Morgunblaðið - 18.09.2008, Side 29
Köningsberg í Þýskalandi 15. júlí
1926. Hún kom með Heklunni til Ís-
lands 1949. Settist að í Borgarnesi/
Brautarholti og vann þar þangað til
hún kynntist tengdaföður mínum
Jóni Ingimar Jónssyni, en hann lést
í febrúar 1988.
Það eru 38 ár síðan ég hitti
tengdaforeldra mína fyrst en þá
bjuggu þau í Miðtúni. Helga sterk-
leg, hlý og feiknalega dugleg. Jón
hæglátur, glettinn og hjartahlýr.
Helga og Jón héldu saman gott
heimili og oft var mikið um að vera,
grínast og brallað. Þau hjónin
byggðu sér einnig lítið sumarhús
norður á Ströndum, nánar tiltekið
við Hafnarhólm, laust frá Drangs-
nesi. Var sá staður þeim afar hjart-
fólginn. Þegar leið að vori var
Helga ávallt búin að teikna upp
þær breytingar sem hún ætlaði að
ráðast í þegar hún færi norður. Það
átti að taka til hendinni! Á hverju
sumri fór Helga norður á Strandir
til dvalar. Nú síðast í byrjun sum-
ars. Mér er einnig ofarlega í huga
áttræðisafmæli hennar sem við
hjónin ásamt fjölskyldunni og öðr-
um góðum gestum komum í hjá
gömlu konunni. Að sjálfsögðu var
boðið upp á stríðstertur og annað
góðgæti, eins og hennar var von og
vísa.
Það gat aldeilis gustað um Helgu
og er mér minnistætt þegar ég lá á
sæng nýbúin að eignast dóttur.
Helga kemur inn í stofuna smellir á
mig kossi og segir: Jæja, nú er hún
Helga Charlotte fædd. Ég kímdi,
en var henni sammála að dóttirin
fengi að bera nafnið hennar. Minn-
ingarnar frá þeim árum sem allir
voru heilir heilsu og hressir eru
mér einstakur fjársjóður. Minning-
in um Helgu Charlotte mun lifa.
Guð blessi þig og geymi.
Anna Stefánsdóttir.
Þegar ég hugsa til baka og minn-
ist ömmu minnar þá eru óteljandi
hlutir sem standa upp úr. Það sem
helst kemur upp í hugann var að
hún var hörkudugleg og alltaf að,
hvort sem það voru stórfram-
kvæmdir í bústaðnum á Ströndum
eða heima hjá sér.
Þegar amma flutti í Gullsmárann
stuttu eftir að afi lést og var komin
á eftirlaun dundaði hún sér heima.
Ég vissi aldrei hverju ég átti von á
þegar ég kom í heimsókn, því íbúð-
in leit aldrei eins út. Hún færði til
húsgögn hvort sem það var milli
staða í stofunni eða jafnvel á milli
herbergja. Ef ég bað hana aðeins
að slaka á heilsunnar vegna þá
sagði hún bara að hún gæti ekki
setið auðum höndum, svo var einnig
mun auðveldara að þrífa ef hún
færði allt til.
Ekki má gleyma öllum kökunum
sem hún hafði unað af að búa til,
svo sem fyrir áttræðisafmælið sem
hún hélt upp á í sumarbústaðnum.
Þá hafði hún undirbúið allt áður en
hún lagði af stað og lét bústaðarlífið
ekki stöðva stórveislu með stríðs-
tertum. Svona var þetta alltaf og
hefur gustað af henni alla tíð og er
ég ákaflega stolt að hafa erft með
nafninu okkar örlítið af þessari
miklu orku af einstakri konu.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði –
líf mannlegt endar skjótt.
Svo hleypur æskan unga
óvissa dauðans leið
sem aldur og ellin þunga,
allt rennur sama skeið.
Innsigli engir fengu
upp á lífsstunda bið,
en þann kost undir gengu
allir að skilja við.
Dauðinn má svo með sanni
samlíkjast, þykir mér,
slyngum þeim sláttumanni,
er slær allt, hvað fyrir er:
grösin og jurtir grænar,
glóandi blómstrið frítt,
reyr, stör sem rósir vænar
reiknar hann jafnfánýtt.
Lífið manns hratt fram hleypur,
hafandi enga bið,
í dauðans grimmar greipur –
gröfin tekur þá við.
Allrar veraldar vegur
víkur að sama punkt,
fetar þann fús sem tregur,
hvort fellur létt eða þungt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Guð blessi þig og geymi, þín
nafna,
Helga Charlotte.
Elsku amma mín.
