Morgunblaðið - 21.09.2008, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Svipmynd
Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur
vjon@mbl.is
S
á gamli bragðarefur John
McCain, forsetaframbjóð-
andi Repúblikaflokksins
2008 í Bandaríkjunum,
kom flestum í opna
skjöldu þegar hann kynnti varafor-
setaefni sitt til leiks í lok síðasta mán-
aðar. Hin lítt þekkta Sarah Palin, rík-
isstjóri Alaska til næstum tveggja
ára, steig keik fram á sjónarsviðið á
landsþingi flokksins í St. Paul í
Minnesota 3. september og hélt
ræðu, sem bandarískir fréttaskýr-
endur gerðu góðan róm að. Sumum
þótti hún að vísu nokkuð innihalds-
rýr, en þó hafi komist til skila nokkur
mikilvæg atriði þegar Palin kynnti
sjálfa sig, fjölskyldu sína og helstu
lífsviðhorf – og svaraði að nokkru
leyti fyrir gagnrýni á þau, mærði
hetjuskap McCains og hnýtti pent í
Barack Obama, forsetaframbjóðanda
demókrata.
Síðan hafa fjölmiðlar gengið býsna
hart að Palin og lagt svo mikið kapp á
að draga eitthvað gruggugt úr fortíð
hennar fram í dagsljósið að stuðn-
ingsmenn líkja við einelti. Hún er
jafnt vænd um embættisglöp, spill-
ingu og yfirgang í starfi sínu sem
bæjarstjóri í heimabæ sínum, Wal-
issa, og sem ríkisstjóri í Alaska – svo
fátt eitt sé talið.
„Hokkímamma“ til hægri
Margir draga í efa að „hokkí-
mamman“ eins og hún kallar sig
gjarnan – væntanlega til að leggja
áherslu á að hún sé á sama báti og
aðrar mömmur, nái til markhópsins;
þeirra 18 milljóna kvenna, sem
studdu Hillary Clinton. John McCain
bindur vonir við að Palin, sem er
heittrúuð og kirkjurækin, laði að
kristna hægrimenn, sem hann sjálfur
virðist ekki sérstaklega í náðinni hjá.
En Sarah Palin er umdeild og
vandi er um að spá. Einstrengings-
legar og afturhaldsamar skoðanir
hennar fara fyrir brjóstið á fem-
ínistum sem og mörgum sem þykir
hún hægrisinnaðri en góðu hófi gegn-
ir. Og kalla Bandaríkjamenn ekki allt
ömmu sína í þeim efnum.
Nægir að nefna að hún er svo harð-
ur andstæðingur fóstureyðinga að
hún telur þær ekki einu sinni réttlæt-
anlegar eftir nauðgun, einungis ef líf
móður er í hættu. Stofnfrumurann-
sóknir og hjónabönd samkyn-
hneigðra eru henni ekki að skapi.
Samt var eitt hennar fyrstu verka
sem ríkisstjóra að hindra að frum-
varp um að hætta að heilsutryggja
maka samkynhneigðra opinberra
starfsmenn næði fram að ganga.
Hún er hlynnt dauðarefsingum og
byssueign, enda sjálf mikil áhuga-
manneskja um skotveiðar, og styður
stríðið í Írak. Þegar hún tók við til-
nefningunni lýsti hún því stolt yfir að
þangað héldi nítján ára sonur hennar,
Track, innan skamms til að þjóna
ættjörð sinni sem fótgönguliði.
Miðað við hvernig hún svaraði
Charles Gibson á ABC-sjónvarps-
stöðinni í fyrsta viðtalinu, sem hún
veitti, eru þó áhöld um að hún viti
raunverulega hvers vegna hún styður
Íraksstríðið. Innt eftir áliti sínu á
Bush-kenningunni svokölluðu, sem
gengur út á að „fyrirbyggjandi stríð“
sé réttlætanlegt, og var notuð til að
réttlæta innrás Bandaríkjamanna í
Írak, var eins og hún kæmi af fjöllum
þegar hún spurði á móti: „Að hvaða
leyti, Charlie?“
Í sama viðtali tengdi hún Íraks-
stríðið við hryðjuverkaárásirnar 11.
september 2001 sem og Saddam
Hussein. Eftir þáttinn hneyksluðust
fjölmiðlar á fáfræðinni. Einstaka tók
þó upp hanskann fyrir Palin, t.d.
blaðamaður The Wall Street Journal,
sem sagði menningarlega pótintáta
hafa farið offari í fárinu kringum
framboð hennar. Gibson væri einn
þeirra sem hefði boðið sig fram á alt-
ari skrumskælingarinnar í poppaðri
spurningakeppni með varafor-
setaefninu. Hann sagði það þvert á
móti hafa verið skynsamlegt af Palin
að spyrja Gibson hvað hann ætti við.
