Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 19
sem ég get og er ákaflega stoltur af
henni.
En eitt fannst mér skrýtið fyrst,
þótt ég sé farinn að venjast því
núna; hún er fauti á vellinum. Þessi
elskulegi sálfræðingshamur fellur af
henni þegar hún fer í búninginn og
hún vílar ekki fyrir sér að snúa and-
stæðingana harkalega niður.
Við erum ekki í daglegu sam-
bandi, en fylgjumst vel hvort með
öðru og vitum alltaf hvað er í gangi.
Ég styð hana og hún styður mig. Ég
hef alltaf getað treyst á hennar
stuðning í pólitíkinni sem ekki veitir
af þegar maður til dæmis gengur í
gegnum prófkjör. Ég tel það mér til
tekna að hafa smitað hana í stjórn-
málum. Við erum alin upp í vinstri
sinnaðri fjölskyldu og áttum afa og
ömmu sem kölluðu Sjálfstæðisflokk-
inn aldrei annað en mafíuna og á
tyllidögum helvítis mafíuna. Það
ríkti því lítil gleði þegar ég gekk í
Sjálfstæðisflokkinn. En ég æfði mig
í ræðumennsku á Hafrúnu og ég sé
á blogginu hennar að eitthvað hefur
síast inn hjá henni, því hún er í fínu
lagi þar. Einu sinni reyndi ég að
koma henni í flokkstarfið og bauð
hana fram í stjórn Heimdallar. Þar
sat hún í eitt ár en var ekki beint að
drepast úr áhuga. Þannig þátttaka
átti bara ekki við hana.“
Uppáhaldssystirin
„Hún kom mér á óvart, þegar hún
fór í sálfræðinginn. Reyndar fór hún
í sjúkraþjálfun fyrst en síðan í sál-
fræði. Hún hefur alltaf verið dálítið
lokuð með sín mál. En hún er for-
vitnasta manneskja sem ég þekki og
það á kannski vel við sálfræðinginn.
Eftirá að hyggja sé ég að þetta var
hárrétt val hjá henni; hún stendur
sig afburða vel, bæði í starfi og
fræðilega. Það hefur komið mér á
óvart hversu sterkur akademíker
hún er.
Hún leitar til mín og ég til hennar.
Hún segir mér afdráttarlaust hvaða
skoðanir hún hefur á því sem ég geri
og segi og líka flokknum og rík-
isstjórninni. Hún er einörð og liggur
ekki á skoðunum sínum. Hún er
heilsteypt manneskja og þess vegna
hollur og góður bandamaður. Ofan á
allt er hún uppáhaldssystir mín!“
Morgunblaðið/Frikki
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 19
HAGFRÆÐIDEILD
HÁSKÓLA ÍSLANDS
www.hag.hi.is
Hagfræðideild HÍ – Málstofa
Mánudaginn 22. september kl. 12:00-13:00, HT 104
Notkun leikjafræði í viðskiptum,
stjórnmálum og í daglegu lífi
Anna Gunnþórsdóttir, Australian School of Management
Leikjafræði er aðferð til þess að greina og skilja samskipti
fólks, hvort sem er í einkalífi, sem stjórnendur fyrirtækja eða í
stjórnmálaflokkum, svo nokkur dæmi séu tekin. Í þessum fyrirlestri
mun Anna Gunnþórsdóttir lýsa því hvernig unnt sé að varpa ljósi á
þá „leiki“ sem einstaklingar leika í einkalífi og á vinnustað og tekur
dæmi sem meðal annars varða hópavinnu, samkeppni og samráð.
Fyrirlesturinn er ætlaður fyrir almenning.
Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
Rökfastur leiðbeinandi
Hafrún„Fyrsta minning mín um
Sigga er frá 1984, þegar ég var að
verða fimm ára. Þá kallaði hann
mig inn úr boltaleik til þess að
horfa á setningarathöfn Ólympíu-
leikanna í Los Angeles. Hann pass-
aði rosavel upp á mig, að ég fylgd-
ist með og missti ekki af neinum
stórviðburðum í íþróttunum eða
stjórnmálunum. Við horfðum sam-
an á leiki og kosningasjónvarp.
Þannig áttum við mjög gott sam-
band; við vorum ekki bara systkini
heldur líka vinir, fórum saman á
leiki og á sumrin unnum við í sund-
laugunum í Laugardal, þar sem
pabbi vann, og vinir Sigga líka,
þannig að ég kynntist vel hans
vinahópi.
Þegar ég komst á unglingsárin,
þetta 14, 15 ára, var hann um tví-
tugt og þá varð sambandið svolítið
öðru vísi: við vorum mjög upptekin
af okkur sjálfum, en svo breyttist
þetta aftur, þegar við urðum eldri.
Það var á þessum táningsárum
mínum, sem Siggi var eiginlega
óþolandi í sambandi við mig og
stráka, hann passaði upp á litlu
systur. Var eig-
inlega verri en
pabbi. Einu sinni
hringdi einn af
þessum kærustum
heim og Siggi
svaraði og fór
bara að yfirheyra
drenginn. Mig
langaði mest til að
deyja. Öðru sinni
sátum við úti á tröppum og héld-
umst í hendur eða eitthvað svoleið-
is. Þá stóð Siggi á svölunum og
blístraði og kallaði þess í milli á
mig að koma inn.
