Morgunblaðið - 21.09.2008, Side 21
tillit til hans persónuleika. Það
gerði skáldið Halldór Laxenss,
hann orti álíka hagyrðingahnoð og
slíkir karlar gerðu á sinni tíð. Hall-
dór setti sig snilldarlega inn í þetta
og raunar hvaða stíl sem var, hann
kunni þetta,“ segir Atli.
En hvaða verkefni unnu þau fyrst
saman Edda Heiðrún og Atli Heim-
ir?
„Á leiksviði var það Mýrarljós,“
svarar Edda. „En þá var ég búin að
leika í Sjálfstæðu fólki og við unnið
Atli að gerð geisladisks saman;
Fagur fiskur í sjó heitir hann. Ég
fékk að nota leikhústónlistina „The
best of“ úr henni. Ég fékk sjö út-
setjara en lögin úr Dimmalimm
voru í gömlu útsetningu Atla Heim-
is sjálfs.
Mig langaði að fá ný lög við
gamlar íslenskar vísur og Atli
Heimir samdi hana,“ segir Edda.
„Ætli það hafi ekki verið eitthvað
sem vísaði til barnabarnanna. Þau
hafa nú öll fengið gömlu Vísnabók-
ina í afmælis- eða jólagjöf,“ segir
Atli.
Forréttindi að vinna með Atla
Edda kveður það viss forréttindi
að fá að vinna með Atla. „Hann get-
ur sett sig inn í hvaða aðstæður
sem er og veit hvaða boðleið hlut-
irnir eiga að fara. Við byrjuðum t.d.
að vinna að tónlistinni í Mýrarljósi
tæpu ári áður en það var frumsýnt
árið 2004. Atli fór yfir verkið með
mér og í grófum dráttum ákváðum
við hvar tónlist kæmi inn. Atli lagði
ríka áherslu á að ofnota tónlistina
ekki,“ segir Edda.
Ég hvái, ofnota tónlist – hvernig?
„Það er viss tilhneiging til að
troða tónlist alls staðar á bak við
allt, kannski án tilefnis,“ svarar Atli
og bendir á að þetta megi oft heyra
í sjónvarpsmyndum m.a. „Þá spyr
maður sig: „Til hvers er allt þetta
tónaflóð sem segir ekki neitt.
Mér finnst fallegt hve þögin er
oft góð í leikhúsi,“ segir Atli
„En hins vegar getur einn flautu-
tónn á réttum stað á réttum tíma
gert kraftaverk. Jónatan Swift, sá
sem skrifaði Gúllíver í Putalandi,
sagði eitt sinn: Proper words in
proper places,“ það er málið,“ bætir
hann við og hlær.
„Það er svolítið gaman að því að
við byrjum dagskrána „Leik-
húsperlur“ á ávarpi sem listagyðjan
flytur. Eitt af börnunum í barna-
kórnum spurði mig: „Hvaðan kem-
ur listagyðjan?“ Ég sagði: „Ef hún
kemur þá kemur hún vonandi frá
Guði,“ segir Edda Heiðrún og bros-
ir.
Þetta ávarp listagyðjunnar skrif-
aði Atli Heimir í tilefni af Degi tón-
listar árið 2001.
„Þar er hann m.a. að velta fyrir
sér rödd Guðs og fegurðinni,“ segir
Edda.
Og þegar „rödd Guðs“ hefur tal-
að þá talar þú til fólks í tónlist – eða
hvað,“ segi ég við Atla.
„Ja, kannski má segja það,“ svar-
ar hann hæversklega.
„Kannski verður hann dreginn
upp á svið í lokin, hann hefur aldrei
fengið að leika,“ segir Edda Heið-
rún sposk.
„Það stóð nú einu sinni til, en ég
komst ekki að. Verið var að leik-
gera verk eftir Davíð Oddsson,
Hrafn Gunnlaugsson og Þórarin
Eldjárn. Það var orðasveimur um
að við Sveinn Einarsson kæmum til
greina að leika prest sem talaði úr
stólnum, en svo gerði Þorvarður
Helgason þetta af svo mikilli list að
við Sveinn drógum okkur í hlé,“
segir Atli.
