Morgunblaðið - 21.09.2008, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.09.2008, Qupperneq 11
istjórnunina í vatnsþéttum hólfum,“ segir Jóhann. Og Stefán Eiríksson segir fjarlægðina of mikla við höfuðborg- arsvæðið frá Vestfjörðum og Aust- fjörðum til þess að umdæmis- stjórnunin geti flust suður, án þess að slitni á milli. En kostir þess eru aftur á móti skýrir að eitt lögreglulið verði í land- inu undir ríkislögreglustjóra, að sögn Lárusar Bjarnasonar, lögreglustjóra á Seyðisfirði. „Þá eru menn ekki endalaust á horfa á veggi,“ segir hann, „og hægt er að stýra mannskap og tækjabúnaði þangað sem mest á reynir hverju sinni.“ „Eitt lögregluumdæmi myndi ein- falda ýmislegt,“ segir brosmildur lög- reglumaður er hann heyrir af vanga- veltum yfirmanna sinna, „en áreiðanlega flækja eitthvað annað! Boðleiðir verða alltaf flóknar í lög- reglunni. Menn halda í sitt og það vill gleymast að við erum að vinna að sama takmarki.“ Fjarskiptamiðstöð á Akureyri? Haraldur segir að ef lögreglan verði ein heild undir ríkislögreglu- stjóra verði hægt að færa ákveðin verkefni undir daglega stjórn lög- reglustjóra um landið, og styrkja með því lögregluumdæmin, en það sé erf- itt með 15 sjálfstæð lögreglu- stjóraembætti. „Þá væri hægt að fela lögreglu- stjórum ákveðin verkefni sem nú er sinnt hjá ríkislögreglustjóraembætt- inu. Ég get nefnt sem dæmi almanna- varnir, sérsveitarmál og fjarskipta- mál, allt verkefni á landsvísu, en lögreglustjórar gætu farið með dag- lega stjórn þeirra í umboði ríkislög- reglustjóra. Hugsunin er sú að opna nýja möguleika í stjórnun, rekstri og verkefnatilfærslu.“ En ágreiningur er um það hvort stoðdeildir á landsvísu eigi yfirhöfuð að vera fóstraðar af ríkislög- reglustjóra eða hvort þær eigi betur heima undir lögregluembættunum. Ekki síst eftir stækkun umdæma, sem geri embættunum kleift að taka að sér metnaðarfyllri verkefni. Nefnt er sem dæmi að tæknideildin heyri undir lögreglustjórann á höfuðborg- arsvæðinu og hafi axlað ábyrgð á landsvísu. Stefán Eiríksson færir rök fyrir því flutningur sérsveitarinnar og fjarskiptamiðstöðvarinnar yfir til LRH losi tugi lögreglumanna, sem geti þá sinnt sýnilegri löggæslu á göt- unum. Og Björn Jósef Arnviðarson, lögreglustjóri á Akureyri, segir að fjarskiptamiðstöðin gæti eins verið á Akureyri, enda sé þar varastöð með starfsmönnum 112 á landsvísu, sem aldrei hafi verið virkjuð nægilega. Lenska að vega að embættinu Haraldur segist ekki sjá rökin fyrir því að búta niður það öryggisnet sem byggt hafi verið upp á undanförnum árum í kringum fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð, þar sem samvinnan sé þétt milli lögreglu og almannavarna, landhelgisgæslu, neyðarlínu, flugmálayfirvalda og Landsbjargar. Sú starfsemi tengist síðan sérsveit, alþjóðadeild og grein- ingardeild. „Ef breyta á þessu fyrirkomulagi, þá þurfa rökin að vera þau að öryggi borgaranna stóreflist. Ég hef ekki séð slík rök, þó að ég hafi heyrt óskir um að starfsemi færist til einstakra lög- reglustjóra. Mér hefur hins vegar ekki alltaf þótt umræðan vera mál- efnaleg um embætti ríkislögreglu- stjóra. Það virðist vera einhver lenska að vega að embættinu, hverjar svo sem ástæðurnar eru fyrir því. Það verður hver að meta fyrir sig, en þetta þarf að breytast.“ Stefán segir hins vegar að stað- setning stoðdeilda eigi að ráðast á faglegum grunni. „Þessum verk- efnum var komið fyrir hjá ríkislög- reglustjóra vegna þess að lögreglu- embættin voru of fáliðuð til að glíma við þau á sínum tíma. En með eflingu þeirra er annað uppi á teningnum.