Morgunblaðið - 21.09.2008, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 49
Lögga, læknir og lögfræðingur
Kippan
ALLT Í LAGI!
ALLT Í LAGI! ÉG SKAL
SKIPTA UM EYRU!
ÞÚ ERT MEÐ ANSI LANGA
SAKASKRÁ... SKJALAFALS,
FJÁRSVIK, ÆRUMEIÐINGAR,
FJÁRDRÁTTUR OG ÞJÓFNAÐUR
AF HVERJU
ÆTTUM VIÐ AÐ
TRÚA ÞÉR?
VEGNA
ÞESS AÐ ÉG
SEGI SATT
SEGIR
ÞÚ
SATT?
ÉG LEGG
ORÐSPOR MITT
AÐ VEÐI
SPEGIL
L,
SPEGIL
L HERM
ÞÚ MÉR
, HVER
Á LAND
I
FEGURS
T ER
VARÚÐ! NÆSTI
DAGSKRÁRLIÐUR
ER EKKI FYRIR
VIÐKVÆMA
EKKI GLEYMA
INNKAUPA-
LISTANUM
ÞÍNUM
MEÐVITUND...
ÓÞOLANDI
ÁSTANDIÐ Á
MILLI BLUNDA
HANN ER
LOFTHRÆDDUR
Velvakandi
MEÐ sjónarröndina í fjarska gengur þessi maður djúpt hugsi á Ægisíðunni
sem er ætíð vinsæll göngustaður. Þá er gott að hvíla hugann frá hvers-
dagsamstrinu á meðan horft er til hafs.
Morgunblaðið/Frikki
Á Ægissíðunni
Íslenska kvótakerfið
FISKVEIÐIKERFIÐ
þolir enga vitræna um-
fjöllun skynsamra
manna. Enda hefur það
nú hlotið falleinkunn
með ályktun mannrétt-
indanefndar Samein-
uðu þjóðanna í Genf.
Seinagangur rík-
isstjórnar Íslands varð-
andi svör við ályktun
þessari lýsir engu öðru
en tregu gáfnafari
stjórnenda lands okkar.
Það vandamál sem
þetta kvótakerfi er
einkum búið að valda er
byggðaröskun, eignatilfærsla og
glundroði almennt. Ríkið er ef vel er
skoðað skaðabótaskylt vegna verð-
falls fasteigna á landsbyggðinni. Mál
þetta er raunr ekkert flókið, en það
þarf að vaða í málið af skynsemi og
klára það svo að skapast geti endaleg
sátt um endanlega niðurstöðu í mál-
inu sem er ekkert annað en eitt hið
versta misferlismál sem upp hefur
komið í litlu þjóðfélagi.
Ríkisstjórn Íslands ásamt stjórn-
arandstöðu er ein samsek heild um
þetta hugarfarslega vanþroskaða
fyrirkomulag sem höfundarnir hafa
leiðst út í eins og þegar óvitar stela
karamellu.
Frjálslyndi flokkurinn er utan allr-
ar ábyrgðar á mistökum kvótakerf-
isins. Sá er hér situr og skrifar er vís-
irinn að stofnun flokksins sem var
einmitt stofnaður gegn kvótakerfinu
af eftirtöldum aðilum: Árna Birni
Guðjónssyni, Grétari Mar Jónssyni,
Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur og Ást-
þóri Magnússyni ásamt mörgum
fleiri. Þegar þungavigtarmaðurinn
Sverrir Hermannsson bættist í hóp-
inn, þótti okkur sem við hefðum hlot-
ið öruggt brautargengi. En upp-
hafleg hugsjón með stofnun flokksins
dreifðist og þynntist. Þess vegna hef-
ur nálinni ekki enn verið stungið í
gegnum það mein sem kvótakerfið er
í þjóðarsálinni. Vil ég ráðleggja for-
ráðamönnum þjóðar vorrar að bregð-
ast nú skjótt við og drengilega. Taka
mark á ályktun og
ábendingu mannrétt-
indanefndar SÞ og við-
urkenna voðaverkin
gegn landslýð og biðj-
ast afsökunar á þeim.
