Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 47
AUÐLESIÐ EFNI
Draumar Gísla Sverris-sonar
breyttust 2. septem-ber
síðast-liðinn, þegar hann
steyptist fram yfir sig af
reið-hjóli, á ferð um
Kjarna-skóg á Akureyri. Gísli
er mikill útivistar-maður og
slasaðist alvarlega,
hrygg-brotnaði og er lamaður
fyrir neðan brjóst. Gísli veit
ekki hversu miklum bata
hann muni ná, en er
bjart-sýnn. Hann segir að bati
hans velti á hversu mikið
mænan hafi skaddast. Gísli
hefur mátt í höndunum en
ekki fullan kraft og miðast
endur-hæfing meðal annars
við að ná honum. Gísli er á
Grensás-deild
Land-spítalans. Strax daginn
eftir slysið hófs endur-hæfing
en þá byrjuðu
öndunar-æfingar.
Slysið hefur mikil áhrif á
fjöl-skylduna en Gísli er
kvæntur og á fjögur börn.
Hann á heima á Akureyri þar
eru börnin eru í skóla. Systir
Gísla flutti til þeirra svo
eiginkona hans Lilja Sigríður
Jónsdóttir gæti verið hjá
honum í Reykjavík.
Lamaður eftir reiðhjóla-slys
Morgunblaðið/Frikki
Slys Gísli Sigurðsson hrygg-brotnaði og hlaut alvarlegan mænu-skaða eftir reiðhjóla-slys.
ÍA fallið úr
efstu deild
Skaga-menn, sem hafa verið
sigur-sælir í knatt-spyrnu,
féllu úr efstu deild í
Lands-banka-deildinni, á
fimmtu-daginn, þegar þeir
gerðu marka-laust jafn-tefli
gegn KR á Akranes-velli.
Skaga-menn reyndu allt sem
þeir gátu gegn liði KR og
sóknar-leikurinn var ágætur.
Trausti Sigur-björnsson
mark-vörður ÍA bjargaði oft
meistara-lega. KR-ingar
fengu fjölmörg færi í leiknum
sem þeir fóru ekki vel með.
Fáir áttu von á að ÍA mundi
falla á þessari leiktíð en þeir
féllu síðast úr efstu deild árið
1990.
Jafntefli var ekki nóg.
Bandaríski
fjárfestingar-bankinn
Lehman Brothers varð
gjaldþrota fyrir síðustu
helgi. Gjaldþrot Lehman
Brothers er stærsta
gjaldþrot fjárfestingar-banka
í 18 ár. Skuldir bankans
námu um 55.700
milljörðum íslenskra króna.
Bankinn varð gjaldþrota
aðallega vegna óhagstæðra
bandarískra fasteignalána.
Stjórnendur helstu
fjármála-fyrirtækja á Wall
Street reyndu að forða
Lehman frá gjaldþroti. Það
tókst ekki.
Bankinn var með
skrif-stofur víða um heim.
Fjöldi starfs-manna
bankans var um 26.000 og
misstu þeir flestir vinnuna.
Fleiri fjárfestingarbankar í
Banda-ríkjunum hafa orðið
gjaldþrota. Af 5 stærstu
bönkum Banda-ríkjanna
2007 eru nú aðeins 2 eftir,
Goldman Sachs og Morgan
Stanley.
Gjaldþrot stórra fjármála-
stofnana hafa áhrif um
allan heim.
Stærsta
gjaldþrotið
í 18 ár
Björgunar-sveitir sinntu víða
út-köllum á þriðju-dags-kvöld
vegna óveðurs sem gekk yfir
sunnan- og vestan-vert landið.
Því fylgdi mikill vindur og
úrkoma. Björgunar-sveitum á
höfuð-borgar-svæðinu bárust
hjálpar-beiðnir úr Hafnar-firði,
Reykja-vík og Kópa-vogi. Þar
fuku þak-plötur, vinnu-pallur
og tjald forn-leifa-fræðinga í
Aðal-stræti.
Snar-vitlaust veður var í
Ólafs-vík, rok og úrhellis--
rigning. Þar var vind-hraðinn
talinn ná 30 metrum í verstu
hviðunum. Á Hellis-sandi var
beðið um aðstoð vegna
þak-platna sem voru að fjúka.
Þar fóru vind-hviðurnar í 31
metra. Einnig bárust beiðnir
um aðstoð á Suður-nesjum
vegna foks á þak-plötum og
lausum munum.
Vont veður
Ríkis-sátta-semjari lagði fram tillögu um
kjör ljósmæðra síðasta mánudag. Bæði
ljósmæður og fjármálaráðherra samþykktu
tillöguna.
191 ljósmóðir greiddi atkvæði. 162
ljósmæður samþykktu tillöguna, 22 sögðu
nei og 7 skiluðu auðu. Ljós-mæður eru því
hættar í verk-falli.
Kjara-samningur Ljósmæðrafélagsins á
að gilda til 31. mars 2009.
Grunn-laun ljósmæðra hækka um allt að
22,5% á mánuði. Meðal-laun ljós-mæðra
hækka um 60-90 þúsund krónur á mánuði.
Guðlaug Einars-dóttir er for-maður
Ljós-mæðra-félags Íslands. Hún segir að
ljós-mæður hefðu viljað fá um 10% hærri
laun. Þegar samningurinn rennur út í mars
næsta vor ætla þær að taka málið upp
aftur.
Hún sagði að flestar ljós-mæður væru
sáttar.
Ljósmæður
samþykktu
Morgunblaðið/Jim Smart
Ljósmæður Verkfalli ljósmæðra er lokið.
Nú stendur yfir sýning á
verkum Braga Ásgeirs-sonar
á Kjarvals-stöðum.
Met var slegið í þátt-töku í
leiðsögn um sýningu Braga
síðast-liðinn sunnudag. Þá
komu rúmlega 100 gestir og
nutu leið-sagnar Þórodds
Bjarna-sonar sýningar-stjóra.
Í dag klukkan 15 verður
aftur boðið upp á leið-sögn
um sýninguna. Bragi áritar
bók sína, Augna-sinfóníu.
Margar myndir af verkum
Braga eru í bókinni. Í dag kl.
14 verður einnig boðið upp á
leið-angur og leik fyrir börn og
fjöl-skyldur þeirra á
Kjarvals-stöðum.
Met í aðsókn
á sýningu Braga
Frúin ófeimna Mynd eftir
Braga Ásgeirsson.
Gengi krónunnar hefur
lækkað um 10,1% í
septem-ber og hefur aldrei
verið lægra. Það er rakið til
ólgu á erlendum
fjármála-mörkuðum. Hátt
gengi krónunnar hefur
undan-farið verið borið uppi af
Krónu-bréfum. Fjárfestar
fengu ódýrt lánsfé erlendis og
fjár-festu í íslenskum krónum
og skulda-bréfum tengdum
þeim. Vegna hás vaxta-stigs
hér á landi var ávöxtun
þessara fjár-festa tölu-verð.
Nú er ekki hægt að fá ódýr
erlend lán og það fé sem fæst
er mjög dýrt. Því hefur
vaxta-munur minnkað til
muna og krónan er ekki nærri
því jafngóður
fjár-festingar-kostur og verið
hefur. Allir virðast sammála
um að gengi krón-unnar sé allt
of lágt og að það muni hækka
þegar til lengri tíma er litið.
Krónan fellur
Netfang: auefni@mbl.is