Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir,
annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FJÖLMARGIR tóku þátt í útivistardegi sem vinir Gísla Sverrissonar og
fjölskyldu hans efndu til á Akureyri í gær. Gísli hryggbrotnaði og hlaut al-
varlegan mænuskaða á dögunum þegar hann datt af hjóli við Kjarnaskóg
ofan Akureyrar og er lamaður fyrir neðan brjóst. Fólk gekk, hjólaði eða
fór á hestum upp í Hlíðarfjall í gær og var þátttökugjald frjálst framlag.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gengið fyrir Gísla
GANGNAMENN í Bárðardal fundu
í gærmorgun, laugardag, spænsku-
mælandi mann sem talið er að hafi
fest bílinn sinn á fjallvegi, sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglunni
á Húsavík.
Gangnamenn rákust á hann við ár-
bakka en talið er að hann hafi verið á
reiki á hálendinu í nokkra daga.
Fara átti með hann á Heilbrigð-
isstofnun Þingeyinga á Húsavík þar
sem hlúð verður að honum.
Fundu
mann á
reiki
Talinn hafa verið́ í
villum dögum saman
„ÞAÐ er ekki gert af tillitssemi við
eigendur eða stjórnendur fjár-
málastofnana heldur til að freista
þess að varðveita fjármálastöð-
ugleikann því ef hann brestur er
mikil vá fyrir dyrum hjá íslenskum
almenningi,“ sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir í ræðu sinni er hún setti
flokksstjórnarfund Samfylking-
arinnar í Hafnarfirði í gær. Sú ein-
arða afstaða ríkisstjórnarinnar að
standa við bakið á íslenska fjár-
málakerfinu þegar á brattann hafi
tekið að sækja hafi verið rétt og frá
henni verði hvergi hvikað.
Hún sagði jafnframt að í við-
skiptafréttum heims hefði enginn
heyrst neita því að „góðu fréttirnar
núna séu einmitt íhlutun og inngrip
almannavaldsins.“ Við það hafi
gjaldmiðlar styrkst og hlutabréf
hækkað.
Leikreglurnar verði skýrar
Ingibjörg sagði mikilvægt að leik-
reglur væru skýrar á öllum mörk-
uðum. „Vegna þess að skortur á
þeim veitir þeim sem hafa sterkasta
stöðu – í skjóli fjármuna, valda, að-
stöðu eða hefðarréttar – óréttmætt
forskot til að notfæra sér frelsi
markaðarins, stundum á kostnað
skattgreiðenda,“ sagði hún. Þær
leikreglur ættu jafnt við í auðlinda-
málum, umhverfismálum, sjúkra-
tryggingum sem og á fjár-
málamarkaði. „Einkavæðing
bankanna fór fram í skugga skorts
á leikreglum. Það sem hefur einmitt
einkennt flesta markaði undanfarin
ár er skortur á regluverki – sem nú
er kallað eftir.“
Gjaldmiðilsmálin verði skýr
Ingibjörg sagði að því bæri að
fagna að umræðan um Evrópumál
væri að komast á hreyfingu. Verk-
efni Evrópunefndar ríkisstjórn-
arinnar sem færi til Brussel í næstu
viku yrði að því virtist tvíþætt: „Að
kanna og meta afstöðu ESB og
stofnana þess til einhliða eða tví-
hliða upptöku evru og að fram-
kvæma hagsmunamat fyrir Ísland á
aðild að Evrópusambandinu. Ég
legg áherslu á að sú könnun fari
fram hið fyrsta svo eyða megi allri
óvissu um þá valkosti sem Íslend-
ingar hafa í gjaldmiðilsmálum.“
Hún sagði að tengsl Íslendinga við
ESB snérust um langtímahags-
muni, að tryggja stöðugleika og
sjálfbæran hagvöxt til lengri tíma.
„Slíkt mat er gríðarlega mikilvægt
því sá sem ekki veit hvert hann
stefnir veit í raun ekki hvað best er
að aðhafast.“
Engar töfralausnir væru til á
vanda hagstjórnar Íslands. „Við
sem byggjum þetta land þurfum að
þétta raðirnar, taka höndum saman,
senda áhættufíklana í meðferð og
bjóða þá velkomna aftur í uppbygg-
inguna þegar runnið hefur af þeim.
Hreinsum til í hugarfari, lífsstíl og
neyslu.“ jmv@mbl.is
Hraða ber könn-
un á evrukostum
Vill skýrar reglur á mörkuðum
Morgunblaðið/Frikki
Einörð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setti flokksstjórnarfund Samfylking-
arinnar í gær og kom þar inn á fjármálavanda og gjaldmiðilsmál.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ÞEGAR Björn Bjarnason var menntamálaráð-
herra var hann með til skoðunar hvort setja ætti
þá verklagsreglu að auglýsa ávallt laus til um-
sóknar embætti forstöðumanna að liðnum tíma-
bundnum skipunartíma þeirra. Þetta sagði Björn í
ræðu á fundi Félags forstöðumanna ríkisstofnana
árið 2002. Hann kynnti sjónarmið sín innan rík-
isstjórnarinnar en hafði ekki erindi sem erfiði, að
fengnu áliti þáverandi fjármálaráðherra. Þetta er
athyglisvert í ljósi þess að hann hefur nú ákveðið
að auglýsa lausa stöðu lögreglustjórans á Suð-
urnesjum í apríl nk. en þá lýkur fimm ára skip-
unartíma núverandi lögreglustjóra þar.
Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Björns-
syni, skrifstofustjóra starfsmannaskrifstofu fjár-
málaráðuneytis, er afskaplega sjaldgæft að aug-
lýstar séu stöður áður en sá skipunartími rennur
út, en hann getur ekki staðfest að ákvörðun
Björns sé einsdæmi.
Ekkert óeðlilegt við þetta
Í 23. gr. laga um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins segir að tilkynna skuli eigi síðar en
sex mánuðum áður en skipunartími viðkomandi
embættismanns rennur út, hvort embættið verður
auglýst laust til umsóknar. Sé það ekki gert fram-
lengist skipunartíminn sjálfkrafa um fimm ár.
Gunnar segir allan gang á því hvernig ráðuneytin
hagi sínum málum hvað þetta ákvæði varðar. Hjá
sumum þeirra er hálfgert „viðvörunarkerfi“, þ.e.
að ráðherrum er gert viðvart um að skipunartíma
embættismanns fari að ljúka. „Þannig að ef þeir
vilja skoða það, þá geta þeir það. En sumir eru
ekki með neitt svona. Framkvæmdin er því jafn-
fjölbreytt og ráðuneytin eru mörg,“ segir Gunnar.
Í frétt Morgunblaðsins í gær um stöðu lög-
reglustjórans var haft eftir dómsmálaráðherra, að
verið væri að auglýsa stöðu sýslumannsins á Suð-
urnesjum. Þar átti að standa lögreglustjórans á
Suðurnesjum, og er Björn beðinn afsökunar.
Í tölvubréfi til Morgunblaðsins segir Björn eðli-
legt að auglýsa embættið og tiltekur tvær ástæð-
ur. „Með því að sýslumannsembættið á Keflavík-
urflugvelli var aflagt gjörbreyttist embættið, þar
á meðal kjör þess, sem gegnir því,“ segir Björn og
einnig: „Ég hef boðað enn frekari breytingar á
embættinu, það er aðskilnað löggæslu, tollgæslu
og öryggisgæslu við flug. Sé ástæða til að auglýsa
embætti samkvæmt starfsmannalögum á það við í
þessu tilviki og í sjálfu sér ekkert óvenjulegt við
það.“
Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Tollvarða-
félags Íslands, segir Jóhann R. Benediktsson hafa
lyft grettistaki í málefnum tollgæslu á Keflavík-
urflugvelli. „Við höfum verið mjög ánægðir undir
hans stjórn og stoltir af þeim afrekum sem við
höfum náð.“ Hann tekur hins vegar fram að
ákvörðunin sé á ábyrgð ráðherrans, og vill því lítið
tjá sig um hana.
Ráðuneyti með „viðvörunarkerfi“
vegna skipunartíma forstöðumanna
Ráðherra hafði til skoðunar hvort ávallt ætti að auglýsa að loknum skipunartíma
„BREYTINGAR sem lúta í þá átt
að landið verði gert að einu toll-
umdæmi hafa verið orðaðar við
stjórn Tollvarðafélagsins,“ segir
Guðbjörn Guðbjörnsson, for-
maður Tollvarðafélags Íslands.
Hann telur að slíkar breytingar
verði tollgæslunni í heild til
framdráttar og styrkingar. Eftir
því sem hann kemst næst eru
tollverðir á Suðurnesjum og yf-
irmenn tollgæslunnar því jafn-
framt hlynntir.
Guðbjörn segir breytingarnar
allt annars eðlis en þær sem
kynntar voru í vor, þegar rætt
var um að sameina tollstjóra-
embættin á Suðurnesjum og í
Reykjavík, og að mati félagsins
sé mikilvægt að ráðast í breyt-
ingarnar sem fyrst.
Eitt tollumdæmi
GANGSETNING nýs tækjabúnaðar
á Erpsstöðum í Dölum fór úrskeiðis
og hlaust af því nokkurt tjón á tækj-
um. Þorgrímur E. Guðbjartsson,
bóndi á Erpsstöðum, segir í samtali
við Skessuhorn.is að ætlunin hafi
verið að setja allt af stað í fyrradag
en ekki hafi farið betur en svo að það
rauk úr öllu.
Um er að ræða mikinn tækjabún-
að í nýju fjósi á Erpsstöðum, en það
er eitt stærsta og fullkomnasta fjós
landsins. Til þess höfðu Þorgrímur
og kona hans, Helga Elínborg Guð-
mundsdóttir, tekið á leigu svokallað-
an rafmagnshrút frá RARIK þar
sem búnaðurinn krefst þriggja fasa
rafmagns sem ekki er í boði á svæð-
inu. Í fjósinu er yfir 100 milljóna
króna fjárfesting hjónanna á Erps-
stöðum og ætlunin m.a. að fullvinna
þar mjólkurafurðir.
Þorgrímur segir óþolandi að allt
strandi nú á rafmagni. „Mér var boð-
ið þriggja fasa rafmagn á bæinn fyrir
6 milljónir króna,“ segir hann. „Til-
boðið lækkuðu RARIK-menn í 1,8
milljónir. Málið er hins vegar að ef
þeir ákveða að leggja þriggja fasa
rafmagn hér á næstunni mun það
ekki kosta mig krónu. Þeir vilja hins
vegar ekki gefa upp hvort né hvenær
það standi til.“
Rauk í
gegnum raf-
magnshrút