Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ · SÍÐUMÚLI 20 · REYKJAVÍK WWW.HLJODFAERAHUSID.IS · SÍMI 591 5350 Flottar fiðlur og selló í öllum stærðum og litum. Kontrabassar og violur úr ekta við. É g trúi ekki á hið marg- rómaða „hlutleysi“ fræðimanna. Ég hef ákveðnar skoðanir á viðfangsefni mínu sem mér finnst ekki að ég eigi að leyna,“ skrifar Stefán Gunnar Sveinsson, sagnfræðingur, í formála bókarinnar Afdrif Hafskips í boði hins opinbera. Bókina ritaði Stefán Gunnar að beiðni þriggja fyrrverandi stjórn- enda Hafskips, Páls Braga Kristjóns- sonar, Ragnars Kjartanssonar og Björgólfs Guðmundssonar [aðaleig- anda Árvakurs, útgáfufélags Morg- unblaðsins, innsk. Mbl.]. Stefán Gunnar ritar, að hann hafi unnið að samantektinni að öllu leyti á sínum eigin forsendum. Við lokafrágang handrits og undirbúning fyrir prent- un hafi hann notið leiðsagnar Páls Braga, „en að öðru leyti hafði ég eng- in samskipti við verkbeiðendur utan við þau sem sneru að öflun upplýs- inga. Niðurstöðurnar sem hér birtast eru því mínar eigin og engra ann- arra.“ Í bókinni rekur Stefán Gunnar að- draganda Hafskipsmálsins, skrif Helgarpóstsins um málið, gjaldþrot skipafélagsins og lögreglurannsókn í kjölfarið, pólitíska atlögu að Albert Guðmundssyni og dómsmeðferð Haf- skipsmálsins Pólitísk framvinda Í samantekt um pólitíska fram- vindu málsins kemur fram að fyrsta umfjöllun Alþingis um Hafskipsmálið var þegar í júní 1985, þegar Guð- mundur Einarsson lagði fram fyr- irspurn um málefni bankanna. „En fyrirspurn Guðmundar fékk slæmar viðtökur á þinginu,“ segir í bókinni. „Næstu umræður alþingismanna um Hafskipsmálið í nóvember 1985 urðu hins vegar mun afdrifaríkari. Jón Baldvin Hannibalsson vísaði þar til upplýsinga sem fengnar voru með brotum á bankaleynd og tefldi með því í tvísýnu viðkvæmum viðræðum sem þá áttu sér stað um framtíð Haf- skips, ekki einvörðungu gagnvart Eimskipi, heldur einnig gagnvart SÍS. Þó að Hafskip yrði gjaldþrota höfðu þingmenn ekki sagt sitt síðasta orð um málið. Ólafur Ragnar Gríms- son bar olíu á eldinn með þingræðu sinni hinn 10. desember 1985. For- svarsmenn Hafskips voru þar þjóf- kenndir með ýmsum hætti, og látið var liggja að því að almenningur í landinu þyrfti að greiða upp undir milljarð króna til þess að taka skell- inn af ógætilegum lánveitingum Út- vegsbankans. Helst má lýsa mála- tilbúnaði sumra alþingismanna með þeim hætti að Hafskip hafi verið eins konar „ryksuga“ á almannafé úr Út- vegsbankanum og Hafskipsmenn hafi veitt þeim fjármunum ótæpilega í „hliðarfyrirtæki, skúffufyrirtæki og platfyrirtæki“. Ekki er fjarri lagi að umræðan á Alþingi hinn 10. desem- ber hafi átt einna stærstan þátt í því að skapa neikvætt andrúmsloft í garð Hafskipsmanna. Þá hlýtur að teljast athyglisvert að forsætisráðherra landsins skuli hafa rætt við skipta- ráðendur á þriðja degi eftir að Haf- skip var tekið til gjaldþrotaskipta og tekið af þeim loforð um að rannsókn skiptaráðanda yrði hraðað. Það lof- orð var svo áréttað fáum dögum síðar á fundi viðskiptanefndar Alþingis. Hafskipsmálið á Alþingi snerist að miklu leyti um að koma höggi á Al- bert Guðmundsson. Öll spjót stóðu á honum vegna þess að hann hafði ver- ið skipaður af Alþingi til þess að gegna stöðu formanns bankaráðs Út- vegsbankans á sama tíma og hann var stjórnarformaður Hafskips. Ýmsir virtust gefa sér, án þess að fyrir því lægju nokkrar sannanir, að Albert hefði auðveldað Hafskips- mönnum að „mergsjúga“ Útvegs- bankann. Raunar virtist engu skipta hvað Albert hafði gert. Þegar í ljós kom að hann hefði engin afskipti haft af lánveitingum til Hafskips var hann undireins sakaður um að hafa van- rækt eftirlitsskyldu sína sem formað- ur bankaráðsins. Það þurfti þó þrjár atrennur til þess að fella Albert úr ráðherrastóli. Hann neyddist til að segja af sér embætti iðnaðarráðherra þegar í ljós kom að á skattframtali fyrir heildverslun Alberts, sem sonur hans stjórnaði, hafði láðst að telja fram tvær litlar greiðslur frá Haf- skip, sem tengdust Hafskipsmálinu ekki neitt, á þeim tíma sem Albert Guðmundsson gegndi embætti fjár- málaráðherra. Hann fékk þó skjótt uppreisn æru. Mörgum ofbauð aðfar- irnar gegn honum og hann vann glæsilegan persónulegan sigur í al- þingiskosningunum 1987.