Ég elska þig svo heitt. Þú trúðir
alltaf á mig, jafnvel þegar ég gerði
það ekki sjálfur. Ég er þér sko
þakklátur fyrir það. Minningarnar
streyma núna jafnhratt og tárin en
allar svo fallegar og hugljúfar.
Því ætla ég að tileinka þér þessa
fallegu bæn, elsku amma mín.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(Hallgrímur J. Hallgrímsson.)
Takk fyrir allt og allt.
Þinn að eilífu,
Birgir Rúnar.
Hinsta kveðja
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir).
Guð geymi þig, elsku amma og
langamma Helga.
Reynir Þór, Elín Thelma
og Emilía Mist.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 29
Árni fylgdist vel með Fornbíla-
klúbbnum þótt hann væri ekki virkur
félagi síðustu árin og var áhugasam-
ur um byggingu félagsheimilis í
Elliðarárdalnum og einnig aðra
þætti sem að klúbbnum sneru.
Árni var heiðraður fyrir störf sín í
þágu Fornbílaklúbbs Íslands síðast-
liðið vor, en gat því miður ekki verið
viðstaddur afhendinguna vegna veik-
inda sinna.
Viljum við fyrir hönd Fornbíla-
klúbbs Íslands þakka Árna Magnús-
syni fyrir samfylgdina og allt hans
óeigingjarna starf í þágu félagsins.
Eiginkonu Árna og ástvinum send-
um við samúðarkveðjur.
F.h. Fornbílaklúbbs Íslands,
Sævar Pétursson,
formaður,
Þorgeir Kjartansson,
stjórnarmaður.
Kær vinur og félagi frá æskuárum
er nú burt kallaður. Mikil vinátta var
með foreldrum okkar og leiddi það til
þess að ég var í heimili að Eskihlíð C
hjá þeim Hallbjörgu og Magnúsi,
foreldrum Árna, í fjóra vetur, frá
1942-1946, er ég var við nám í Kenn-
araskólanum og aldrei fæ ég full-
þakkað þá ástúð sem ég naut hjá
þessu góða fólki. Þau voru mér sem
foreldrar.
Árni var fjórum árum yngri en ég,
en við urðum strax mestu mátar. Þar
kom að við eignuðumst saman mót-
orhjól, fyrst enskt hjól, sem við
nefndum „Brand“, en vorið 1946 vor-
um við komnir á Harley Davidson og
allir vegir færir. Næstu sumur urðu
mikil ferðasumur hjá okkur og leið
varla sú helgi að við færum ekki sam-
an í útilegu og tvisvar fórum við
norður í land, fyrst á Laugamót
UMFÍ 1946 og 1948 fórum við með
félaga okkar, Bjarka Magnússyni,
sem var á Indian-mótorhjóli og þá
alla leið að Dettifossi að vestanverðu
og síðan í Kelduhverfi þar sem
Bjarki átti frænda, sem við gistum
hjá. Í sömu ferð fórum við með
Ferðafélagi Akureyrar til Grímseyj-
ar. Slegið var upp balli í Grímsey, en
enn í dag er mér óskiljanlegt að við
skyldum ekki fara á ballið. Vel má
vera að þar hafi forlögin gripið í
taumana og ég annars fallið fyrir ein-
hverri glæsimey og orðið Grímsey-
ingur.
Á þessum árum var Árni orðinn
einn af fremstu fimleikamönnum
landsins og var í sýningarflokki KR,
sem sýndi listir sínar víðs vegar um
landið.
Þar kom, að þessar mótorhjóla-
ferðir lögðust af, einkum vegna þess
að ekki var hægt að endurnýja léleg
dekk og svo hitt að nú tók ástin völd-
in, ég fékk Svövu og Árni Finnu og
þá tóku bílferðirnar við. Af öllum
ferðum góðum var sú mest og minn-
isstæðust er við fórum á þremur
jeppum norður Sprengisand 1960.
Engin brú var þá komin á Tungnaá
og bílarnir of litlir fyrir Hófsvað og
Köldukvísl. Það var því tekið það ráð
að hafa með sér tunnur upp að
Tungnaá við Hald og fleyta bílunum
yfir. Áin var 90 m breið og býsna
straumhörð, en allt gekk upp, en viku
vorum við á milli byggða.
Mér hefur orðið tíðrætt um ferðir
okkar Árna, fyrst á mótorhjólum, en
síðar í jeppaferðum um öræfin með
konum okkar, þeim Svövu og Finnu.
Þetta voru sæludagar, sem gleym-
ast ekki.
