Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nýtt skrifstofuhúsnæði til leigu í Borgartúni Sími: 511-2900 Til leigu nýtt óinnréttað 2.995 m² skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum í Borgartúni með glæsilegu útsýni ásamt 46 bílastæðum í lokaðri bílageymslu. Húsnæðið verður innréttað eftir þörfum leigjanda, eða afhent óinnréttað með fullkláraðri sameign. Mögulegt er að leigja húsnæðið í tvennu lagi þ.e. 2009 m² á 4. hæð og 986 m² á 5. hæð. Leyfi er fyrir mötuneyti á 4. hæðinni. Hæðirnar eru bjartar með glugga á 3 vegu, bjóða upp á mikla nýtingu og eru með góðri lofthæð. Þrír blautkjarnar á heilli hæð. Lyftur í sameign ganga frá bílakjallaranum sem er aðgangsstýrður. Glæsilegt húsnæði á frábærum stað miðsvæðis í Reykjavík með nægum bílastæðum. Teikningar og allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Leigulistans ehf. ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Til sölu 148 fm sérhæð með 29 fm bílskúr. Íbúðin er mikið endurnýjuð, nýtt eldhús, bað og gólfefni. Arinn í stofu. Stórar suðursvalir. Laus til afhendingar strax. Opið hús á sunnudag og mánudag kl. 16-18. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf – fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 Engjateigi 5, 105 Rvk Grenimelur 47 - Opið hús Ingvi Rúnar, sölufulltrúi, 896 0421, ingvi@arsalir.is Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808 fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is 5 900 800 IÐNAÐAR / ATVINNUHÚSNÆÐI TIL KAUPS EÐA LEIGU M b l1048672 Hef verið beðin um að finna 100–150 fm atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæði þarf að vera á jarðhæð með innkeyrsluhurð og ekki væri verra ef þar hafi farið fram einhverskonar matvælaframleiðsla áður. Um langtímaleigu er að ræða eða sterkar greiðslur ef um kaup er að ræða. Upplýsingar: Sveinn Eyland sölumaður Fasteign.is gsm: 6-900-820 eða sveinn@fasteign.is Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i Tómasarhagi - Nýleg sérhæð Glæsileg vönduð 141,5 fm efri sérhæð í nýlegu 3-býlishúsi við Tómasarhaga. Auk þess fylgir 23,3 fm bílskúr. Samtals 164,8 fm. Húsið var byggt árið 1998. Hæðin skiptist m.a. í stofur og þrjú herbergi. Mikil lofthæð. Tvennar svalir. Allt sér. Verð 57,5 millj. Upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali í síma 861-8511. ENN berast fréttir um að mosaþekja um- hverfis jarðvarma- virkjanir í Svartsengi og á Hellisheiði hafi drepist, greinilega af völdum loftmengunar. Gróðurskemmdirnar eru víðtækar, bæði í Henglinum og á Reykjanesi, og ná yfir margra hektara svæði umhverfis borteiga á mosavöxnum hraunflákum. Ef rétt reynist að út- blástur brennisteinsvetnis (H2S) frá jarðvarmavinnslunni valdi þessari eyðileggingu er ljóst að umhverfis- áhrif virkjananna hafa verið van- metin og að þau eru mun víðtækari en áður var talið. En brennisteins- vetni er því miður hættulegt öðrum lífverum en mosanum hraun- gambra. Skaðleg áhrif þessarar lyktarlausu lofttegundar eru vel þekkt og í miklu magni er efnið baneitrað mönnum og dýrum. Styrkur brennisteinsvetnis í and- rúmslofti hefur ekki verið talinn valda bráðri heilsufarslegri hættu á Íslandi en hins vegar er lítið vitað um áhættuna og ekki allir sammála um hver skaðleysismörkin eru. Ljóst er hins vegar að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi hér á landi: Engin umhverfismörk hafa verið sett á magn brennisteins- vetnis í andrúmslofti, mælingar eru langt frá uppsprettunum og engin krafa er gerð um hreinsunarbúnað í jarðvarmavirkjunum. Þessu þarf að breyta. Fimmföldun á