Morgunblaðið - 21.09.2008, Page 32
32 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ · SÍÐUMÚLI 20 · REYKJAVÍK
WWW.HLJODFAERAHUSID.IS · SÍMI 591 5350
Flottar fiðlur og selló í öllum stærðum og litum.
Kontrabassar og violur úr ekta við.
É
g trúi ekki á hið marg-
rómaða „hlutleysi“
fræðimanna. Ég hef
ákveðnar skoðanir á
viðfangsefni mínu sem
mér finnst ekki að ég eigi að leyna,“
skrifar Stefán Gunnar Sveinsson,
sagnfræðingur, í formála bókarinnar
Afdrif Hafskips í boði hins opinbera.
Bókina ritaði Stefán Gunnar að
beiðni þriggja fyrrverandi stjórn-
enda Hafskips, Páls Braga Kristjóns-
sonar, Ragnars Kjartanssonar og
Björgólfs Guðmundssonar [aðaleig-
anda Árvakurs, útgáfufélags Morg-
unblaðsins, innsk. Mbl.]. Stefán
Gunnar ritar, að hann hafi unnið að
samantektinni að öllu leyti á sínum
eigin forsendum. Við lokafrágang
handrits og undirbúning fyrir prent-
un hafi hann notið leiðsagnar Páls
Braga, „en að öðru leyti hafði ég eng-
in samskipti við verkbeiðendur utan
við þau sem sneru að öflun upplýs-
inga. Niðurstöðurnar sem hér birtast
eru því mínar eigin og engra ann-
arra.“
Í bókinni rekur Stefán Gunnar að-
draganda Hafskipsmálsins, skrif
Helgarpóstsins um málið, gjaldþrot
skipafélagsins og lögreglurannsókn í
kjölfarið, pólitíska atlögu að Albert
Guðmundssyni og dómsmeðferð Haf-
skipsmálsins
Pólitísk framvinda
Í samantekt um pólitíska fram-
vindu málsins kemur fram að fyrsta
umfjöllun Alþingis um Hafskipsmálið
var þegar í júní 1985, þegar Guð-
mundur Einarsson lagði fram fyr-
irspurn um málefni bankanna. „En
fyrirspurn Guðmundar fékk slæmar
viðtökur á þinginu,“ segir í bókinni.
„Næstu umræður alþingismanna um
Hafskipsmálið í nóvember 1985 urðu
hins vegar mun afdrifaríkari. Jón
Baldvin Hannibalsson vísaði þar til
upplýsinga sem fengnar voru með
brotum á bankaleynd og tefldi með
því í tvísýnu viðkvæmum viðræðum
sem þá áttu sér stað um framtíð Haf-
skips, ekki einvörðungu gagnvart
Eimskipi, heldur einnig gagnvart
SÍS.
Þó að Hafskip yrði gjaldþrota
höfðu þingmenn ekki sagt sitt síðasta
orð um málið. Ólafur Ragnar Gríms-
son bar olíu á eldinn með þingræðu
sinni hinn 10. desember 1985. For-
svarsmenn Hafskips voru þar þjóf-
kenndir með ýmsum hætti, og látið
var liggja að því að almenningur í
landinu þyrfti að greiða upp undir
milljarð króna til þess að taka skell-
inn af ógætilegum lánveitingum Út-
vegsbankans. Helst má lýsa mála-
tilbúnaði sumra alþingismanna með
þeim hætti að Hafskip hafi verið eins
konar „ryksuga“ á almannafé úr Út-
vegsbankanum og Hafskipsmenn
hafi veitt þeim fjármunum ótæpilega
í „hliðarfyrirtæki, skúffufyrirtæki og
platfyrirtæki“. Ekki er fjarri lagi að
umræðan á Alþingi hinn 10. desem-
ber hafi átt einna stærstan þátt í því
að skapa neikvætt andrúmsloft í garð
Hafskipsmanna. Þá hlýtur að teljast
athyglisvert að forsætisráðherra
landsins skuli hafa rætt við skipta-
ráðendur á þriðja degi eftir að Haf-
skip var tekið til gjaldþrotaskipta og
tekið af þeim loforð um að rannsókn
skiptaráðanda yrði hraðað. Það lof-
orð var svo áréttað fáum dögum síðar
á fundi viðskiptanefndar Alþingis.
Hafskipsmálið á Alþingi snerist að
miklu leyti um að koma höggi á Al-
bert Guðmundsson. Öll spjót stóðu á
honum vegna þess að hann hafði ver-
ið skipaður af Alþingi til þess að
gegna stöðu formanns bankaráðs Út-
vegsbankans á sama tíma og hann
var stjórnarformaður Hafskips.
Ýmsir virtust gefa sér, án þess að
fyrir því lægju nokkrar sannanir, að
Albert hefði auðveldað Hafskips-
mönnum að „mergsjúga“ Útvegs-
bankann. Raunar virtist engu skipta
hvað Albert hafði gert. Þegar í ljós
kom að hann hefði engin afskipti haft
af lánveitingum til Hafskips var hann
undireins sakaður um að hafa van-
rækt eftirlitsskyldu sína sem formað-
ur bankaráðsins. Það þurfti þó þrjár
atrennur til þess að fella Albert úr
ráðherrastóli. Hann neyddist til að
segja af sér embætti iðnaðarráðherra
þegar í ljós kom að á skattframtali
fyrir heildverslun Alberts, sem sonur
hans stjórnaði, hafði láðst að telja
fram tvær litlar greiðslur frá Haf-
skip, sem tengdust Hafskipsmálinu
ekki neitt, á þeim tíma sem Albert
Guðmundsson gegndi embætti fjár-
málaráðherra. Hann fékk þó skjótt
uppreisn æru. Mörgum ofbauð aðfar-
irnar gegn honum og hann vann
glæsilegan persónulegan sigur í al-
þingiskosningunum 1987.“
Viðskiptaleg framvinda
Stefán Gunnar ritar, að þegar við-
skiptaleg framvinda málsins sé skoð-
uð séu á því sviði þrír aðalleikarar:
Eimskip, Útvegsbankinn og Hafskip.
