Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝ Guðbrandur Ás-mundsson
fæddist í Reykjavík
26. febrúar 1927.
Guðbrandur lést á
Landspítalanum 6.
september síðast-
liðinn.
Guðbrandur var
sonur hjónanna Ey-
gerðar Guðbrands-
dóttur f. 23.2. 1891,
d. 25.11. 1971, og
Ásmundar Jóns
Magnússonar, f.
13.12.1888, d.
24.11. 1955. Systkini Guð-
brandar eru Magnús Ásmunds-
son, f. 3.11.1921, d. 4.1. 2008,
Katrín Ásmundsdóttir, f. 30.7
1925, og Oddný Ásmundsdóttir,
f. 9.8. 1932. Guðbrandur kvænt-
ist 1953 Magneu Gestrúnu Gests-
dóttir, f. 18.8. 1928. Börn Guð-
brandar og Gestrúnar eru 1)
Eygerður Guðbrandsdóttir, f.
29.4. 1965, í sambúð með
Jóhannesi Sturlaugssyni, f. 22.3.
1964. Börn þeirra eru Guðbrand-
ur, f. 7.10. 1986, Sólrún, f. 11.11.
1989, og Snæfríður, f. 20.7. 1993.
2) Gestur Guðbrandsson f.
29.8.1968, í sambúð með Þórdísi
Sæmundsdóttir, f. 21.9. 1969.
Dætur þeirra eru
Magnea Gestrún, f.
13.11. 1992, og
Ólafía Kolbrún, f.
19.12. 1995. Guð-
brandur ólst upp í
Reykjavík og bjó þá
á Týsgötu 5. Á
þessum uppvaxtar-
árum dvaldist hann
mikið í sveit að
sumarlagi, framan
af í Mosfellsdal en
síðar í Borgarfirði.
Guðbrandur stund-
aði sjómennsku
mestan sinn starfsaldur, útskrif-
aðist úr Stýrimannaskólanum
1956 og starfaði lengst af sem
stýrimaður og skipstjóri. Síðari
hluta starfsævinnar vann Guð-
brandur í 20 ár sem fiskmats-
maður hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna en síðustu starfs-
árin stundaði hann síðan sjó á
ný, að þessu sinni á frystitogur-
um. Guðbrandur bjó sín fyrstu
hjúskaparár í Reykjavík, fyrst á
Laugavegi og síðan í Gnoðarvogi
en síðustu 40 árin í Lyngbrekku
í Kópavogi.
Útför Guðbrandar fór fram í
kyrrþey að ósk hins látna frá
Mosfellskirkju 12. september sl.
Á þessum haustdögum dó
tengdafaðir minn Guðbrandur Ás-
mundsson ríflega 81 árs að aldri.
Sjómaðurinn, hraustmennið og
góðmennið Guðbrandur er genginn
á vit feðra sinna. Nokkuð sem þar
til fyrir skömmu maður leiddi ekki
hugann að, enda var hann svo
gjörvulegur að hann leit út fyrir að
vera 20 árum yngri en aldurinn
sagði til um ef frá eru taldir allra
síðustu mánuðirnir þegar krabba-
meinið lagðist þungt á hann. Guð-
brandur var mestan hluta starfs-
ævi sinnar á sjó og kannski spilaði
það inn í það hversu hann var dug-
legur að nýta tíma sinn með fjöl-
skyldunni þegar hann var í landi til
ferðalaga, skíðaferða og annarrar
útivistar.
