Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 45 Elsku amma okkar lést núna á sunnudag- inn. Eftir að hún veiktist vissu flestir innst inni að hún myndi kveðja okk- ur í þetta skiptið en samt sem áður vonaði maður að hún myndi standa upp aftur eins og hún hefur alltaf gert. Þegar við minnumst hennar, minnumst við mest þeirrar sterku, ákveðnu og þrjósku konu sem hún var. Fór í gegnum lífið og gerði Guðrún Runólfsson ✝ Guðrún Runólfs-son fæddist í Kaupmannahöfn 25. júní 1921. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 31. ágúst síðastliðinn. Útför hennar fór fram í kyrrþey þann 3. september sl. ótrúlegustu hluti eins og að koma öllum 3 börnunum sínum í langskólanám ein, fara út til Þýskalands sem au-pair á fimm- tugsaldri, vera fyrsta íslenska konan sem tók þátt í rallakstri innan og utan lands- steinanna og margt fleira skemmtilegt. Það var sama á hvaða tíma við kíktum til ömmu, alltaf vor- um við sendar út í bakarí að kaupa eitthvað með kaffinu, engu skipti þó svo að kvöldmaturinn ætti að vera hálf- tíma seinna. Ef við systurnar sögð- um nei þegar við fórum að verða eldri ákvað hún nú sjálf að fara bara út, sama hvort hún gat það eða ekki, eitthvert gotterí skildi hún gefa okkur. En eitt situr þó alltaf í minningunni, að ef afgangur var af peninginum var honum skipt bróðurlega á milli okkar systranna. Amma var einnig dugleg að passa okkur þegar hún hafði heilsu til. Þá var gaman að sofa í gömlu kojunum þeirra mömmu og Ásdís- ar, sem við systurnar vorum nú sammála um að voru sko alls ekki kojur. Herbergið sem þær voru í hefur einnig alltaf verið leikher- bergi okkar krakkanna í gegnum árin. Það er að segja þegar maður læddist ekki inn í vinnuherbergi að skoða allt dótið sem var þar. Elsku amma mín, með söknuð í hjarta kveðjum við þig. En þó vit- um við að þú ert á betri stað með elsku afa sem þú loksins hittir aftur eftir um hálfa öld. Við erum stoltar af því að vera barnabörn þín og munum ávallt minnast þín með stolti í hjarta. Kæri afi, passaðu ömmu, og haldið áfram að skemmta ykkur í útilegum og á mótorhjólinu. Þínar dótturdætur, Íris Ósk og Lilja Guðrún Kjart- ansdætur. Elsku Nonni bróðir. Minningarnar streyma að við svona áfall. Ég minnist þín þegar við vorum krakkar og ég bjó á Nesinu. Þegar þú komst til okkar á Nesið í heimsókn, glaðlegur og hress strákur. Ég minn- ist heimsókna þinna þegar ég var far- in að búa sjálf, þegar þú komst til mín og ég var búin að eiga mitt fyrsta barn. Þú spurðir mikið um hvernig þetta væri, hvernig gengi og hvort sá litli væri ekki hress. Þú varst mjög duglegur að heimsækja stóru systur þegar þú varst í Reykjavík. Og allar sögurnar sem þá voru sagðar. Þú sagðir mér frá skemmtanalífinu, Jón Andrésson ✝ Jón Andréssonfæddist 12. júlí 1964. Hann lést 8. september síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Ásbjörg Jóns- dóttir f. 1933 og Andrés Hjörleifur Grímólfsson f. 1938. Hálfsystur Jóns eru: 1) Hjördís Björg Andrésdóttir, f. 1963, maki Sverr- ir Hermannsson, börn Hjördísar eru þrjú. 2) Arndís Björk Andr- ésdóttir, f. 1970, búsett erlendis, börn Arndísar eru fjögur. Útför Jóns fór frá Landakirkju 19. september. vinnunni þinni og bara öllu sem þú varst að gera í það skiptið. Síðan urðu heim- sóknir færri en sím- hringingum fjölgaði í staðinn. Þegar þér leið ekki vel og þurftir að létta á hjarta þínu þá sagðir þú stóru systur margt og mikið og reyndi ég að leiðbeina þér eftir bestu getu. Í hvert sinn sem þú hringdir þá spurðir þú alltaf um hana Þuríði ömmu okkar. Spurðir mig hvernig hún hefði það og hvort hún væri hress og baðst alltaf að heilsa henni. Við hittumst í ágúst sl. og ég fylgdi þér þangað sem þú varst að fara. Sverrir keyrði okkur og þú þakkaðir honum fyrir. Við kvöddumst en ekki datt mér í hug að þetta yrði í síðasta sinn sem ég hitti þig. Elsku Nonni bróðir, hvíldu í friði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Elsku Ása, ég votta þér samúð mína og guð gefi þér styrk á þessum erfiðu dögum. Þín systir, Hjördís Björg Andrésdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HALLDÓRA SIGRÍÐUR GUÐVARÐARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 27. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Eysteinn Jóhannes Viggósson og fjölskylda. ✝ Ásgeir Sig-urðsson fæddist 15. september 1919 á Saurstöðum, Dalasýslu. Hann andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík 7. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar Ás- geirs voru hjónin Sigurður Ásgeirs- son bóndi og síðar verkamaður í Reykjavík, f. 22. sept. 1892, d. 31.7. 1971 í Reykjavík og Helga Ólafsdóttir, f. 18.1. 1896, d. 28.1. 1929. Bræðurnir voru þrír, Þor- steinn símvirki, fæddur að Sval- barða, Miðdölum, f. 12.6. 1927, d. 28.11. 2007. Ólafur hafn- arverkamaður, f. 14.5. 1923, d. 4.11. 2007. Ásgeir lærði múriðn og lauk sveinsprófi 1958 og vann í mörg ár hjá Verka- mannabústöðunum í Reykjavík. Ásgeir Sigurðs- son var tvíkvænt- ur, fyrri kona hans var Sigríður Guð- munda Hann- esdóttir, f. 17.11. 1908 í Áshóli, Ása- hreppi, d. 24.5. 1974. Þau Ásgeir og Sigríður Guð- munda skildu. Fóstursonur Ás- geirs og sonur Sig- ríðar Guðmundu er Ólafur Sigurðsson, fæddur 19.9. 1945 í Reykjavík. Seinni kona Ásgeirs var Benedikta Sveinborg Guð- mundsdóttir, fædd 10.4. 1917 á Gelti í Súandafirði, d. 24.2. 2007. Börn Benediktu eru Sig- ríður Aðalheiður Jónsdóttir, f. 5.9. 1939, maki Jónas Jóhanns- son, f. 9.11. 1935, d. 14.4. 2003. Og Guðmundur Þröstur, f. 6.1. 1956. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Nú þegar sól er farin að lækka á lofti og haustlitirnir farnir að skarta sínum fegurstu litum kveðjum við Ásgeir Sigurðsson múrara, stjúpa minn. Ég vil þakka honum fyrir sam- verustundirnar allt frá því að þau hittust móðir mín og Ásgeir. Aðaláhugamál Ásgeirs var sum- arbústaðurinn í Öndverðarnesi í múraralandinu og var hann með þeim fyrstu sem byggðu bústað á þessum gróðursæla stað. Hann vildi alltaf hafa eitthvað fyrir stafni, var alltaf að smíða og bæta við bústað- inn. Við náum að fara dagsferð austur í bústað í sumar, honum þótti mjög gaman að koma austur. En þegar við komum aftur að Grund var hann ánægður og þreyttur. Ásgeiri þótti einnig mjög gaman að fara í veiðitúra, þeir fóru oft sam- an hann og Jóhann elsti sonur minn og veiddu víða um landið. Ásgeir var sívinnandi, hann var af þeirri kynslóð sem þótti sjálfsagt að gera öðrum greiða ef hægt var og vann hann sem múrari til 75 ára ald- urs. Nú eru dagarnir taldir, þrekið þrotið, þá er hvíldin lausn. Guð blessi minningu þína. Sindrar sól Í september Ylhlýtt enn andblær fer græn samt grös Grundu prýða fýkur tréð laufið fríða. (B.G. Einarsson.) Sigríður A. Jóhannsdóttir. Ásgeir Sigurðsson Nú er hún elsku Ella mín farin í sína hinstu ferð. Mig langar að þakka þér fyrir tímann sem þú gafst mér, Ella mín. Þú varst mér sem önnur móðir, enda kom ég til ykkar Nonna aðeins fimm ára gömul að Vésteinsholti í Haukadal árið 1943. Þú varst 28 ára gömul með tvö börn þegar mamma leysti upp heimili sitt vegna veikinda pabba. Ég átti eftir að vera hjá ykk- ur samanlagt í tíu sumur og einn vet- ur. Ég man enn hvernig pabbi þurfti að lyfta mér upp eftir skipssíðunni og Nonni teygði sig niður til að taka við mér um borð í Sæhrímni – fiski- skip frá Þingeyri sem flutti okkur vestur. Man svo vel eftir brúnu aug- unum og hrokkna svarta hárinu hans Nonna. Faðmurinn var hlýr og hann var svo rólegur í bragði að ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann orðið hrædd í þessari sjóferð, sem hefur nú líklega talist ævintýri fyrir 5 ára stúlku á þessum tíma. „Svona elskan mín, þetta verður allt í lagi“, sagði Nonni og lagði mig í koju í lúk- arnum. Ég fékk kóngabrjóstsykur hjá Jónsa Pálssyni eða Árna í Hólum og sofnaði. Það gekk auðvitað á ýmsu þann tíma sem ég dvaldi hjá ykkur. Ég sá það seinna þegar ég hafði sjálf stofn- að fjölskyldu og eignast börn, hvað ég hafði tekið mikið með mér út í lífið frá ykkar yndislegu fjölskyldu. Það var til að mynda aldrei neinn hávaði í kringum þig, Ella mín, og skipti engu hvað bjátaði á. Einu sinni klippti ég í sundur fallega giftinga- koddaverið með Harðangursút- saumnum. Skammirnar voru hóg- værar. Eins þótt ég þrábæði og suðaði um eitthvað sem ekki var auð- velt að fá leyfi til, þá endaði það oft á því að þú sagðir: „Æi, elskan mín, þú veist ég á þig ekki.