Þá ritar hann: „Helstu aukaleikarar
eru fjölmiðlar og SÍS. Í lok ársins
1984 voru þreifingar á milli Hafskips
og Eimskipafélagsins um hugsanlega
sameiningu, en þær viðræður fóru út
um þúfur. Eftir að í ljós kom í júlí
1985 að rekstur Hafskips gekk verr
en áætlað var fór Útvegsbankinn
fram á að sameiningarviðræður við
Eimskip yrðu teknar upp á ný. Ým-
islegt má segja um þær viðræður, en
ljóst má vera að Eimskip hafði engu
að tapa þó að viðræðurnar drægjust
á langinn. Tíminn var hins vegar
óvinur Hafskipsmanna, sem komust í
sífellt verri samningsstöðu eftir því
sem á leið, sérstaklega eftir að fjöl-
miðlar fengu pata af viðræðunum í
lok október 1985. Þarna á milli sat
Útvegsbankinn, sem mátti ekki við
gjaldþroti Hafskips. Hag bankans
var best borgið með því að það tækist
að vernda þau verðmæti sem fólust í
Hafskipi, annaðhvort með sölu ým-
issa rekstrareininga fyrirtækisins,
eða með sameiningu við annað skipa-
félag. Bankinn var í veikri stöðu, og
sú staða varð enn veikari þegar því
var ítrekað haldið fram í fjölmiðlum
og á Alþingi að bankastjórarnir hefðu
lánað linnulaust af almannafé til
gjaldþrota fyrirtækis. Sú staðreynd
virtist engu skipta að Útvegsbankinn
tók fyrir frekari lánveitingar til Haf-
skips í október 1984, að undanskilinni
hlutafjáraukningunni í febrúar 1985.
Þegar viðræðurnar við Eimskip
drógust um of á langinn tóku Haf-
skipsmenn þann kostinn að ræða við
hinn helsta keppinautinn, skipadeild
SÍS. Eins og áður er getið fóru fjöl-
miðlar, í þessu tilviki einkum Morg-
unblaðið og NT, hamförum gegn fyr-
irætlunum um samstarf Hafskips og
skipadeildar Sambandsins í nýju fyr-
irtæki sem sumir kölluðu Hafsís. Til-
laga um samstarfið var felld með einu
atkvæði í stjórn SÍS. Virðist sem nei-
kvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi ráðið
nokkru um þá niðurstöðu.“
Rannsókn Hafskipsmálsins
Í bókinni Afdrif Hafskips í boði
hins opinbera segir að fjölmiðlar hafi
áfram verið áberandi í framvindu
Hafskipsmálsins eftir gjaldþrot fyr-
irtækisins. „Einna afdrifaríkust í
þeim efnum var myndbirting Sjón-
varpsins af því þegar Hafskipsmenn-
irnir sex, sem settir voru í gæslu-
varðhald, voru færðir fyrir Sakadóm.
Myndbirtingin, ásamt yfirlýsingum
yfirmanna Rannsóknarlögreglunnar
um sekt Hafskipsmanna, staðfesti í
hugum margra það sem blöðin höfðu
verið að segja mánuðina á undan:
Hafskipsmenn voru sekir.“
Og síðar segir: „Svo virðist sem
reitt hafi verið of hátt til höggs þegar
til rannsóknar Hafskipsmálsins kom.
Voru gríðarlegir annmarkar á allri
rannsókn málsins, þar til í Sakadómi
að loksins var farið að grafast fyrir
um hið sanna í málinu. Stóra svindlið
sem þótti „sannað“ í fjölmiðlum
reyndist markleysa ein. Útvegsbank-
inn var ekki mergsoginn til þess að
halda úti glæsilíferni Hafskips-
manna. Enginn var vísvitandi blekkt-
ur. Útvegsbankinn dældi ekki fjár-
munum í Hafskip til þess að halda
fyrirtækinu á lífi, heldur stóð bank-
inn í björgunaraðgerðum, líkt og það
var orðað í dómi Sakadóms, meðal
annars til að bjarga eiginfjárstöðu
sinni.
Opinber umræða um Hafskips-
málið hófst í Helgarpóstinum, og
henni var haldið gangandi af því blaði
og síðar einnig af öðrum fjölmiðlum.
Haustið 1985 mátti í hverri viku, ef
ekki hverjum degi, lesa alvarlegar
ásakanir á hendur forráðamönnum
Hafskips. Stjórnmálamenn hentu
fréttaflutninginn á lofti og veittu
ásökunum fjölmiðla í nýjan farveg á
vettvangi Alþingis. Rannsókn máls-
ins einkenndist af fyrirfram gefnum
skoðunum og mistökum sem stafa af
þeim. Þegar svo loks var komist til
botns í málinu stóð nær ekkert eftir
af upphaflegum ásökunum.“
Heiftarleg átök
í viðskiptum og pólitík
Stjórnendur Framkvæmdastjórn Hafskips, Jón Hákon Magnússon, Björgólfur Guðmundsson, Ragnar Kjartansson
og Páll Bragi Kristjónsson
Afdrif Hafskips í
boði hins opinbera
Skrifin Hafskipsmálið hófst með fréttaskrifum Helgarpóstsins. Fyrsta
greinin birtist 6. júní 1985, daginn fyrir aðalfund félagsins.