Börn Guðbrandar, makar þeirra
og barnabörnin nutu þessa ferða-
áhuga hans þegar ferðast var sam-
an, oft með tilheyrandi dvöl í sum-
arbústöðum. Víst er að
Guðbrandur var í essinu sínu í slík-
um sumarferðum þegar góða veðr-
ið og gönguferðir réðu för. Sama
var upp á teningnum í heimsóknum
hans til okkar upp í Mosfellsdal
þegar hann fór í göngutúra með
barnabörnunum og rifjaði upp
bernskuminningar sínar frá dvöl
sinni í Mosfellsdalnum. Útivistinni
sinnti Guðbrandur þó hann væri
innan borgarmarkanna og þar var
sundið í fyrirrúmi, yfirleitt stundað
daglega. Hann var sólardýrkandi
mikill og ef hann var heima við í
sólskini þá mátti ganga að honum
vísum úti í sólarskotinu við hús
hans í Lyngbrekkunni.
Guðbrandur var mjög listrænn
maður sem hafði gaman af þvi að
mála myndir og gerði það svo vel
að eftir var tekið. Eftirlætismynd-
efni hans tengdust sjónum og svip-
miklum fjöllum þar sem Lóma-
gnúpur og Snæfellsjökull höfðu
sérstöðu. Fjöllin sem hann málaði
eru á sínum stað og sólin heldur
áfram að koma upp, en það vantar
Guðbrand Ásmundsson með sína
ríku réttlætiskennd. Við sem
kynntumst honum njótum þess
áfram og trúum því að sólin skíni
líka á Guðbrand hinum megin.
Jóhannes Sturlaugsson.
Ég elska þig, elsku afi minn.
Mér þykir svo vænt um þig, elsku
afi minn. Þetta voru síðustu orðin
mín til þín, elsku afi, og er ég mjög
ánægður að hafa fengið að segja
þau því mér þótti svo vænt um þig.
Mér leið alltaf svo vel hjá ykkur
ömmu.
Þegar ég var lítill, var alltaf svo
gaman í matarboðunum hjá ykkur
og fá ís með jarðaberjum úr dós í
eftirrétt og fá svo að gista hjá ykk-
ur. Þá svaf ég alltaf á milli ykkar.
Svo þegar við vöknuðum þá fórum
við í sund eins og þú gerðir á hverj-
um morgni alla ævina nánast og
svo fórum við í bíltúr niður á höfn
til að skoða bátana og fara í Kola-
portið.
Síðustu 5 árin bjó ég í Lyng-
brekkunni hjá þér og ömmu og
þann tíma varstu mér rosalega
góður. Við tengdumst svo vel, afi.
Við fórum í sund, horfðum á bolt-
ann og lásum oft saman. Mér
fannst svo gaman á kvöldin þegar
ég var að lesa lögfræðina í kjall-
aranum og þú komst niður og
nudddaðir á mér axlirnar og spurð-
ir hvort ég vildi ekki koma í kvöld-
göngu. Þá fannst mér við oft tengj-
ast best. Þá töluðum við um „gömlu
dagana“ þegar þú hittir ömmu og
hvað þú elskaðir hana mikið, um
sjóarasögurnar og svo sagðirðu
mér frá stjörnunum og hvað þær
hétu. Ég á líka þér að þakka að ég
komst áfram í lögfræðinni því á 1.
árinu mínu reifstu mig á fætur og
keyrðir og sóttir mig í skólann.
Afi, það var friður yfir þér þegar
þú fórst og fyrir það er ég þakk-
látur. Ég mun hugsa vel um ömmu
eins og þú gerðir alla tíð svo vel.
Ég er svo þakklátur fyrir þann
tíma sem við áttum saman, elsku
afi, og mun ég ávallt minnast
þeirra með brosi og hlýhug. Því
þannig var þetta alltaf hjá okkur,
alltaf stutt í bros og hlátur.
Guðbrandur Jóhannesson.