“ Og hann segir að nú gefist færi á að leiðrétta kúrsinn. „Kraftur ríkis- lögreglustjóra hefur farið um of í al- menna og sérhæfða löggæslu. Oftar en ekki þannig að það hefur skarast við störf lögregluliðanna í mismun- andi umdæmum. Á hakanum hafa setið stjórnsýsluverkefnin á lög- gæslusviðinu, sem til stóð að efla og styrkja. Það eru gríðarlega mikilvæg verkefni sem miða að því að auka gæði lögreglustarfsins, samræma störf lögregluliðanna í landinu, auka innri endurskoðun og innra eftirlit, gefa út verklagsreglur á landsvísu á fjölmörgum sviðum og stórefla eftirlit með því að lögregluliðin vinni að þeim markmiðum sem sett hafa verið í lög- gæsluáætlun til ársins 2011.“ „Talsmenn óbreytts ástands“ Í fjórðu grein lögreglulaga segir að ríkislögreglustjóri fari með málefni lögreglunnar í umboði ráðherra. En tvö af mikilvægustu stjórntækjunum hafa setið eftir í dómsmála- ráðuneytinu, þ.e. fjármálastjórn og árangursstjórnun lögreglunnar, eins og Ríkisendurskoðun hefur bent á. Ekki eru allir lögreglustjórar á landinu fylgjandi því að ríkislög- reglustjóri fái fjárveitingavald, sumir slá varnagla við því, og víst er að krafa yrði gerð um að úthlutun færi fram eftir skýrum viðmiðum. Og sam- kvæmt heimildum stendur ekki til að flytja fjárveitingavaldið til ríkislög- reglustjóra frá ráðuneytinu. Þar er hins vegar vilji til að móta reiknilíkan um fjárveitingar til löggæslumála og var raunar stofnuð nefnd um það fyr- ir nokkrum árum, sem aldrei skilaði niðurstöðum. „Það eru of margir tals- menn óbreytts ástands innan kerf- isins.“ Og vakið er máls á „innbyggðum kerfisvanda“ í lögreglunni. Ríkislög- reglustjóri eigi að sjá um samræm- ingu og eftirlit, en sé í samkeppni við lögregluembættin um fjármagn, m.a. með rekstri sérsveitar. „Þetta gerir að verkum að ríkislögreglustjóri reynir að upphefja sín verk til að fá athygli fjárveitingavalds og ráðu- neytis og við erum dæmdir til að tapa þeim slag,“ segir Jóhann. „Enda hef- ur komið á daginn að það embætti fær raunaukningu á fjárlögum ár frá ári, en höfuðborgarsvæðið og Suð- urnes fengu sömu krónutölu síðast, sem er í raun niðurskurður.“ Í stjórnsýsluúttekt Ríkisend- urskoðunar 2006 kom fram að þá hafði kostnaður við löggæslu í landinu tvöfaldast í krónum talið frá setningu lögreglulaga árið 1997 og kostnaður við embætti ríkislögreglustjóra sex- faldast í krónum talið frá 1998 til 2005. Þá þróun megi rekja til breyttra aðstæðna, sem einkum hafi komið fram í starfi ríkislögreglustjóra. Í út- tektinni kemur fram að stjórnvöld hafi átt „erfitt með að sjá fyrir sér framtíðarhlutverk og verkefni emb- ættisins og þróun þess ár frá ári“, eins og ráða megi af breyttum við- fangsefnum og viðbótarheimildum á framlögum til embættisins. Leiðist á köflum Allir eru á einu máli um mikilvægi sérsveitarinnar fyrir löggæsluna í landinu. Hálfur dagur fari í þjálfun á hverjum degi og það skili augljósum árangri. Sérsveitarmaður sem rætt var við sagði það hafa háð sérsveitinni að vera undir tveim herrum, og því hafi það verið léttir að flytjast undir ríkislögreglustjóra. Hann taldi mik- ilvægt að umboðið væri skýrt. En Sérsveitin „Veðhlaupahestarnir“ sem allir vilja eiga klífa Landssímahúsið; lögreglustjórar takast á um sérsveitina. Löggæsla í höfuðborgum Fjárveiting 3 24,5 24,5 á ári milljarðar milljarðar* milljarðar** Íbúar 198.000 565.000 680.000 Lögreglu- 340 1.800 2.200 menn Annað 100 500 200 starfsfólk Reykjavík Osló Kaupm.h. * 1,5 milljarðar NOK ** 1,35 milljarðar DK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 11  Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.