Mannleg reisn er lífs-
nauðsyn í hverju þjóð-
félagi. Allir þurfa að
taka út sinn dóm ef
jöfnuður á að ríkja. Því
verður að kalla höfunda
kvótakerfisins í sjávar-
útvegi til ábyrgðar á
verkum sínum gagn-
vart þjóðfélaginu. Taka
þarf mestöll laun þess-
ara höfunda fram-
angreindu eignarnámi
til æviloka og láta þá lifa við t.d. sömu
sultarlaun sem aldraðir og öryrkjar
mega sætta sig við á Íslandinu ríka.
Beini hér með endi greinar þessarar
beint til Jóns Magnússonar hrl.: Þú
ert vel máli farinn og greindur
náungi. Farðu nú að vinna fyrir
kaupinu þínu. Það er enginn vandi að
innheimta fyrir þjóðfélagið mestallt
það fé sem búið er að stela og liggur
víðsvegar í erlendum bönkum í þús-
unda milljarðavís. Eitt dæmi um al-
mannaeigu stendur hér beint framan
við nefið á þér. Hús kauphallarinnar
er byggt fyrir fé svonefnds skipta-
stjórakvóta. Jón félagi. „Skattap-
aradísarhjólið“ okkar á ekki að þurfa
að rúlla yfir búka Jóns og Gunnu sem
eiga vart til hnífs og skeiðar það á að
leita uppi og rúlla yfir búka kvóta-
sölu- og kvótaleiguliðsins, því það lið
á ekki að fá að húka undir skjólvegg
„Skattaparadísarinnar“. Það er tölu-
verð upphæð sem þar liggur ónýtt
milli veggja í þjóðfélaginu. Persónu-
lega þekki ég nokkra ágætis menn
sem hafa selt kvóta, þ.e. hluta af sam-
eign þjóðarinnar og myndu gjarnan
vilja borga til samfélagsins af þeirri
upphæð sem þeir fengu gefins. Með
siðbót getum við bætt þjóðfélagið.
Garðar Björgvinsson.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Haustlitaferð 30.
september kl. 12.30 í Heiðmörk -
Nesjavellir - Ljósifoss - Grímsnes. Stað-
arleiðsögn í Nesjavallavirkjun og kaffi-
hlaðborð í Hótel Nesbúð. Verð kr.
2.700. Skráning í s. 535-2760.
Dalbraut 18-20 | Framsögn á þriðju-
dögum kl. 14. Kennari Guðný Helga-
dóttir.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé-
lagsvist er bæði í Gullsmára og Gjá-
bakka. Sjá nánar á www.febk.is. Haust-
litaferð FEBK verður 25. september.
Brottför frá Gullsmára kl. 13 og Gjá-
bakka kl. 13.15. Ekið um Heiðmörk -
Mosfellsdal - Hakið á Þingvöllum -
Bolabás - meðfram Þingvallavatni -
Þrastarskógur. Kaffihlaðborð að Hótel
Hlíð Ölfusi og dansað á eftir. Skráning í
félagsmiðstöðvunum.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans-
leikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Skrifstofa félagsins er opin virka
daga kl. 10-16.
Félagsstarf Gerðubergs | Leikfimi á
mánud. kl. 8.15 og föstud. kl. 13 o.fl. í
ÍR heimilinu v/Skógarsel, á eftir er
spjall. Mánud. og miðvikud. er sund og
leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Föstud.
kl. 10 prjónakaffi í umsj. Ágústa Hjálm-
týsd. Sími 575-7720.
Hæðargarður 31 | Kynning á samstarfi
við World Class í Laugum þriðjud. 23.
sept. kl. 13.30. Ólafur Snorri Rafnsson
íþróttafræðingur og þjálfari kynnir. Ta-
ichihópur Guðnýjar Helgadóttur verður
á þriðjud. og föstud. kl. 9. Tölvuleið-
beiningar mánud. og miðvikud. kl. 13-
15. sími 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Æfingar fyrir
sýningar og hópdansar í Kópavogsskóla
á þriðjud. kl. 14.30 og á miðvikudögum
í Lindaskóla kl. 15. Ringó í Snælands-
skóla á miðvikudögum kl. 19 og á laug-
ardögum kl. 9.30. Línudans í Húnabúð
á fimmtudögum kl. 16.30. Uppl. í síma
564-1490, 554-2780 og 554-5330.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Bingó
verður haldið þrjá næst miðvikudaga
og hefst 24. sept.