Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ VINNUVÉLAR Glæsilegt sérblað um vinnuvélar, jeppa, atvinnubíla, fjölskyldubíla o.fl. fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 3. október. Meðal efnis er: • Vinnuvélar, það nýjasta á markaðnum. • Atvinnubílar. • Fjölskyldubílar. • Pallbílar. • Jeppar. • Fjórhjól. • Verkstæði fyrir vinnuvélar. • Varahlutir. • Græjur í bílana. • Vinnulyftur og fleira. • Dekk. • Vinnufatnaður fyrir veturinn. • Hreyfing og slökun gegn daglegu álagi og áreiti. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 27. september. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG byrjaði á Rás 2 hinn 1. desember árið 1983, ég var þá í morgunþætti með Páli Þorsteinssyni, Ásgeiri Tómassyni og Arnþrúði Karlsdóttur. Þetta var bara fyrsti dagur Rásar 2, og fyrsti þátturinn kl. 10 um morguninn,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson sem fagnar 25 ára „útvarpsafmæli“ sínu með því að fara af stað með útvarpsþáttinn Úr plötuskápnum á Rás 2. „Ég var þarna í um þrjú eða fjögur ár, en hef rosa- lega lítið verið í útvarpi síðan því tónlistin tók eig- inlega yfir, auk þess sem ég fór í sjónvarpið annað slagið. En það er gaman að vera ekki í tónlistarstúdíói alla daga,“ segir Jón. Fyrsti þáttur Jóns er í dag, sunnudag, og hefst hann kl. 12.45. Eins og nafnið bendir til ætlar Jón að kíkja í plötuskápa í þáttunum, bæði sinn eigin og ann- arra. „Það er búinn að vera þarna þáttur sem heitir Úr plötuskápnum, og ég er í rauninni að taka við honum. Mér fannst það ágæt hugmynd, ég hafði alveg frjálsar hendur en mér fannst það bara fín hugmynd að fá fólk í heimsókn, því mér finnst svo gaman að spjalla. En ég nenni ekki að vera með útvarpsþátt án þess að fá að velja einhverja tónlist sjálfur, enda á ég ansi gott plötusafn. Ég ætla að reyna að koma með eitthvað bitastætt í hverjum þætti – eitthvað sem fólk heyrir kannski ekki á hverjum degi í öðrum útvarpsþáttum,“ segir Jón sem mun taka á móti einum gesti í hverjum þætti. „Hann kemur bara með plöturnar sínar til mín og við spjöllum um þá tónlist sem hann velur. Við komum náttúrlega líka inn á daglegt líf viðkomandi í leiðinni, þannig að þetta verði ekki of nördalegt.“ Spilaði með Þrótti Sá gestur sem ríður á vaðið í fyrsta þættinum er enginn annar en Vestmannaeyingurinn og fyrrverandi knattspyrnuhetjan, Tómas Ingi Tómasson. „Hann er náttúrlega í uppáhaldssjónvarsþættinum mínum, Landsbankamörkunum, og mér finnst hann hafa verið alveg frábær þar. Hann er svo hreinskilinn og með góða kímnigáfu. En svo þekki ég hann frá fornu fari, hann spilaði eitt eða tvö tímabil með Þrótti, þar sem hann var frábær. Þannig að ég veit ýmislegt um hann, til dæmis að hann semur tónlist og spilar á gítar, eins og annar hver Vestmannaeyingur. Þannig að ég er spenntur að vita hvað hann býður okkur upp á,“ segir Jón sem gerir ráð fyrir að þættirnir verði á hverjum sunnudegi í vetur, þótt hann viti ekki ná- kvæmlega hversu margir þeir verði. „Ætli það fari ekki bara eftir frammistöðu?“ segir hann og hlær. Morgunblaðið/G.Rúnar Vill ráða „… ég nenni ekki að vera með útvarpsþátt án þess að fá að velja einhverja tónlist sjálfur,“ segir Jón. Kíkt í plötuskápa  Jón Ólafsson fer af stað með nýjan útvarpsþátt í dag  25 ár frá því hann steig sín fyrstu skref í útvarpi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.