Elsku Finna, Halla Margrét og
Jón. Við Adda sendum okkar innileg-
ustu kveðjur til ykkar og fjölskyld-
unnar og biðjum ykkur blessunar
guðs.
Böðvar Stefánsson.
Mig langar að minnast Árna vinar
míns í fáeinum orðum. Það var að
vori 1950 sem fundum okkar bar
fyrst saman. Hann var í fylgd með
frænda sínum og vini Tryggva, sem
síðar varð maðurinn minn. Þeir
frændur voru miklir og góðir vinir,
ungir og glaðir menn. Það var vinátta
og góð tengsl hjá Tryggva við frænd-
fólk sitt og kynntist ég því vel for-
eldrum Árna, Magnúsi og Höllu, sem
voru mikið sómafólk. 58 ár eru lang-
ur tími og margs er að minnast, en
það sem stendur upp úr er góð og
gagnkvæm vinátta. Árni reyndist
mér vel þegar Tryggvi dó fyrir 15 ár-
um. Aldrei gleymdi hann að hringja
til að vita hvernig mér liði og gegnum
tíðina hefur verið gaman að fá símtal
frá Árna og fréttir af fjölskyldu hans.
Með ellinni breytist margt. Við gerð-
um óspart grín að sjálfum okkur og
sáum spaugilegu hliðarnar á því að
verða gamall. Ég mun sakna þess að
fá ekki fleiri símtöl frá vini mínum,
en minningin um góðan og skemmti-
legan mann mun lifa. Finna mín, Jón,
Halla Margrét og fjölskyldur ykkar.
Ég votta ykkur samúð mína og bið
Guð að vera með ykkur. Ég bið Árna
Guðs blessunar og veit að vel verður
tekið á móti honum.
Friður Guðs sé með þér Árni
minn.
Ingunn Sigurðardóttir.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa, sonar, bróður og mágs,
BENEDIKTS REYNIS VALGEIRSSONAR,
Sigtúni 45,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar og
líknardeildar í Kópavogi. Guð veri með ykkur öllum.
Hulda Karlsdóttir,
Unnur Ragna Benediktsdóttir, Guðmundur Ingimundarson,
Benný Hulda Benediktsdóttir, Guðmann Ísleifsson,
Benedikt Karl, Guðrún Hulda,
Jón Valgeir, Ísleifur og Hafsteinn,
Unnur Ragna Benediktsdóttir,
Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir, Gunnar Birgir Gunnarsson.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ÓLAFS ÞÓRIS SIGHVATSSONAR
skipstjóra,
Skúlagötu 2.
Einnig færum við öllu starfsfólki Dvalarheimilis
aldraðra í Stykkishólmi og St.Franciskusspítala
sérstakar þakkir fyrir einstaka umhyggju og alúð.
Eggert Bjarni Bjarnason, Hafdís Sverrisdóttir,
Sævar Berg Ólafsson, Hjálmfríður Guðjónsdóttir,
Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir, Þorvarður Einarsson,
Ægir Þór Ólafsson, Eydís Bergmann Eyþórsdóttir,
María Bryndís Ólafsdóttir, Ásgeir Héðinn Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
stjúpföður, afa og langafa,
ÁRNA GUNNARS SVEINSSONAR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 12. ágúst.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Hrafnistu
í Reykjavík.
Rúnar Ketill Georgsson,
Soffía Jónasdóttir,
börn og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
stórfrænka,
KRISTÍN E. JÓNSDÓTTIR
læknir,
sem lést sunnudaginn 7. september á Land-
spítalanum við Hringbraut, verður jarðsungin frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 24. september kl. 13.00.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Bergljót Elíasdóttir,
Ester Auður Elíasdóttir, Snorri Hrafnkelsson,
Nicolas Ragnar Muteau.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns
míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og
langafa,
GUÐMUNDAR GUNNARSSONAR
frá Reykjum, Fnjóskadal,
Núpasíðu 2d,
Akureyri.
Jarðarförin fór fram frá Glerárkirkju mánudaginn
1. september.
Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar Akureyrarbæjar
og dagvistunar dvalarheimilisins Hlíðar.
Guð blessi ykkur öll.
Pálína Magnúsdóttir,
Gunnar M. Guðmundsson, Erna Gunnarsdóttir,
Þóra K. Guðmundsdóttir, Magnús Sævarsson,
Guðmundur Hafsteinsson, Karítas Jóhannesdóttir,
Sólrún Hafsteinsdóttir, Sigurður Jónsson,
Lára Hafsteinsdóttir, Fjölnir Sigurjónsson,
afabörnin og langafabörnin.