Morgunblaðið - 21.09.2008, Page 15

Morgunblaðið - 21.09.2008, Page 15
Reuters Í einni röð Rússneski herinn á ferð í Suður-Ossetíu. Rússa ætla á næsta ári að auka útgjöld til hern- aðarmála um fjórðung, en eiga langt í land með að byggja herinn upp eftir hrun hans í kjölfar þess að Sovétríkin leystust upp. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 15 » Þótt þetta sé vissulega svo-lítið ný staða þá tel ég ekki, eins og sakir standa, ástæðu til þess að líta svo á að okkur stafi einhver ógn af Rússum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir , utanrík- isráðherra, um auknar ferðir Rússa um loftvarnarsvæði Íslands. » Þetta er eins og að takaShakespeare á tólf mínútum. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listahá- skóla Íslands, á málstofu Menntaþings 2008 um list og verknám, skapandi starf á öllum skólastigum, en honum finnst vanta alla stefnu í list- og verkmenntun í grunn- og framhaldsskólum. » Þetta má ekki verða at-vinnuvegur. Matthías Halldórsson , að- stoðarlandlæknir, í um- ræðunni um stað- göngumæður. » En við töp-um ekki nein- um fjármunum þótt þeir hafi fallið með þessum hætti í dag. Davíð Oddsson , formaður bankastjórnar Seðlabanka Ís- lands, um áhrifin hér á landi af gjaldþroti bandaríska fjárfesting- arbankans Lehman Brothers. » Annað hvort á aðstyrkja krónuna til þess að nota hana til frambúðar eða taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi. Úr skýrslu gjaldmiðilsnefndar Framsóknarflokksins. » Ég er með kúlur á hausnumog marbletti hér og þar á skrokknum. Kristján Jóhannsson , óperusöngvari, átt- aði sig ekki á þrengslunum þegar hann var að æfa fyrir hlutverk sitt í Pagliacci í Ís- lensku óperunni. » Mér finnst ótrúlegt hvernigkomið er fram við mann í þessu kerfi. Móðir í Hafnarfirði , sem komst að því að lögheimili ólögráða sonar hennar hafði verið fært til Noregs að henni forspurðri. » Það væri í raun mín fyrstaráðlegging í dag, setjið svona 20-30% af ykkar sparifé í gull eða silfur. Ingólfur H. Ingólfsson , fjármálaráðgjafi og eigandi Spara.is, ráðleggur sparifjár- eigendum að dreifa áhættu sinni sem mest og reyna að tryggja öryggi sinna peninga. » Ákvörðun um viðmið-unariðgjald í jafna rétt- indaávinnslu. Yfirskrift bréfs sem Lífeyrissjóður verslunarmanna sendi sjóðs- félögum. Ummæli vikunnar Aðalhlutverk Jamie Lee Curtis við frumsýningu „Beverly Hills Chihuahua“. sæll í Mexíkó að maðurinn minn ætti ekki að láta tækifærin, sem biðu hans þar, bíða eftir sér. Hann gerði sér lítið fyrir og hringdi ör- stutt símtal meðan ég sippaði og talaði við „einhvern“ á hinum enda línunnar og sagði viðkomandi að ráða Stefán til vinnu umsvifalaust. Ég reyndi í andnauð að koma því að að Stefán talaði ekki stakt orð í spænsku en honum fannst það al- gjört aukaatriði og sagðist sjálfur geta gert hvaða framburð- artilbrigði sem til eru jafnt á spænsku og ensku. Og í kjölfarið leiddi hann mig í allan sannleik um muninn á mæltri spænsku um víða veröld með tóndæmum og handa- pati. Það tók nú steininn úr þegar ég spurði hann hvort hann gæti bent mér á ódýrt hótel í Orange-sýslu. Hann hélt það nú og þuldi upp hót- elkeðjur og sagðist einmitt eiga vin- gott við marga eigendur þeirra. Að síðustu bætti hann við að á langri ævi hefði hann einnig starfað sem einkaþjónn á Beverly Hills-hótelinu og hann hefði þar unnið með mörg- um frægum einstaklingum. Eftirminnilegastur hefði verið soldáninn af Brunei sem hefði ráðið hann um árabil í þjónustu sína. En þarna í frásögninni varð hann skyndilega alvarlegur og sagði lágt: „Ég varð að hætta hjá honum.“ Nú? spurði ég. Hversvegna? „Because he wanted more!“ Nú já, hugsaði ég með mér og áræddi að ganga eftir því við hann hvað „meira“ þýddi í þessu sam- hengi. Þjálfarinn setti í brýnnar og sagði síðan grafalvarlegur: „You dońt mess with these people.