„Endaávarpið í „Leikhúsperlum“
er dálítið dulrænt. Leikhústónlist
ferðast víða ef svo má segja. Hún er
yfirleitt tengd skáldskap, á rætur í
honum. Svo gerist það stundum að
þessi tónlist slítur sig frá leikhúsinu
og fer að ferðast um á eigin spýtur,
verður viðfangsefni kóra og kannski
sungin víða. Oft er um að ræða
dramatísk og falleg lög og loks veit
enginn hvaðan þau koma,“ segir
Edda.
Þarf mikið til
að drepa gott lag
„Atli sagði mér raunar einhvern
tíma að það þyrfti ansi mikið til að
drepa gott lag,“ bætir hún við.
„Ef vel tekst til prýðir rétt tónlist
leiksýningu, alveg eins og góð ljósa-
hönnun, leikmynd og búningar,“
segir Atli. „Ég hef alltaf sagt að ég
hafi lært að skrifa óperur í gegnum
mína vinnu í leikhúsi, það var besti
skólinn. Þá sér maður hvað á við. Í
tónlistarsögunni sést að góð tónlist
gerir sig ekki endilega vel á sviði.
Svo má finna dæmi um hið gagn-
stæða.
Carmen er t.d. mjög góð á sviði,
hún hefur dramatískan slagkraft.
Ég get líka nefnt hinn fræga Bát-
söng eftir Offenbach úr Ævintýrum
Hoffmanns. Þetta var gamall slag-
ari sem hann tók. Þessi melódía
passar við það sem er að gerast í
óperunni, hún lýsir öllu, segir allt.
Kemur á réttum stað og tíma,“ seg-
ir Atli Heimir.
En má taka laglínur þannig
traustataki?
„Ég hef stundum gert svona tón-
list og sagt þá hreinlega í efnis-
skránni: „Þetta er stælt og stolið,“
svarar Atli og hlær.
Hann kveðst einnig stundum hafa
notað ættjarðarlög en þá hafi hann
hringt í viðkomandi og spurt leyfis.
„Það er í fyrsta lagi kurteisi og
svo eru höfundar verndaðir með
lögum. Þjóðlög eru hins vegar
brotasilfur sem maður mótar.“
„Við verðum öll fyrir áhrifum, oft
sömu áhrifum. En mér finnst leið-
inlegt hve tónlist er oft notuð í nú-
tímanum til að ergja og pirra, þetta
gerist á alls konar stöðum, svo sem
í verslunum og víðar,“ segir Edda
Heiðrún.
„Íslenska orðið yfir þetta er
lyftumúsík,“ skýtur Atli Heimir inn
í.
„Mér finnst gaman að heyra að
Atli hafi lært að skrifa óperur í leik-
húsi. Sviðið er svolítið heilagt en
maður lærir að vinna þar undir aga.
Maður býður sviðinu ekki upp á
hvað sem er, ella ýtir það manni út
af. Þetta er illa launuð köllun en ef
fólk skilur ekki að það er þjónn
leiksviðsins þá getur það farið. En
skilji maður þetta þá lærir maður
sífellt eitthvað nýtt,“ segir Edda
Heiðrún.
Hljómsveit í gryfjunni
Það verður líf og fjör í Þjóðleik-
húsinu þegar „Leikhúsperlur“ Atla
Heimis verða fluttar.
„Við fáum hljómsveit í gryfjuna
til þess að við sjáum hljóðfæraleik-
arana, við notum dans, leik og söng
– allt er þetta úr smiðju Atla Heim-
is. Elsta verkið er lag sem hann
samdi við Dimmalimm,“ segir
Edda.
„Ég þekkti vel sjálfa Dimmal-
imm, Helgu Egilson. Muggur, móð-
urbróðir hennar samdi fyrir hana
Dimmalimm. Hún var gift píanó-
kennaranum mínum, Rögnvaldi Sig-
urjónssyni. Ég var nemandi hans á
mínum unglingsárum. Í tengslum
við þetta varð umrædd tónlist til.“
Hefur alltaf verið iðjumaður
En skyldi Atli Heimir vakna með
tilbúnar laglínur í höfðinu á morgn-
ana?
„Mig dreymir stundum músík en
sjaldan laglínur. Mig dreymir hins
vegar fyrir daglátum og veðri,“
svarar Atli lítillátur.
„Ég veit ekki hvernig tónlist
verður til hjá mér og hef ekki neinn
ákveðinn vinnutíma. Þannig hef ég
ekki unnið. En hins vegar verður
maður að vera við þetta, þeir fiska
ekki sem ekki róa. Ég hef alltaf
verið iðjumaður, dugnaðarmaður
við vinnu,“ bætir hann við.