“ Við því hafði ég auðvitað engin svör og þagnaði. Sterk og hljóðlát stjórnaðir þú heim- ilinu, leystir vel úr öllu og þið Nonni unnuð svo vel saman, svo ástfangin og samheldin. Þótt Nonni hafi verið mikill húmoristi, hlýr og glettinn – manstu þá hvað hann gat verið skap- bráður út af litlu tilefni? Ég man að eitt sinn kom hann inn í eldhús, horfði út um gluggann inn á Saltnesið, pirraður, fussandi og sveiandi. Þú horfðir á hann sposk á svip, kysstir hann á kinnina og sagð- ir: „Æ, láttu nú ekki svona, kallinn minn,“ og þá hló hann og allur vindur var úr honum. Svo var það páska- dagsmorguninn 1945, þegar Gógó, Mummi og ég biðum spennt uppi í rúmi og þú komst upp á loftið með bakka fullan af smákökum, heitu súkkulaði og páskaeggjum sem mamma hafði sent. Okkur var sem- sagt fært í rúmið. Ella mín, þú varst mér alla tíð sem önnur móðir. Löng og farsæl ævi er nú að baki – Elínborg Guðjónsdóttir ✝ Elínborg Guð-jónsdóttir fædd- ist á Arnarnúpi í Keldudal í Dýrafirði 7. nóvember 1914. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 9. september síðastlið- inn og var jarð- sungin frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 19. september. ævi sem litaðist af hógværð, æðruleysi, jákvæðni, festu og reglusemi. Þú hélst andlegu atgervi til hins síðasta þótt lík- aminn væri farin að láta undan. Kysstu Nonna á kinnina frá mér og þakkaðu hon- um allt og allt. Samúð- arkveðjur frá fjöl- skyldu okkar. Guðmunda og Jónas. Hún Ella á Holti er dáin. Fram í hugann streyma minningar löngu liðinna ára, um náfrænku og góða vinkonu móður minnar, frá þeim tíma er Ella og hennar fólk bjó að Vésteinsholti í Haukadal við Dýra- fjörð. Ég var svo heppinn að fá að vera tvo vetur í barnaskóla þar í dalnum og hafði þá vist á næsta býli við Vésteinsholt. Í ófáum rökkrunum fékk ég að skjótast yfir að Holti til frændfólksins. Þá bjuggu þar þrjár kynslóðir undir sama þaki sem ekki var nú stórt. Þar innanstokks stýrði Ella heimili sínu af myndarskap og með mikilli glaðværð; gekk líka til útiverka þegar þurfti, en Jón, bóndi hennar, sótti oft vinnu utan bús. Mér er í sérstöku barnsminni hvern áhuga Ella sýndi leikjum og stússi okkar krakkanna og hve auð- velt hún átti með að ná til okkar með hvatningu og leiðbeiningu. Hún skildi okkur og hlustaði á okkur. Tíu ára strák var það því eins og að koma heim að dvelja rökkurstund með frændsystkinunum á Holti. Með sama hlýlega hættinum sinnti frænka foreldrum sínum öldruðum, sem þá áttu athvarf þar á heimilinu, Guðjóni og Elínborgu, afasystur minni. Sjö árum seinna var ég svo vetr- artíma munstraður í kennarastarf við Haukadalsskóla. Fékk þá húsa- skjól á Holti þar sem mér leið af- skaplega vel. Fyrri kynni skerptust, og frænka og þau hjón bæði létu sér annt um velferð þessa unglings, sem reyndi að bera sig að sem barna- kennari. Ella frænka mín skildi nefnilega veröldina og vissi vel hvernig meðhöndla ætti duttlunga hennar. Naut ég góðs af ófáum ráð- um hennar þennan vetur og mörg til- efni glaðværðar og hláturs vakti frænka þar í eldhúsinu sem enn lifa í minningunni. En svo breyttust tímar og aðstæður. Á sólbjörtu sumar- kvöldi fáeinum misserum seinna kom Vésteinsholtsfjölskyldan inn að Kirkjubóli til þess að kveðja. Fjöl- skyldan hafði ákveðið að bregða búi og flytja suður eins og ýmsir fleiri á þeim árum. Vík varð á milli frændfólks og góðra vina. Þráðurinn slitnaði þó ekki með öllu og þótt síðan sé liðin hartnær hálf öld vaka enn minningar um björt bernskukynni. Þau kynni leita á hugann nú, þegar frænka er kvödd, því hennar hlutur í mótun þeirra var ríkur. Fyrir þessar minn- ingar er nú þakkað heilum huga, um leið og frændgarðinum stóra eru færðar innilegar samúðarkveðjur okkar Kirkjubólsfólks. Blessuð sé minning Elínborgar Guðjónsdóttur frá Vésteinsholti. Bjarni Guðmundsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.