“ Þögn. Svo rétti hann mér handlóðin með augnaráðinu: þú veist hvað ég á við! Ég verð að viðurkenna að ég var litlu nær enda eru kynni mín af sol- dáninum af Brunei engin. Ef það reynist satt að þjálfarinn sé fjörutíu og sjö ára þá verð ég við- urkenna að ég vorkenni honum of- urlítið. Það er annað mál ef hann væri segjum til dæmis tuttugu árum yngri en hann segist vera. Þá hefði maður lúmska samúð með skreytn- inni, hugmyndafluginu og duldum væntingum mannsins til lífsins. Vegir mannshuganns eru lyginni líkastir. er hægt að fullyrða að þar fengu Rússar tækifærið sem þeir höfðu beðið eftir til að láta til skarar skríða og sýna að valdajafnvægið í Austur-Evrópu hefur breyst. Ljóst er að rússneski herinn stenst herjum Vestur-Evrópuríkja ekki snúning, hvað þá Bandaríkja- her. Rússar ætla heldur ekki í stríð við Vestur-Evrópu, en þeir vilja sýna að þeir eru tilbúnir til að beita hernum til að vernda það sem þeir líta á sem sitt áhrifa- svæði. Er Atlantshafsbandalagið tilbúið að fara í stríð við Rússa? Rússar eru sannfærðir um að Bandaríkjamenn þrengi markvisst að sér og finnst það hvernig óskir þeirra – til dæmis í málefnum Kosovo og varðandi staðsetningu eldflaugavarnarkerfa í Póllandi og Tékklandi – eru hunsaðar renna stoðum undir þessa tilfinningu. Vildu afhjúpa Bandaríkin Rússar vildu því láta finna fyrir sér og því þarf ef til vill ekki að koma á óvart að þeir skyldu gera það með þunga og án tillits til mannfalls í röðum óbreyttra borg- ara og eyðileggingar á heimilum þúsunda manna. Eins og George Friedman bend- ir á í grein í tímaritinu The New York Review of Books fletti innrás Pútíns ofan af opinberu leynd- armáli: „Á meðan Bandaríkjamenn eru uppteknir í Mið-Austurlöndum eru þeirra tryggingar innistæðu- laus orð. Þessi lexía er ekki ætluð Bandaríkjamönnum. Að mati Rússa þurfa Úkraína, Eystrasalts- ríkin og Mið-Asíuríkin að átta sig á henni. Pútín vill líka að hún komist til skila í Póllandi og Tékk- landi,“ skrifar hann og bætir við. „Rússarnir vissu að Bandaríkja- menn myndu fordæma árás þeirra. Það spilar í raun upp í hendurnar á Rússum. Eftir því sem háttsettir forustumenn í Bandaríkjunum eru háværari, þeim mun meira áberandi verður aðgerðarleysi þeirra og Rússar vildu koma til skila þeirri hug- mynd að ekkert sé að marka það sem Bandaríkjamenn segjast ábyrgjast.“ Rússar eru að byggja upp her sinn að nýju. Þeir leggja nú líkt og viðtekið er í hernaði áherslu á hreyfanleika og viðbragðsflýti og vilja geta flutt herlið með litlum fyrirvara innan Rússlands. Þeir leggja einnig áherslu á kjarn- orkuvopn. Þeir eru að vinna að smíði langdrægra kjarnaflauga og skammdrægra kjarnaflauga af SS-26 gerð, sem draga 400 km, og að þróa nýja gerð af stýriflaugum. Þeir eru talsvert á eftir áætlun, en þeir eru sterkir á þessu sviði og vilja bæta upp veikleika sinn í smíði hefðbundinna vopna með kjarnorkuvopnum. „Á heildina litið er hernaðargeta Rússa vel undir 50% af því, sem Sovétríkin höfðu,“ sagði Peter Felstead, ritstjóri Ja- ne’s Defense Weekly þegar Rúss- ar byrjuðu aftur að fljúga eftirlits- flug með langdrægum sprengjuflugvélum sínum í fyrra. Rússneski herinn er farinn að hnykla vöðvana, en styrkurinn er ekki til staðar – enn.           Í HNOTSKURN »Samkvæmt gögnum frið-arrannsóknarstofnunar- innar SIPRI í Stokkhólmi vörðu Rússar 35,3 milljörðum dollara til hernaðarmála 2007, um fjórum milljörðum meira en árið 2006. Stofnunin gefur ekki upp hlutfallið af þjóð- arframleiðslu fyrir síðasta ár, en 2006 var það 3,6%. »Árið 1990 þegar Sov-étríkin voru enn við lýði var 171 milljarði dollara varið til hernaðarmála eða 12,3% af þjóðarframleiðslu. Það ár voru útgjöld Bandaríkja- manna til hernaðarmála 457 milljarðar dollara. »Bandaríkjamenn verja núlangmestu fé til hern- aðarmála af öllum ríkjum heims. Í fyrra settu þeir 546 milljarða dollara í málaflokk- inn. Útgjöldin voru 511 millj- arðar 2006 eða 4% af þjóð- arframleiðslu. Allar eru tölurnar miðaðar við verðlag árið 2005. »Hlutur Bandaríkjamannaaf heildarútgjöldum ríkja heims til hernaðarmála var í fyrra 45%. Næstir koma Bret- ar, Frakkar, Japanar og Kín- verjar með 4-5% hlut af heild- inni. Hlutur Rússa var 3%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.