En hvað varð til þess að hann
lagði fyrir sig tónlist?
„Ég var í barnamúsíkskóla hjá
dr. Edelstein og fór að semja um
leið og ég lærði að skrifa nótur,“
svarar Atli.
„Síðar fór ég í tónlistarskóla og
var látinn læra á píanó. Mamma
spilaði prýðilega á píanó og hennar
móðurætt var mjög músíkölsk, það
er fullt af söngelsku fólki í mínum
ættboga. Pabbi var bankamaður en
hann söng líka í karlakór. Það þótti
því eðlilegt að ég stundaði píanó-
nám og þegar ég ákvað að leggja
fyrir mig tónlist þá var engin fyr-
irstaða frá hendi foreldra minna.
Pabbi styrkti mig til náms á þessu
sviði.“
Varstu laukur ættarinnar á tón-
listarsviðinu?
„Kannski má segja það. Amma
mín í Flatey hafði bæði píanó og
orgel í stofunni sinni. Þetta var
gamalt kaupmannsheimili. Svo var
amma kirkjuorganisti í þorpinu.
Það voru miklir dýrðartímar hjá
henni þegar Sigvaldi Kaldalóns bjó
í Flatey og mikil vinátta með ömmu
og afa og Kaldalónshjónunum.
Minn bakgrunnur var þannig að ég
naut skilnings.“
Atli Heimir stundaði framhalds-
nám í Þýsklandi og er einn braut-
ryðjenda á sviði nútímatónlistar –
sem ekki rataði beint að hjarta
þjóðarinnar strax – eða hvað?
„Eftir að ég hafði lært sneri ég
mér að nútímatónlist. Það var allt í
lagi með þjóðina hvað það snerti, en
það voru hins vegar ýmsir sem
töldu mig og fleiri boðbera nútíma-
tónlistar, vera varga í véum og
höfðu um það sterk orð,“ segir Atli.
„Ég man eftir að ég hafði í
Þýskalandi gamlan kennara sem
kenndi mér handverk. Hann hét
Günther Raphael. Ég hafði komið
með verk til hans. Þá sagði hann
brosandi: „Kannski lendið þér í ein-
hverjum erfiðleikum með þessa tón-
list upp á eyjunni yðar fallegu.“ Jú,
ég taldi að þetta myndi fá misjafnar
undirtektir þar.
„Einu verðið þér að lofa mér
Sveinsson – að verða aldrei bitur.
Sá sem er bitur getur aldrei búið til
neitt fallegt.“ Raphael var gyðingur
og stjórnvöld landsins höfðu sóst
eftir lífi hans og brennt verk hans.
Þetta var hans niðurstaða eftir allt
saman. Ég veit ekkert um hjarta
þjóðarinnar, hvar það slær,“ segir
Atli Heimir.
„En þessi orð Raphaels sitja í
mér, þau eru á við margar skil-
greiningar á hljómfræði. En hann
sinnti því svo sem líka, hann var
eitilharður.
Ég sagði honum að hér væri lítil
tónlistarhefð.
„Já, þér þurfið nú kannski ekki
að ganga í gegnum alla tónlistar-
söguna en ég ræð yður að læra
gamalt og gott handverk. Svo verð-
ið þér bara að hoppa upp á lukku-
hjólið og sjá hvert hamingjuhjólið
ber yður.“
„Ég tel mikilvægt að gefa fólki
ekki of góða dóma áður en það fer í
skóla. Skólinn á að setja fólki skorð-
ur – síðan springur það út. Ég er
ekki viss um að við séum á réttri
leið með þetta,“ segir Edda Heið-
rún.
„Nú er ég kominn á karlagrobbs-
stigið og vil halda áfram,“ segir Atli
Heimir og setur sig í sögustell-
ingar.
„Ég man eftir að einn af mínum
góðu kennurum þarna, Zimmer-
mann, sem var eitt besta tónskáld
sinna tíma, sagði einhvern tíma:
„Sveinsson, setjum svo að þér hafið
hæfileika, setjum svo. Hafið þér
nokkurn tíma hugsað um hvernig
þér ætlið að nota þá hæfileika?“
Það hafði ég aldrei gert. Þá held ég
að ég hafi ekki sofið rótt, ég þurfti
að hugsa minn gang.“
Hvernig skynjar fólk hvað er list?