náttúrulegu magni Á Íslandi losna þúsundir tonna af brennisteinsvetni á ári af manna völdum þegar hiti er unninn úr jörðu. Fyrirhugað er að stórauka ósjálfbæra og ágenga nýtingu há- hitasvæðanna á næstu árum og hef- ur Umhverfisstofnun bent á að þeg- ar Hellisheiðarvirkjun, Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun verða fullbyggðar þá verður losun brennisteins- vetnis orðin fimm sinn- um meiri en nátt- úruleg losun frá öllum hverasvæðum lands- ins! Og þá á eftir að reikna með útblæstr- inum frá Þeistareykj- um, Bjarnarflagi, Gjá- stykki, Kröflu og Reykjanesi. Sem fyrr segir eru ekki allir sam- mála um hve mikið brennisteins- vetni þarf til að það verði heilsu- spillandi og eru alþjóðleg skað- leysismörk (150 míkrógrömm í rúmmetra að meðaltali á sólar- hring) nú til endurskoðunar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO. Á vef Umhverfisstofnunar er bent á að skynsamlegt sé að nota lægri viðmið hér á landi eins og t.a.m. er gert í Kaliforníu þar sem mörkin eru 42 míkrógrömm í rúm- metra að meðaltali á klst. en við þau mörk finna 80% manna lyktina. 48 sinnum yfir umhverfis- mörkum Kaliforníu Strax og Hellisheiðarvirkjun var gangsett í september 2006 mældist mikil aukning á magni H2S í and- rúmslofti við Grensásveg í Reykja- vík en þar eru mælitækin staðsett. Mælingar frá því í febrúar 2006 til miðjan febrúar 2007 sýndu að styrkur brennisteinsvetnis í Reykjavík fór 48 sinnum yfir um- hverfismörk Kaliforníu. Af þessum 48 skiptum voru 45 eftir að Hellis- heiðar-virkjun var gangsett. Þekkt er að toppar af þessu tagi geta valdið ertingu í öndunarfærum og augum. Litlar rannsóknir liggja hins vegar fyrir á langtímaáhrifum þess á heilsu fólks að búa við stöð- ugan styrk brennisteinsvetnis þótt hann sé lítill. Sigurður Þór Sigurð- arson, læknir og sérfræðingur í lungna–, umhverfis- og atvinnu- sjúkdómum, sagði í viðtali við Speg- ilinn í nóvember 2007 að H2S– mengun bitni fyrst og fremst á lungna- og astmasjúklingum. Hann sagðist hafa af því áhyggjur að börn alist upp í umhverfi þar sem magn brennisteinsvetnis er ávallt til staðar en vitað er að astma- og öðrum öndunarfærissjúkdómum barna vex ásmegin víða um heim. Tillaga VG Í reglugerð um loftgæði nr. 787/ 1999 er aðeins fjallað um brenni- steinsdíoxíð, SO2, en ekki brenni- steinsvetni, H2S. Síðasta vetur lögð- um við þingmenn VG fram tillögu um að úr þessu yrði bætt og sett umhverfismörk um leyfilegan há- marksstyrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti (þskj. 801, 506. mál). Þar var einnig krafist ýtarlegri mælinga á magni H2S í andrúms- lofti og nær uppsprettunum en nú er. Í þessari kröfu um umhverf- ismörk felst að orkufyrirtækjunum verði gert skylt að hreinsa brenni- steinsvetni úr útblæstri jarð- gufuvirkjana. Hreinsibúnaður gæti leitt til aukins kostnaðar og því þarf að kanna hvaða áhrif slíkt hefur á hagkvæmni virkjananna og raf- orkuverð. Markmið þessarar tillögu okkar er að umhverfi, lífríki og heilsa fólks hljóti engan skaða af öllu því magni brennisteinsvetnis sem þeg- ar er losað og fyrirhugað er að losa af þessari lofttegund á næstu árum. Gróðurskemmdirnar á Hellisheiði og í Svartsengi sýna að hér má engan tíma missa. Hér dugir ekki áframhaldandi aðgerðarleysi frekar en í öðrum málum. Vanmetin áhrif frá jarðvarmavinnslu Álfheiður Ingadótt- ir skrifar um um- hverfismál » Í þessari kröfu um umhverfismörk felst að orkufyrirtækjunum verði gert skylt að hreinsa brennisteins- vetni úr útblæstri jarð- gufuvirkjana. Álfheiður Ingadóttir Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.