Bagalegt reynsluleysi
Svona er höggvið á báða bóga. Og
af því að kona á í hlut er hárinu,
snyrtingunni og klæðaburðinum lýst
af innlifun. Þótt hárgreiðslunni sé líkt
við „býflugnahreiður“, flykkjast kon-
ur á hárgreiðslustofur til að fá eins og
að sögn tískurýnis LA Times er aukin
eftirspurn eftir Kawasaki 704, jap-
önskum gleraugnaumgjörðum úr tít-
an.
Annars þykir reynslu- og þekking-
arleysi Palin, sérstaklega á utanrík-
ismálum, hvað bagalegast og hefur
McCain verið brigslað um dóm-
greindarskort og ábyrgðarleysi að
treysta Palin til að gegna jafn-
valdamiklu embætti á viðsjárverðum
tímum eins og nú væru og færu í
hönd. McCain er að vanda kok-
hraustur, segir Palin gáfaða, hæfi-
leikaríka og fljóta að læra, nógur sé
tíminn. Sem er vitaskuld ekki raunin
því McCain er 72 ára og dauðlegur
eins og aðrir. Að því gefnu að hann
verði forseti Bandaríkjanna blasir við
að Palin verður forseti falli hann frá.
McCain er líka legið á hálsi fyrir að
velja Palin sem varaforsetaefni eftir
að hafa aðeins hitt hana einu sinni.
Slíkt á sér nokkur fordæmi í sögunni,
til að mynda hafði Franklin D. Roose-
velt aðeins hitt Harry S. Truman einu
sinni þegar hann valdi hann varafor-
setaefni sitt 1944. Reyndar bar Palin
sjálfa sig saman við Truman í ræðu
sinni á landsþinginu.
„Fyrir löngu fetaði ungur bóndi og
vefnaðarvörusali ólíklega slóð til
varaforsetaembættisins,“ sagði hún
og vísaði í orð ónafngreinds rithöf-
undar, sem sagði: „Við ræktum gott
fólk í litlu bæjunum okkar, heið-
arlegt, einlægt og sómakært.“ „Ég
þekki einmitt slíkt fólk, sem rithöf-
undurinn hafði í huga þegar hann
hrósaði Harry Truman,“ sagði Palin.
Barrakúðan
bítur frá sér
Fjölmiðlar hafa ekki farið mjúkum höndum um
Sarah Palin, varaforsetaefni Johns McCains
Sarah Heath fæddist 11. febrúar 1964 í Sandpoint, Idaho.
Hún var þriðja af fjórum börnum hjónanna Sarah, skólarit-
ara, og Charles R. Heath, kennara og þjálfara í frjálsum
íþróttum.
Fjölskyldan fluttist til Alaska þegar hún var smábarn.
Hún hefur BS-gráðu í blaðamennsku frá Idaho-háskóla 1987,
þar sem hún tók stjórnmálafræði sem aukafag.
Giftist Todd Palin 1988.
Þau eiga tvo syni og þrjár dætur: Track, f. 1989, Bristol f.
1990, Willow f. 1994, Piper f. 2001 og Trigs Paxon Van f.
2008. Bristol á von á barni, fyrsta barnabarni Palin-
hjónanna, öðru hvorum megin við áramótin
Hún var íþróttafréttamaður sjónvarps 1987-1989, meðeig-
andi sjávarútvegsfyrirtækis tengdafjölskyldunnar 1988-
2007, eigandi leigumiðlunar fyrir sportbíla 1994-1997,
stjórnarmaður Olíu- og gasverndarnefndar 2003-2004.
Sat í bæjarráði í Wasilla, um 7.000 manna heimabæ sínum,
1992-1996.
Bæjarstjóri Wasilla 1996-2002.
Ríkisstjóri Alaska, þar sem íbúar eru um 670 þúsund, frá 4.
desember 2006.
29. ágúst 2008 tilkynnti John McCain, forsetaframbjóðandi
Repúblikanaflokksins, að hann hefði valið Palin sem varafor-
setaefni sitt.
Palin þáði tilnefninguna 1. september 2008 og ávarpaði
landsþing Repúblikanaflokksins í St. Paul í Minnesota.
Sarah Palin
Reuters
Fjölskyldan Hokkímamman ásamt eiginmanni og börnum.
REUTERS
Umsetin Sarah Palin
heilsar stuðnings-
mönnum eftir fund
Repúblikanaflokks-
ins í Ohio í vikunni.
Einelti? Óprúttnir hafa oft gert sér
að leik að falsa myndir af varafor-
setaefninu og birta á netinu.
Fegurst fljóða Palin var fegurð-
ardrottning Wasilla 1984.