„Ef menn ná upphafstóni for-
leiksins, t.d. í Carmen sem við
ræddum um áðan, sem er sterkur,
þá er fólk á valdi verksins allt
kvöldið. Gamall og reyndur hljóm-
sveitarstjóri sagði: „Ef maður nær
ekki þessum fyrsta tóni þannig að
allir í leikhúsinu kippist til og hríf-
ist, þá er sýningin dauð.“
Edda bætir við að list hljóti að
vera tilfinningalegs eðlis. „Það er
tvennt sem kemur í veg fyrir að
fólk nái hæðum, annars vegar
skortur á tækni og svo hins vegar
innri erfiðleikar. Þá má skilja eftir
á þröskuldinum og tækninni má
kippa í liðinn,“ segir Edda.
„Það á ekki að stilla upp tækni og
tilfinningu sem andstæðum, þetta á
að spila saman,“ segir Atli.
„Sumir vilja taka listina úr sam-
bandi við tilfinningar og ræða um
hana sem heimspeki. Þá spyr ég
bara: „Er heimspeki ekki tilfinn-
ingaleg?“ segir Edda.
„Vinur minn sem nú er látinn og
ég sakna mjög, Þorsteinn Gylfason
heimspekingur, sagði einhverju
sinni. „Þegar heimspekin þarf að
fjalla um það mikilvægasta í lífinu,
ástina og dauðann, þá verður maður
bara að grípa til ljóðsins eða tónlist-
ar,“ segir Atli.
Snert hörpu mína
himinborna dís
Við ræðum einnig um gildi leik-
listar og leiklistarnáms.
„Leiklistarnám er eitt það dýr-
asta á landinu. En samkvæmt nið-
urstöðum Sameinuðu þjóðanna
borgar það sig margfalt.
Leikurum reiðir afskaplega vel
af, í fjölmiðlum, bönkum eða hvaða
starfi sem er,“ segir Edda.
En hvað þá með tónlistina? Við
snúum okkur báðar að Atla!
„Ég veit það ekki. Þetta hefð-
bundna er þokkalegt iðnnám sem
menn geta lokið ef þeir eru sæmi-
lega duglegir og stunda það vel.
Síðan kemur aðalatriðið – að stilla
sinn kompás, nýta hæfileikana.
Sennilega þarf einhverja sérhæfi-
leika til að semja tónlist. Ýmsir
hafa getað gert laglínur sem eru án
þyngdarafls og fólk vill heyra aftur
og aftur, gott dæmi er Litla flugan
eftir Sigfús Halldórsson.“
Í hugann kemur lag Atla Heimis
við Kvæðið um fuglana eftir Davíð
Stefánsson, lag sem þjóðin hefur
svo sannarlega tekið sér að hjarta-
stað – hvernig varð það til?
„Það varð til á Akureyri. Sveinn
Einarsson gerði leikgerð af skáld-
sögu Davíðs Stefánssonar, Sólon Ís-
landus sem fjallar um Sölva Helga-
son og nefndi hana Gull og gersemi.
Við höfðum í sýningunni flautuleik-
ara og gítarleikara og svo gekk
leikflokkurinn fram á sviðsbrúnina
og söng þetta lag, þetta er gamalt
leikhúsbragð. Prentsmiðjueigendur
á Akureyri gáfu út hefti með fjórum
lögum úr leikritinu, þar á meðal
þessu lagi, hugmyndina átti vinur
minn Halldór Blöndal, fyrrum al-
þingismaður.“
En hvaðan kom þér þetta lag?
„Ég held að stefnan í þessu leik-
riti hafi verið að gera einfalda mús-
ík sem auðvelt væri að læra, í ein-
hverskonar „Kaldalónsstíl“, hafi
maður haft eitthvert markmið,“
svarar Atli og hlær.
En hvaða sönglag sitt skyldi Atla
Heimi þykja vænst um?
Hann verður afvísandi og neitar
að svara, en þó gætir í neituninni
örlítils hiks. Ég spyr því hvort eitt-
hvað sé honum nær en annað?
„Kannski er í óperunni Silki-
trommunni ýmislegt sjálf-
ævisögulegt,“ svarar hann með
semingi en lætur lítt af við nánari
spurn.
„Við erum ekki með óperurnar,
ég hafði ekki tíma, mér finnst raun-
ar að Íslenska óperan ætti að sjá
um þá hlið,“ svarar Edda Heiðrún
er ég spyr hvort lög úr Silkitromm-
unni sé með í „Leikhúsperlum“.
