Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 258. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is „MÉR finnst flest benda til þess að hér sé kominn elsti varðveitti kveðskapur Halldórs Laxness, nema einhver kannist við þær sem eldra höfundarverk eða þjóðvísur,“ segir Halldór Guðmundsson rithöfundur um vís- urnar sem skrifaðar eru í póesíbók, minn- ingabók þess tíma, sem geymd er í fjölskyldu- húsi við Vegamótastíg. Húsráðandinn Trausti Þór Sverrisson varðveitir bókina sem amma hans, Þórdís Dagbjört Davíðsdóttir, fékk skrautritaða í 11 ára afmælisgjöf, 7. október 1914. Halldór skrifaði í hana fyrstur allra það haust, þá 12 ára gamall: Vart hins rétta verður gáð villir mannlegt sinni, fái æsing æðstu ráð yfir skynseminni. Haltu þinni beinu braut ber þitt ok með snilli, gæfan svo þér gefi’ í skaut guðs og manna hylli. „Það er virkilega gaman að þetta sé komið fram, og auðvitað spennandi að heyra hvort einhver kannast við þennan kveðskap,“ segir Halldór, sem hefur skrifað ævisögu nób- elsskáldsins. Morgunblaðið hafði samband við fjölmarga sérfræðinga í kveðskap og þjóð- háttum og hafði enginn þeirra heyrt vísurnar fyrr og bendir því allt til þess að Halldór sé höfundurinn. „Halldór var byrjaður að skrifa sögur af kappi og yrkja sem barn í Laxnesi, en mér vit- anlega er enginn kveðskapur eftir hann varð- veittur frá þessum tíma. Þetta eru heilræða- vísur í þjóðkvæðastíl, en sá svipur er einmitt á þekktustu vísu hans frá æskuárum, sem finna má í bókinni Barn náttúrunnar og lýkur með orðunum „Dáið er allt án drauma / og dapur heimurinn“, en um þá vísu sagði Halldór sex- tíu árum seinna: Svona myndi ég einnig yrkja núna.“ | 30 Undir eigin nafni Á unglingsárunum skrifaði Halldór Laxness undir nafn- inu Snær Svinni. Í póesíbók- inni á Vegamótastíg er að finna aðrar vísur eftir hann undir því nafni. Þær orti Hall- dór 14 ára og sá kveðskapur birtist í Morgunblaðinu 13. júní árið 1916. Heilræði Halldórs Laxness Samdi vísurnar aðeins 12 ára gamall Elsti varðveitti kveðskapur Halldórs Laxness er í póesíbók á Vegamótastíg MEÐ endurskipulagningu má fjölga lögreglu- mönnum á götum höfuðborgarsvæðisins um tugi, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höf- uðborgarsvæðisins. Í tillögum hans felst að LRH fái sérsveitina og fjarskiptamiðstöðina til sín. Stefán segir ekkert formlegt samkomulag á milli LRH og ríkislögreglustjóra um nýtingu sér- sveitarmanna. „Drjúgur tími fer í þjálfun þeirra og æfingar, en utan þess tíma fáum við upplýs- ingar um að þeir sinni verkefnum, sem við vitum þeir sinni lögregluútköllum líka. Þá getum við fjölgað umtalsvert lögreglumönnum á götunum.“ Stefán er meðvitaður um þau sjónarmið sumra að lögreglumenn eigi að sinna lögregluútköllum en segir fyrirkomulagið ganga vel í Finnlandi. Þá bæti það öryggi almennings að hraða lögreglu- útköllum. Í stað þess að neyðarverðir sendi símtal- ið áfram til lögreglu fari boðin milliliðalaust í bíl- ana. „Boð um að fólk sé í neyð þurfa að komast beint til þeirra sem eru næstir vettvangi til að tryggja eins skjót viðbrögð og kostur er.“ ekki hver eru, og séu því ekki tiltækir í löggæslu á höfuðborgarsvæðinu. Það er í ósamræmi við upp- legg dómsmálaráðherra þegar kynnt var breytt skipulag sérsveitarinnar árið 2004. Sérsveitin nýt- ist að einhverju marki á höfuðborgarsvæðinu en ég tel mikla þörf á að nýta betur þessa öflugu og góðu lögreglumenn.“ Stefán er einnig með hugmyndir um að fjar- skiptamiðstöðin færist frá ríkislögreglustjóra til LRH. „Þar ganga 20 lögreglumenn vaktir og við viljum breyta því fyrirkomulagi með meiri sam- vinnu við Neyðarlínuna. Neyðarverðir kalla nú þegar út sjúkrabíla og slökkvibíla og við viljum að Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins vill fá sérsveitina og fjarskiptamiðstöðina Tugir lögreglumanna á göturnar?  Uppstokkun lögreglu | 10 Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus  Sarah Palin, ríkisstjóri Alaska og „hokkímamma“, þykir hafa ein- strengingslegar og afturhalds- samar skoðanir, sem fara sér- staklega fyrir brjóstið á femínistum. Sumir taka upp hanskann fyrir varaforsetaefni Johns McCains og segja fjölmiðla fara offari gegn henni. Þeir leggi flest sem hún segi út á versta veg. » 16 Palin í pólitísku stormviðri  Skrifpúlt Sveinbjarnar Egilssonar hef- ur verið sett í viðgerð áður en því verður valinn framtíðarstaður. Eftir Sveinbjörn átti sonur hans, Benedikt Gröndal púltið og er þá næsta víst að á því hafi Hómer verið brotinn til mergjar og Heljarslóð- arorrusta samin auk fleiri stór- virkja. Einar Benediktsson eignaðist púltið eftir Benedikt og af honum keypti Ragnar Ásgeirsson það. Úlf- ur Ragnarsson geymdi púltið eftir föður sinn og nú er það í eigu syst- ursonar hans, Ragnars Önund- arsonar. » 36 Púlt Sveinbjarnar Egilssonar  Sigurður Kári Krist- jánsson yf- irheyrði kær- asta litlu systur sinnar í þaula, þar til sauð á henni af bræði. Hafrún ber honum að öðru leyti vel söguna sem stóra bróður. Þingmaðurinn er Framari og sál- fræðingurinn Valsari og þótt fjöl- skyldan hafi verið vinstri sinnuð eru systkinin bæði í Sjálfstæð- isflokknum, flokknum sem afi þeirra og amma kölluðu „helvítis mafíuna“ á tyllidögum. » 22 Systkinin eru bæði í „helvítis mafíunni“ Leikhúsin í landinu >> 51NEFIÐ SEM ÞÆR ALLAR ÓSKA SÉR FRÁ LÍBANON ER ÁSTÆÐA TIL AÐ ÓTTAST RÚSSNESKA BJÖRNINN? VIKUSPEGILL S U N N U D A G U R 2 1. S E P T E M B E R 2 0 0 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.