Morgunblaðið - 18.09.2008, Page 35

Morgunblaðið - 18.09.2008, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 35 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand JÓN, HVAÐ ER EIGINLEGA LANGT SÍÐAN ÞÚ RYKSUGAÐIR HÉRNA HVER ER ÞESSI „RYKSUGA“ SEM ÞÚ ERT AÐ TALA UM? ÞÚ GERIR EKKI ANNAÐ EN AÐ SPILA! ÉG VERÐ MEIRA EN ÞAÐ... HELDUR ÞÚ KANNSKI AÐ ÞÚ VERÐIR NÆSTI BEETHOVEN? ÉG VERÐ TIGER WOODS TÓNLISTARINNAR!! TVEIR MENN, GULLI OG GUNNI, KEYRA Á MÓTI HVORUM ÖÐRUM Á 60 OG 30 km HRAÐA. TÍU MÍNÚTUM SÍÐAR MÆTAST ÞEIR. HVAR VORU ÞEIR Í UPPHAFI? SPURNINGARNAR HELLAST YFIR MIG EINS OG RIGNINGIN. HVERJIR ERU ÞESSIR MENN? HVERT ERU ÞEIR AÐ FARA? AF HVERJU ER GULLI AÐ FLÝTA SÉR SVONA MIKIÐ? OG HVERJU SKIPTIR ÞAÐ HVAR ÞEIR VORU Í UPPHAFI? ÉG STEIG ÚT Í RIGNINGUNA OG FÓR YFIR STAÐREYNDIR MÁLSINS... EN ÞÆR VORU EKKI MARGAR STUNDUM GETUR VERIÐ HÆTTULEGT AÐ SPYRJA OF MARGRA SPURNINGA ATLI HÚNAKONUNGUR VAR AÐ LEITA AÐ ÞÉR SKILDI HANN EFTIR SKILABOÐ? JÁ... ÞAU ERU ÞARNA Í MELÓNUNNI VÁ... ÞAÐ ER ERFITT AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ HÚN HAFI GOTIÐ SEX SINNUM! ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ KALLI HAFI FENGIÐ „C“ Í STÆRÐFRÆÐI HANN HEFUR ALLTAF FENGIÐ GÓÐAR EINKUNNIR Í STÆRÐFRÆÐI ÞETTA GENGUR EKKI LENGUR. VIÐ VERÐUM AÐ FINNA LEIÐ TIL AÐ LAGA ÞETTA ÉG SKAL SJÁ UM ÞETTA, ADDA HVAÐ Á ÞETTA EIGINLEGA AÐ ÞÝÐA?!? GETUR ÞÚ EKKI FUNDIÐ LEIÐ SEM SKEMMIR HANN EKKI FYRIR LÍFSTÍÐ? JONAH JAMESON HORFIR Á ÞAÐ SEM ER Á SPÓLUNNI SEM VAR KASTAÐ TIL HANS... „SANNAÐU ÞAÐ...“ ÉG ER KORDOK! KONA KÓNGULÓARMANNSINS ER FANGI MINN HJÁLPAÐU MÉR, KÓNGULÓARMAÐUR! HÚN ER EKKI KONAN HANS! HÚN HEFUR EKKI HUGMYND UM ÞAÐ HVER HANN ER! Velvakandi ÞESSAR konur sem eru hér á gangi verja sig með regnhlíf fyrir roki og rigningu sem hefur verið nánast daglegt veðurfar síðastliðnar vikur. En með hlýjum og góðum fatnaði lifum við daginn af. Morgunblaðið/Kristinn Rigning og rok Blaðberar SONUR minn ber út Morgunblaðið, 24, DV og Viðskiptablaðið. Það getur verið erfitt að bera út, þegar skamm- degið er skollið á og ennþá myrkur klukkan 5 á morgnana. Þá vil ég biðla til ykkar áskrif- enda að útilýsing ykkar sé góð og í lagi, og muna að kveikt sé á henni. Það hafa orðið slys á blaðberum, þar sem lýsingu hefur verið ábótavant. Þegar úti- ljósalýsing er slæm, þá getum við engan veginn verið jafn fljót að bera út blöðin því slæm lýs- ing hægir á okkur ásamt snjó og hálku sem fylgir okkar íslensku vetrartíð. Með framtíðina í huga þá væri draumur okkar (flestra) blað- bera að viðskiptavinir okkar myndu hálkuverja stíga og tröppur og moka snjó í burt þegar þannig aðstæður væru að öðru leyti. Við blaðberarnir viljum standa okkur í starfi og ná að koma blöðunum í hús tímanlega að morgni en við þurfum ykkar hjálp til þess, þ.e.a.s ykkar áskrifendanna. Með von um betri samvinnu og til- litssemi. Virðingarfyllst, móðir ungs blaðbera. Gullhringur tapaðist ÉG tapaði gullhring í Smáíbúða- hverfinu 108 Reykjavík, þetta var fyrir nokkrum mánuðum síðan og er þetta einfaldur gullhringur með rauðum steini. Ef einhver hefur fundið hann bið ég hann að hafa samband í síma 553-7136. Rannveig. Ofsarok og frágangur NÁGRANNI minn þurfti sl. vetur tvisvar að kalla til hjálparsveit þar sem þakið á húsinu hans var að gefa sig. Þarna kom galvösk sveit ungs fólks og lagði sig í hættu í ofsa- roki við að negla niður þakplötur. Enn er komið haust og líður að vetri með vá- lynd veður og ekki hefur granninn gert neitt til að ganga frá þakinu hjá sér, allt við það sama, ófrágengið og bráðabirgðaviðgerð björgunarsveit- arinnar frá sl vetri. Ég er viss um að hið hjálpfúsa fólk sem býður sig fram við slíkar að- stæður á betra skilið. Kveðja, ein áhyggjufull. Týndur kettlingur STÁLPAÐUR ómerktur kettlingur, að mestu hvítur en með grábrönd- ótta flekki og rófu er á Kjartansgötu í pössun eftir að hafa verið að þvæl- ast þar sl. daga og reyna að komast inn. Frekari upplýsingar í síma 861- 3830 Unnur, eða síma 693-2370 Kristín.       Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Opin smíðastofa kl. 9, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, handavinna kl. 12.30 og myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Bingó kl. 13.30 - vinningar. Hárgreiðsla, böðun, leikfimi, almenn handavinna, myndlist, dagblöð, fótaaðgerð, bókband. Dalbraut 18-20 | Lýður Benediktsson leikur á harmonikku 14. Félag eldri borgara í Garðabæ | Göngu- hópur kl. 11, vatnsleikfimi 2 kl. 12, handa- vinnuhorn. Miðar í Þórsmerkurferð end- urgr. í Jónshúsi, skráning á sama stað í spilabingó á Garðaholti 25. sept. í boði Kvenfélags Garðabæjar. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Haustlitaferð FEBK verður 25. september. Brottför frá Gullsmára kl. 13 og Gjábakka kl. 13.15. Ekið um Heið- mörk, Mosfellsdal, Hakið Þingvöllum, Bolabás, meðfram Þingvallavatni og Þrastarskóg. Kaffihlaðborð að Hótel Hlíð Ölfusi og dansað á eftir. Skráning í fé- lagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, opið hús á morgun kl. 14, fé- lagsstarfið í vetur kynnt. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi, kl. 9.05 og kl. 9.55, rammavefnaður og málm- og silfursmíði fyrir hádegi, bók- band kl. 13, haustfagnaður kl. 14, m.a. söngur ungra Kópavogsbúa, gamanmál og einsöngur, myndlistarhópur kl. 16.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna og ganga kl. 9, handavinna og brids kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf Gerðubergs | Pottakaffi í Breiðholtslaug kl. 7.30, gestur Óskar Bergsson. Helgistund í samstarfi v/Fella og Hólakirkju og Félag heyrnarlausa kl. 10.30, umsj. sr. Þórhildur Ólafs og sr. Miyako Þórðarson. Leiðsögn í vinnustof- um fellur niður v/málþings um málefni fjölskyldunnar. Uppl. á staðnum og s. 575-7720. Hraunbær 105 | Postulínsmálun, bað- þjónusta kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, félagsvist kl. 14. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Jó- hönnu kl. 9, boccia kl. 10, félagsvist kl. 13.30. Böðun fyrir hádegi. Hársnyrting, fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Leikfimin kl. 10. Bók- menntahópur les verk Helgu Kristínar Gunnarsdóttur. Sími 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Húna- búð, Skeifunni 11kl. 16.30. Uppl. í síma 564-1490, 554-2780 og 554-5330. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund og spjall kl. 9.45, boccia karla- klúbbur kl. 10.30, handverks- og bóka- stofa kl. 13, boccia kvennaklúbbur kl. 13.30. Hárgreiðslustofa s. 552-2488, fótaaðgerðastofa s. 552-7522. Laugardalshópurinn Blik, eldri borg- arar | Leikfimi í íþróttahúsi Ármanns - Þróttar kl. 11. Norðurbrún 1 | Leirnámskeið hjá Hafdísi kl. 9 og 13. Handavinna hjá Halldóru 9. Hárgreiðslustofa s. 588-1288, fótaað- gerðarstofa s. 568-3838. Hádegismat þarf að panta fyrir kl. 9.30 samdægurs. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9, kóræf- ing og leikfimi kl. 13, tölvukennsla kl. 14.30. Fótaaðgerðir og hárgreiðsla. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja og postulínsmálun kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, upplestur kl. 12.30, handavinnustofan opin frá kl. 13, spilað kl. 13, stóladans kl. 13.15. Upp. í síma 411-9450.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.