“ Viðskiptaleg framvinda Stefán Gunnar ritar, að þegar við- skiptaleg framvinda málsins sé skoð- uð séu á því sviði þrír aðalleikarar: Eimskip, Útvegsbankinn og Hafskip. Þá ritar hann: „Helstu aukaleikarar eru fjölmiðlar og SÍS. Í lok ársins 1984 voru þreifingar á milli Hafskips og Eimskipafélagsins um hugsanlega sameiningu, en þær viðræður fóru út um þúfur. Eftir að í ljós kom í júlí 1985 að rekstur Hafskips gekk verr en áætlað var fór Útvegsbankinn fram á að sameiningarviðræður við Eimskip yrðu teknar upp á ný. Ým- islegt má segja um þær viðræður, en ljóst má vera að Eimskip hafði engu að tapa þó að viðræðurnar drægjust á langinn. Tíminn var hins vegar óvinur Hafskipsmanna, sem komust í sífellt verri samningsstöðu eftir því sem á leið, sérstaklega eftir að fjöl- miðlar fengu pata af viðræðunum í lok október 1985. Þarna á milli sat Útvegsbankinn, sem mátti ekki við gjaldþroti Hafskips. Hag bankans var best borgið með því að það tækist að vernda þau verðmæti sem fólust í Hafskipi, annaðhvort með sölu ým- issa rekstrareininga fyrirtækisins, eða með sameiningu við annað skipa- félag. Bankinn var í veikri stöðu, og sú staða varð enn veikari þegar því var ítrekað haldið fram í fjölmiðlum og á Alþingi að bankastjórarnir hefðu lánað linnulaust af almannafé til gjaldþrota fyrirtækis. Sú staðreynd virtist engu skipta að Útvegsbankinn tók fyrir frekari lánveitingar til Haf- skips í október 1984, að undanskilinni hlutafjáraukningunni í febrúar 1985. Þegar viðræðurnar við Eimskip drógust um of á langinn tóku Haf- skipsmenn þann kostinn að ræða við hinn helsta keppinautinn, skipadeild SÍS. Eins og áður er getið fóru fjöl- miðlar, í þessu tilviki einkum Morg- unblaðið og NT, hamförum gegn fyr- irætlunum um samstarf Hafskips og skipadeildar Sambandsins í nýju fyr- irtæki sem sumir kölluðu Hafsís. Til- laga um samstarfið var felld með einu atkvæði í stjórn SÍS. Virðist sem nei- kvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi ráðið nokkru um þá niðurstöðu.“ Rannsókn Hafskipsmálsins Í bókinni Afdrif Hafskips í boði hins opinbera segir að fjölmiðlar hafi áfram verið áberandi í framvindu Hafskipsmálsins eftir gjaldþrot fyr- irtækisins. „Einna afdrifaríkust í þeim efnum var myndbirting Sjón- varpsins af því þegar Hafskipsmenn- irnir sex, sem settir voru í gæslu- varðhald, voru færðir fyrir Sakadóm. Myndbirtingin, ásamt yfirlýsingum yfirmanna Rannsóknarlögreglunnar um sekt Hafskipsmanna, staðfesti í hugum margra það sem blöðin höfðu verið að segja mánuðina á undan: Hafskipsmenn voru sekir.“ Og síðar segir: „Svo virðist sem reitt hafi verið of hátt til höggs þegar til rannsóknar Hafskipsmálsins kom. Voru gríðarlegir annmarkar á allri rannsókn málsins, þar til í Sakadómi að loksins var farið að grafast fyrir um hið sanna í málinu. Stóra svindlið sem þótti „sannað“ í fjölmiðlum reyndist markleysa ein. Útvegsbank- inn var ekki mergsoginn til þess að halda úti glæsilíferni Hafskips- manna. Enginn var vísvitandi blekkt- ur. Útvegsbankinn dældi ekki fjár- munum í Hafskip til þess að halda fyrirtækinu á lífi, heldur stóð bank- inn í björgunaraðgerðum, líkt og það var orðað í dómi Sakadóms, meðal annars til að bjarga eiginfjárstöðu sinni. Opinber umræða um Hafskips- málið hófst í Helgarpóstinum, og henni var haldið gangandi af því blaði og síðar einnig af öðrum fjölmiðlum. Haustið 1985 mátti í hverri viku, ef ekki hverjum degi, lesa alvarlegar ásakanir á hendur forráðamönnum Hafskips. Stjórnmálamenn hentu fréttaflutninginn á lofti og veittu ásökunum fjölmiðla í nýjan farveg á vettvangi Alþingis. Rannsókn máls- ins einkenndist af fyrirfram gefnum skoðunum og mistökum sem stafa af þeim. Þegar svo loks var komist til botns í málinu stóð nær ekkert eftir af upphaflegum ásökunum.“ Heiftarleg átök í viðskiptum og pólitík Stjórnendur Framkvæmdastjórn Hafskips, Jón Hákon Magnússon, Björgólfur Guðmundsson, Ragnar Kjartansson og Páll Bragi Kristjónsson Afdrif Hafskips í boði hins opinbera Skrifin Hafskipsmálið hófst með fréttaskrifum Helgarpóstsins. Fyrsta greinin birtist 6. júní 1985, daginn fyrir aðalfund félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.