„En við erum með lög tengd
ýmsum leikverkum. Sum lög bara
heimta að komast á svið aftur,“
bætir hún við og að þeim orðum töl-
uðum sláum við botninn í samtalið,
kveðjum og við Atli Heimir verðum
samferða út í afganginn af fellibyln-
um Ike. gudrung@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 21
Atli Heimir Sveinsson tónskáld
verður sjötugur í dag, 21. sept-
ember. „Nokkrir vinir hans hafa
tekið höndum saman um að efna
til tónleikaraðar, þar sem marg-
ir af helstu tónlistarmönnum
þjóðarinnar, Þjóðleikhúsið og
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja
verk hans,“ segir Áshildur Har-
aldsdóttir flautuleikari sem er
verkefnisstjóri.
„Leikhúsperlur“ Atla Heimis
verða fluttar í dag kl. 16 á Stóra
sviði Þjóðleikhússins. Þar koma
við sögu leikarar, dansarar,
hljóðfæraleikarar, börn úr kór-
um Langholtskirkju og Hamra-
hlíðarkórinn.
Þá verða einnig hátíð-
artónleikar í kvöld kl. 20.30 í
Salnum í Kópavogi. Þar verður
flutt kammertónlist, rapp og
kórtónlist sem endurspegla hin
ólíku stílbrigði í verkum Atla
Heimis.
Þá kynnir Áshildur tónleikana
Sónata sem verða annað kvöld,
mánudag, kl. 20 á Kjarvals-
stöðum. „Ný fiðlusónata Atla
Heimis verður frumflutt. Flau-
tusónata hans er einnig á dag-
skrá, en hún var tilnefnd til Ís-
lensku tónlistarverðlaunanna
sem verk ársins 2006,“ segir Ás-
hildur sem er einn fjögurra
flutningsmanna ásamt Önnu
Guðnýju Guðmundsdóttur, Unu
Sveinbjarnardóttur og Wolfgang
Künl.
Þriðjudaginn 23. september kl.
20 verða í Listasafni Íslands tón-
leikarnir: „Einleikur tvíleikur“.
„Glæný einsöngslög og íhugul
einleiksverk,“ að sögn Áshildar.
Fram koma söngvararnir Sólrún
Bragadóttir, Bergþór Pálsson,
Ágúst Ólafsson. Víkingur Heiðar
Ólafsson leikur á píanó. Einleiks-
verkin leika Eydís Franzdóttir,
Bryndís Halla Gylfadóttir og Ca-
milla Söderberg.
Áshildur sagði og að dagana
15. og 16. nóvember yrðu fjöl-
skyldutónleikar í hátíðarsal
Varmárskóla og í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Um svipað leyti
verður dagskráin flutt fyrir á
annað þúsund grunnskólanema á
16 skólatónleikum.
Sinfóníuhljómsveit Íslands lýk-
ur þessari tónleikaröð með af-
mælistónleikum 19. marz á
næsta ári.
„Af erlendum vettvangi er
gaman að geta þess að 27. sept-
ember flytur Juilliard New Mu-
sic Ensamble í New York „Ice-
rapp“ eftir Atla Heimi og 29.
nóvember heldur Hyperiontríóið
tónleika í Beethovenhalle í Bonn.
Hyperiontríóið hefur lokið hljóð-
ritun á þremur píanótríóum Atla
Heimis, sem koma út á næsta ári
hjá CPO-útgáfunni í Þýska-
landi.“
Í undirbúningsnefnd vegna af-
mælistónleikanna eru Bryndís
Schram, Hallveig Thorlacius,
Halldór Blöndal, Jón Baldvin
Hannibalsson, Ragnar Arnalds,
Sveinn R. Eyjólfsson og Styrmir
Gunnarsson, vinir Atla Heimis
ýmist frá barnæsku eða ung-
lingsárum. „Fjölbreytnin í list-
sköpun Atla Heimis Sveinssonar
er ótrúleg,“ ritar nefndin í inn-
gangi að dagskrá tónleikarað-
arinnar. „Tónsmíðar hans hljóma
í kirkjum landsins, í leikhúsum
bregður hann á leik og í stærri
tónverkum hans er hið óvænta
alltaf á næsta leiti.“
Afmælisveisla í tónum
Tónskáldið Atli Heimir hefur staðið keikur í stormum sinnar tíðar.