Sextán ára var ég á föstu og það
samband stóð í átta ár, enda gaf
Siggi grænt ljós. Ég man þegar
hann eignaðist fyrstu alvörukær-
ustuna, ég var ellefu og hann
sautján. Ég varð alveg meiriháttar
afbrýðisöm. Við ætluðum að gera
eitthvað saman, en hann tók bíó-
ferð með einhverri stelpu framyfir
það. Það fannst mér ekki gott. En
svo kynntist ég dömunni og þá var
þetta nú allt í lagi.“
Mikill áhrifavaldur
„Siggi hefur verið mikill áhrifa-
valdur í mínu lífi. Ég hafði gaman
af öllum íþróttum, en valdi hand-
boltann af því að hann var á vet-
urna. Ég ætlaði í Fram, sem var fé-
lag Sigga, en hann treysti engum
nema Degi Sigurðssyni, vini sínum,
til þess að leiða mig inn í handbolt-
ann og hann keyrði mig á fyrstu
æfingarnar meðan ég var að festa
mig í sessi hjá Val. Þannig sitjum
við nú uppi hvort í sínu félagi en
það var af hans völdum og veldur
engri misklíð okkar í millum.
Hann hafði líka áhrif á mig á
stjórnmálasviðinu. Í okkar fjöl-
skyldum voru bara kratar og
kommar sem töldu íhaldið rót alls
ills. Þegar Siggi varð formaður
Sambands ungra sjálfstæðismanna
tók afi stalínisti það ákaflega nærri
sér og hann talaði ekki við Sigga
lengi á eftir. Ég þorði ekki annað
en að segja afa að ég væri alls ekki
á leiðinni í Sjálfstæðisflokkinn, ég
var svo hrædd um að það riði hon-
um að fullu.
En ég var komin með annan fót-
inn þar inn. Mest fyrir áhrif frá
Sigga. Hann er rosalegur ræðu-
maður og rökfast-
ur; vann Morfís
nokkrum sinnum,
og hans aðferð er
að kaffæra mann
með rökum. En
þetta var samt
enginn heila-
þvottur. Ég gat
alveg melt það
sem hann sagði
og myndað mér mínar eigin skoð-
anir. En Siggi má eiga það að hann
hjálpaði mér til ná pólitískum átt-
um. Eigum við ekki að segja að
hann hafi komið mér bæði í Val og
Sjálfstæðisflokkinn?“
„Nú erum við orðin jafningjar og
ræðum málin þannig. Hann er hins
vegar ekkert hættur að segja mér
til, þannig verður það líka örugg-
lega þegar ég verð sextug og hann
66 ára. Ég læt þetta ekkert fara í
taugarnar á mér. Þetta er vel meint
og ég hef alveg bein í nefinu til þess
að taka mínar ákvarðanir.
Ég hlusta alltaf á hann og svo
geri ég það sem mér finnst réttast.
Oft er það nú einsog hann segir, en
alls ekki alltaf. Og þótt hann virði
mína niðurstöðu finn ég stundum
að hann er létt pirraður þegar ég
geri ekki eins og hann segir. En
hann erfir það aldrei við mig.
Hann kemur á þá leiki sem ég
spila og skipta máli. Hann fylgist
alltaf með. Ég veit hann heldur
með kvennaliði Vals í handbolta og
kannski fleiri Valsliðum nú þegar
Dagur, vinur hans, stjórnar batt-
eríinu. En hann er örugglega alltaf
Framari í fótboltanum.“
Fylgjast með bloggi
hvort annars
„Ég byrjaði að blogga 2002 þeg-
ar mér drepleiddist í próflestri á
Þjóðarbókhlöðunni. Fyrst var þetta
einkahúmor minn og þeirra
tveggja sem lásu bloggið mitt, en
svo hefur þetta þróazt og nú blogga
ég þegar andinn kemur yfir mig,
helzt á kvöldin, þegar dagurinn er
búinn og mér leiðist. Ég veit að
Siggi fylgist með blogginu mínu
eins og ég les hans. Hann bloggar
nú mest um stjórnmál og mér finnst
hann oft fullhátíðlegur. Hann er
nefnilega mjög léttur og skemmti-
legur strákur; sú hlið skín kannski
ekki alltaf í gegn. En þetta er hluti
af vinnunni hans, en ekki hjá mér.
Sá er munurinn þar á.
Við ræðum stundum blogg hvort
annars og þegar mér mislíkar eitt-
hvað hjá honum læt ég hann heyra
það þegar tækifæri gefst. Það er nú
ekki oft sem við erum ekki sam-
mála. En þegar það gerist gengur
hann út frá því að ég falli fyrir rök-
fimi hans og skipti um skoðun fyrir
hans orð. Ég hins vegar velti fyrir
mér hlutum fyrir hans orð. Hann er
nú einu sinni eini bróðirinn sem ég
á.“
Íþróttasálfræði er ein af greinum
Hafrúnar og hún beitir henni í
þágu knattspyrnuliðs Keflvíkinga.
Hún er að vonum ánægð með stöðu
„sinna manna,“ þegar við tölum
saman. En ruglar það ekkert málin
að hún, Valsarinn, skuli veita Kefl-
víkingum ráð varðandi hugarfarið?
„Nei, nei. Ég held alltaf með Val en
vona að Keflvíkingum gangi vel í
fótboltanum. Þó verð ég að við-
urkenna að þegar Keflvíkingar
völtuðu yfir Val í fyrri umferðinni
runnu á mig tvær grímur. En svo
gerðu þeir jafntefli í síðari umferð-
inni. Það voru fín úrslit!“
Nú erum við orðin jafn-
ingjar og ræðum málin
þannig. Hann er hins
vegar ekkert hættur að
segja mér til, þannig
verður það líka örugg-
lega þegar ég verð sex-
tug og hann 66 ára.