásamt nokkrum félögum
fyrirtækið Prentmót 1958 sem
hann rak að lokum einn frá árinu
1994 til 2007. Árni stundaði fim-
leika í KR, lengstum undir leið-
sögn Benedikts Jakobssonar, og
sýndi með meistaraflokki hans
víða erlendis og innanlands fram
yfir 1970. Var hann einnig að-
alfánaberi liðsins. Ýmis trún-
aðarstörf innti hann af hendi fyr-
ir félagið, var í stjórn
fimleikadeildar KR 1946–1973 og
þar af formaður hennar 1950–
1968. Árni var sæmdur gullmerki
KR 1965. Enn fremur var hann í
stjórn Fimleikasambands Íslands
á árunum 1970–1979. Árni sinnti
einnig félags og trúnaðarstörfum
fyrir Félag prentmyndasmiða og
sat þar í stjórn um skeið og var
auk þess í sveinsprófsnefnd fé-
lagsins. Einnig var hann einn af
stofnendum Fornbílaklúbbs Ís-
lands árið 1977 og var í fé-
lagstengslanefnd klúbbsins 1978–
1984.
Útför Árna fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
finnu Gissurardóttur
frá Selkoti í A-Eyja-
fallahreppi, fyrrver-
andi stjórnarráðs-
fulltrúa í fjármála-
ráðuneytinu, f. 1.7.
1934. Hún er dóttir
Gissurar Gissurar-
sonar, bónda og
hreppstjóra í Sel-
koti, f. 5.6. 1899, d.
30.12. 1984, og Gróu
Sveinsdóttur, f. 18.7.
1905, d. 17.12. 1994.
Árni og Guðfinna
byggðu sér heimili á
Nönnugötu 16 í Reykjavík og var
það ávallt heimili þeirra. Börn
þeirra hjóna eru Jón Arnar við-
skiptafræðingur í Reykjavík, f.
21.11. 1955, dóttir hans og Sigur-
veigar Björgólfsdóttur er Ísold
Jónsdóttir, f. 18.9. 1997; og Halla
Margrét, söngkona í Parma á
Ítalíu, f. 23.4. 1964, gift Paolo Di
Vita, dóttir hennar er Guðfinna
Hlín Kristjónsdóttir, f. 25.5. 1991.
Elsku afi minn, lítið bréf mun aldr-
ei geta lýst hversu mikill höfðingi þú
varst og ert enn í hjarta okkar. Alltaf
muntu lifa í blóði okkar, alltaf mun
andi þinn fylgja sporum okkar. Alltaf
mun minning þín eiga stað í hjarta
okkar.
Aldrei gleymi ég er þú stóðst upp í
veislu á fermingardegi mínum veikur
orðinn og hélst hjartnæma ræðu fyr-
ir framan fullan sal af fólki. Orð þín
greyptust í hjarta mitt er þú talaðir
fallega til mín og til allra ungmenna
og foreldra. Þú minntist á hálkubletti
sem oft liggja á vegi okkar unglinga
og hversu nauðsynlegt væri að bera
salt á þá sem fyrst svo að engin slys
hlytust af.
Elsku afi, oft sást þú um að bera
salt á hálkubletti mína og gott var að
vera þér samferða bæði á sumar- og
vetrarvegi mínum. Mikill lífskennari
varstu og mun ég geyma ráð þín í
hjarta mér og vera til staðar og bera
salt á hálkubletti í vegi litlu elsku Ís-
oldar sem ófermd er.
Alltaf gat ég talað við þig og fengið
vönduð svör við vangaveltum sem
gátu verið spaugilegar, mér flóknar
og oft lengi geymdar í huga mér og
ávallt tókstu mig alvarlega og svar-
aðir alltaf af heilum hug. Þessi svör
munu einnig bíða litlu frænku.
Hetja verðurðu alltaf. Óbrjótandi
klettur sem margt stórbrimið skall á
og voru veikindi þín þar engin und-
antekning. Þú barðist á móti þeim
hetjulega og með bros í augum og
kvartaðir aldrei. Ég vissi að góðar
minningar, ekki síst um fjölskylduna,
byggðu þig upp fyrir erfiða lyfjakúra
en vita máttu að sömu minningar
byggja okkur nú upp fyrir komandi
tíð.
Erfitt verður að feta í stór fótspor,
en þú kenndir mér að sigla í ölduna
óhrædd og gefast aldrei upp.
Elsku afi minn, takk fyrir góða
samveru, hlýju, ást, gáfu og styrk.
Þetta eru aðeins lítil orð um stóran
mann á leið í Drottins ljósi.
Elsku afi, góða ferð.
Þin stolta Skvetta, þín elskandi
Guðfinna.
Látinn er Árni Magnússon, prent-
myndasmiður og fimleikamaður.
Árni var frændi minn og KRingur.
Það gat sem sagt ekki verið betra
sambandið enda traust vinátta okkar
í milli alla tíð og gagnkvæm virðing.
Við Árni vorum þremenningar.
Amma hans, Katrín, var systir Ell-
erts afa míns. Þau voru bæði skilin
eftir hjá vandalausum, eftir að móðir
þeirra dó og faðirinn flutti til Am-
eríku á síðari hluta nítjándu aldar-
innar.