Besti afi í heimi, orð sem ég hef
skrifað í öll jóla- og afmæliskort
hans afa og skrifa nú í hinsta skipti
í þessa minningargrein hans. Hann
afi minn var einlægur og fallegur
maður sem lét fólkinu í kringum
sig ávallt líða vel. Ég sakna þess
mest að geta ekki kúrt í hálsa-
kotinu hans afa og fundið fyrir allri
þeirri væntumþykju sem hann gaf
mér. Þegar ég hugsa til afa sé ég
hann fyrir mér sólbakaðan í
skotinu á Lyngbrekkunni. Hann
var vanur að sitja í sólinni, bera á
sig krem, teygja andlitið í átt að
sólinni og bölva skýjunum sem áttu
leið hjá. Afi átti daglega eina heil-
aga stund, á hverju kvöldi þegar
klukkan sló 7 settist hann fyrir
framan sjónvarpið með fjarstýr-
inguna og um leið og ómurinn af
fréttunum hófst þá lagðist yfir
hann mikil ró.
Hann afi var ávallt á höttunum
eftir meiri vitneskju og var ætíð að
glugga í margs konar fræðibækur.
Hann afi kenndi mér að meta nátt-
úruna, hann benti mér á fegurðina
í fjöllunum og sterku litina sem
bjuggu í sjónum. Afi málaði gull-
fallegar myndir sem skreyta alla
veggina heima í Lyngbrekku. Afi
sá heiminn með augum listamanns-
ins og málaði veröldina eins og
hann sá hana. Hann afi minn var
eins og aldan blá sem líður eftir
sjónum en brotnar að lokum á
fjöruborðinu. Hann átti vissulega
viðburðaríka ævi sem hefur sett
sitt mark á okkur sem þekktum
hann best. Brátt mun lífið ganga
sinn vanagang en ég veit að öll árin
framundan verða fátækari án afa
og fallega brossins hans. Ég er
þakklát fyrir minningarnar sem ég
mun varðveita alla mína ævi og alla
þá ást sem hann hefur gefið mér í
veganesti. Ég veit að afi heldur
áfram að elska mig af himnum ofan
og einn daginn mun ég hitta hann á
ný og kúra aftur í hálsakotinu hans
hlýja.
Sólrún Jóhannesdóttir.
Guðbrandur
Ásmundsson
✝ Jóhanna Ólafs-dóttir fæddist í
Reykjavík 28. októ-
ber 1934. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 2.
september síðastlið-
inn. Hún var dóttir
hjónanna Stein-
unnar Ögmunds-
dóttur hjúkrunar-
konu og Ólafs
Pálssonar, mæling-
arfulltrúa múrara.
Alsystir Jóhönnu er
Helga, fyrrverandi forstöðumaður
Blindrabókasafns, f. 4.6. 1937, og
hálfbróðir hennar var Jón Ólafs-
son, bankastarfsmaður og mynd-
listarmaður, f. 30.1. 1929, d. 19.4.
2007.
Jóhanna giftist 28. október 1959
Sigfúsi Thorarensen tannlækni, f.
í Hróarsholti 16.4. 1933, syni
hjónanna Soffíu Jónasdóttur hús-
móður og Helga Thorarensen,
2.3. 1971, gift Aðalgeiri Hólm-
steinssyni byggingafræðingi, f.
19.8. 1970. Dætur eru Stefanía, f.
25.6. 1994, Silja, f. 9.8. 2002, og
Jóhanna Guðrún, f. 23.11. 2007.
Jóhanna ólst upp í foreldra-
húsum en var í sumardvöl á
Hrepphólum í Hrunamannahreppi
og á Núpum í Ölfusi. Hún lauk
verslunarprófi frá Verslunarskóla
Íslands og að námi loknu vann
hún hjá Heildversluninni Jónsson
og Júlíusson og síðar í bókhaldi
Olíufélagsins hf. Jóhanna vann
fyrir fjölskyldunni á meðan eigin-
maðurinn var í námi, en síðar
helgaði hún sig heimilisstörfum
og uppeldi barna sinna. Eftir að
börnin uxu úr grasi vann hún með
manni sínum á tannlæknastofunni.
