Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
G
etur verið að tignarleg
nef líbanskra kvenna
séu á góðri leið með að
heyra sögunni til? Kann
að vera að sú staðlaða
ímynd fegurðar sem dregin er upp á
síðum glanstímarita og í kvikmynd-
um frá draumaverksmiðjunni í Holly-
wood hafi skotið slíkum rótum í hug-
arheimi kvenna í þessu óvenjulega
arabalandi að þær séu almennt sam-
mála um nauðsyn þess að láta breyta
á sér nefinu og að rétt sé að nota
tækifærið til að fá eins og eina
sprautu í varirnar um leið?
Það er ekki laust við að slíkum
spurningum skjóti niður í kollinn á
manni á rölti um götur Beirút, höf-
uðborgar Líbanons, en hér er það
nánast daglegur viðburður að rekast
á konu með plástur á nefinu eftir
fegrunaraðgerð. Fegrunaraðgerðir
virðast alls ekki vera neitt feimnismál
hér í París Mið-Austurlanda, sem svo
var kölluð, og konur gera ekkert til
að fela ummerkin á meðan sárin eru
að gróa.
Fegrunaraðgerðaáhugi líbanskra
kvenna var í forgrunni málverkasýn-
ingar ungrar listakonu, Tagreed
Darghouth, síðsumars og augljóst að
henni er mikið niðri fyrir í þessum
efnum. Sýninguna kallaði Darghouth
„Spegill, spegill“ en hún er þeirrar
skoðunar að fjöldi lýta- og fegrunar-
aðgerða undanfarin ár sé slíkur að
um einhvers konar menningarlegt
furðufyrirbæri sé að ræða. „Ég held
satt best að segja að meirihluti líb-
anskra kvenna hafi gengist undir ein-
hvers konar fegrunaraðgerðir, stórar
eða smáar, til að bæta útlitið – allt frá
botox til andlitslyftinga, brjósta-
stækkunar eða magaminnkunar,“
sagði Darghouth þegar ég hitti hana
að máli nýverið og orð hennar eru lík-
lega ekki svo ýkja fjarri raunveru-
leikanum. Það er nefnilega talið að
árlega séu framkvæmdar 1,5 millj-
ónir fegrunaraðgerða í Líbanon, auk
um 10 milljóna minniháttar inngripa
(t.d. þar sem botoxi er sprautað í enni
eða kinnar), en hafa ber í huga í
þessu sambandi að fjöldi íbúa í Líb-
anon er ekki nema um fjórar og hálf
milljón manna.
Flest verka Darghouth á þessari
sýningu sýna konur fyrir eða eftir
nefaðgerðir og það er engin tilviljun.
Nefaðgerðirnar eru langvinsælastar.
Þetta staðfestir lýtalæknirinn Ziad
Feghali og bætir við að Líbanon sé
sérstakt að þessu leyti. Þegar litið sé
á tölur um fegrunaraðgerðir á heims-
vísu séu nefnilega algengastar skurð-
aðgerðir þar sem fita er fjarlægð af
ákveðnum líkamshlutum en brjósta-
stækkanir eru næstalgengastar.
Trúarbrögð og stétt virðast ekki
skipta neinu sérstöku máli, kristnar
konur jafnt sem múslímskar eru það
sem Tagreed Darghouth kallar
„fórnarlömb dýrkunar hins nýja
Guðs fegurðarinnar“. Kannski glittir
hér í nýja vídd umræðunnar um
hnattvæðingu: Það hefur lengi verið
rætt um að menningarleg sér-
einkenni eigi á hættu að þurrkast út í
hnattvæddum heimi nútímans, þ.e.
menning og tungumál. En kannski er
hætta á því að útlitseinkenni ólíkra
þjóða gætu einnig horfið. Listakonan
Darghouth hefur sannarlega áhyggj-
ur af þessari þróun: „[Líbanskar kon-
ur] láta minnka á sér nefið og breyta
löguninni þannig að það líti út eins og
nef kvenna á Vesturlöndum. Það er
ekki okkar náttúrulega útlit hér í
Mið-Austurlöndum en konurnar trúa
því að þannig nef séu fallegri en þau
sem náttúran gaf okkur.“
Til að skýra hinn gríðarlega fjölda
fegrunaraðgerða í Líbanon hlýtur þó
fleira að koma til en áhrif frá Vest-
Nefið sem þær allar óska
Minna Nef líbanskra kvenna fær ekki að halda náttúrulegri tign sinni, því þær leita allar eftir vestrænna útliti.
Listakonan Tagreed Darghouth við eitt verka sinna, þar sem hún deilir á lýtaaðgerðir í Líbanon.
Fegrunaraðgerðir eru áberandi algengar í Líb-
anon, eins og Sigrún Erla Egilsdóttir komst að
þegar hún flutti til Beirút í sumar. Á göngu um
miðbæinn rekst hún iðulega á konur með plástur
á nefinu eftir nefaðgerð og tölurnar tala sínu máli:
á hverju ári eru framkvæmdar 1,5 milljónir fegr-
unaraðgerða í landinu. Kann hagstætt verð og
sárin sem Líbanar bera á sálinni eftir átök liðinna
áratuga að skýra þessa undarlegu þróun eða eru
líbanskar konur einfaldlega „fórnarlömb dýrk-
unar hins nýja Guðs fegurðarinnar“?
„Við hér á þessari stofu erum
farin að auglýsa í öðrum
arabalöndum það sem kalla
mætti fegurðar-túrisma Líb-
anons. Það sama gætum við
einnig gert í Evrópu,“ segir
dr. Wael Khatib, eigandi Den-
tal and Beauty Clinic í Bei-
rút. „Tökum sem dæmi
breska konu sem vill láta
laga á sér nefið. Vegna þess
hve miklu ódýrari slík aðgerð
er hér gæti viðkomandi kom-
ið í frí hingað með alla fjöl-
skylduna og látið laga á sér
nefið í leiðinni. Samanlagt
væri það ódýrara en nef-
aðgerðin ein og sér myndi
kosta í Bretlandi. Við gætum
boðið Íslendingum upp á
sömu kjör.“
„Gætum
boðið
Íslendingum
sömu kjör“
Dive Deeper 08
Tækninámsstefna í Smárabíó 9-10 október
Microsoft sérfræðingar, ekki missa af þessu!
Nánari upplýsingar og skráning í síma 544 4500 og www.ntv.is/divedeeper
grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli
NÁMSAÐSTOÐ
íslenska - stærðfræði - enska - danska
franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði
þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl.
greining á lestrarerfiðleikum
Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is