Árni gekk ungur í Iðnskólann og
lærði prentmyndagerð og starfaði
sem slíkur alla sína tíð. Fyrst hjá
Leiftri en síðar sjálfstætt með fé-
lögum sínum. Þegar ég sá um útgáfu
skólablaða, félagsblaða eða sér-
stakra tímarita á unga aldri, átti ég
samstarf við Árna og naut fagþekk-
ingar hans og þjónustu. Kurteisi, fal-
leg framkoma og heiðarleiki voru
aðalsmerki hans.
En Árni var meira en fagmaður í
prentmyndagerð. Fimleikar voru
hans ær og kýr. Ungur fór hann að
sýna fimleika með sýningarhópi KR.
Þeir sem eldri eru muna þessa fim-
leika, bæði karla og kvennahópa. Við
öll hátiðleg tækifæri var boðið upp á
fimleikasýningar þar sem íturvaxnir
ungir menn og konur gengu fram
undir íslenskum fána, tóku flikk
flakk og heljarstökk og allt hvað eina
við mikla hrifningu.
Árni var jafnan í fararbroddi með
sínum félögum, fánaberi og ímynd
þessar fögru íþróttar. Þeir voru
ómissandi á þjóðhátíðum, út um allt
land og fóru margsinnis í sýningar-
ferðir til Norðurlanda, þar sem þess-
ir fulltrúar íslenskrar æsku unnu
hug og hjörtu áhorfenda. Hann var
ungur kosinn í stjórn fimleikadeildar
KR og sat í henni í tuttugu og sjö ár,
þar af formaður deildarinnar í átján
ár. Hann var einnig um hríð stjórn-
armaður í Fimleikasambandi Íslands
og keppti og vann til verðlauna þegar
slík keppni í fimleikum var tekin upp.
Já, Árni var glæsilegur og ógleyman-
legur fimleikamaður og forystumað-
ur á þessum vettvangi, enda bar
hann það með sér alla tíð og fram á
eldri ár, teinréttur, grannur og léttur
í spori. Þegar saman fór prúð-
mennska og fagur limaburður, hátt-
vísi og myndarskapur, var ekki leið-
inlegt að láta þess getið hver
skyldleiki okkar væri.
Með Árna er fallinn í valinn góð-
borgari og gæfumaður. Tvö börn á
Árni með konu sinni, Guðfinnu, Jón
Arnar viðskiptafræðing og Höllu
Margréti söngkonu. Þau syrgja nú
föður sinn og eiginmann og við hin
kveðjum KRinginn og heiðursmann-
inn Árna Magnússon með þökk fyrir
framlag hans og sameiginlega veg-
ferð. Megi minning hans lifa.
Ellert B. Schram.
Fyrir hönd Fornbílaklúbbs Ís-
lands viljum við minnast Árna Magn-
ússonar, en Árni var einn af stofn-
félögum Fornbílaklúbbsins.
Árni var virkur félagi í FBÍ í mörg
ár og var liðtækur við að taka að sér
fundarstjórn á aðalfundum félagsins
og gerði það með röggsemi, en Árni
var ákveðinn og fastur fyrir ef á
þurfti að halda enda vanur félags-
málum.
Árið 1979 tók Árni að sér að sitja í
félagatengslanefnd klúbbsins ásamt
Kjartani Friðgeirssyni og Ásmundi
Jónassyni; störfuðu þeir saman í
fimm ár, og héldu þeir félagar áfram
að hittast reglulega framundir síð-
ustu daga Árna til að ræða áhuga-
málið og það sem efst var á baugi hjá
klúbbnum þá stundina.
Nefndin stóð til að mynda fyrir
fyrstu utanbæjarferðum sem voru
farnar á vegum FBÍ og öðrum akstri
sem farinn var um höfuðborgar-
svæðið og var þá gott að hafa Árna
með því hann þekkti marga og
greiddi oft götur klúbbsins ef á þurfti
að halda. Vetrarstarfið hjá nefndinni
var fjölbreytt á þessum árum, staðið
var fyrir skemmtifundum með harm-
onikkuleik, dansi, fræðsluerindum,
kvikmyndasýningum og haldnar
árhátíðir. Stærsta verkefni nefndar-
innar var að koma á laggirnar að-
stöðu til vikulegra funda þar sem fé-
lagsmenn gætu hist yfir kaffibolla og
rætt áhugamálið og fengu þeir fé-
lagar lánað ris í gömlu húsi við Sölv-
hólsgötu í Reykjavík til að koma upp
fyrstu félagsaðstöðu klúbbsins.
Árni hafði gaman af að fást við að
laga og halda við bílunum sínum,
enda átti hann þá lengi og eldri fé-
lagar muna eftir Árna í ferðum á
gráa Morrisnum sem var heimilis-
bíllinn hjá Árna frá 1958 til 1980, en
1971 eignast hann nýja Cortinu sem
átti að taka við af gamla „Móra“ en
Cortinan þótti ekki eins lipur og
„Móri“ og var því lítið notuð.
Árni Ingvar
Magnússon