Jóhanna og Sigfús byggðu sér hús
í Einarsnesi 68 í Skerjafirði og
þar bjuggu þau frá 1956. Jóhanna
var alla tíð áhugasöm um íþróttir
og útivist og stundaði á seinni ár-
um golf auk þess að vera meðlim-
ur í leikfimihóp Ástbjargar
Gunnarsdóttur í meira en þrjátíu
ár.
Útför Jóhönnu fór fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
starfsmanns Skelj-
ungs. Börn Jóhönnu
og Sigfúsar eru: 1)
Helgi Þór, prófessor
við Háskólann á Hól-
um, f. 4.4. 1956,
kvæntur Guðrúnu
Helgadóttur, pró-
fessor við Háskólann
á Hólum, f. 9.3. 1959.
Börn þeirra eru Jó-
hanna háskólanemi,
f. 30.9. 1987, og Ólaf-
ur Helgi, f. 18.8.
1992. 2) Ólafur
barnalæknir, f. 15.4.
1962, kvæntur Hrefnu Guðmunds-
dóttur nýrnalækni, f. 13.9. 1961.
Synir þeirra Atli, f. 14.3. 1995, og
Jóhann Örn, f. 27.12. 1997. 3) Jón-
ína Þórunn hjúkrunarfræðingur,
f. 17.12. 1965, gift Jóni Sigurðs-
syni tónlistarmanni, f. 17.4. 1965.
Börn þeirra eru Ingibjörg Giss-
unn, f. 18.8. 1993, Kristján, f. 27.1.
1997, og Soffía, f. 28.1. 1999. 4)
Steinunn hjúkrunarfræðingur, f.
Við drögum út skúffur hugans,
pörum saman ósamstæða
sokka atvikanna,
rýnum í myndirnar,
rifjum upp nöfnin,
raulum lögin.
Við opnum skápa hjartans,
handleikum minningar;
dansskó, golfhanskann,
jólakjólinn, nóturnar,
slæðu sem ilmar enn
og hvíta flísið.
Þú lifir í lífi okkar,
gleði og þökk.
Guðrún Helgadóttir.
Mig langar með þessum orðum
að minnast tengdamóður minnar,
Jóhönnu Ólafsdóttur, sem lést hinn
2. september s.l. eftir að hafa háð
baráttu við illvígan sjúkdóm í rúm-
lega eitt ár.
Kynni okkar hófust á köldum og
hráslagalegum eftirmiðdegi, í októ-
bermánuði 1996, en þá hafði ég
fáum vikum áður hitt hana Steinu
mína.
Þessi fyrstu kynni mín af Jó-
hönnu eru mér eftirminnileg sök-
um þess, hve fölskvalaust viðmót
hennar var. Ég fann að ég var vel-
kominn á heimili Jóhönnu og Sig-
fúsar við Einarsnesið, og með okk-
ur tókst fljótlega góð vinátta.
Jóhanna var mikil fjölskyldu-
manneskja, sem bar ætíð hag og
velferð sinna nánustu fyrir brjósti.
Þegar veikindi hennar höfðu ver-
ið greind, var jafnframt ljóst að
bata yrði ekki náð. Hún mætti
þessum breyttu aðstæðum af æðru-
leysi og skynsemi með klettinn
sinn sér við hlið, lífsförunautinn
Sigfús.
Fyrir okkur sem stóðum þeim
nærri, var aðdáunarvert að finna
og sjá hvernig þau tókust á við
þetta, saman. Þeirra samband var
gæfurík ganga margra auðnuspora,
sem bar með vitni um djúpa virð-
ingu og skilyrðislausa ást.
Af alúð og hlýju unnirðu þeim
sem í innsta hring þínum stóðu.
Þú kvatt hefur okkur, komin ert heim,
kynnin þér þakka, heilu og góðu.
Minningin um Jóhönnu mun lifa
áfram með okkur öllum sem urðum
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
kynnast henni. Fyrir það er ég
þakklátur.
Vertu sæl, tengdamamma,
Aðalgeir Hólmsteinsson.
