Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Geir H. Haarde forsætisráðherraog Davíð Oddsson seðla- bankastjóri virðast samtaka í því að þeir vilja slá á frest umræðum um hvort hér eigi að skipta um gjald- miðil eða peningamálastefnu.     Í tæpitungu-lausa viðtalinu á Stöð 2 sagði Davíð réttilega að þeir, sem settu evruna fram sem lausn á skamm- tímavanda, væru lýðskrumarar.     Hann sagði líkaað það gæti tekið 5-10 ár að komast í Evrópu- sambandið og fá evruna.     Þess vegna ættiumræðan um gjaldmiðilinn að fara fram „einhvern tímann í fram- tíðinni“.     Geir H. Haarde segir að úttekt ápeningamálastefnunni eigi að fara fram „þegar fer að hægjast um“.     Er óeðlilegt að fólk vilji tala umgjaldmiðilinn, þegar hann hoppar og skoppar í ólgusjó fjár- málamarkaðarins?     Er óeðlilegt að fólk vilji tala ummöguleikana á evru og ESB- aðild í góðan tíma, einkum og sér í lagi vegna þess að það tæki einhver ár að sækja og semja um aðild? Margir, sem vilja ræða þann mögu- leika, eru ekki haldnir þeirri firru að hann sé lausn til skemmri tíma.     Er yfirleitt eitthvað óeðlilegt aðfólk vilji ræða tvennt í einu; annars vegar lausn skamm- tímavandans í hagstjórninni og hins vegar hvernig eigi að haga málum til lengri tíma? STAKSTEINAR Davíð Oddsson Hægt að tala um tvennt í einu? Geir H. Haarde                            ! " #$    %&'  ( )                        * (! +  ,- . / 0     + -                             12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                        !"#     $     :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).?  %    %                 %                            *$BCD  &! ' (") $  *!     !   +    *! $$ B *!   & ' , "  ' "  #  !" - ! <2  <!  <2  <!  <2  & #", . /)0 !1  DC $ -                                        6  2       !       "      #       $  !     % & !  B       !     $      '   ()      * +  23  !44 !" 5 !  !. /6        7 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „FÓLK er mikið að velta fyrir sér hvernig það getur sem best ávaxtað fé sitt við nýjar aðstæður og óvissu á mörkuðum en við verðum hins vegar almennt ekki vör við óró- leika hjá fólki,“ segir Anna Bjarney Sigurð- ardóttir, fram- kvæmdastjóri útibúaþróunar og einstaklingssviðs hjá Landsbank- anum, þegar spurt er hvort bankinn hafi orðið var við einhvern óróa meðal spari- fjáreigenda síðustu daga og vikur. Hún segir eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort það sé að fá hag- stæðustu ávöxtun á hverjum tíma og þá þurfi að taka tillit til verð- bólgu, vaxtakjara og gengisþróun- ar. Hafa þurfi t.d. í huga að verð- tryggðir reikningar séu bundnir samkvæmt lögum að lágmarki í þrjú ár en óverðtryggðir reikningar hafi þann kost að vera alltaf lausir. „Á undanförnum mánuðum hafa verðtryggðir reikningar verið hag- stæðir vegna mikillar verðbólgu en yfir lengra tímabil hafa óverð- tryggðir hávaxtareikningar einnig skilað góðri ávöxtun. Ekki er því endilega víst að rétt sé að flytja sig yfir á verðtryggða reikninga nú ef spár um hratt lækkandi verðbólgu á næstunni ganga eftir. Meiri áhætta er eðlilega fólgin í geng- isbundnum reikningum, sérstak- lega í jafn sveiflukenndu ástandi og verið hefur undanfarið,“ segir Anna. Hæstu vextir sem Landsbankinn býður nú á verðtryggðum reikn- ingum eru 7,2% til 7,55%. Hæstu vextir á óverðtryggðum reikningum eru nú 16,2%. „Allt fer þetta eftir því hvað við- skiptavinurinn vill, vill hann taka einhverja áhættu eða leggur hann mesta áherslu á stöðugleika? Þeim sem ekki vilja taka áhættu beinum við sérstaklega yfir á sparireikn- inga bankans en einnig er hægt að kaupa sig inn í verðbréfasjóði sem þó fylgir alltaf einhver lágmarks- áhætta,“ segir Anna og bendir á að ávöxtun Peningabréfa Landsbank- ans, áhættuminnsta sjóðsins, hafi verið góð og stöðug á undanförnum árum. Áhugi á hrávörum „Við höfum orðið vör við vaxandi áhuga meðal viðskiptavina á að fjárfesta í hrávörum eins og til dæmis gulli, demöntum og olíu. Fyrir þá sem það vilja getur Landsbankinn haft milligöngu um kaup í sjóðum sem sérhæfa sig í þessum vörum en hafa ber í huga að þeir eru ekki áhættulausir, frek- ar en aðrir fjármálagerningar. Töluverðar