Mikill harmur er kveðinn að okk-
ar litlu stórfjölskyldu við fráfall Jó-
hönnu Ólafsdóttur móðursystur
minnar. Þessi fjölskylda samanstóð
af þeim systrum Jóhönnu og Helgu
móður minni og þeirra fjölskyldum
en Jón bróðir þeirra lést í fyrra.
Jóhanna var sú eldri af systrunum
og höfuð fjölskyldunnar. Jóhanna
var óvenjulega sterk og hraust
kona. Nú hefur hún lotið í lægra
haldi fyrir krabbameini aðeins 73
ára gömul.
Jóhanna var hæglát og lét lítið
yfir sér, þó var hún fyrirferðarmik-
il í sínum nánasta hópi vegna þess
hversu sterka nærveru hún hafði
og umhyggju sem hún bar fyrir
sínu fólki. Ég sem eina systurdóttir
hennar naut vináttu hennar og vel-
vildar alla tíð. Sömuleiðis dætur
mínar og fjölskylda öll. Alltaf var
áhuginn einlægur á velferð fólksins
manns og öll samtöl við Jóhönnu
voru krydduð sniðugum sögum af
barnabörnum hennar sem hvert og
eitt átti sér sérstakan stað í hjarta
hennar.
Á sjöunda áratugnum bjuggum
við foreldrar mínir í Kaupmanna-
höfn. Á þeim árum flæktist fólk
ekki milli landa eins og nú tíðkast.
Þegar ég tæplega sex ára gömul
var send til Íslands til dvalar með
fjölskyldunni í Skerjó hafði ég að-
eins hitt Jóhönnu móðursystur
mína og frændur mína Helga og
Óla einu sinni svo ég myndi. Sigfús
og Jónínu þekkti ég bara af mynd-
um og nafna mín var ófædd.
Auðvitað var ég lítil og feimin í
fyrstu en það stóð stutt. Hlýjan
sem ég mætti hjá móðursystur
minni gerði að verkum að fljótlega
leið mér eins og ég væri ein úr fjöl-
skyldunni. Strax fyrsta daginn fór
Jóhanna í gegnum fatnaðinn sem
ég hafði verið send með til Íslands.
Uppistaðan voru pils, peysur og
hnésokkar. Jóhanna útskýrði fyrir
mér að slíkur fatnaður hentaði ekki
til útlileikja í Skerjafirði í maí-
mánuði og fór svo með mig í bæinn
og keypti á mig stretsbuxur,
Heklupeysu og strigaskó. Þannig
var Jóhanna, hún leysti verkefni í
stað þess að flækja hlutina.
Jóhanna og Sigfús voru samhent
hjón. Fjölskyldan var í fyrirrúmi,
börnin og seinna tengdabörn og
barnabörn. Meðan börnin uxu úr
grasi var Jóhanna heima en þegar
um fór að hægjast hóf hún störf á
tannlæknastofu Sigfúsar. Segja má
að síðan hafi hjónin verið saman
öllum stundum.
Áhugamálum deildu Jóhanna og
Sigfús. Þau stunduðu skíði af kappi
með börnum sínum og seinna tók
golfið við. Líf þeirra hverfðist um
golfið annars vegar og svo ekki síð-
ur samveru með fjölskyldunni.
Heimili Jóhönnu og Sigfúsar var
miðstöð. Það stóð alltaf opið nán-
ustu fjölskyldu og ekki stóð á veit-
ingunum, alltaf eitthvað nýtt í
gangi í Skerjó í þeim efnum.
Mikil fegurð getur falist í sam-
bandi hjóna sem staðið hefur á
sjötta tug ára. Þeirrar fegurðar
nutum við sem fylgdumst með sam-
ferð hjónanna Jóhönnu og Sigfúsar
síðasta árið. Bjartsýnin var alltaf
til staðar og við hvert strandhögg
sjúkdómsins fann Sigfús ráð til að
létta þeim lífið. Þess vegna gat
Jóhanna Ólafsdóttir