sveiflur hafa verið á gengi þeirra og þar sem þetta eru erlendir sjóðir fylgir þeim gengis- áhætta. Varðandi ávöxtun sjóða er þó ávallt rétt að hafa í huga að ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð og getur það auð- vitað gengið í báðar áttir,“ segir Anna að endingu. Gull, demantar og olía Viðskiptavinir Landsbankans sýna vaxandi áhuga á að fjárfesta í hrávörum. Reuters Aukinn áhugi fyrir gulli og demöntum Segir fólk mikið velta fyrir sér bestu ávöxtuninni Anna Bjarney Sigurðardóttir VIÐSKIPTARÁÐ Íslands segir spurningar hafa vaknað um fram- tíðarstefnu stjórnvalda varðandi Ís- landspóst. Í nýrri skoðun ráðsins eru þeir tveir möguleikar nefndir að reka Íslandspóst áfram sem opinbert hlutafélag og sækja inn á fleiri svið þar sem þegar ríkir sam- keppni meðal einkaaðila eða búa fyrirtækið undir einkavæðingu og stefna á sölu þess í náinni framtíð. Ráðið segir síðarnefndu leiðina mun skynsamlegri. „Stærsti gallinn við núverandi fyrirkomulag er sú staðreynd að Ís- landspóstur er ríkisfyrirtæki sem er rekið eins og einkafyrirtæki. Samkvæmt samþykktum Íslands- pósts er félagið rekið sem hvert annað hlutafélag og er meirihluta af tekjum þess aflað á samkeppnis- markaði. Þetta vekur upp spurn- ingar og tortryggni sem komast mætti hjá ef fyrirtækið væri í einkaeigu,“ segir í skoðun Við- skiptaráðs, auk þess sem vitnað er í ársskýrslu Íslandspósts fyrir síð- asta ár, en þar er kynnt að ráðist hafi verið í byggingu nýrra póst- húsa, til sóknar á flutningamarkaði og annarri tengdri þjónustu. „Mikil samkeppni ríkir nú þegar á flutn- ingsmarkaði og þess vegna orkar tvímælis að ríkisfyrirtæki skuli ætla að hasla sér þar völl.“ Hvorki neytendum né fyrirtækjum til góða Viðskiptaráð telur að ef reka eigi Íslandspóst í óbreyttri mynd sé nauð- synlegt að endurskoða og þrengja samþykktir fé- lagsins verulega. „Á með- an fyrirtækið er í ríkis- eign ætti starfsemin að einskorðast við þá almannaþjónustu sem einka- aðilar geta ekki veitt á skilvirkan eða arðbæran hátt. Það er grund- vallaratriði að hið opinbera keppi ekki við einkaaðila á neinum mark- aði enda er fjárhagslegt bolmagn þess slíkt að einkaaðilar mega sín lítils í samanburði.“ Ráðið telur einnig að til lengri tíma sé innreið hins opinbera á samkeppnismarkað hvorki neytend- um né fyrirtækjum til góða. Hætt sé við að starfsemin verði rekin með óskilvirkum hætti sökum þess að ekki sé fyrir hendi sama kostn- aðaraðhald. Það leiði til þess að starfsemin verði niðurgreidd af skattgreiðendum. andri@mbl.is Einkavæðing Íslands- pósts skynsamleg Ríkið á ekki að keppa við einkaaðila LJÓST er að í metár stefnir hjá Há- skólanum á Akureyri (HA) í birt- ingum greina í ritrýndum, erlend- um fræðiritum. Í fyrra gerði HA samning við menntamálaráðu- neytið um kennslu og rannsóknir. Þar kom m.a. fram að skólinn stefndi að því að fjölga birtingum í erlendum, ritrýndum fræðiritum. Gert var ráð fyrir að birtingar í svokölluðum ISI-tímaritum yrðu 12 í ár og alls 56 á tímabilinu 2008-10 en nú þegar hafa 20 greinar birst í ISI-tímaritunum. Í fyrra voru birt- ingarnar alls níu talsins. Í tilkynningu frá HA kemur fram að fleiri greinar bíði birtingar á árinu. Ljóst sé að skólinn hafi stað- ið við þennan hlut samningsins við menntamálaráðuneytið og gott bet- ur. Þessi mikla aukning í birtingum í erlendum, ritrýndum fræðiritum sé til marks um mikinn uppgang í rannsóknum við skólann. Í matsreglum um stigagjöf vegna greina í vísindatímaritum er talað um ISI-gagnagrunna og -tímarit. Hæsta matið fæst fyrir birtingu í tímaritum sem flokkast í ISI-kerfið. ylfa@mbl.is Metár í birtingu greina HANS hátign Haraldur kon- ungur V. hefur útnefnt Agnar Erlingsson, fyrr- um aðalræð- ismann Noregs, til stórriddara hinnar kon- unglegu norsku heiðursorðu (Den kongelige norske fortjenst- orden). Agnar Erlingsson hlýtur heiðursmerkið fyrir framúrskar- andi framlag sitt um langa tíð til að bæta og þróa hið ágæta og nána samstarf milli Íslands og Noregs. Margit Tveiten, sendiherra Nor- egs, afhenti Agnari Erlingssyni heiðursmerkið í aðsetri sendiherr- ans við Flókagötu. Sæmdur norskri orðu Agnar Erlingsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.